Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2001, Blaðsíða 24
28
___________________________________________FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2001
Tilvera I>V
llfið
Stríð og friður á
Gauknum
Hljómsveitin hans Bubba verður
á Gauknum í kvöld. Á
dagskránni eru lög af flestum
plötum Bubba og aö sjálfsögðu
nýtt efni líka.
Klassík
■ TONLEIKAR I HASKOLABIOI
Haldnir verða glæsileglr tónleikar í
Háskólabíói í kvöld. Sinfónía nr. 9
og Gustav Mahler. Hljómsveitarstjóri
er enginn annar en Vladimir Ash-
kenazy, einsöngvarar eru Iris
Vermillion og Robert Gambill.
Kabarett
■ HANDVERK HJARAUÐA
KROSSINUM I dag kl. 15 veröur
kynning á handverkshóp í
Sjálfboðamióstöö Rauöa krosslns á
Hverfisgötu 105..
Handverkshópurinn kemur saman
vikulega og vinnur handverk af ýmsu
tagi í stryrktar- og fjáröflunarsk/ni.
Starfsemin er öllum opin og nyju
fólki og hugmyndum vel tekið.
Leikhús
■ ÉVÁ Bersögli sjálfsvarnareinieikur-
inn Eva verður sýndur í kvöld kl. 21 í
Kaffileikhúsinu í Hlaövarpanum. Frá-
bær tragikómedía.
■ LANGAFI PRAKKARI Leikritið
Langafi prakkari eftir Slgrúnu Eld-
járn verður sýnt í samkomuhúsinu
Staö, Eyrarbakka, í dag kl. 17.15.
■ Á SAMA TÍMA SIÐAR Á sama
tíma síðar er framhald leikritsins Á
sama tíma aö ári sem sýnt hefur
veriö um langt skeiö við miklar vin-
sældir. í kvöld kl. 20 verðurfram-
haldið sýnt í Loftkastalanum og eru
þaö þau Tlnna Gunnlaugsdóttir og
Siguröur Sigurjónsson sem fara
með hlutverkin eins og áöur. Auka-
sýning.
■ ÁSTKONUR PICASSOS Letkritiö
Ástkonur Picassos eftir Brian
McAvera verður sýnt í Smíðaverk-
stæöi Þjóöleikhússins í kvöld kl. 20.
■ MEÐ FULLA VASA AF GRJÓTI í
KVOLD Leikritiö Meö fulia vasa af
grjóti verður sýnt á Smíðaverkstæð-
inu í kvöld klukkan 20.
Síðustu forvöð
■ TVÆR LITABÆKUR I dag Ijúka
Elín Hansdóttir og Sara Riel sýningu
í Galleri „Nema Hvaö“ að Skóla-
vörðustíg 22c. Sýningin sam-
anstendur af tveim litabókum sem
gestum gefst kostur á aö lita í. Sýn-
ingin er opin frá 14-18.
Bíó
j SPARTAKUS I dag kl7l5 verður ^
rússneska ballettmyndin Spartakus
sýnd í bíósal MÍR viö Vatnsstíg.
Myndin er frá sjötta áratugnum og
skartar dansflokki og hljómsveit
Stóra leikhússlns í Moskvu auk tón-
listar eftir Aram Khatsatúrían. í að-
alhlutverkum eru Vladimír Vassilijev,
Natalía Bessmértovna, Maris Liepa
og Nína Tímofejevna. Þaö er ókeyp-
is inn.
Fundir
B FYRIRLESTUR í HÁTIÐASÁÍL
HASKOLANS Herdís Sveinsdóttir
heldur fyrirlestur í Hátíöasal
Háskólans á morgun kl. 15.
Fyrirlesturinn nefnist Sannar
frásagnir: Um mótsagnakenndar
nlöurstöður rannsókna á líöan
kvenna fyrir blæöingar.
Fyrirlesturinn byggir á doktorsritgerð
Herdísar sem hun varöi í Svíþjóö í
fyrra.
Sjá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísi.is
Sjötti dagurinn:
Schwarzenegger
í tvíriti
Amold Schwarzenegger er alltaf til-
komumikill í framtíðartryllum og
sjálfsagt bregst hann ekki aðdáendum
sínum i The 6th Day sem gerist í nán-
ustu framtíð þegar orðið er algengt að
klóna dýr. Harðbannað er að klóna
mennska. Samt gerist það að öflugt
klónunarfyrirtæki brýtur reglumar og
menn verða klónaðir.
Amold Schwarzenegger leikur
þyrluflugmanninn Adam Gibson, fjöl-
skylufóður af gamla skólanum, sem
býr með eiginkonu og dóttur. Líf hans
tekur stakkaskiptum þegar hann kem-
ur heim til sín eftir erfiðan vinnudag.
Dóttir hans á áfinæli og er hann með
afmælisgjöf handa henni. En einhver
hefur orðið á undan honum. Þegar
hann kikir inn um stofugluggann hjá
sér verður hann ekki lítið hissa svo
ekki sé meira sagt þegar hann sér
sjálfan sig í stofunni. Það er búið að
klóna hann. í framhaldi má segja að
þeir sem stóðu að klónuninni hafi
valið rangan mann því Adam tekur
þessu ekki þegjandi og þegar hann
kemst að því að ríkasti maður heims
er að leika sér með peningana sína og
klónar menn er ljóst að allir heimsins
peningar geta ekki hjálapð honum.
Auk Schwarzeneggers leika í The
6th Day Robert Duvall, Tony Goldwyn,
Michael Rooker, Sarah Wynter og
Wendy Crewson. Leikstjóri er Roger
Spottiswoode, þrautreyndur spennu-
myndaleikstjóri sem siðast leikstýrði
James Bond-myndinni Tomorrow
Never Dies. Spottiswoode, sem er
breskur, vann við auglýsingamyndir
og heimildarmyndir áður en hann
flutti til Bandaríkjanna þar sem hann
leikstýrði hryllingsmyndinni Terror
Train, með Jamie Lee Curtis. Meðal
annarra kvikmynda hans má nefna
Under Fire, The Best of Times, Shoot
to KUl, Air America og Tumer &
Hooch.
The 6th Day verður sýnd i Stjömu-
bíó, Sam-bíóum, Laugarásbíói, Borgar-
bíó, Akureyri og Nýja bíói, Keflavik.
-HK
Tvífarinn veröur til
Arnold Schwarzenegger leik-
ur tvö hlutverk þó um sömu
persónuna sé aö ræöa.
Orrustuflugmaöurinn
Adam Gibson
Þarf aö horfa upp á
þaö aö eftirmynd af
honum hefur tekið
viö hlutverki
hans.
Leiðin til E1 Dora<J *
þeir komast yfir kort sem sýnir leið-
ina til E1 Dorado, leyndardómsfullr-
ar borgar sem einnig gengur undir
nafninu Gullborgin. Þeir félagar
eiga ekki beint auðvelt með að kom-
ast úr þeirri prísund sem þeir eru
staddir í þegar þeir komast yfir
kortið en tekst þó að flýja með hjálp
hestsins Altivo. Þeir komast til E1
Dorado og halda að erfiðleikarnir
séu að baki en þar skjátlast þeim
hrapallega. Nú eru erííðleikarnir
rétt að byrja.
Það eru stórstjörnurnar Kevin
Kline og Kenneth Brannagh sem tala
fyrir Tulio og Miguel. Aðrir leikarar
sem ljá raddir sinar eru meðal annars
Rosie Perez, Armand Assante og Ed-
ward James Olmos. Lögin í myndinni
eru eftir Elton John og texta samdi
Tim Rice en þeir sömdu hin ágætu
lög við Lion King.
Það eru kannski ekki alveg eins
frægir leikarar á alþjóðavísu sem
tala íslenskuna inn á myndina en
gera það samt ekki síður en stjöm-
urnar. Með hlutverk Miguels og
Túlíós fara Hjálmar Hjálmarsson og
Valur Freyr Einarsson. Aðrir leik-
arar eru Inga María Valdimarsdótt-
ir, Harald G. Haralds, Ólafur Darri
Ólafsson, Arnar Jónsson, Pétur Ein-
arsson og Valdimar Flygenring.
Þess má svo geta að Björgvin Hall-
dórsson er í hlutverki sögumanns. í
ensku útgáfunni er það Elton John
sem fær þaö hlutverk.
- með íslensku og ensku tali
Teiknimyndin Leiðin til E1
Dorado (Road To E1 Dorado), sem
Draumasmiðjan í Hollywood gerir,
verður frumsýnd á morgun í Bíó-
höllinni, Háskólabiói, Nýja bíói á
Akureyri og Nýja bíói í Keflavík.
Myndin fjallar um tvo vini og smá-
krimma, Túlíó og Miguel, sem halda
að þeir hafi loks komist í feitt þegar
Migúel og Tulío
Hjálmar Hjálmarsson og Valur Freyr Einarsson sjá um að tala á íslensku fyrir þá og Kevin Kline og
Kenneth Brannagh sjá um enskuna.