Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2001, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2001, Blaðsíða 20
* Tilvera FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2001 DV * uv-ivitinuim iivvau Svartoghvítt Þær eru ólíkar greiðslurnar en ekki verður annað sagt en fyrirsæturnar beri þær vet. Förðunarfræðingurinn Kristín Björk annaðist förðunina . Árshátíðar- og þorrablótstímabilið er í þann mund að hefjast og mikið annríki biður þeirra sem starfa í hár- greiðslugeiranum. „Það er alltaf mikið að gera í kringum þetta en okkur fmnst þetta líka mjög skemmtilegur tími. Greiðslumar eru hver annarri ólík og við erum alltaf að gera eitthvað nýtt,“ segir Linda. Spariandlitið sett upp Jónína Hallgrimsdóttir fórðunarfræðingur á Snyrtistofunni Jónu annaðist fórðun Maríu. „Einna mikilvægast við kvöldförðun er að nota réttan farða og jafna áferð húðar- innar og bauga ef því er að skipta. Það er ekki hægt að gefa eina formúlu fyr- ir því hvaða litir era í tísku því það er svo persónubundið. Gull er þó mjög vinsælt í vetur og það hefur líka færst í aukana að konur noti gerviaugna- hár,“ segir Jónína um kvöldfórðun vetrarins. Tætt og reytt víkur fýrir fínlegra útliti „Tískan er ekkert annað en per- sónuleikasköpun og það er eins í vetur og síðustu ár, allt er leyfilegt. Það má þó greina áherslubreytingar og til dæmis held ég að þetta tætta og reytta sé frekar á undanhaldi. Fínni greiðslur era vinsælar og eins er diskófílingur- inn að verða sterkari," segir Bjami Bjömsson, hárgreiðslumeistari og eig- andi hárgreiðslustofunnar Caracter við Suðurlandsbraut sem var næsti viðkomustaður Tilverunnar. Að sögn Bjama er höfuðatriði hverju konumar ætla að klæðast og hvert þær era að fara. Aldurshópur- inn sem kemur í hárgreiðslu hefur far- ið mjög stækkandi, að sögn Bjama, og til dæmis era menntaskólastúlkur tið- ir gestir þegar árshátíðir skólanna era í nánd. „Þetta er þróun sem er í fullum gangi og stelpumar vilja vera flnni en áður á skólaböllunum." Hártiskan í vetur er ekki ósvipuð Hárgreiöslan að mótast Bjarnr Björnsson leggur lokahönd á fatiega hárgreiðslu Svövu Sigbergsdóttur. því sem var að gerast i fyrra en Bjami segir að á meðan allt sé í tísku byggist starf hans að mestum hluta á persónu- leikasköpun. „Hver viðskiptavinur þarf sína útfærslu og það er ekki hægt að benda á einhverja eina línu sem Meó hár í höndum Hárgreiðslufólkið Eva Lind og Fann ar Leósson eiga heiðurinn af greiöslu Telmu. gildir og má segja að tískan hafi verið svo- lítið löt síðustu ár. Það er mín trú að þetfa muni breytast á allra næstu árum og konur farið að vilja láta teyma sig meira en áður,“ segir Bjami Bjömsson hár- greiðslumeistari. Gervi- augnahár og glansandi utlit Kristín Björk annaðist förðun fyrirsætnanna tveggja á Caract- er. Hún notar Origin-snyrtivör- ur og segir ýmsar skemmtilegar nýj- ungar í fórðun vetr- arins. „Svokallað „wet- look“ eða glansandi útlit er mjög að ryðja sér til rúms. Þá er algeng að konur séu farðaðar í einum litatón og svokölluð banana- skygging notuð ásamt miklum maskara. Gerviaugnhárin eru á uppleið og vinsælast að nota stök Fortíðarhyggja ráðandi Hárgreiðslan er eitt af því mik- ilvægasta sem þarf að hugsa fyrir árshátíðina. Að sögn Hildar Ámadótt- hjá hár- um Tilbúin á baiiió Glæsilega uppsett hárið fer Maríu Reynisdóttur vel og förðunin er í anda tískunnar í vetur. kemur að því að velja hárgreiðslu með samkvæmisklæðnaði því möguleikarnir eru margir. Hildur segir að lokkagreiðslurn- ar svokölluðu, sem verið hafa ráð- andi, séu dottnar út og núna sé meira um að leitað sé í smiðju fortíðarinnar þegar finna á réttu hárgreiðsluna. Áhrifin sem gætir í sam- kvæmisgreiðslunum eru margs konar og segir Hildur að meðal annars megi sjá áhrif frá sjötta, fimmta og fjórða áratugnum. „Það er mjög gaman að brjóta hár- f greiðsluna upp í stíl við fatnaðinn," segir Hildur. Hún segir að konur þurfi ekki alltaf að hafa hárið upp- greitt til að vera fínar því það geti líka verið mjög fint að blása hárið slétt. Þá er hægt að greiða hárið upp í hátt tagl og láta taglið síðan liggja fram. „Slíkar hár- | greiðslur má sjá mikið á erlendum hársýn- ingum núna,“ segir Hildur. -aþ/MA Allt aö veröa tilbúiö Hildur Árnadótti að leggja síðustu hönd á árshátíðargreiðsluna. greiðslustofunni Toni og Guy er ekki einhver ein greiðsla ráðandi jÆ þegar Glæsileg kvoldgreiösla Háriö er greitt í tagi sem siöan e 'atið liggja fram. DV-MYNDIR E.OL. Hárfínar á árshátíð ’Árshátíðatímabilið er hafið og morgun hefst þorrinn með við- eigandi veisluhöldum. Við slík tœkifœri skarta konur jafnan sínu fegursta og þá getur hár- greiðslan og förðunin skipt miklu máli. Tilveran kynnti sér tískustrauma vetrarins í þeim efnum og heimsótti þrjár hár- greiðslustofur á höfuðborgar- svœöinu. „Það ríkir mikil fjölbreytni í kvöld- greiðslum vetrarins og líkt og undan- farin misseri er allt leyfilegt. Fatatísk- an er með þeim hætti að hún útheimt- ir að konur fari i hárgreiðslu og það er engin spuming að konur vilja í aukn- um mæli láta greiða sér fyrir viðburði á borð við árshátíðir og þorrablót," segir Linda Aðalgeirsdóttir hár- greiðslumeistari og eigandi hár- greiðslustofúnnar Zsa Zsa í Hamra- borginni í Kópavogi. Tískustraumar era að sögn Lindu svipaðir og í fyrra og lítið um róttæk- ar breytingar. „Helstu breytingamar er að flnna í hárlitun en svokölluð heillitun er jafnvel orðin algengari en strípumar," segir Linda. Gerviaugnahár Jónína Hatigrimsdóttir setur gerviaugnahár á Maríu en hún segir þaö mjög i tísku í vetur. DV-MYNDIR HILMAR POR Farðaö og greitt Linda Aðaigeirsdóttir hárgreiðslu- meistari og Erla Ölversdóttir ásamt fyrirsætunni Mariu Reynisdóttur. hár sem eru límd eitt og eitt,“ segir Kristín Björk meðal annars um förðun vetrarins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.