Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2001, Blaðsíða 4
Fréttir
FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2001
DV
Kæra Kaldasels á Landssímann vegna útboðs á hjólbörðum:
Fjármálaráðuneytið stað-
festi úrskurð kærunefndar
- tilbúinn af fara með málið lengra, segir Runólfur Oddsson
Fjármálaráðu-
neytið hefur staö-
fest niðurstöðu
kærunefndar út-
boðsmála um að
Landssíma íslands
beri að beina við-
skiptum sínum
með hjólbarða og
þjónustu því
tengda til
Kaldasels ehf. Hins
vegar er Landssímanum heimilt
aö kaupa svokölluð harðkorna-
dekk á bifreiðar sínar, enda geti
Kaldasel ekki boðið slíka hjól-
barða.
Forsaga málsins er sú að fyrir
þremur árum átti Kaldasel ehf.
lægsta tilboðið í sölu á hjólbörðum
til ríkisins og var um að ræða
rammasamning á vegum Ríkis-
Tölur Hagstofunnar:
Nær óbreytt
á Norður-
landi vestra
DV, AKUREYRI:______________
íbúum á Norðurlandi vestra
fækkaði um 32 á síðasta ári sem
er rétt um 0,3% fækkun. Á
stærstu þéttbýlisstöðunum varö
lítils háttar íjölgun, s.s. á Sauðár-
króki og Blönduósi, og á Siglu-
firði varð minni fækkun en verið
hefur um árabil.
í árslok 1999 voru íbúar á Norð-
urlandi vestra 9.464 talsins en
bráðabirgðatölur Hagstofunnar
frá 1. des. sl. segja að þá hafi þeir
verið 9.432. Á nokkrum stöðum
eru tölurnar óbreyttar á milli
ára, s.s. í Áshreppi, 84, Engihlíð-
arhreppi, 70, og Skagahreppi, 61.
í Húnaþingi vestra fækkaði
íbúum úr 1.249 í 1.229, á Blöndu-
ósi fjölgaði þeim um tvo, úr 927 í
929. í sveitarfélaginu Skagafirði
voru íbúar 4.190, eða nákvæmlega
jafnmargir og árið áður. Siglfirð-
ingar voru 1.559 l. desember sl.
og haföi þá fækkað um 8 frá sama
tíma áriö áður.
-gk
kaupa. Fyrir rúmlega ári gerði
Landssíminn hins vegar útboðs-
lausan samning við annað fyrir-
tæki um kaup á harðkornadekkj-
um.
Athæfi Landssimans var kært
til kærunefndar útboðsmála og úr-
skurðaði nefndin síöasta vor að
Landssíminn ætti að haga kaupum
sínum eftir samningi Rikiskaupa.
Kaup á harðkomadekkjum annars
staðar voru leyfileg þar sem slík
kaup fólu ekki i sér brot á reglum
varöandi málið. Að öðru leyti yrði
ekkert aðhafst i tilefni af kærunni.
Fjármálaráðuneytið fékk siðan
kæruna til meðferðar þar sem
Kaldasel taldi að Landssíminn
hefði ekki farið eftir úrskurðinum
og hefur nú staðfest hann.
Runólfur Oddsson, eigandi
Kaldasels, segir að samkvæmt úr-
skurðinum eigi Landssíminn að
eiga viöskipti við aðila ramma-
samnings. Hann segir það hins
vegar sérkennilegt að Landssím-
anum sé heimilað að kaupa harð-
komdekk þar sem þau uppfylla
ekki þær merkingar sem gert er
ráð fyrir í útboðinu. Hann telur að
þau uppfylli ekki heldur þá gæða-
staöla sem gilda um hjólbarða hjá
Evrópusambandinu.
„Ég mun fara áfram með málið
og til greina kemur að fara með
það annaðhvort til dómstóla eða til
Eftirlitsnefndar EFTA í Brussel
hvaö varða þau atriði sem stang-
ast á við útboðsreglur," segir Run-
ólfur
Að sögn Guðbjargar Gunnars-
dóttur, upplýsingafulltrúa Lands-
símans, kvartaði Kaldasel yfir því
aö fyrirtækiö lét ekki fara fram út-
boð vegna kaupa á harðkorna-
dekkjum. „Það var ekki gert þar
sem við töldum að kaupin féllu
utan þess ramma sem fjármála-
ráðuneytið hefur sett um kaup fyr-
irtækja í eigu ríkisins," segir Guð-
björg. Ástæðan sé að Landssíminn
sé á samkeppnismarkaði og gert sé
ráð fyrir því í reglum ESB að slík
fyrirtæki séu fyrir utan rammann.
„Samningur Ríkiskaupa tekur
klárlega ekki til harðkorna-
dekkja," segir Guðbjörg og bætir
við að því hafi verið ákveðið að
leita þangaö sem hagkvæmast var
að kaupa dekkin. Guðbjörg segir
að samkvæmt reglum ESB gildi
aðar reglur um fyrirtæki sem eru
í samkeppni, þó þau séu í eigu rík-
isins. Enn sem komið er gildi
sömu reglur um öll fyrirtæki í
eigu ríkisins hér innanlands. -MA
Þeim fer sífellt fjölgandi, stórhýsunum í Sóltúninu 1 Reykjavík og þar hefur fjöldi bygginga risiö á undanförnum mánuö-
um og árum og segja má aö nýtt hverfi sé oröiö til í höfuöborginni.
Runólfur
Oddsson.
Eftirlitsnefnd:
Skagfiröingar
á teppið
DV, AKUREYRI:_______________
Forráðamenn sveitarfélagsins
Skagafjarðar eru á meðal forráða-
manna sveitarfélaga sem kallaðir hafa
verið inn á teppi hjá eftirlitsnefnd með
fjármálum sveitarfélaga að undan-
fómu og mættu þeir Gísli Gunnarsson,
forseti sveitarstjómar, og Snorri Bjöm
Sigurðsson sveitarstjóri á fund nefnd-
arinnar og gerðu grein fyrir því sem
um var spurt.
Snorri Bjöm segir að þar hafi Skag-
flrðingamir lagt fram þau gögn sem
um var beðið og var m.a. skoðað hvort
sveitarfélagið væri að starfa innan 3
ára áætlunar sem í gildi er. Að sögn
Snorra Bjöms skilar rekstur sveitarfé-
lagsins því sem reiknað hafði verið
með og fjárfestingar hafa verið innan
þeirra marka sem lagt var upp með.
Um skuldastöðu Skagaíjarðar sagði
Snorri Bjöm í spjalli við DV að hún
væri ekki verri en svo að hægt væri að
greiða allar skuldir sveitarfélagsins
með því að ráðast í eignasölu, t.d. á
veitum bæjarins sem em skuldlausar,
en ákvörðun hefúr ekki verið tekin um
slíka sölu. „Við emm að ná þeim tök-
um á þessu sem við ætluðum okkur,“
segir Snorri Bjöm. -gk
ffí!SS»j%L
Ö ' ■ ‘ ‘ «
Bíó
Sex ára og eldri greiöa fullt gjald.
Kvikmvndahús:
Börn flokkuð
með fullorðnum
„Ég skil ekki hvemig kvikmynda-
hús geta verið með einhveijar sérstak-
ar skilgreiningar á því hvað era böm
og hvað fullorðnir," segir ævareið hús-
móðir í Kópavogi sem fór með átta ára
son sinn í kvikmyndahús við Snorra-
braut í Reykjavík á dögunum. „Miða-
sölustúlkan lét mig borga fúllorðins-
gjald fyrir bamið og sagði að í bíóum
væra sex ára böm orðin fullorðin. Það
hef ég aldrei heyrt áður.“
Bjöm Ámason, framkvæmdastjóri
SAM-bíóanna, segir að sömu reglur
um miðaverð séu í gildi í öllum kvik-
myndahúsum í Reykjavík og i raun
séu þær til bóta miðað við eldri reglur:
„Hér áður fyrr greiddu allir sama
verð án tillits til aldurs nema hvað
fólki var leyft að halda á smábömum í
fanginu upp að þriggja ára aldri. Nú
era mörkin dregin við sex ára aldur og
ekki í bígerð að gera breytingu þar á,“
sagði Bjöm Ámason. -EIR
Veöríö í kvöld I Sólargangur og sjávarföll
Suðlæg og breytileg átt
Suölæg eða breytileg átt, 3 til 8 m/s og stöku
skúrir eða él veröa sunnan- og vestanlands,
en skýjað meö köflum og þurrt noröaustan til.
Vaxandi suöaustanátt og þykknar upp
vestanlands í dag, 10 til 15 m/s og slydda
eöa rigning í kvöld og nótt.
REYKJAVIK
Sólarlag í kvöld 16.30
Sólarupprás á morgun 10.44
Síódegisflóó 13.49
Árdegisflóó á morgun 02.38
AKUREYRI
15.54
10.50
18.22
07.11
Skýringar á voöurtáknum
J^vinoatt “rHm $£
■NVINDSTYRKUR __ HEIÐSKÍR
íD O
LCTTSKÝJAD HÁLF- SKÝJAO SKÝJAÐ AISKÝJAÐ
V Q '■ : í&
RIGNING SKURIR SLYDDA SNJÓKOMA
. Fi : ~\r
ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR POKA
Færö
Easm!EEia3gsi3iEiaBga
Hálkublettir víða
Samkvæmt upplýsingum frá
Vegageröinni um færöina á landinu er
hálkublettir víöa á suðvesturhornininu.
Hálkublettir eru til aö mynda á
Suðurnesjum, um Hellisheiði, Þrengsli
og í Árnessýslu. Ökumenn æa
Vesturlandi þurfa einnig aö hafa varann
á því þar eru einnig hálkublettir á
Vesturlandi.
□ SNJÓR
hÞUROFÆRT
■3 ÓFÆRT
Hlýnar á landinu
Hægt hlýnandi veöur. Suölæg átt, víöa 8 til 13 m/s, veröur á morgun og
rigning eöa slydduél sunnan- og vestan til en þurrt aö kalla noröaustan
til. Hiti 0 til 6 stig.
Laugardagu
Vindur:
5-15 m/%
Hiti 0° til 6
8» vsv
Sunnudagur
Vindur:
10-18 m/%
Hiti 2° til 6°
Mánudagur
Vindur:
10-15 m/,
Hiti 4“ til -3°
Suólæg átt, 5-10 m/s, en
10-15 allra austast.
Rlgnlng um sunnan- og
vestanvert landló, en
úrkomulitið norðaustan-
lands. Hitl 0 tll 6 stlg.
Suöaustan og austan
10-15 m/s, en 13-18
austan til. Rlgnlng víöast
hvar en þurrt aö kalla
noróaustan til. Hitl 2 tll 6
stlg.
Austan- og noröaustan,
víöa 10-15 m/s. Slydda
eöa rlgnlng sunnan- og
austan tll, en annars
skýjaö meö köflum og
úrkomulítlö.
^vgyravi r< pb jJ*
AKUREYRI léttskýjaö 1
BERGSSTAÐIR skýjaö 1
BOLUNGARVÍK snjóél 1
EGILSSTAÐIR 5
KIRKJUBÆJARKL. þoka 2
KEFLAVlK alskýjaö 1
RAUFARHÖFN léttskýjaö -2
REYKJAVfK alskýjaö 1
STÓRHÖFÐI súld 2
BERGEN alskýjaö 0
HELSINKI þokumóöa -4
KAUPMANNAHOFN skýiað 1
ÓSLÓ skýjaö -8
STOKKHÓLMUR þokuruöningur -3
ÞÓRSHÖFN alskýjaö 5
ÞRÁNDHEIMUR léttskýjaö -9
ALGARVE rigning 15
AMSTERDAM þokumóöa -6
BARCELONA skýjaö 3
BERLÍN þokumóöa -6
CHICAGO alskýjaö -7
DUBLIN þokumóöa 2
HALIFAX hálfskýjað -6
FRANKFURT alskýjaö -3
HAMBORG þokumóöa -6
JAN MAYEN léttskýjaö -1
LONDON mistur -1
LÚXEMBORG hrímþoka -6
MALLORCA þokumóöa 2
MONTREAL heiöskírt -17
NARSSARSSUAQ alskýjaö -2
NEWYORK alskýjaö 2
ORLANDO skýjaö 18
PARÍS þokumóöa 2
VÍN þokumóöa 8
WASHINGTON þokumóöa -1
WINNIPEG þokumóöa -1
■áMúHlliiiiVFMni