Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2001, Blaðsíða 8
8
Útlönd
FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2001
DV
John Ashcroft
Dómsmálaráöherraefni Bush hefur
ekki átt sjö dagana sæta íyfirheyrsl-
um nefndar öldungadeildarinnar.
John Ashcroft
biðst afsökunar
á orðbragði sínu
John Ashcroft, dómsmálaráð-
herraefni Georges W. Bush, verð-
andi Bandaríkjaforseta, baðst í gær
afsökunar á því að hafa líkt hóf-
semdarmönnum í stjómmálum við
dauða skunka.
Á öðrum degi yfirheyrslna í dóms-
málanefnd öldungadeildar Banda-
ríkjaþings sóttu demókratar hart að
Ashcroft og gagnrýndu hann meðal
annars harðlega fyrir að hafa komið
í veg fyrir skipun svarts lögmanns í
embætti alríkisdómara árið 1999.
Yfirheyrslunum yfir Ashcroft
sjálfum lauk í gærkvöld en í dag
hefjast yfirheyrslur yfir öðmm sem
hafa eitthvað um ráðherraefnið að
segja.
Enginn æsingur
vegna sölu á
hvalaafurðum
Bresk yfirvöld hafa harmaö
ákvörðun Norðmanna um að hefja
sölu á hvalaafurðum en að öðru
leyti hafa viðbrögð gegn ákvörðun-
inni ekki verið hörð, að því er
norska fréttastofan NTB greinir frá.
Búist var við hörðum viðbrögð-
um frá Bretlandi þvi þar í landi era
viss samtök andvíg hvalveiðum.
Umhverfisverndarsamtök í Bret-
landi hringdu í norska sendiráðiö
þar til að koma á framfæri mótmæl-
um. Ekkert hafði verið hringt í gær
í norska sendiráðið í Washington
vegna málsins. Bandarísk blöð birtu
bara smáfréttir fréttastofa frá söl-
unni á hvalaafurðum.
Á eyjunni Skrova I Vestfjorden í
Noregi eiga menn á milli 400 og 500
tonn af hvalrengi sem þeir hafa
keypt af hvalveiðimönnum undan-
farin 13 ár og sett í frysti. Nú vonast
eigendur rengisins til að geta selt
það á um hálfan milljarð króna til
Japans þar sem það er matreitt eins
og beikon og þykir herramannsmat-
ur. Ekki er langt síðan 250 tonn af
rengi voru notuð til upphitunar.
Sonur Kabila tekinn við völdum í Kongólýðveldinu:
Tilkynnt um af-
drif Kabila í dag
Joseph, sonur Laurents Kabila,
hefur tekið völdin í Kongólýðveld-
inu en í morgun var enn allt á
huldu um hvort faðir hans væri lífs
eða liðinn í kjölfar morðtilraunar í
fyrradag.
Ekki virðist hins vegar um það
deilt að Kabila eldri var skotinn og
illa særður á þriðjudag. Þá virðist
einnig ljóst aö flogið var með hann
til Harare, höfuðborgar Simbabve,
skömmu eftir skotárásina. Stjórn-
völd í Simbabve voru helstu banda-
menn Kabila.
Ljóst ætti að verða síðar í dag
hver urðu örlög Kabila. Upplýsinga-
málaráðherra Simbabve, Jonathan
Moyo, sagði að stjórn hans myndi
gefa út yflrlýsingu í dag þar sem
byggt væri á skýrslum lækna frá
Kongó sem hafa annast Kabila.
Robert Mugabe, forseti Simbabve,
var í Yaoundé, höfuðborg Kamer-
úns, á fundi með leiðtogum frönsku-
Lesið um Kabila
íbúi Harare, höfuðborgar Simbabve,
les um dauöa Laurents Kabila, for-
seta Kongólýöveldisins.
mælandi Afríkuríkja en aðstoðar-
menn hans sögðu að hann ætlaði að
flýta heimferð sinni. Þeir sögðu
ekki hvenær hann færi heim né
hvers vegna.
Heimildarmenn í Harare sögðu
fréttamanni Reuters að stjórnvöld í
Kinshasa, höfuðborg Kongólýðveld-
isins, hefðu dregið að skýra frá
dauða Kabila til að tryggja öryggi
þegnanna og koma í veg fyrir algjör-
an glundroða í landinu.
Joseph Kabila er 31 árs og gegnir
yfirmannsstöðu í hernum. Hann
barðist við hlið fóöur síns í upp-
reisninni gegn einræðisherranum
Mobutu Sese Seko sem var hrakinn
frá völdum árið 1997.
Joseph var sendur í herþjálfun til
Kína eftir fall Mobutus og var
hækkaður í tign fljótlega eftir heim-
komuna.
Allt var með kyrrum kjörum í
Kinshasa í gær, enda frídagur.
A fyrsta nefndarfundinum
Hillary Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, setur upp nafnspjaldiö sitt á fyrsta nefndarfundi sínum í öldungadeildinni í
gær þegar vitnaieiösiur til staöfestingar embættistöku ríkisstjóra New Jersey, Christine Todd, hófust.
Komiö meö líkin
Réttarlæknar í El Salvador koma
meö líkpoka aö fjötdagröf í kirkju-
garöinum í Santa Tecta þar sem
grafa átti fórnarlömb jaröskjálftans.
íbúar El Salva-
dors hvattir til
að standa saman
Francisco Flores, forseti E1
Salvadors, hvatti landsmenn í gær
til að standa saman að uppbyggingu
landsins eftir dauði manns, sem
haföi verið bjargað eftir jarðskjálft-
ann mikla á laugardag, jók enn á
harm íbúanna.
Aö minnsta kosti 687 manns fór-
ust í skjálftanum sem mældist 7,6
stig á Richter. En þegar Sergio Mor-
eno, síðasti maðurinn sem var
bjargað undan aurskriöu, lést á
sjúkrahúsi misstu íbúar E1
Salvadors tákn um vonina í hörm-
ungunum sem yfir þá hafa dunið.
Moreno, sem var 22 ára gamall og
spilaði í rokkhljómsveit, var bjarg-
að á sunnudag eftir þrjátíu tíma vist
I húsarústum. Hann lést af völdum
hjarta- og nýrnabilunar seint á
þriðjudagskvöld.
„Þar til hann lést var hann tákn
um vonina og lífið," sagði Douglas
Angel, vinur hins látna.
Flores forseti var gagnrýndur í
gær fyrir að láta björgunarstarf í
sveitum landsins sitja á hakanum á
meðan íbúar borganna fengju meiri
aðstoð. Þá veittu íbúar Santa Tecla,
úthverfis i höfuðborginni San
Salvador, honum ákúrur fyrir að
hunsa mótmæli þeirra gegn því að
skóglendi væri rutt til að reisa
glæsihús uppi í hæðunum. Það
hefði valdið því að svæðið var við-
kvæmt fyrir aurskriðum.
Sjónvarpsstjóri
drepinn á Gaza
Þrír grímuklæddir menn skutu
framkvæmdastjóra sjónvarps Pal-
estínumanna til bana af stuttu færi
á Gaza í gær.
Palestínsk yfirvöld voru ekki sein
á sér að saka samverkamenn ísraela
um verknaðinn. Sjónvarpsstjórinn,
hinn 54 ára gamli Hisham Mikki,
var náinn samstarfsmaður Yassers
Arafats, forseta Palestínumanna.
Samningamenn deilenda funduðu
fram á kvöld í gær en ekki var að
sjá að neitt hefði áunnist.
UPPBOÐ
Uppboð munu byrja á skrifstofu
embættisins að Skógarhlíð 6,
Reykjavík, sem hér segir á eftir-
farandl elgnum:
Fálkagata 1,0201, íbúð á 2. hæð, Reykja-
vík, þingl. eig. Ásdís Þórhallsdóttir, gerð-
arbeiðandi íslandsbanki hf., höfuðst. 500,
mánudaginn 22. janúar 2001, kl. 10.00.
Gullteigur 4, 0101, 2ja herb. íbúð á 1.
hæð S-enda, Reykjavík, þingl. eig. Jón
Elíasson, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður
sjómanna, mánudaginn 22. janúar 2001,
kl. 10.00.
Hólmgarður 20, 0201, 4ra herb. íbúð á
efri hæð og risloft, Reykjavík, þingl. eig.
Jón Viðar Sigurgeirsson, gerðarbeiðandi
íbúðalánasjóður, mánudaginn 22. janúar
2001, kl. 10.00.
Kleppsvegur 46, 0102, 5 herb. íbúð á 1.
hæð t.h., Reykjavík, þingl. eig. Oddný
Ragnarsdóttir, gerðarbeiðendur Ibúða-
lánasjóður og Landsbanki Islands hf.,
höfuðst., mánudaginn 22. janúar 2001, kl.
10.00.
Laugavegur 18b, 0301, 407,1 fm skrif-
stofa á 3. hæð m.m., Reykjavík, þingl.
eig. Setur ehf., gerðarbeiðandi Tollstjóra-
embættið, mánudaginn 22. ianúar 2001,
kl. 10.00.
Laugavegur 18b, 0401, 164,3 fm skrif-
stofa á 4. hæð í framhúsi m.m. og lager á
2. hæð m.m., Reykjavík, þingl. eig. Setur
ehf., gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið,
mánudaginn 22. janúar 2001, kl. 10.00.
Laugavegur 18b, 0402,68,4 fm skrifstofa
á 4. hæð í bakhúsi m.m., Reykjavík,
þingl. eig. Setur ehf., gerðarbeiðandi
Tollstjóraembættið, mánudaginn 22. jan-
úar 2001, kl. 10.00.
Laugavegur 18b, 0501, 113,4 fm skrif-
stofa á 5. hæð í framhúsi m.m., Reykja-
vík, þingl. eig. Setur ehf., gerðarbeiðandi
Tollstjóraembættið, mánudaginn 22. jan-
úar 2001, kl. 10.00.
Laugavegur 18b, 0502,68,4 fm skrifstofa
á 5. hæð í bakhúsi m.m., Reykjavík,
þingl. eig. Setur ehf., gerðarbeiðandi
Tollstjóraembættið, mánudaginn 22. jan-
úar 2001, kl. 10.00.
Logafold 22, 0102, íbúð á 1. hæð t.h.,
Reykjavík, þingl. eig. Sigrún Magnús-
dóttir, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður,
mánudaginn 22. janúar 2001, kl. 10.00.
Neðstaleiti 4, 0502, 2ja herb. íbúð á 5.
hæð og stæði í bílageymslu, Reykjavík,
þingl. eig. Unnur Björg Pálsdóttir, gerð-
arbeiðendur Búnaðarbanki Islands hf. og
Prentsmiðjan Oddi hf., mánudaginn 22.
janúar 2001, kl. 10.00.
Skeljagrandi 3, íbúð merkt 0204, Reykja-
vík, þingl. eig. Alma Jenny Guðmunds-
dóttir, gerðarbeiðandi fbúðalánasjóður,
mánudaginn 22. janúar 2001, kl. 10.00.
Skúlagata 46, 72,2 fm íbúð á 2. hæð
m.m., merkt 0204, bílastæði nr. 15 og
geymsla í kjallara, merkt 0004, Reykja-
vík, þingl. eig. Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir,
gerðarbeiðandi Sjóvá-Almennar trygg-
ingar hf., mánudaginn 22. janúar 2001,
kl. 10.00.
Sólvallagata 41, 0301, 3ja herb. risíbúð,
Reykjavík, þingl. eig. Páll Skúlason,
gerðarbeiðendur íbúðalánasjóður og Toll-
stjóraembættið, mánudaginn 22. janúar
2001, kl. 10.00.
Stóragerði 34, 0101, 4ra herb. íbúð á 1.
hæð t.v. og eitt herbergi í kjallara,
Reykjavík, þingl. eig. Kjartan Harðarson,
gerðarbeiðendur íslandsbanki hf., höf-
uðst. 500, og Kreditkort hf., mánudaginn
22.janúar2001,kl. 10.00.
Suðurhólar 24, 0304, 3ja herb. ibúð á 3.
hæð, Reykjavík, þingl. eig. Guðfmna H.
Steindórsdóttir, gerðarbeiðendur Búnað-
arbanki íslands hf. og íbúðalánasjóður,
mánudaginn 22. janúar 2001, kl. 10.00.
Sörlaskjól 54, 0001, 3ja herb. kjallaraí-
búð, Reykjavík, þingl. eig. Hjörleifur
Kristinsson, gerðarbeiðendur Islands-
banki-FBA hf. og Landsbanki íslands hf.,
höfuðst., mánudaginn 22. janúar 2001, kl.
10.00.____________________________
Vallarhús 37, 0101, 4ra herb. íbúð á 1.
hæð, 1. íbúð frá vinstri, hluti af nr. 37-47
(stök nr.), Reykjavík, þingl. eig. Ása
Hrönn Ásbjömsdóttir, gerðarbeiðandi
íbúðalánasjóður, mánudaginn 22. janúar
2001, kl. 10.00.__________________
Ystasel 31, Reykjavík, þingl. eig. Jens Jó-
hannesson, gerðarbeiðendur Landssími
Islands hf., innheimta, og Tollstjóraemb-
ættið, mánudaginn 22. janúar 2001, kl.
10.00.____________________________
^ÝSLUMAÐURINN|REYKJAVÍK