Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2000, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2000, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000 37 DV Tilvera 'Ö5soJ>Kv Nýta veröur allt pláss Bjarni Haraldsson og aöstoðarmanneskja hans, Hrefna Skarphéðinsdóttir, innan við búðarborð enframan við staflar af kertum og öörum varningi til jólanna. áður fyrr þegar verslað var í hverju húsi við Aðalgötuna." „Ég næ því bara upp á veltunni" Bjarni fór að starfa með fóður sín- um, Haraldi Júlíussyni, í krambúð- inni við lok sjötta áratugar aldarinn- ar og tók við rekstri hennar. við lát hans rúmum áratug síðar. Verslun- in er með svipuðu sniði og áður. Þar fæst allur algengasti vinnu- og hlífð- arfatnaður, frá gúmmiskóm upp i úlpur, og nýlenduvörur frá dropa- glösum upp í hveiti, sykur, kaffl og harðfisk, ásamt niðursuðuvörunum. Hjá mörgum var það árvisst að fara í krambúðina til Bjama áður en krakkamir vora sendir í sveitina á vorin og kaupa þar vinnuklæðnað- inn og gúmmískóna ómissandi með hvíta botnunum, það er að segja ef Tómas Hallgrímsson, vinur Bjama hjá vefnaðarvöradeild kaupfélagsins á hominu hinum megin, hafði þá ekki dumpað verðinu niður. Bjarni þóttist samt yfirleitt vera með besta verðið og einhvem tíma var hann spurður hvemig hann færi að því að bjóða svona ódýra vöru, þar sem smásöluverðið var jafnvel undir heildsöluverðinu. „Ég næ þvi bara upp á veltunni," sagði Bjarni þá. - Nærðu því enn þá upp á velt- unni, Bjami? „Það er nú kannski bara orðið úr- elt að vera að grobba sig af því,“ sagði kramkaupmaðurinn á Krókn- um og enn virðist enginn bilbugur á honum þótt kominn sé á áttunda áratuginn, enda getur ekki hver sem 14. desember Stúfur litli er líka kallaður Pönnu- skefill því hann reynir að hnupla matarögnum af steikarpönnunni. Stúfur Stúfur hét sá þriðji, stubburinn sá. Hann krœkti sér í pönnu þegar kostur var á. Hann hljóp meó hana í burtu og hirti agnirnar sem brunnu stundum fastar við barminn hér og þar. Höf.: Jóhannes úr Kötlum Litið inn hjá Bjarna Haraldssyni í krambúðinni á Króknum: Oft bankað upp á eftir hádegi á aðfangadag „Það er alltaf svolítill fiðringur sem færist í mann þegar jólin nálg- ast. Annars er jólaverslunin sjálf ekki nema svona tvær til þrjár vik- ur fyrir jólin. Og það er nú þannig hjá kaupmanninum á horninu í öllu þessu annríki sem oft er síð- ustu vikurnar fyrir jólin að jólastemningin kemur ekki yfir mann af alvöru fyrr en búið er að loka upp úr hádeginu á aðfangadag. Þá fer maður að gera sjálfan sig kláran áður en hátíðin gengur í garð. Að vísu kemur það oft fyrir að bankað er upp á þegar búið er að loka. Þá hefur fólk gleymt ein- hverju á lokasprettinum og það er svo þægilegt að fara til Bjarna því hann býr í sama húsi og verslun- in,“ segir Bjami Haraldsson, kaup- maðurinn í krambúðinni á Krókn- um, sem er með þeim allra elstu á landinu, var opnuð árið 1919. Komin í jólabúninginn Það er orðið mjög jólalegt í Versl- un Haraldar Júlíussonar á Krókn- um. Þegar blaðamaður DV leit inn á dögunum var stór stafli að friðar- og jólakertum fyrir framan búðar- Hljómplötur Jólaplötu Borgardætra lýsa best orðin fágun og fagmennska. Laga- valið hefur tekist vel. Hæfilega mik- ið af gamalkunnum jólalögum en síðan.innan um lög sem ekki hafa heyrst á hérlendum jólaplötum fyrr. Það hefði verið hægur vandi fyrir Borgardætur að safna saman þekkt- ustu lögum Andrews systra, láta semja texta við það sem ekki hefur komið út áður, biðja útsetjarann, Eyþór Gunnarsson, að stæla gamla Andrews-stílinn og syngja síðan allt inn á mettíma. Sú leið var sem bet- ur fer ekki farin og fyrir bragðið er borðið og ýmis annar varningur til jólanna. Það þarf að nota allt pláss á þessum tíma ársins þar sem hillu- og gólfrými er af skornum skammti. „Faðir minn stofnaði þessa versl- un og það var vitaskuld spennandi fyrir gutta eins og mig að trítla inn- an við búðarborðið, sérstaklega þegar jólin nálguðust. Það var eini tími ársins sem hægt var að fá ferska ávexti og alltaf mikil eftir- vænting sem fylgdi því þegar jóla- eplin komu. Þá fylltist húsið af þessum góða eplailmi, að maður tali nú ekki um leikfóngin öll. Það var spennandi að íylgjast með því hvaða ný leikfóng kæmu nú þetta árið. Sérstaklega fannst mér nú bíl- arnir tilkomumiklir en snemma beygðist krókurinn i þeim efnum. Ég held ég hafi varla orðið ánægð- ari í lifinu en þegar ég eignaðist á einum jólunum kassabíl sem hægt var að sitja í og keyra, með stýris- gangi og öllu tilheyrandi." - En er jólaverslunin eins mikil og hún var hér áður fyrr? „Nei, traffikin hefur náttúrlega minnkað mikið héma í útbænum. Nú er Bjami bara einn orðinn hérna á norðurendanum og það var náttúrlega miklu meira líf héma útkoman aldeilis prýðileg. Hátíð- legu lögin eru í minnihluta en þeim mun meira af íjöri. Gamli slagarinn Botch-a-me er orðinn að bráð- skemmtilegum Þorláksmessusöng. Amma engill er með smellnum texta sem maður þarf aðeins að velta vöngum yfir áöur en áfram er hald- ið og Jólasparifotin og Nýárspolka eru aldeilis hressileg á að hlýða. Svo koma þessi hugljúfu inn á milli, svo sem Jólaljósin og Litli stúfur. Borgardætumar Andrea, Berg- lind Björk og Ellen hafa sent frá sér þrjár plötur og hafa aldrei náð bet- er rekið krambúð í dag á tímum stórmarkaða og verslanakeðja. -ÞÁ ur saman en núna. Allar fremstar meðal jafningja og mynda áheyri- lega heild. Undirleikarar eru hóf- lega lágstemmdir og stela aldrei showinu frá aðal pæjunum í hópn- um. Handbragð Eyþórs Gunnars- sonar er hvarvetna og má hiklaust segja að Jólaplatan sé enn ein rósin í hnappagat hans. Diskar með jóla- og hátiðartónlist hafa streymt á markaðinn á liönum árum. Sá sem hér er fjallað um er hiklaust í hópi hinna bestu úr veraldlega geiran- um. Ásgeir Tómasson Margt til lista lagt: Sigu niður Lands- bankann DV, AKRANESI:________ Það hefur löngum verið sagt að jólasveinum sé ýmislegt til lista^- lagt. Akurnesingar vissu ekki hvað- an á þá stóð veðrið á dögunum þeg- ar að tveir sveinar voru komnir upp á þakið á Landsbanka íslands á Akranesi. Margir héldu að þeir ætl- uðu að syngja á þaki hússins en það var öðru nær. Sveinamir bundu um sig gild bönd og létu sig síga með gjafir handa ungum Akumesingum, þeir höfðu fengið gefins svaladrykki sem þeir dreifðu meðal barnanna. Þeir sveinar sögðu DV-manni að þeir þyrftu oft að síga í Akrafjalli og Esjunni þar sem þeir búa og því heföi það ekki verið tiltökumál að síga niður Landsbankahúsið. Mynd- irnar voru teknar þegar jólasvein- amir voru að búa sig undir sigið og ^ greinilegt að þeir kunna vel til verka. -DVÓ Súfistinn: Forskot a jolin í kvöld verður glatt á hjalla á Súfistanum, bókakaffi í verslun f Máls og menningar, Laugavegi. Þar * verður tekið forskot á jólin, lesið úr bókinni Jesús Kristur: Jesús sög- unnar - Kristur trúarinnar og kynntur ýmis annar jólafróðleikur. Einnig verður hið sívinsæla jóla- happdrætti Máls og menningar og Súfistans og Kór Flensborgarskóla syngur jólalög undir stjóm Hrafn-r hildar Blomsterberg. Dagskráin hefst kl. 20 og er aðgangur ókeypis og öllum heimill. Bjarnl á bak við búðarborðið Hjá mörgum var þaö árvisst að fara í krambúöina til Bjarna áður en krakkarnir voru sendir í sveitina á vorin og kaupa þar vinnuklæönaöinn oggúmmískóna ómissandi með hvíta botnunum. Borgardætur - Jólaplatan ★ ★★★ Jólaplata í sérflokki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.