Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2000, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2000, Blaðsíða 36
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá I síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000 Húsavík: Bruni í sport- vöruverslun Eldur kom upp í gærkvöld í sport- ' vöruversluninni Tákn sem er í versl- unarmiðstöö við Garðarsbraut á Húsavík. Að sögn lögreglu á Húsavík gekk slökkvistarfið mjög vel, og náði eldur- inn ekki að breiðast út og komast í aðrar verslanir í húsinu, en þangað komst þó reykur og sót. -gk Krónumenn stríða Bónus Grænmetis- og ávaxtaverð hækkaði aftur seinni partinn í gær í Krónunni og Bónus en harkalegt verðstríð á grænmeti og ávöxtum hefur geisað milli þessara aðila undanfarna daga. Nettó hefur ekki tekið þátt í þessu verðstríði og segir Elías Þorvarðar- son, verslunarstjóri i Mjódd, að hann bjóði sínum viðskiptavinum upp á til- ' ^ boð á vörum sem eru til í versluninni en sú hafl ekki verið raunin hjá Bón- us og Krónunni undanfama daga. Þó að orrustunni í grænmetinu sé lokið er enginn endir á stríðinu og ætla Krónumenn að „halda áfram að stríða Bónus með lágu vöruverði" að sögn Davíðs Amar Amarssonar, verslun- arstjóra Krónunnar við Hringbraut. -ÓSB f HASSMANN \HEIMUMJÓUN! íi'pr Hellög Lúsía Sænsk-íslenska félagiö gekkst í gær fyrir árlegri Lúsíuhátíö sinni og var hún aö þessu sinni haldin í Seltjarnarneskirkju. Hátíöin er kennd viö heilaga Lúsíu frá Sýrakúsu sem leiö píslarvætti og dó áriö 304 og var helgi hennar oröin útbreidd á fimmtu öld. Messudagur heilagrar Lúsíu er 13. desember og er hún víöa dýrkuö meö Ijósahátiö á þeim degi. I Svíþjóö markar Lúsíuhátíöin upphafjólahalds. 17 kílóa hassmál og krafist framsals á íslendingi í Hollandi: Höfuðpaur neitar að koma heim - af samtals átta hefur öllum veriö sleppt nema einum íslendingur sem fikniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík krafðist að yrði framseldur frá Hollandi í fyrri hluta nóvember vegna rann- sóknar umfangsmikils hassmáls neitar að koma tii íslands og eru yfirvöld hér heima og ytra enn að vinna í því að hægt verði að koma honum hingað. „Þetta getur verið snúið tæknilega þegar menn vilja ekki koma sjálfviljugir heim þó svo að framsalssamningur sé á milli landanna," sagði talsmaður lögreglunnar í samtali við DV. Maðurinn, sem talinn er hafa út- vegað og sent mikið magn af hassi til landsins, hefur enn ekki verið yflrheyrður vegna hassmálsins. Málið snýst um innflutning á sam- tals 17 kílóum af hassi. Á tímabili sátu 8 manns í gæsluvarðhaldi vegna þess. Þeim hefur nú öllum verið sleppt úr haldi nema einum enda er hann líka að svara til saka í öðru fíkniefnamáli. Áttmenning- amir mega allir búast viö ákæru vegna málsins, samkvæmt upplýs- ingum DV. 10 kíló komu í fjögur skipti Lögreglan lagði hald á 10 kíló af hassinu þegar það kom til landsins með einu skipa Eimskipafélagsins. Hassið hafði þá komið fjórum sinn- um til landsins með sama skipi. Ástæðan var sú að lögreglan fram- kvæmdi leit í skipinu þegar það lagði af stað frá Hollandi. Ákváðu þeir sem stóðu að innflutningnum til íslands þá að bíða í nokkrar ferðir með að bera efnin í land hér heima. Þegar skipið kom svo í fjórða skiptið til landsins með sömu efnin var ákveðið að fara með þau í land. Sá sem það gerði var þá handtekinn. Lögreglan hafði þá ekki „misst sjónar" af skipinu hátt í tvo mánuði, a.m.k. ekki á höfuðborgarsvæðinu eða úti á landi þar sem skipið hafði við- komu. Annar maður í málinu, svokcill- að burðardýr, var tekinn með 5 kíló af hassi þegar hann kom til landsins með flugvél og sá þriðji var tekinn með tvö kíló. Framan- greindir menn og allir hinir sem teljast vitorðsmenn, samtals átta manns, eru taldir tengjast þessu hassmáli. Ákærur verða væntan- lega ekki gefnar út fyrr en íslend- ingurinn i Hollandi kemur heim og hefur svarað til saka enda standa vonir til þess að takist að leysa þá skriffínnsku sem því fylgir að fá grunaðan mann i sakamáli fram- seldan frá öðru landi ef hann neit- ar að koma sjálfviljugur. -Ótt Framkvæmdastjóri Náttúruverndarsamtaka íslands: Siv veikir málaflokkinn „Ef umhverfis- ráðherra ætlar að leggja niður Nátt- úruverndarráð verður hún að koma með hug- myndir um hvemig hún ætl- ar að styrkja málaflokkinn. Eins og hún teng- ir þetta núna virðist hún ætla að veikja hann,“ sagði Árni Finnsson, fram- kvæmdastjóri Náttúruvemdar- samtaka Islands. Meirihluti Náttúmverndar- ráðs hefur ályktað gegn fyr- irhuguðum námagrefti í Syðriflóa Mý- vatns, sem Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra hafði fellt Friöleifsdóttir. úrskurö um. Beindi Náttúmverndarráð þeim tilmælum til Náttúruverndar rik- isins að fylgja eftir stjórnsýsluá- kæm sinni frá í haust til um- hverfísráherra og veita ekki leyfi til námagraftar í Syðriflóa Mý- vatns. Þung orð hafa verið látin falla um Náttúruverndarráð i framhaldi af þessu. Umhverfisráð- herra sagði við DV í gær að meiri- hluti ráðsins væri öfgamenn, sem væm á móti öllu. Dagur hefur eft- ir framkvæmdastjóra Kísiliðjunn- ar að ráðið sé vitlaust og fullt af „kverúlöntum“. „Ráðherra er hér að gera Nátt- úruvemdarráð að blóraböggli fyr- ir þessa Mývatnsályktun," sagði Ámi. -JSS Árni Rnnsson. Pitsur og súludans í Fókus á morgun er nákvæm út- tekt á pitsustöðum borgarinnar, nokkrir sérfræðingar segja álit sitt og gefa pitsunum stjömur. Sænsk stelpa sem starfað hefur á McDonalds und- anfarið segist aldrei hafa lent á eins mörgum sénsum og á Islandi. Andrea Unnarsdóttir strippari segir frá lífinu við súluna og Fókus fleygir fram hug- myndum að skemmtilegum jólagjöf- um. Þá ræða nokkrir þekktir karl- menn um karlmennskuhugtakið og hvernig þeir svari kröfum samfélags- ins. Lífíð eftir vinnu er svo á sínum stað, leiðarvísir fólksins um djamm- og menningarlífið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.