Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2000, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2000, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000 Merming Lifað fyrir núið og nautnina Allmargar skáldsög- ur þessa árs tengja sig árinu 2000 og atburð- um sem þá gerðust, enda núið nærtækur tími í skáldskap við aldarlok. Sem dæmi mætti nefna Fyrirlest- ur um hamingjuna, Dís og Oddaflug en þessar bækur eiga einnig sameiginlegt að fjalla um konur. Og enn ein bætist nú í hópinn: Strengir eftir Rögnu Sigurðardóttur sem þegar hefur getið sér gott orð fyrir skáldsögur sínar Borg og Skot. Bækur hennar eru sérstakar og ljóð- rænar og einkennast að sumu leyti af töfraraunsæi þar sem lesanda er komið á óvart með ýmsu móti. I Strengjum er fjallað um náttúruna, manninn, ástina og kynlífið. María og Bogi lifa taumlausu tilhugalífi en missa smám saman tökin á ástinni. Þegar þau fara yfir strikið lýkur sambandinu en strengurinn milli þeirra slitnar ekki. Þau taka síðar upp þráðinn, þótt bundin séu í báða skó, en gamall sársauki og nýr fylgir þeim. Bókmenntir I Strengjum er brugðið upp mjög sannfær- andi mynd af hjónabandi á tímum sem ein- kennast af undanhaldi gamalla gilda. Staða bæði eiginkvenna og hjákvenna er erfið og sársaukafull, þær eru fómarlömb aðstæðn- anna. Ingunn, móðir Mariu, sættir sig við ótryggð manns síns vegna vináttunnar, ör- yggisins og allra góðu áranna sem þau hjón- in áttu. Sigrún bíður þess að framhjáhald Boga líði hjá og hann verði hennar að nýju. María fmnur fyrir kveljandi afbrýðisemi DV-MYND INGÓ Ragna Siguröardóttir rithöfundur Margir strengir óma saman í sögunni líkt og í sinfóníu. gagnvart hjónabandi Boga en ástin sigrar samviskuna. í öllum látunum er erfitt að fóta sig og vita hvað manni er fyrir bestu. Að lifa aðeins fyrir núið og nautnina kann varla góðri lukku að stýra, eða hvað? Margir strengir óma saman í sögunni líkt og i sinfóníu. Einn þeirra er ósýnileg- ur náttúruandi sem svífur yfir vötnum sög- unnar, eins konar kvenkyns verndarengill Maríu. Ýmsar efnislegar hliðstæður og fyr- irboðar skjóta upp kolli og táknsæi er áber- andi, t.d. er María ástrík meyja, Eva freist- ingin holdi klædd og Boginn á milli tveggja kvenna. Draumar hafa mikilvægu hlut- verki að gegna, þeir rætast ekki endilega en sýna hugarástand, og ár, lækir og haf tengjast einnig sálarlífi persónanna á tákn- rænan hátt. Strengir er mjög vel byggð, djúp og al- varleg saga. Efni bókarinnar er sammann- legt og snertir streng í brjósti lesandans enda persónumar ljóslifandi, viðkunnan- legar og breyskar. Tíminn er á mörgum plönum og njörvaður niður í upphafi hvers kafla, allt frá vinnukonu í barnsnauð á dög- um Æra-Tobba til einstæðrar móður við lok tuttugustu aldar. Stíll sögunnar fellur vel að efninu, t.d. er hvunndagur Maríu alltaf sýndur í hægagangi en hún er ofurró- leg og lítil framkvæmdamanneskja. Text- inn er afar fallegur eins og sjá má t.d. á bls. 109 þegar orðin breytast i steina til að stikla á yfir í draumalandið. Strengir er ekki meðal bóka sem tilnefndar voru til ís- lensku bókmenntaverðlaunanna i ár en hefði svo sannarlega sómt sér vel þar. Steinunn Inga Óttarsdóttir Ragna Siguröardóttir: Strengir. Mál og menning 2000. DV-MYND HARI Helga Guörún Jónasdóttir afhendir Einari Sigurössyni bréfaböggulinn Á innfelldu myndinni sést bréf frá Þorsteini Eriingssyni til Óiafar á Hlööum. Bréf skálda í einn stað Tvö löngu látin góðskáld, Ólöf Sig- urðardóttir á Hlöðum og Þorsteinn Erlingsson, komust óvænt í fréttir snemma á þessu ári þegar bréfaskipti þeirra voru gefin út í tveimur bókum með skömmu millibili. Þau kynntust i Reykjavík þegar þau komu þangað til náms og varð vel til vina. Þegar Þorsteinn fór utan til framhaldsnáms við Hafnarháskóla fóru þau að skrif- ast á og gefa bréfm athyglisverða innsýn í hugarheim ungs fólks undir lok 19. aldar. Bréf Ólafar til Þorsteins hafa lengi verið varðveitt á Landsbókasafni ásamt öðrum gögnum frá Þorsteini, en nýlega voru frumbréf Þorsteins Erlingssonar til Ólafar aíhent hand- ritadeild Landsbókasafns til varð- veislu. Nú er hringurinn því lokaður og öll bréfin komin á einn stað. Þaö voru erfmgjar Ásthildar Erlingsdótt- ur, sonardóttur Þorsteins, sem af- hentu Einari Sigurðssyni landsbóka- verði bréfin í þeirri von að þau mættu verða fræðimönnum hvatning til frekari rannsókna á verkum þess- ara merku skálda. Önnur bókin með bréfunum var dregin út af markaði en hin bókin ber heitið Orð af eldi - Bréfasamband Ólafar Sigurðardóttur á Hlöðum og Þorsteins Erlingssonar frá árunum 1883-1914. Erna Sverrisdóttir bók- menntafræðingur bjó hana til prent- unar og hún var gefm út í samvinnu við Háskólaútgáfuna og ritstjóra Sýn- isbókar íslenskrar alþýðumenningar. Bókmenntir Ég var ungt blóð Sérkennilegt er að lesa ljóð Nínu Bjarkar Ámadóttur úr fyrstu bók hennar, Ungum ljóðum frá 1965, og bera þau í huganum sam- an við ljóð ungra kvenna nú, 35 árum síðar. Ljóð Nínu eru svo heit, svo ástríðuþrungin. Þar er hvergi vitsmunaleg fjarlægð; einlægni er hennar einkunnarorð. Hún stendur mátt- vana frammi fyrir tilfmningum sínum og kröfum síns unga líkama, og hún lýsir þess- um kenndum svo opinskátt að enn verður les- andi hálffeiminn: Ég var ungt blóð og undraðist að sjá þig. Ég var ungt blóð og tœrt og ég beið þín. Ég var ungt blóð er byltist og baó þig um líf. Svo heyröirðu köll mín og komst tókst mig og tœmdir mína þrá... Jón Proppé hefur séð um úrval ljóða Ninu Bjarkar í bókinni Blómið sem þú gafst mér og skrifar líka stuttan en greinargóðan eftir- mála. Þó að bókin sé ekki stór er þar rúmlega helmingur útgefinna ljóða hennar og auk þess ljóð úr handriti sem henni tókst ekki að ljúka við áður en hún lést fyrr á þessu ári. Sá kafli sætir eðlilega mestum tíðindum í bókinni. Einlægni og heiðarleiki eru enn sterk ein- kenni á síðustu ljóðunum. Nína er svo hrygg í ljóðum eins og „Blóðið í grasinu“ og „Eins manns kona“ að lesandi kemst við, og ljóðið „Hvernig sem ég læt“ minnir á nýrómantíska depurð fyrir heilli öld: Myrk og þung hrannast skýin í kringum mig hvar sem égfer svo myrk og þung eru skýin í brjósti mér hvernig sem ég lœt Bemskuljóðin sem bætast í safn slíkra úr fyrri bókum eru átakanleg, og trúarljóðið „Bamið i jötunni" er markvisst í ádeilu sinni. Hér bætast líka við fáeinar af hinum sérstæðu „íslendingasögum" Nínu þar sem hún yrkir fyrir munn þeirra sem minnst mega sín, ung- linga og sjúklinga. Næstsíðasta ljóð bókarinnar heitir „Parnassos" eftir fjalli Appolons og mennta- gyðjanna. Þetta fjall er „glætt munarfegurð“ segir Nína, og „munarástúö", engin reiði býr í þvi „en sársauki læðist út úr því /.../ og sá sársauki er fagur.“ Þetta fjall myndar um hana hálfhring og lesandi heldur að hún sé að lýsa lífi sínu í skáld- skapnum. En í lokaerindinu kipp- ir hún sjálfri sér út úr hinum heilaga hring: Þann dag, segir hún var ég of mikió jaröarbarn til að heyra það sem spekingarnir hvísluðust á þar inni. Ef Nína Björk er í þessu ljóöi að segja að hún hafi ekki náð hátindum skáldskaparins vegna þess að hún hafi verið of jarðnesk í ljóðum sín- um þá er það misskilningur hryggrar sálar. Hún á sinn trausta sess sem eitt af bestu skáldum 20. aldar á íslandi. Silja Aðalsteinsdóttir Nína Björk Árnadóttir: Blómiö sem þú gafst mér. Úrval Ijóða ritstýrt af Jóni Proppé. JPV forlag 2000. Myndina af Nínu Björk á kápu teiknaöi Alfreö Róki. _________________________I>V Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir Fótboltafár Lífið á áhorf- endapöllunum og ást- ar/haturssamband að- alpersónunnar við Arsenal er bakgrunn- ur Fótboltafárs, þroskasögu Nicks Hornby þar sem ævin mælist í leiktíðum en ekki árum. Höfundur- inn afhjúpar líf og innsta eðli „okkar strákanna" á vits- munalegan, ögrandi og afskaplega fynd- inn hátt. Fótboltafár er í senn einföld saga og margbrotin stúdia um þrá- hyggju, ást og vináttu, tryggð, karl- mennsku og sjálfsímynd. Þessi bók á er- indi jafnt við áhugamenn um fótbolta og bókmenntir og höfðar bæði til karla og kvenna (sem vilja skilja karla). Nick Homby er einn helsti merkisberi bresku „strákabókmenntanna" og nýtur mikilla vinsælda. Þessi fyrsta bók hans, Fótboltafár (Fever Pitch), fékk góðar undirtektir gagnrýnenda í heimalandi höfundar og lesendur lágu kylliflatir. Skáldsögurnar High Fidelity (1995) og About a Boy (1998) hittu sömuleiðis beint í mark. Tvær fyrrnefndu sögunnar hafa verið kvikmyndaðar en aðeins var lauslega byggt á Fótboltafári í sam- nefndri kvikmynd. Kristján Guy Burgess íslenskaði Fót- boltafár og Hemra ehf. gefur út. Bænir karla Út er komin bókin Bænir karla með per- sónulegum bænar- orðum 45 íslenskra karlmanna. Engir tveir menn eru eins og engir tveir menn biðja al- veg eins þó svipaðir tónar kunni að hljóma á stundum í fjölbreytilegum bæn- um bókarinnar. Bænimar veita innsýn í huga karlmannsins í kröfuhörðum nú- tímanum og hver þeirra bregður jafnvel upp dálítilli mynd af manninum sem stendur um stund frammi fyrir skapara sínum. Þær endurspegla þakklæti til lífs- ins og lífgjafarans, umhyggju fyrir ást- vinum, ósk um betri heim. Menn biðja um styrk í erfiðleikum, um huggun í sorgum. Bænimar vekja lesanda til um- hugsunar og íhugunar hvort sem þær eru settar fram í einföldu bænarformi, sem spuming eða ljóð. Bænir karla er óvænt bók því þótt flestir karlar biðji einhvem tíma á æv- inni hafa bænir þeirra á stundum jaðrað við að vera feimnismál. Bænir karla er gefin út af Skálholtsút- gáfunni og fræðsludeild Þjóðkirkjunnar og meðal þeirra sem lögðu bænir til bók- arinnar eru Benedikt Gunnarsson list- málari, Eggert Kaaber leikari, Einar Benediktsson sendiherra, Gunnar Her- sveinn heimspekingur, Gunnar Kvaran sellóleikari, Jóhann Hjálmarsson skáld, Karl Sigurbjömsson biskup íslands, Matthías Johannessen skáld og ritstjóri, Ólafur Egilsson sendiherra, Sigmundur Ernir Rúnarsson skáld og fréttaritstjóri, Sigurður A. Magnússon rithöfundur og Sigursteinn Másson fjölmiðlamaður. Sr. Hreinn S. Hákonarson ritstýrir bókinni og ritar formála. Útkall á líf« upp á líf og dauða er sjöunda bókin í flokki Óttars Sveinssonar þar sem fjallað er um sanna atburði tengda slysum og björgunum hér á landi. Aðalfrásögn bókarinnar er af því þegar fimmtán manns vom klukku- stundum saman í lífshættu á þaki rútu í Jökulsá á Fjöllum í sumar. Meðal ann- ars segir bílstjórinn þar frá því þegar hann lagðist tfl sunds í Jöklu sem var í foráttuvexti og var afar hætt kominn. í bókinni er einnig einstæð frásögn fjöl- skyldu og björgunarfólks af því þegar það leitaði tveggja bama sem höfðu ver- ið grafin á þriðju klukkustund imdir snjóflóði í Biskupstungum. Frásögn barnanna sjálfra, sem lýsa því hvemig þau horfðust í augu við dauðann, lætur engan ósnortinn. Útgefandi er íslenska bókaútgáfan ehf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.