Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2001, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2001 I>V Fréttir 30 25 20 15 10 5 % Inga Jóna Þórðardóttir 274 Hver ætti að leiða lista Sjálfstæðisflokks i$i í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningum? júiíusVrfui - skoöanakönnun DV 12. janúar 2001 - Ingvarsson Daví8 Könnun DV um leiðtogaefni Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík: Inga Jóna með yfir- gnæfandi stuðning - borgarstjóri R-lista lendir í áttunda sæti í vali kjósenda Ný skoðanakönnun DV sýnir fyrstu hugmyndir kjósenda um það hverja þeir vilja sjá sem leiðtoga sjálfstæðismanna í næstu sveitar- stjórnarkosningum í Reykjavík sem fram eiga að fara á næsta ári. Þar nýtur núverandi oddviti Sjálfstæðis- flokksins, Inga Jóna Þórðardóttir, yfirgnæfandi fylgis. Önnur tíðindi sem hljóta að telj- ast athyglisverð í þessari könnun eru að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri og núverandi leiðtogi R-lista, lendir í 8. sæti í vali á leið- toga sjálfstæðismanna í borginni. Bendir það óneitanlega til að Ingi- björg Sólrún njóti virðingar langt út fyrir raðir R-listans. í könnuninni skákar Ingibjörg Sólrún m.a. Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra, Sólveigu Pét- ursdóttur, dóms- og kirkjumála- málaráðherra, Árna Johnsen og fleiri þekktum sjálfstæðismönnum. Skoðanakönnun DV var fram- kvæmd fostudagskvöldið 12. janúar og voru 600 manns af öllu landinu spurðir: Hver vilt þú að leiði lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í Tíu efstu leiðtogaefni sjálf- stæðismanna í Reykjavik: 1. sæti: Inga Jóna Þórðardóttir, núverandi oddviti D-lista. 2. sæti: Júlíus Vifill Ingvarsson, borgarfulltrúi D-lista. 3. sæti: Davíö Oddsson forsætis- ráðherra. 4. sæti: Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, borgarfulltrúi D-lista. 5. sæti: Geir H. Haarde fjár- málaráðherra. 6. -7. sæti: Árni Sigfússon, fyrr- verandi borgarstjóri D-lista. 6.-7. sæti: Guðlaugur Þór Þórð- arson, borgarfulltrúi D-lista. 8. sæti: Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, borgarstjóri R-lista. 9. sæti: Björn Bjarnason menntamálaráðherra. 10. -12. sæti: Kristján Þór Július- son, bæjarstjóri á Akureyri, Ámi Johnsen alþingismaður og Sólveig Pétursdóttir alþingismaður. Aðrir sem hlutu tilnefnlngu með einu atkvæði: Jóna Gróa Sigurðardóttir, Sturla Böðvarsson, Pétur Blöndal, Ásgeir Hannes Eiríksson og Baltasar Kormákur. DV-MYNDIR GVA Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálfstæöismanna í Reykjavík. sveitarstjórnarkosningunum á næsta ári? Var úrtakinu skipt jafnt á milli höfuðborgarsvæðis og lands- byggðar og einnig jafnt á miUi kynja. Ákveðnar vísbendingar má lesa út úr svörunum en lítil opinber um- ræða hefur farið fram um væntan- legan leiötoga Sjálfstæöisflokksins í Reykjavik fyrir næstu kosningar og ber dræm svörun kjósenda dám af því. I ljósi þess má þvi vissulega deila um hversu marktæk niður- staðan er varðandi þessa spurningu. Af heildarúrtakinu tóku aðeins 37,5% kjósenda afstöðu en 62,5% þeirra voru ýmist óákveðnir eða svöruðu ekki. Var svörunin mun minni á landsbyggðinni eins og fyr- ir fram var búist við, eða 29,7% sem tóku afstöðu á móti 69,7% óákveð- inna og þeirra sem svöruðu ekki. Á höfuðborgarsvæðinu var svörunin mun betri en þar tóku 44,7% afstöðu til spumingarinnar en 55,3% tóku ekki afstöðu. Samkvæmt könnuninni nýtur Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálfstæðismanna í höfuðborginni, yfirgnæfandi stuðnings þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni og fékk 61 atkvæði. Þar á eftir kom Júlíus Vífill Ingvarsson með 36 atkvæði, Davíð Oddsson meö 33 atkvæði, Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson með 26 at- kvæöi, Geir H. Haarde með 17 at- kvæði, Árni Sigfússon og Guðlaug- ur Þór Þórðarson með 14 atkvæði, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir með 9 atkvæði, Björn Bjarnason með 4 at- kvæði og síðan Árni Johnsen, Krist- ján Þór Júlíusson og Sólveig Péturs- dóttir með 2 atkvæði hvert. Aðrir sem tilnefndir voru fengu 1 at- kvæði. -HKr. Sjálfstæðismenn vilja Júlíus Vífil Ef eingöngu er litið er til þess hvern kjósendur Sjálfstæðisflokks- ins á höfuðborgarsvæðinu vilja sem leiðtoga á lista Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík í næstu borgarstjórnarkosningum, þá kemur í ljós að Júlíus Vífill Ingv- arsson fær mestan stuðning þeirra sem afstööu taka, eða 28,6%. Næst honum að fylgi er Inga Jóna Þórð- ardóttir með 17,9% atkvæða. Þá koma Davíö Oddsson og Árni Sig- fússon, báðir með 14,3% atkvæða, en á hælum þeim með 10,7% at- kvæða er Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son. I kjölfar hans siglir síðan 51 Júlíus Vífill Inga Jóna Ingvarsson. Þóröardóttir. Guðlaugur Þór Þórðarson með 7,2% atkvæða þeirra sem kjósa Sjálfstæðisflokkinn og tóku af- stöðu til þess hvem þeir vildu sjá Davíö Oddsson. í leiðtogastöðu flokksins í borg- inni. Aðrir sem tilnefningu fengu hlutu mun minna fylgi. Árni Sigfússon. EE3SBS2MÍ Kjarasamningur samþykktur Nýr kjarasamningur vélstjóra á kaupskipum við atvinnurekendur hef- ur verið samþykktur í atkvæða- greiðslu. 64% sögðu já en rúm 36% nei. Samningurinn gildir til 1. mars árið 2004. Gafst upp Bandarískur fornleifafræðingur og landkönnuður sem ætlaði að ganga yfir Vatnajökul varð að gefast upp vegna erf- iðra aðstæðna. Á heimasíðu göngu- mannsins, Cameron Smith, segir að hann hafi lagt af stað 6. janúar og ætlað sér að ganga í Grímsvötn en ekki hafi verið hægt að halda áfram vegna sprungumyndana. Mbl. greindi frá. Verðmerkingar óviðunandi Samkeppnisstofnun kannaði á síð- astliðnu ári verðmerkingar á 13.000 vörum í matvöruverslunum á höfuð- borgarsvæðinu og kannaði samræmi milli verðmerkinga í hillu og verðs í afgreiðslukassa. í ljós kom að i 5,5% tilvika var vara óverðmerkt í hillu, i 2,7% tilvika var varan á lægra verði við afgreiðslukassa en i hillu og í 2,4% tilvika var varan á hærra verði í kassa en í hillu. Ekki heilög tala Halldór Ásgríms- son sagði á Alþingi í gær í umræðunum um málefni öryrkja að í hans augum væri sú tala sem ákveðin hefur verið lágmarkstala, 43 þús- und, engin heilög tala og hugsanlega væri hægt að end- urskoða hana í framhaldi af samþykkt frumvarpsins í þeirri nefnd sem á að endurskoða almannatryggingalögin. Dagur skýrði frá. Rafiönaðarsambandiö semur Rafiðnaðarsam- band íslands hefur samið við Landssim- ann um kaup og kjör rúmlega 1000 símsmiða, rafvirkja og rafeindavirkja. Á heimasíðu RSt segir Guðmundur Guð- mundsson, formaður sambandsins, að nýr kjarasamningur taki mið af breyt- ingum og sé gamla launakerfmu hent og í stað þess samið um nýtt og sveigj- anlegt launakerfi. Áfengi í matvörubúðir Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins hafa iagt fram á Alþingi frumvarp þar sem gert er ráð fyrir að heimilt verði að að selja áfengi í matvöruversl- unum. Er gert ráð fyrir að slík sala verði háð ströngum skilyrðum og hillurými verði aldrei meira en 5% af heildinni. Hafnfirðingar neita flugvelli Magnús Gunnars- son, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir í Morgunblaðinu að ekki komi til greina að gera innanlands- flugvöll í landi Vatnsleysustrandar og að hann reikni með að i framtíðinni muni Keflavikur- flugvöllur þjóna sem innanlands- og millilandaflugvöllur. Haldið til haga í frétt DV í gær um skoðanakönn- un um vinsældir stjórnmálamanna var réttilega sagt að Geir H. Haarde hefði lent í fimmta sæti vinsældalist- ans með 5,4% atkvæða. Kom það einnig fram i grafi með mynd af Geir með sömu frétt. Hins vegar láðist að breyta nafni í textaboxi um 10 efstu sætin á vinsældalistanum og var Val- gerður Sverrisdóttir sett þar í 5. sæti Geirs. Er það hér með leiðrétt. -HKr./Kip -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.