Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2001, Blaðsíða 9
9 FMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2001____________________________________________________________________________________ I>v Útlönd Herferð gegn spillingu Skömmu eftir að George Bush, verð- andi Bandaríkjafor- seti, krafðist þess að Vladimir Pútín Rússlandsforseti drægi úr spillingu áður en Rússum yrði veitt lán fyrir- skipaði Pútín ríkissaksóknara að láta fara fram réttarhöld í helstu spillingarmálunum. Ríkissaksókn- arinn lýsti því yfir fyrir nokkrum dögum að spilling hefði aldrei verið jafn mikil meðal háttsettra embætt- ismanna. Dregið úr olíuframleiðslu Samtök olíuframleiðsluríkja, OPEC, ákváðu í gær að minnka ol- íuframleiðslu um 1,5 milljónir tunna á dag frá 1. febrúar til að tryggja að verð lækkaði ekki. Áætlun gegn kúariðu Yfirvöld í Noregi hafa skipað nefnd sem fyrir 1. mars á að hafa til- búna áætlun um hvernig bregðast skuli við uppgötvist kúariða í land- inu. ~Y~ i Á ‘ r II Saddam lýsti yfir sigri Saddam Hussein Iraksforseti lýsti í gær yfir sigri yfir andstæðingum sínum og fylgisveinum Satans. Tíu ár voru í gær liðin frá upphafi Flóa- stríðsins. Sprenging í Estoníu Samtök fórnarlamba og ættingja Estoníuslyssins í Eystrasalti 1994 kynntu í gær tækniskýrslu þar sem segir að sprenging hafi orðið um borð. Litlar stefnubreytingar m Madeleine Al- I bright, utanríkis- Ég§|3 ráðherra Banda- - ~ ekki búast við mikl- a „■ jflB um breytingum á ■ stefnu næstu stjórn- Y Rsj ar landsins í utan- 1.—L-ÆJm ríkismálum. Hvetur Albright næstu stjóm til að verja meira fé til alþjóðlegra málefna. Bóndakona barnaníðingur Sænska konan, sem stofnaði og rak klámsíðu á Netinu fyrir barna- níðinga, er 51 árs bóndakona. Eigin- maður hennar og böm vissu ekkert um hneigðir húsfreyjunnar. Sænska lögreglan rannsakar nú aðra barnaklámsíðu. Réttarhöldum frestað Æðsti dómari Fil- ippseyja, Hilario Davide, ákvað í gær að fresta réttarhöld- unum yfir Joseph Estrada forseta eft- ir að 11 þingmenn sögðu af sér hlut- verki saksóknara. Tugir þúsunda mótmæltu ákvörðun þingsins í gær. Óttast mótmælendur að forsetinn verði sýknaður af spill- ingarákæru. Bann við refaveiðum Neðri deild breska þingsins sam- þykkti í gær bann við refaveiðum. Lávarðadeildin á nú eftir að fjalla um frumvarpið. Fylgjendur refa- veiða fóru víða á veiðar i gær i mót- mælaskyni. Móðirin sem seldi börnin tvisvar á Netinu: Sa tviburana i sjonvarpi og vill nú fá þá aftur Líffræðileg móðir tviburanna, sem seldir voru tvisvar á Netinu, vill nú fá þá aftur. Breska blaðið Sun hefur það eftir móðurinni, Tranda Wecker, sem er 28 ára, að hún hafi skipt um skoðun þegar hún sá sex mánaða tvíburadætur sínar í breska sjónvarpinu. Bresk hjón, Alan og Judith Kils- haw, deila nú við hjón í Kalifomíu í Bandaríkjunum, Richard og Vickie Allen, um eignarréttinn yfir stúlku- bömunum. Þó svo að tvíburarnir séu bara sex mánaða hafa þeir átt þrjár mæður, skipt um nafn, ekið I bíl þvert yfir Bandaríkin og búið í tveimur löndum. Judith og Alan flugu til San Diego í Kaliforníu 1. desember síðastlið- inn í þeirri von að geta ættleitt dótt- ur. Þau fundu tvíburana, sem þá hétu Kiara og Keyara, á heimasíðu ættleiðingarfyrirtækis. Bresku hjónunum var sagt að þau gætu fengið stúlkubörnin fyrir um 1 Kimberley og Belinda Bresk og bandarísk hjón, sem hvor tveggja keyptu tvíburana á Netinu, deila um umráöaréttinn yfir þeim. Líffræöileg móöir barnanna vill nú fá þau aftur. milljón islenskra króna. Alan og Judith vissu hins vegar ekki að tveimur mánuðum áður höfðu tví- burarnir verið seldir bandarískum hjónum. Vickie og Richard Allen höfðu keypt bömin á um hálfa millj- ón króna. Þegar líffræðileg móðir þeirra bað um að fá að fá þau í heimsókn í síðasta sinn samþykktu þau beiðni hennar. Vickie og Ric- hard fengu áfall þegar hringt var frá ættleiðingarfyrirtækinu og þeim tjáð að móðirin iðraðist og vildi að önnur hjón fengju dætur hennar. Tranda, sem nú vill fá litlu stúlk- urnar sínar aftur, afhenti Kils- hawhjónunum bömin í Kaliforníu. Þau óku með telpurnar alla leið til Arkansas þar sem ættleiðingarlög eru ekki jafn ströng. Síðan flugu þau til Bretlands með tviburana sem þau gáfu nöfnin Kimberley og Belinda. í Kaliforníu bíða þeirra uppbúin rúm, bleikir kjólar, leik- fóng og örvæntingarfullir foreldrar. Clinton heiðrar indíána Bill Clinton, fráfarandi Bandaríkjaforseti, fékk góöa heimsókn í Hvíta húsiö í gær þegar hann staöfesti aö indíánakon- an Sacagewea, sem var leiösögumaöur í leiöangri Lewis og Clarks fyrir 200 árum, heföi veriö gerö aö heiöursliöþjálfa í bandaríska hernum. Þær Rose Anne Abrahamdson og Amy Mossett halda á skjali því til staöfestingar. Rafmagn skammtað í Kaliforníu: Ríkisstjórinn lýsir yfir neyð- arástandi vegna orkuskorts Gray Davis, ríkisstjóri í Kaliforn- íu, lýsti yfir neyðarástandi í ríkinu í gær vegna alvarlegrar orkukreppu sem ekkert lát virðist á. „Neyðarástandið gerir yfirvöld- um kleift að halda ljósunum i Kali- forniu logandi,“ sagði ríkisstjórinn þegar hann undirritaði neyðará- standstilskipunina. Rafmagn var skammtað í borgum og bæjum Kaliforníu í gær í fyrsta sinn frá því að orkukreppan þar hófst. Til að bæta gráu ofan á svart hafa tvö stærstu orkudreifmgarfyr- irtækin í ríkinu enga möguleika á að kaupa órku þar sem þau stóðu ekki við afborganir af skuldum sín- um. Rafmagnsskömmtun í þessu fjöl- mennasta og auðugasta ríki Banda- ríkjanna á sér ekkert fordæmi. Hún Gray Davis Ríkisstjórinn í Kaliforníu ætlar aö reyna aö koma í veg fyrir orkuskort. hófst um hádegi að staðartíma til að koma mætti í veg fyrir hrun orku- kerfisins. Rafmagnsskömmtunin náði til um tvö hundruð þúsund heimila og fyrirtækja í norðan- verðri Kaliforníu. Orkan komst að fullu á þremur stundum síðar þegar meira rafmagn fékkst inn á kerfið. Gray Davis ríkisstjóri sagði í gær að hann hefði beint þeim tilmælum til ríkisþingsins að veita nægu fé til að ekki þurfi að koma til frekari skömmtunar á rafmagni í viku eða tíu daga. Raforkufyrirtækin ramba á barmi gjaldþrots og algjört öng- þveiti ríkir á orkuflutninganetinu. Ástæðan fyrir því er annars vegar ónógt framboð á raforku og hins vegar afleiðingar laga frá 1996 sem tóku raforkufyrirtækin undan eftir- liti hins opinbera. Joschka Fischer Þýski utanríkisráöherrann stóö af sér spurningaflóö á þingi í gær. Fischer varðist árásum íhaldsins Joschka Fischer, utanríkisráð- herra Þýskalands, sagði þingheimi í Berlín í gær að það hefði verið rangt af sér að taka þátt í átökum við lögregluna á áttunda áratugnum en hann vísaði á bug að hann hefði nokkurn tíma borið í bætifláka fyr- ir hryðjuverkastarfsemi. „Ég fór ekki rétt að á þeim tíma,“ sagði Fischer á miklum átakafundi í þinginu þar sem íhaldssamir stjóm- arandstæðingar spurðu hann spjör- unum úr. Daginn áður hafði Fischer borið vitni í réttarhöldum yfir gömlum fé- laga sinum úr mótmælahreyfing- unni á sjöunda og áttunda áratugn- um sem gekk til liðs við hryðju- verkamenn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.