Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2000, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2000, Blaðsíða 17
17 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000 PV__________________________________________________________________________________________________Menning Ættarsaga í nútíð og framtíð Guórún Eva Mínervudóttir er tilnefnd til íslensku bókmenntaverólaunanna fyrir skáldsöguna Fyrirlestur um hamingjuna sem Bjartur gefur út. Sagan sú er sér- kennileg, ekki aöeins vegna þess aó hún segir frá fjórum kynslóðum, Margréti móóursystur, Haraldi systursyni, Mar- gréti Haraldsdóttur og Haraldi syni henn- ar, heldur vegna þess aö hún endar ekki fyrr en eftir sjö ár. Hin heföbundna œttar- saga byrjar fyrir einni öld og endar í nú- tímanum, þessi hefst um 1960 og endar 2007 - með merkilegum vióburði! Eitthvað sérstakt hlýtur að vaka fyrir höfundi sem býr til slíka sögu... „Þér að segja þá kviknaði hugmyndin að titlinum fyrst,“ segir Guðrún Eva en viðurkennir um leið að fyrsti kaflinn hafi að vísu birst allrafyrst, sem smásaga i bókinni Þrisvar þrjár sögur (1999). „Ég gat ekki hugsað mér að sleppa takinu á þessu fólki, Margréti eldri og Haraldi, systursyninum sem hún elur upp, þvi þau eru svo sérstaklega skemmtileg. Með fram sögunni um þau var ég svo að skrifa aðra sögu sem átti að gerast nær okkur í tíma og jafnvel fara aöeins fram úr okk- ur, og smám saman fann ég að það var samhljómur með þessum-sögum. í fyrstu skildi ég ekki í hverju skylclleiki þessara tveggja sagna fólst þar seífi persónurnar voru ekki þær sömu, en svo rann það upp fyrir mér að auðvitað væri Margrét yngri í seinni sögunni sprottin úr sama jarð- vegi og eins konar framlenging af Mar- gréti og Haraldi í fyrri sögunni. Hún er líka ein með son, alveg eins og Margrét eldri er ein með dreng - sem hún á að vísu ekki sjálf. Það sem mig langaði til að gera,“ held- ur Guðrún Eva áfram, „var að skoða þessa fjóra „ættliði" og sjá hvað þeir ættu sameiginlegt þótt aðstæður væru ólíkar. Allt þetta fólk leitar hamingjunnar, hvert með sínum hætti og reynir eftir mætti að komast hjá því að þjást, en hvorugt þess- ara verkefna getur kallast einfalt." Til heiðurs Margréti ömmu - Mér fannst merkilegt að lesa lýsingu á svona gamaldags heimili eins og þau eiga Margrét eldri og Haraldur. Var eitt- hvað við þessa siði og venjur um miðja öldina sem þig langaði til að varðveita? „Ég náði sjálf í skottið á heimilishaldi þar sem fólk borðaði saman í hádeginu og á kvöldin og hlustaði á einu útvarpsstöðina,“ segir Guð- rún Eva. „Svo voru foreldrar mínir, sérstaklega móðir mín, dugleg að segja mér frá sinni æsku DV-MYND ÞOK Guðrún Eva Mínervudóttir rithöfundur Allt þetta fólk leitar hamingjunnar og reynir eftir mætti að kom- ast hjá því aö þjást... - og þau eru á aldur við Harald eldri. Einnig á ég foöurömmu sem heitir reyndar Margrét og kannski er ég að heiðra hana með þessari sögu. Ég sat mikið í eldhúsinu hjá henni þegar ég var barn og hún talaði við mig eins og ég væri full- orðin manneskja. Ég sé Harald og Margréti eldri alltaf fyrir mér í eldhúsinu hennar. Hún er mik- il matmóðir og örlát og sýnir umhyggju sína í verki.“ - í sögunni er framið ofbeldisverk, á að giska í ár, sem verður sögupersónum örlaga- rikt. Er þetta spádómur? „Nei, þetta er skáldskapur en ekkert mæl- ir á móti því að eitthvað þessu líkt eigi sér raunverulega stað. Annað eins hefur nú gerst.“ - Ertu ekkert hrædd um að þú kallir ógæfu yfir eitthvert fólk? „Nei, ég trúi því ekki að skáldskapurinn smiti þannig inn í veruleikann. Ég setti at- vikið inn í framtíðina til þess að ljúga ekki atburði af þessari stærðargráðu upp á fortíð- ina. Þá er betra að fjalla um eitthvað sem framtíðin ber mögulega með sér.“ er göldróttur bókin þín, smásagnasafnið Á með- hann horfir á þig ertu María mey (1998) var svo skemmtilega full af galdri. í nýju sögunni er Ástrós, mamma Margrétar yngri, svolítið göldrótt, en ekkert meira en hver kona á íslandi. Hafa skrif þín tekið nýja stefnu með þessari bók? „Það kom mér mjög á óvart þegar fólk fór að tala um að smásögurnar mínar væru súr- realískar og göldróttar. Ég var að skrifa um hversdagsleikann! Ef ég man rétt stóð það meira aö segja utan á bókarkápunni. Og Ásfrós á einmitt að vera eins og svo margar islenskar konur eru, ofurnæm, hún les í fólk eins og margir gera og er svolítið ósvífin, óhrædd við að segja það sem henni kemur i hug. Finnist fólki smásögumar mínar und- arlegri en skáldsögurnar er það sennilega af því að hið knappa form smásögunnar býður upp á alls kyns undarlegheit, ósögð orð og atburði sem aðeins eru gerð hálf skil. Skáldsagan sem slík býður upp á galdur af öðru tagi. Þar leyfír maður sér síður að skilja lesandann eftir alveg í lausu lofti. Þar hefur maður rúm til að ganga að einhverju leyti frá lausum endum." - Hvemig finnst þér bókinni hafa verið tekið miðað við væntingar þínar? Hafa les- endur skilið hana? „Já, ég átti ekki von á svo góðum og ég leyfi mér að segja virðulegum móttökum. Ég lagði mig auðvitað alla fram um að skrifa góða bók, en hún á fyrst og fremst að vera læsileg og skemmtileg og sennilega ber hún þess merki að höfundur hennar er ekki sá lífs- reyndasti og veðraðasti í bransanum. Tilnefn- ingin til bókmenntaverðlaunanna kom á óvart en hún kemur sér ekki illa. Það hefur ekki bor- ið mikið á þessari bók þótt hún hafi fengið góða dóma þar sem svo margar góðar bækur koma út þetta árið.“ - Hvað er Eyjafiörður? Rannsóknastofnun Há- skólans á Akureyri hefur gefið út mikið og fallegt, lit- myndskreytt rit sem ber heitið Llf í Eyjafirði. Þar eru ítarlegar greinar um hvað- eina sem varðar þá byggð eftir sérfræðinga, hvem á sínu sviði, en ritstjóri bókar- innar er Bragi Guðmunds- son sagnfræðingur. í inngangi segir Bragi að hugmyndin að verk- inu hafi orðið til þegar verið var að móta nám- skeið um grenndarfræðslu við Háskólann á Ak- ureyri, en ætlunin með því var að gera kennara- efni læs á húmanískt, landfræðilegt og náttúru- fræöilegt umhverfi sitt. Bragi skrifar sjálfur fyrsta hluta ritsins um grenndarfræði og skil- greinir hugmyndirnar sem þau hvíla á. Um leið leggur hann grunn að því hvemig nýta má bók- ina til að styrkja sjálfsvitund Eyfirðinga. Þá taka við framlög sérfræðinga sem kanna bæði yfirborð og undirdjúp til að komast að því hvað Eyjafjörður sé þegar grannt er skoðað. Brynjólfur Sveinsson landfræðingur skrifar svæðislýsingu og nýtur aðstoðar Kristjáns Tryggvasonar um jarðfræðihlutann. Þeir skil- greina Eyjafjörð ólíkt þvi sem venja er enda hef- ur löngum ruglað alla umræðu um Eyjafjarðar- hérað að sýslu- og kjördæmamörk hafa ekki far- ið saman við landfræðilega afmörkun. Þeirra grein er studd vönduðum kortum Aðalsteins Svans Sigfússonar. Eftir svæðislýsinguna koma sjö kaflar sem all- ir fjalla um lifandi umhverfi mannsins. Rann- veig Björnsdóttir fiskifræðingur leiðir lesand- ann inn í leyndardómsfullan heim örvera. Hreiðar Þór Valtýsson sjávarlíffræðingur og Steingrímur Jónsson haffræðingur fara um fjör- ur og hafdjúp og greina frá fjölskrúðugu lífriki þeirra. Skúii Skúlason dýrafræðingur skyggnist til botns í pollum, lækjum, ám og vötnum og seg- ir frá lífverum í ferskvatni. Jóhannes Sigvalda- son, búfræðingur og plöntunæringarfræðingur, veltir um hnausum og kannar allt kvikt í jarð- veginum. Hörður Kristins- son grasafræðingur íjallar um fiölbreytta flóru fiarðar- ins, Þórir Haraldsson líf- fræðingur rannsakar fánu hans og kennararnir og fuglafræðingarnir Sverrir Thorstensen og Jón Magn- ússon líta til fugla. Maðurinn og tilvera hans er viðfangsefni næstu þriggja kafla. Bragi Guð- mundsson fiallar um búsetu og búsetubreytingar við Eyjafiörð. Sigríður Stein- björnsdóttir íslenskufræð- ingur fiallar um fiölbreytta bókmenningu héraðsins allt frá íslendingasögum til okk- ar daga. Skipa þar öndvegi Jónas Hallgrímsson, Matth- ías Jochumsson, Nonni og Davíð Stefánsson. Síðasti hluti bókarinnar setur svo fram hugmyndir um hvemig vinna megi meö náttúru og sögu Eyja- fiarðar með bömum og fullorðnum. Bókin er vandlega skreytt myndum sem styrkja og styðja textann og margar þeirra bæta lika við hann upplýsingum sem erfitt er að gefa öðruvísi en á mynd. Auk mynda af landslagi og húsakynnum eru hér myndir af munum og minjum, handverki, búshlutum og listaverkum. Er þessu fagra og sögufræga héraði sýndur mik- ill sómi með þessari bók. -SA Hlunkur Eins og ungir les- endur muna gaf Bri- an Pilkington út alþýðlega fræðibók um tröll í fyrra, Allt um tröll, þar sem hann brá upp myndum af þessum stórvöxnu verum, siðum þeirra og lífsvenjum, útliti, klæðaburði og öðru háttalagi. í ár gefur hann nán- ari mynd af einum einstaklingi, tröll- karlinum Hlunki sem hrekkur upp af værum nokkur hundruð ára blundi og veit hvorki hvar hann er né hvaó hann er, greyið. Hann rambar áfram á eftir tveimur hröfnum sem virðast eiga er- indi við hann þótt hann skilji ekkert hvað þeir garga og reynir að spyrja þá sem á vegi hans verða þessarar brennandi spurning- ar: Hvað er ég? En allir hlaupa burt skelfingu lostnir án þess að svara - þó að það sé auðvitað svar út af fyrir sig! Brian skapar þessa tröllslegu veru af listfengi og stærðarhlutfóllin á mynd- unum eru skemmtileg og sannfærandi. Sagan er gefin út bæði á íslensku og ensku af Máli og menningu. Greinar Gyrðis Hjá Bjarti er komiö i.... i i út greinasafnið Undir leslampa eftir Gyrði Þ Elíasson. i bókinni | endurbirtir Gyrðir | ritgeröir sínar um I ýmsa höfunda, ís- | lenska og erlenda, | sem náð hafa mis- | mikilli frægö fyrir h ritstörf sín. Flestar hafa greinamar birst í Tímariti Máls og menningar. Nefna má greinina um Rökkuróperu Þórbergs þar sem Gyrðir kemst að þeirri niðurstöðu að Þórbergur sé ein- hyrningur islenskra bókmennta - en það verði enn gleggra þegar af honum eru skoðaðar vangamyndir(i). Gyrðir segir og frá kynnum sínum af Hannesi Sigfússyni á Akranesi á þeim tima þeg- ar „hann taldi lífsstarfi sínu í reynd lokið". Fögur mynd af persónu Hannes- ar er dregin upp þó að skáldið hafi ver- ið, að sögn Gyrðis, „óvenjulega venju- leg manneskja". Ekki segir Gyrðir eingöngu frá skáld- um sem okkur öllum eru kunn heldur grefur hann líka upp menn, lítt þekkta eða gleymda, og skýrir frá kynnum sín- um af verkum þeirra lesendum til fróð- leiks. Dæmi um þetta eru John Cowper Powys, Richard Brautigan og Jóhann Magnús Bjarnason sem hjá Gyrði fær þessi fallegu eftirmæli: „Sumir rithöf- undar deyja löngu áður en þeir deyja en Jóhann Magnús er enn lifandi - nú hálfri öld eftir lát sitt.“ Heilabrot og þrautir Vaka-Helgafell hef- ur gefið út bókina Heilabrot og þrautir, fiölbreytta hugarleik- fimi fyrir alla aldurs- hópa sem tilvalin er fyrir langar stundir meðan beðið er eftir jólum. Fyrst eru þar léttar en þroskandi irautir fyrir börn, næst spurningar af öllum þyngdargráðum og loks reikn- ingsdæmi fyrir stærri heila. Hér eru nokkrar úr miðkaflanum: Hvenær kom fyrsti bíllinn til lands- ins? í hvaða fljóti skírði Jóhannes Jesú? Hvaða fræg hljómsveit hóf feril sinn undir nafninu The Quarrymen? Hvað hét hamar Þórs? Hvað eru margir strengir í sellói? í hvaða jökli er Hvannadalshnjúkur? Þið sjáið að maður verður lika margs vísari af að lesa þessa bók þvi auðvitað eru öll svörin gefin. Fjöldi höfunda lagði hér hönd á plóg en Guðni Kolbeinsson sá um þýðingu og staðfæringu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.