Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2001, Blaðsíða 6
6
FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2001
Fréttir I>V
—
Hlustaö á þingpöllum
Fjölmennt var á þingpöllum í gær þegar þingmenn tókust á um frumvarp ríkisstjórnarínnar vegna öryrkjadómsins svonefnda. Fremst á myndinni er Garðar
Sverrisson, formaður Öryrkjaþandalags íslands.
^ Harðar sviptingar um öryrkjafrumvarpið á þingi í gær:
Osiðlegar árásir
- sagði forsætisráðherra og átaldi stjórnarandstöðuna harðlega
Harðar sviptingar urðu á Alþingi í
gær þegar umræða hófst um frum-
varp ríkisstjómarinnar vegna ör-
yrkjadómsins svonefnda. Stjórnar-
andstaðan gagnrýndi stjómvöld
harkalega og sagði m.a. að brotin
hefðu verið mannréttindi á þeim með
því að skerða tekjutryggingu þeirra.
Þeir ættu því rétt á skaðabótum.
Þaö var í gærmorgun sem heil-
brigðisráðherra, Ingibjörg Pálmadótt-
ir, mælti fyrir fmmvarpi ríksstjóm-
arinnar til breytinga á lögum um al-
mannatryggingar. Upphaflega áttu
umræðurnar að hefjast sl. mánudag
en var frestað þar sem stjórnarand-
stæðingar urðu ekki við beiðni um af-
brigði frá þingsköpum, þannig að
taka mætti frumvarpið á dagskrá
strax en ekki að tveimur sólarhring-
um liðnum eins og þingsköp gera ráð
fyrir.
I fmmvarpi ríkisstjórnarinnar er
áfram gert ráð fyrir skerðingu tekju-
tryggingar vegna tekna maka. Jafn-
framt er tekin upp sú regla, að sam-
anlögð eigin tekjuöflun þess hjóna,
sem örorkulífeyris nýtur og tekju-
trygging hans geti aldrei numið lægri
upphæð en 300.000 krónum á ári. Með
þessu færi enginn lifeyrisþegi niður
úr 43.424 krónum á mánuði vegna
makatekna þegar þetta lágmark
tekjutryggingar hefur verið lagt við
grunnlífeyri.
össur Skarphéðinsson, formaður
Samfylkingarinnar, sagði meðal ann-
ars i ræðu sinni í gærmorgun að
dómur Hæstaréttar fæli ótvírætt í sér
að tenging tekjutryggingar öryrkja
við tekjur maka væri andstæð stjóm-
arskrá. Össur sagði að allir stjórnar-
andstöðuflokkamir væru sammála
um að bæta þyrfti kjör þeirra bóta-
þega sem verst væm settir. Hins veg-
ar fælist f frumvarpi ríkisstjómar-
innar áframhaldandi heimild til að
skerða tekjutryggingu með tilliti til
tekna maka. Ríkisvaldið væri að gera
tilraun til að hunsa Hæstarétt.
össur gagnrýndi jafnframt þá
ákvörðun ríkisstjómarinnar að end-
urgreiða aðeins fjögur ár aftur i tím-
ann en ekki þau sjö ár sem lögin
hefðu verið í gildi. í dómi Hæstarétt-
ar fælist að óheimilt væri að tengja
tekjutryggingu öryrkja við tekjur
maka. Stjómarandstaðan teldi að
dómurinn þýddi að heimilt væri að
skerða tryggingabætur með tilliti til
eigin tekna og lífeyrissjóðstekna en
ekki í krafti tekna maka.
Fámennur hópur
Davið Oddsson forsætisráðherra
átaldi stjórnarandstöðuna mjög fyrir
hennar framgang í málinu. Hún hefði
þegar í upphafi haft álit á niðurstöð-
um dóms Hæstaréttar en þó ekki ver-
ið tilbúin að ræða hann á Alþingi
mörgum dögum síðar. Þá hefði hún
Stjórnarfrumvarp
Heilþrigöisráðherra mælti fyrir
frumvarpi ríkisstjórnarinnar
beðið um frávísun á frumvarpinu og
tvöfaldan ræðutíma i senn. Ríkis-
stjórnin hefði hins vegar lagt áherslu
á að kynna sér málið niður í grunn-
inn. Dómurinn næði einungis til til-
tölulega fárra öryrkja, sem bestar
hefðu heimilistekjurnar. Fólk hefði
verið blekkt með því að hann næði til
alls hóps öryrkja. Nú væri fólk að
hringja i stórum stíl í ráðuneytin því
það væri að átta sig á blekkingunni.
Þannig hefðu verið vaktar væntingar
hjá 90 prósentum öryrkja með óá-
byrgu hjali.
Forsætisráðherra sagði að það
væra ósiðlegar árásir á ríkisstjórnina
að gefa í skyn að hún hefði ekki ætl-
að sér að fara eftir því sem æðsti
dómstóll landsins segði. Hæstiréttur
hefði með dómi sínum ekki bannað í
eitt skipti fyrir öll að tengja tekju-
tryggingu öryrkja við tekjur maka
þeirra.
Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra sagði að Hæstiréttur segði m.a.
að það stæðu málefnaleg rök til þess
að taka tillit til hjúskapar og tekna
maka. Hins vegar yrði að tryggja
ákveðin lágmarksréttindi og þau lág-
marksréttindi sem öryrkjar hefði
búið við væru of lág. Út á það gengi
dómurinn. Ríkisstjórnin væri að
bregðast við honum nú. -JSS
Oræöur svipur
Það var óræður svipur á andlitum leiötoga stjórnarflokkanna tveggja þegar Steingrímur J. Sigfússon gekk fram hjá
„ráðherradeildinni“ á þingi / gær enda höföu þeir þá tekist hressilega á i umræðum um öryrkjafrumvarpið.
_____ffe llmsión:
Reynir Traustason
netfang: sandkom@ff.is
Öryrkjamálið
■ mál málanna
íssa dagana og
hafa margir velt
því fyrir sér af
hverju stríðið
hefur orðið
svona persónu-
legt. Davlð
Oddsson gegn
Garðari
Sverrissyni. Stirðlyndi Davíðs hef-
ur sérstaklega vakið athygli og
spyrja menn sig hvers vegna í
ósköpunum hann geti ekki verið
landsföðurlegri og kátari við ör-
yrkjana. Sjálfstæðismönnum, sem
og öðrum landsmönnum, þætti
skynsamlegra fyrir hann að vera
ekki mjög heiftúðugur í garð Garð-
ars. Spekingar settust niður til að
finna út af hverju reiði Daviðs staf-
aði - og þeir komust að niðurstöðu:
Davíð er sjálfur ör-yrki, þ.e.a.s.
yrkir hægt og hefur eimmgis ort
einn sálm og einn dægurlagatexta
á 15 árum...
Delerað
Hæg-yrki
Sagt er af
Kári Stefáns
son, vörðm
erfðamengis fs-
lensku þjóðar-
innar, rói nú líf-
róður til bjargar
fyrirtæki sínu
deCODE Gen-
etics. Gengið
stefnir niður úr
gólfmu og blaðafulltrúinn
brosmildi hefur fáa sannfært enn
um aö allt sé í stakasta lagi. Sand-
kornsritari hitti úrillan verðbréfa-
eiganda á förnum vegi og spurði al-
mæltra tíðinda af Lynghálsi. Sá
sagði að viðræður Kára og manna
hans um sameiningu eða samstarf
við sams konar fyrirtæki í Amer-
iku sem heitir Celera Genomics
væru langt á veg komnar. Spurn-
ingin er bara; heldur Kári áfram
að delera með Celera?
Teitur í frí
Stöð 2 hyggst á
estunni bregð-
it við frétta-
tímavanda sín-
um með þvi að
efla ísland í dag
og hætta með
fréttir klukkan
18.55 en halda
sig við hálfátta
fréttatímann.
Unglingaþátturinn Sjáðu verður
sleginn af en Andrea Róbertsdótt-
ir gengur til liðs við Island í dag
ásamt Jóni Ársæli Þórðarsyni
sem snýr aftur eftir nokkurt hlé.
Ragnheiður Clausen verður
áfram innanborðs ásamt ritstjóra
íslands í dag, Helgu Guðrúnu
Johnson. Hulda Gunnarsdóttir,
sem verið hefur fastur liðsmaöur
þáttarins síðustu mánuði, mun
væntanlega fara í fréttadeildina.
Teitur Þorkelsson mun við brott-
fall Sjáðu hafa ákveðið að taka sér
frí um einhverra mánaða skeið til
að hugsa málið...
Hrekkjalómar
Nú hefuf kom-
ið í ljós
hrekkjóttir
starfsmenn RÚV
klipptu sjálft
jólaguðspjallið
út úr jólaguðs-
þjónustunni á
aðfangadags-
kvöld. Það er í
sjálfu sér afar
dularfullt uppátæki og torskilið en
hitt er átakanlegra að enginn
skyldi taka eftir þessu fyrr en nú,
þremur vikum eftir jól. Nú mætti
ætla að sannkristin þjóð sæti og
hlýddi á sinn sívinsæla biskup,
herra Karl Sigurbjörnsson, á
höfuðdegi kristnihalds, afmæli
Jesúbarnsins. Því miður. Jólaguðs-
þjónustan er greinilega í sama
klassa og ávarp útvarpsstjóra og
forsætisráðherra á gamlárskvöld.
Enginn að hlusta...