Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2001, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2001, Blaðsíða 22
26 FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2001 DV Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 35 ára_________________________________ Sigurður Kristinsson, Eyjabakka 2, Reykjavík. 75 ára_________________________________ Helgi Guðmundsson, Furugeröi 1, Reykjavík. 70 ára_________________________________ Eiríkur Jakob Helgason, Kelduhvammi 22, Hafnarfiröi. Marlies E. Árnason, Sörlaskjóli 19, Reykjavík. 60 ára_________________________________ aSigurveig Gunnarsdóttir Hún tekur á móti gestum í Guöný Kristjánsdóttir, Dalseli 38, Reykjavík. Jóhann Stefánsson, Sunnubraut 7, Höfn. lón S. Kristjánsson, Æsufelli 6, Reykjavík. Sólveig Kristjánsdóttir, Heiöargeröi 12, Reykjavík. Þórhildur Erla Jóhannesdóttir, Brekkuseli 5, Reykjavtk. 50 ára_________________________________ Hrafnkell Guömundsson, Austurgerði 2, Kópavogi. Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Grundargaröi 5, Húsavík. Þóröur Haröarson, Þórunnarstræti 103, Akureyri. 40 ára_________________________________ Eygló Haröardóttir, Ijósalandi 9, Bolungarvík. Guölaug S. Guölaugsdóttir, Hraunbæ 102g, Reykjavík. Halldór Heiöberg Sigfússon, Geldingsá, Akureyri. Myrla Tumarao Tugot, Völvufelli 2, Reykjavík. Pétur Steinn Sigurðsson, Stórateigi 34, Mosfellsbæ. Sesselja Árnadóttir, Heiöarskóla, raöhúsi 2, Akranesi. Siguröur Garöarsson, Bragavöllum 19, Keflavík. Ægir Breiöfjörö Jóhannsson, Skólastíg 18, Stykkishólmi. n g a r DV © 550 5000 </> (5) vísir.is 'OJ) = A 550 5727 03 '03 ■ £ Þverholt 11, 105 Reykjavík </> Andlát Bogi G.í. Einarsson skipstjóri, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést aö kvöldi sunnud. 14.1. Ásgeir Ingólfsson, Selvogsgrunni 20, Reykjavík, er látinn. Rósa Jónsdóttir, áöur Hávegi 15, lést á Sjúkrahúsi Siglufjaröar mánud. 15.1. / Jjrval - gott í hægindastólinn FTmmtug Unnur Stefánsdóttir leikskólastj óri Unnur Stefánsdóttir leikskóla- stjóri, Kársnesbraut 99, Kópavogi, er fimmtug í dag. Starfsferlll Unnur fæddist í Vorsabæ 1 Gaul- verjabæjarhreppi og ólst þar upp. Hún var í Héraðsskólanum á Laug- arvatni 1965-68, Húsmæðraskóla Suðurlands 1969-70, íþróttaháskól- anum í Sönderborg i Danmörku sumarið 1971, Fósturskóla íslands 1971-74, lauk síðar framhaldsnámi þar i uppeldisfræði og stjórnun 1984 og hefur sótt námskeið í félagsmál- um og stjómun, m.a. hjá Stjórnun- arskólanum og HÍ. Unnur stundaði bústörf á búi for- eldra sinna, vann á leikskólanum Álftaborg 1974-75, hjá Félagsmála- stofnun Kópavogs 1979-82, hjá Um- ferðarráði sumrin 1983-85, á dag- heimilum Ríkisspítalanna 1984-88, var verkefnastjóri í heilbrigðisráðu- neytinu 1988-91, kenndi við Fóstur- skóla íslands, nú KHÍ, 1991-95, var leikskólastjóri í heilsuleikskólanum Skólatröð frá 1995 og er nú leik- skólastjóri í heilsuleikskólanum Urðarhóli í Kópavogi. Unnur var í ungmennafélaginu Samhyggð og Héraðssambandinu Skarphéðni frá tólf ára aldri, keppti fyrir landslið FRÍ í 400 og 800 m hlaupi 1982-88, var formaður nem- endafélags Fósturskóla tslands 1973- 74, ritari Fóstrufélags íslands 1974- 76, í stjórn Ámesingafélagsins í Reykjavík 1979-85, formaður Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi, 1982-85, varaformaður og síðan formaður Landssambands framsóknarkvenna 1983-93, gjald- keri Framsóknarflokksins frá 1992, á sæti í miðstjórn, landsstjóm og framkvæmdastjórn Framsóknar- fiokksins frá 1985, var varaþingmaö- ur flokksins 1987-99, var formaður íþróttaráðs Kópavogs 1984-86, sat í varastjóm ISÍ 1990-96, situr í fram- kvæmdastjóm íþrótta- og Ólympíu- sambands íslands frá 1996, sat í landsmótsnefnd UMFÍ 1994 og fram- kvæmdanefnd íþróttahátíðar ÍSÍ 2000, varaformaður stjómar Rikis- spítalanna 1995-2000, var formaður verkefnanna Heilsuefling, 1995-99, og Grænn lífsseðill, 1997-99, og hef- ur setið í ýmsum nefndum um heil- brigðis- og íþróttamál á vegum ÍSÍ og ráðuneyta. Unnur samdi bamabækurnar Fía fjörkálfur, 1985, og Ása og Bína, 1986, og hefur skrifað fjölda blaða- greina um íþróttir, uppeldi, ferða- og stjórnmál. Fjölskylda Unnur giftist 21.9. 1972 Hákoni Sigurgrímssyni, f. 15.8.1937, deildar- stjóra í landbúnaðarráðuneytinu. Foreldrar hans eru Sigurgrímur Jónsson, bóndi í Holti í Stokkseyr- arhreppi, og k.h., Unnur Jónsdóttir húsfreyja. Börn Unnar og Hákonar eru Finnur, f. 21.7.1975, hljóðtæknimað- ur; Grímur, f. 8.3. 1977, háskóla- nemi; Harpa Dís, f. 8.4. 1993, nemi. Systkini Unnar eru Helgi, f. 26.4. 1945, bóndi og vörubílstjóri á Vorsa- bæ; Ragnheiður, f. 1.7. 1946, grunn- skólakennari á Akureyri; Kristín, f. 18.9. 1948, handmenntakennari og húsfreyja að Hurðarbaki í Villinga- holtshreppi; Sveinbjörg, f. 17.8.1956, bankamaður í Borgarnesi. Foreldrar Unnar: Stefán Jasonar- son, f. 19.9. 1914, bóndi í Vorsabæ, og k.h., Guðfinna Guðmundsdóttir, f. 3.9. 1912, d. 8.7. 2000, húsfreyja. Ætt Stefán er sonur Jasonar, b. á Arn- arhóli í Flóa, Eiríkssonar og Helgu ívarsdóttur, b. í Vorsabæjarhjá- leigu, Guðmundssonar, b. í Vorsa- bæjarhjáleigu, Gestssonar, b. í Vorsabæ, Guðnasonar. Móðir Guð- mundar var Sigríður Sigurðardótt- ir, systir Bjarna Sívertsens riddara. Guðfinna var dóttir Guðmundar, b. í Túni, Bjarnasonar, b. þar, Ei- ríkssonar. Móðir Bjarna var Hólm- fríður Gestsdóttir, systir Guðmund- ar í Vorsabæjarhjáleigu. Móðir Guðfinnu var Ragnheiður Jónsdóttir, b. á Skeggjastöðum i Flóa, Guðmundssonar, b. þar, bróð- ur Björns, langafa Ágústs Þorvalds- sonar, alþm. á Brúnastöðum. Guð- mundur var sonur Þorvalds, b. í Auðsholti, Björnssonar, bróður Knúts, langafa Hannesar þjóðskjala- varðar og Þorsteins hagstofustjóra. Móðir Ragnheiðar var Guðrún Bjamhéðinsdóttir, b. i Þjóðólfshaga í Holtum, Einarssonar og Guðrúnar Helgadóttur, b. á Markaskarði, Þórð- arsonar, bróður Tómasar, langafa Tómasar, föður Þórðar, safnvarðar í Skógum. Móðir Guðrúnar var Ragn- heiður Ámadóttir, b. í Garðsauka, Egilssonar, prests í Útskálum, Eld- járnssonar, bróður Hallgríms, langafa Jónasar Hallgrímssonar skálds og Þórarins, langafa Krist- jáns Eldjárns. Unnur og fjölskylda taka á móti gestum í Félagsheimili Kópavogs, Fannborg 2, í dag, milli kl. 17.15 og 20.00. Ólína Jónsdóttir fyrrv. aðstoðarskólastjóri Ólina Jónsdóttir, fyrrv, aðstoðar- skólastjóri, Háholti 11, Akranesi, varð sjötug í gær. Starfsferill Ólína fæddist á Granastöðum í Suður-Þingeyjarsýslu og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hún lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla ís- lands 1951. Ólína hefur sinnt kennslustörfum lengst af, fyrst við Barna- og ung- lingaskólann i Ólafsfirði og síðan í Hveragerði. Hún flutti á Akranes 1955 og hefur átt þar heima síðan. Hún kenndi við Barnaskóla Akra- ness um árabil, kenndi síðan við Grundaskóla frá stofnun hans, 1981, fyrst sem almennur kennari en var síðan aðstoðarskólastjóri þar. Hún lét af störfum fyrir tveimur árum. Ólína hefur starfað í Norræna fé- laginu á Akranesi frá stofnun þess, 1956, hefur setið í stjóm þess og var formaður þess í sex ár. Hún er í Soroptimista-klúbbi Akraness, er nú formaður hans og hefur setið í stjórn Landssambands Soroptim- ista-klúbba. Þá hefur hún starfað með Skagaleikflokknum um árabil, hefur leikið með flokknum og var formaður hans um skeið. Fjölskylda Ólina gift- ist 5.11. 1955 Þorvaldi Þorvaldssyni, f. 13.2. 1929, d. 1985, kennara. Hann var sonur Þorvalds Ámasonar, skattstjóra og kennara, og f.k.h., Margrétar Sigur- geirsdóttur húsmóður. Börn Ólínu og Þovalds eru Björg, f. 1956, tónmenntakennari í Reykja- vik, og á hún eina dóttur; Þorvald- ur, f. 1957, húsasmíðameistari og iðnfræðingur í Reykjavík, kvæntur Önnu Hrefnudóttur og eiga þau þrjár dætur; Margrét, f. 1962, há- skólanemi í Reykjavík, gift Sigurði Ólafssyni og eiga þau tvö böm; Jón Ingi, f. 1970, tölvunarfræðingur í Reykjavík. Ölína á fimm systur sem allar eru á lífi. Foreldrar Ólínu voru Jón Páls- son, f. 1903, og Björg Kristjánsdóttir, f. 1904, bændur á Granastöðum í Suður-Þingeyjarsýslu. Ólína tekur á móti gestum í sal Grundaskóla, laugard. 20.1. kl. 15.00. Elín Hafdís Egilsdóttir húsmóðir og myndlistarnemi í Vestmannaeyjum Elín Hafdís Egilsdóttir | húsmóðir, Hásteinsvegi ájÆ 47, Vestmannaeyjum, jH varð fimmtug á þriöju- H daginn var. Starfsferill Elín fæddist á Eyrar- bakka, lauk gagnfræða- ^^Æ prófi i Reykjavík og hefur Æ stundað myndlistarnám í sex ár. Hún vann við Kópavogshæl- ið, hjá kaupfélaginu í Hveragerði, á dvalarheimili aldraðra þar og stundaði bankastörf í Reykjavík. Elín hefur sungið með kirkjukór Landakirkju um árabil. Hún situr í stjórn kvenfélags Landakirkju. Fjölskylda Eiginmaður Elínar er Sigurður Þórir Jónsson, f. 8.11. 1949, hafnar- vörður í Vestmannaeyjum. Hann er sonur Jóns Ólafssonar, f. 20.3. 1909, og Þórunnar Sigurðardóttur, f. 6.8. 1911, en þau eru bæði látin. Dóttir Elínar og Sigurðar Þóris er Þórunn, f. 15.2. 1988, nemi. Dætur Elínar og fyrri manns . hennar, Gunnars Berg Sigurjóns- sonar, f. 21.10.1948, eru Ragna Berg, f. 8.6. 1971, húsmóðir í Reykjavík, í sambúð með Knúti Kjartanssyni og er sonur þeirra Sveinbjörn Berg, f. 9.2. 2000, en sonur Rögnu er Gunnar Geir, f. 12.6. 1991; Aðalheiður Margrét, f. 19.7. 1975, nemi í Svíþjóð, í sambúð með Ingþóri Stefánssyni. Dóttir Elínar frá því áð- ur: Aðalheiður Margrét Júliusdótt- ir, f. 6.8. 1968, d. 8.2. 1974. Hálfsystkini Elinar, sammæðra: Ólöf D. Waage, f. 2.2.1935, húsmóðir í Eyjum; Eggert S. Waage, f. 8.9. 1936, d. 1996. Hálfsystkini Elínar, samfeðra: Selma Egilsdóttir, f. 31.3. 1942, hús- móðir á Hvammstanga; Aðalsteinn Guðmundsson, f. 13.11. 1943, vöru- bílstjóri að Eyvindarhólum. Alsystkini Elínar: Sigurður Ó. Egilsson, f. 15.9. 1945, vörubílstjóri í Reykjavík; Þóra Egilsdóttir, f. 17.5. 1948, fisksali í Reykjavlk. Foreldrar Elínar: Guðmundur Eg- ill Þorsteinsson, f. 10.8. 1921, d. 15.7. 1964, bílstjóri og verkstjóri á Eyrar- bakka, og Aðalheiður S. Ólafsdóttir, f. 22.9. 1914, d. 15.11. 1912, húsmóðir. Merkiit' ísIeiiTdiíiiTgar Jóhannes Jóhannesson Reykdal, verk- smiðjueigandi og oddviti á Setbergi í Hafnarfirði, fæddist í Vallakoti í Reykja- dal 18. janúar 1874, sonur Jóhannesar Magnússonar, bónda þar, og k.h., Ásdís- ar Ólafsdóttur. Jóhannes var afi Jó- hannesar Reykdal hjá Heklu hf. og bróðir Ólafs Reykdal, afa Ólafs Ragn- arssonar hjá Vöku-Helgafell, en systir þeirra var Guðrún, langamma Gunn- ars V. Andréssonar fréttaljósmyndara. Jóhannes fékk nokkurra mánaða til- sögn hjá Sigurði Jónssyni á Ystafelli en lærði húsasmíði á Akureyri og í Kaup- mannahöfn. Hann var bóndi, verksmiðju-, og frystihúseigandi í Hafnarfirði. Jóhannes var einn merkasti framfarasinn- Jóhannes J. Reykdal inn hér á landi á sinni tíð. Hann reisti, einn og óstuddur fyrstu rafmagnsstöðina hér á landi, í nánd við Hörðuvelli í Hafnarfirði sém varð fyrsti raflýsti bærinn á íslandi. Sagan segir að Jóhannes hafi hitt Einar Benediktsson á götu í Kaup- mannahöfn um aldamótin og beðið hann að lána sér 100 krónur. „Hvað ætlar þú að gera meö þær?” spurði skáldið. „Ég ætla að rafvæða ísland," svaraði Jóhannes. Einar horfði á hann um stund en rétti honum síðan pening- ana og sagði: „Það er þarft verk.“ Þegar Jóhannes borgaði skuldina síðar í Reykjavík spurði Einar: „Nú, hættirðu við að raflýsa." „Nei ég er hálfnaður," svar- aði Jóhannes. Útför Báru Þórðardóttur, Holtsgötu 1, Ytri-Njarövík, fer fram frá Fossvogs- kapellu mánud. 22.1. kl. 13.30. Leifur Ingi Óskarsson, Sævangi 22, Hafnarfiröi, er látinn. Hann veröur jarð- sunginn frá Hafnarfjarðarkirkju viö Strandgötu þriöjud. 23.1. kl. 13.30. María Magnúsdóttir, Kambaseli 54, Reykjavík, verður jarösungin frá Selja- kirkju fimmtud. 18.1. kl. 13.30. Ásbjörn Þór Pétursson, Lindargötu 2, Siglufiröi, veröur jarösunginn frá Siglu- fjaröarkirkju föstud. 19.1. kl. 14.00. Kristjana Stella Steingrímsdóttir, Hvassahrauni 1, Grindavík, veröurjarö- sungin frá Grindavíkurkirkju fimmtud. 18.1. kl. 14.00. Útför Sigríðar Guðmundsdóttur, Fjalli, fer fram frá Skálholtskirkju laugard. 20.1. kl. 14.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.