Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2001, Blaðsíða 11
11 FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2001 PV_______________________________________________________________________________________________________Hagsýni "j Harðplasf- Jj gluggar og hurðir í allar byggingar! * Arat uga reyns l a hérlendis Dalvegur 28 • 200 Kópavogi • Sími 564 4714 • Fax 564 4713 Hjörtur Þór Grjetarsson hjá Fjárfestingu og ráðgjöf: Viðbótarlífeyrissparnað- ur og persónutryggingar - þurfa að vera í lagi áður en hugað er að frekari sparnaði Lífeyrisreikningur, LÍFÍS, söfnunarlíftrygg- ing, Samlíf, ALVÍB, Sun Life, séreignarsjóður og umsýslugjald. Þessi orð sjást oft og iðulega í aug- lýsingum frá fyrirtækjum og stofnunum sem bjóðast til að ávaxta fé lands- manna. Þessar auglýsing- ar urðu algengar eftir að íslensk stjórnvöld ákváðu að nú skyldi landinn spara sjálfur til elliáranna og létta þar með framfærslu- byrðinni af ríkinu. Þetta skref í átt að einkavæð- ingu almannatrygginga- kerfisins vekur upp ýmsar spurningar hjá almenn- ingi sem veit ekki hvað skynsamlegast er að gera við peningana sem þeir ætla að lifa á í ellinni. Þetta er mikill frumskóg- ur og mikilvægt að fá góða ráðgjöf um hvemig fara skuli með féð. Heilsan númer eitt Allir launþegar eiga að greiða 6% af tekjum sínum í lífeyrissjóð og vinnuveit- andi leggur síðan 4% fram- lag á móti. En í flestum til- fellum eru þær tekjur sem fást úr þessum lífeyrissjóð- um ekki nægilegar til að halda svipuðum tekjum og á starfsævinni. Flestir þeir sem eingöngu spara þenn- an lögbundna spamað falla mikið niður í tekjum eftir að þeir hætta að vinna. Hjörtur Grjetarsson hjá Fjárfestingu og ráðgjöf seg- ir að til að byrja með þurfi allir að huga að heilsunni þvi ef hún bilar er ekki víst að fólk geti notið þess spamaðar sem það hefur lagt fyrir. Mikilvægt er að kynna sér kosti og galla þeirra söfnunarreikninga sem eru á markaðnum áður en ákvörðun er tekin. „Var- ast ætti að taka mark á aug- lýsingum fyrirtækja sem halda því fram að þeirra kostur sé bestur og varast skyldi þá aðila sem bjóða kannski aðeins eina leið sem lausn fyrir alia. Hvaða leið fólk ætti að velja er mjög einstaklingsbundið og háð að- stæðum hvers og eins. Gera þarf ná- kvæma úttekt á stöðu og reyna að fmna út hvað fólk viil fá út úr spam- aðinum þegar upp er staðið og hversu miklar skuldbindingar það getur, og er tilbúið að setja sig í.“ Hjörtur segir jafnframt að ekki sé skynsamlegt að greiða hærri upphæð í sparnað en auðveldlega verði ráðið við. „Betra er að byrja snemma og láta tímann vinna með sér,“ segir hann. Byrja á viöbótarlífeyris- sparnaði Ætli fólk sér að spara til elliár- anna ætti það alltaf að byrja á við- bótarlífeyrissparnaði. „Það er lang- hagkvæmasta sparnaðarformið og mótframlag vinnuveitanda og ríkis- ins skiptir þar miklu.“ Hann segir að margir telji að viðbótarspamað- urinn fari inn í nákvæmlega sama form og lögbundnu lífeyrisgreiðsl- umar, sem ekki erfast, en það er ekki rétt. „Viðbótarspamaðurinn er séreign sem erfist og í honum felst mikið skattalegt hagræði. Ekki er greiddur af honum fjármagnstekju- skattur og hann er eignaskattsfrjáls. Peningur sem fólk setur í þennan viðbótarsparnað fer annaöhvort sem séreign í lífeyrissjóð eða í vörslu verðbréfafyrirtækja sem eru Hjörtur Þór Grjetarsson framkvæmdastjóri Hann segir að ítarleg úttekt á stöðu hvers einstaklings sé nauðsynleg sem grunnur að góðrí ráðgjöf. Starfslok Starfslok & Aldur Aldur Hér sést hvernig viöbótarsparnaöur getur brúaö bilið á milli tekna fyrir og eftir starfslok. með sérstaka sjóði til að taka við svona framlögum." Persónutryggingar Eftir að gengið er frá viðbótar- sparnaðinum ætti fólk að huga að því að persónutryggingar þess séu í lagi. Persónutryggingar eru líftrygg- ingar, slysa- og sjúkdómatrygging- ar. Liftryggingamar eru hugsaðar fyrir eftirlifendur tryggingarhafans, t.d. til að ganga frá fjárhagsskuld- bindingum ef viðkomandi fellur frá. „Það á ekki að miða eingöngu við nettóskuldir heldur þarf tryggingin að vera 25-50% hærri en þær. Ef t.d. annað hjóna feliur frá þarf hitt að geta greitt upp allar skuldir, auk þess sem það þarf eitthvað til að lifa á. Erfitt getur verið að sjá fyrir börnum á tekjum eins einstaklings í stað tveggja áður.“ Sjúkdómatrygg- ing er á hinn bóginn einhvers kon- ar tekjutrygging sem nýtist vel þeg- ar fólk verður óvinnufært af völd- um alvarlegra sjúkdóma í einhvem tíma. „Það þarf að greiða af öllum skuldbindíngum þó maður veikist og lendi fólk í þeirri stöðu ætti það ekki að þurfa eiga við fjárhagsá- hyggjur á meðan það berst við sjúk- dóminn." Fastur og breytilegur sparnaður Þegar allir þessir hlutir eru í lagi þá fyrst ætti fólk að fara að huga að öðrum spamaði hafi það tök á því. Gott er að byrja snemma eins og áður sagði og ekki reisa sér hurðarás um öxl. Til eru leiðir sem felast í þvi að greiddar eru fastar upphæðir í mis- langan tíma og eins er til breytileg- ur spamaður. Til dæmis er hægt að leggja ákveðna fasta upphæð mánaðarlega inn á einn reilming og breytilega upphæð sem fer eftir efnum og ástæðum inn á annan reikning sem býður upp á breytilegan spamað. Með þessu vinnst tvennt. I fyrsta lagi eru spamaðarskuld- bindingar ekki meiri en hægt er með góðu móti að ráða við og einnig er hægt að ná fram hámarkssparn- aði miðað við efni og ástæður á hverjum tímapunkti. Með þessu móti er einnig hægt að koma þeim tekjum sem umfram era í form sem býður upp á skattalegt hagræði þar sem ekki er greiddur eignaskattur né fjármagnstekjuskattur af inneign á slíkum reikningum. Hjörtur segir að eftir því sem líð- ur á starfsævina séu meiri líkur á því að tekjur aukist og skuldir minnki og fólk hafi þar af leiðandi meira á milli handanna og geti lagt meira í spamað. „Svo má líka nefna að í síauknum mæli eru atvinnurek- endur að bjóða starfsmönnum sínum Vcdréttarsamninga, bónusgreiðslur og annað slíkt og mikilvægt er að geta komið þeim fjármunum í skatta- lega hagkvæmt umhverfi," segir Hjörtur að lokum. -ÓSB Smyrjiö sultunni á heita botnana. Helgargóðgæti: Ömmu- terta - einföld og sígild Fátt er notalegra þegar veður er vott en að dunda sér við bakstur í eldhúsinu og gæða sér síðan á af- rakstrinum. Hér er uppskrift að einni gamaili og góðri sem vist er að vekur minningar hjá mörgum um góðar stundir i eldhúsinu hjá Hráefni 400 g hveiti 200 g sykur 200 g smjörlíki 2 egg 1 msk. lyftiduft sulta Aðferð Blandið öllu saman í hrærivél- arskál og hnoðið með káinu þar til deigið er komið saman. Látið deig- ið standa í kæli í 1-2 tíma áður en það er flatt út í ca 3-4 mm og skor- ið eftir 26 cm hring. Bakið við 190° C í 10-12 mín. Smyrjið rabarbara- sultu yfir botnana meðan þeir eru heitir svo sultan komist aðeins inn í botnana og þeir verði mýkri. Pakkið inn í plast, þá geymist tert- an lengur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.