Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2001, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2001 Skoðun I>V Spurning dagsins Hvað langar þig mest í'i Stefán Orn Arnarson tónlistarmaður: Aö eiga góöan dag og góöa aösókn. Gísli Jónsson öryrki: Komast skuldlaust frá þessu ári. Sigurður Orn Sigurbjörnsson bílstjóri: Nýjan bíl. Rauöan Toyota, árg. 2001. Tandri Waage nemi: Eignast bíl og bílstjóra. Rósa Stefánsdóttir nemi: Kanaríferð. Steinar Sigurðsson, atvinnulaus: Fá mér stórt tatto á bakiö meö mynd af engli og djöfli. Dagfari Ofbeldi unglinganna Þorsteinn Hákonarson skrifar: Ofbeldi á sér alltaf reiði- eða bræðiorsök. Við- brögð til reiði og bræði eiga sér þær einföldu orsakir að heimsmynd heila einstaklingsins er misboðið og heil- inn ver þessa heimsmynd fyrir skemmdum með því að taka ríkjun á heilanum og stöðva skemmandi ályktanaferli. Þetta sést hjá öpum sem aldir eru í einangrun og þróa ekki í heila sín- um taugatröf og svokallaðar synapsaopnanir. Þessir apar túlka vinsamleg viðbrögð sem árás og bregðast við samkvæmt því Þegar þeir i Stanfordháskóla fmna að mikið sjónvarpsgláp leiðir til ofbeldis má frekar ætla að tím- inn, sem í það fer, komi í veg fyrir félagslega aðlögun og myndun þols við margháttuðu félagslegu áreiti. Það er hægt að færa fyrir þessu frekari rök en hér gildir að sýna hvað sé hægt að gera til að fyrir- byggja reiðiviðbragð. Benda má á Japani sem ekki reyna að aga börn fyrr en við fjög- urra ára aldur heldur sýna þeim og tala um fyrir þeim. Þar er talað við þau, ekki á bjöguðu barnamáli heldur á eðlilegu máli. Þeim eru sagðar sögur frá unga aldri og lesið fyrir þau upphátt. Enn fremur er kappkostað að leyfa bömum að fá vinina inn og banna það ekki. Um er að ræða svokallað hægfara upp- eldi fyrir foreldra sem þola ekki fé- lagslegt áreiti af bömum. Ósiðir erfast. Ef foreldrar hafa orðið fyrir vondu atlæti í æsku eru þeir líklegir til að verða eins við sín börn ef þeir reiðast. Því ber fólki að skoða hug sinn tvisvar og og jafnvel aftur og aftur og taka ákvörðun um að gera ekki eins og gegn þeim var brugðist. Börn hafa gott af að eiga dýr, þau sætta oft Japönsk leikskólabörn Hægfara uppeldisaöferð. „Ósiðir erfast. Efforeldrar hafa orðið fyrir vondu at- lœti í œsku eru þeir líklegir til að verða eins við sín börn ef þeir reiðast. Því ber fólki að skoða hug sinn tvisvar og og jafnvel aftur og aftur og taka ákvörðun um að gera ekki eins og gegn þeim var brugðist. “ systkinahóp innbyrðis. Barnaaf- mælis skyldi gjarnan minnst í skól- anum til þess að sýna tilheyri ein- staklingsins og viðurkenningu hans. Almennt ber að svara spurn- ingum og gera bami kleift að hafa víðtæka gagnvirkni við umhverfi sitt. Þetta myndar allt þol gegn fé- lagslegu áreiti og minnkar reiði og ofbeldisviðbrögð. Leið ungmennis er í gegnum vin- áttu við félaga þess. Ungmenni reyna að sammælast í orði og verki til að fullorðnast. Ef félögum ung- mennis er sýnd siðuð vinátta verð- ur það hluti af félagslegri gagn- virkni við hópinn sem elst upp saman. Ungmenni koma sér yfir- leitt upp fyrirmyndum. Miklu skiptir að aðdáun á þeim sé já- kvæð. Það er ekki hægt að stjórna því beint en óbeint með ýmsum ráðum og hvatningu. Og rétt er að gera ungmennum grein fyrir því að það Sé ekkert eðlilegt í raunveru- leikanum að líða aUtaf vel. Banki í Hagkaupsverslun Orlygur hringdi: Lengi hefur verið kvartað yfir þvi að hér, t.d. í höfuðborginni sjálfri, skuli enginn banki vera op- inn eftir kl. 16 virka daga, og alls enginn á laugardögum og sunnu- dögum. Þetta er sérstaklega baga- legt yfir háannatímann í ferðaþjón- ustunni þegar mikið af útlending- um er á ferli í miðborginni og eiga því að venjast að geta farið a.m.k. eitthvað tU að skipta erlendum peningum. En ekki hér. Það var því að vonum að mér kæmi á óvart að sjá að í verslun- inni Hagkaupi í Smáranum væri „Hér er brotið blað í banka- sögu á íslandi. Ég veit ekki til þess að nokkurs staðar annars staðar sé opinn banki hérlendis á laugar- degi eða sunnudegi. “ opinn banki (SPRON) og það á sunnudegi er við hjónin vorum þar á ferð að líta á varninginn og gera innkaup í leiðinni fyrir þessa viku. Ég hélt mig væri að dreyma, en þetta var staðreynd. Mér var tjáð að bankaútbú þetta væri opið aUa daga vikunnar á afgreiðslutíma verslunarinnar. Hér er brotið blað í bankasögu á íslandi. Ég veit ekki tU þess að nokk- urs staðar annars staðar sé opinn banki hérlendis á laugardegi eða sunnudegi. Þetta mun ég nýta mér í framtíðinni, fremur en að standa í langri biðröð í banka, t.d. í hádegi þegar aUir eru að borga sína reikn- inga (það eru nú ekki aUir á Net- inu!). Og enginn bankanna hefur enn sett upp skiptingu í afgreiðslu fyrir þá sem eru með t.d. eina eða tvær færslur og hina sem eru sýnUega með aUt „bókhaldið" hjá galdkera. - Ég þakka SPRON framtakið. Jakob - nei takk Dagfari er með niðurgang. Ekki er þar hægt að kenna um bakteríum eða iUa þokk- uðu kjöti sem hann hefur innbyrt. Nei, Dag- fari er með drullu af áhyggjum yfir því sem hann gæti verið með hefði hann borðað það sem var boðið upp á. Dagfari borðaði kjúklinga. Þeir voru frek- ar ódýrir og einstaklega fitulitlir en allt kom fyrir ekki: einstaka kjúklingar hafa þau áhrif á meltingarveginn að hann verður að hraðbraut. Það getur auðvitað bara endað á einn veg - með umferðaröngþveiti á neðsta stað. Kamfýlan var hraðvirkur og góður megrunarkúr en hafði sláandi hliðarverkan- ir. Eins var það með salmoneUuna. Dagfari hefur því haldiö sig frá fiðurfé og svínpeningi vegna hræðslu við kamfólife kúrinn. TU að missa ekki línurnar út yfir öll mörk ákvað Dagfari að skeUa sér í græn- metið. Það reyndist passa línurnar full vel þvi likt og kjúklingakamfýlan reif Dolekamfýlan aukakUóin niður af fólki og út i skolpræsin. AUt sem étið er getur valdið heiftarlegum niðurgangi. Þetta veit Guðni Ágústsson og þetta vissi Sólveig P. þegar hún lét byggja kló- settið sitt á skrifstofunni. Ef ólga hleypur i magann kemst maður ekki lengra en maður Dagfari hélt alltaf að Creutzfeld-Jakob vœri einhver sem hefði verið í Stuðmönn- um en orðið viðskila einhvers staðar í Evrópu. Þess vegna styður Dagfari aðgerð- ir sem miða að því að spoma gegn inn- flutningi nokkurs sem inniheldur slíkt. kemst. Þá er eins og gott að Gústafsberg sé nærri. Dagfari borðaði nautakjöt um jólin. Bara nautalundir, ekkert kjötmjöl og í raun ekki neitt sem ætti að geta stafað hætta af. Með kjötinu borðaði hann sjokkeraðar kartöflur úr Suðurlandsskjálftanum. Ekkert meira - bara ís á eftir. Engan fékk hann niðurgang- inn. Og þóttist góður. HaUdór Runólfsson er yfir-dýralæknir en ekki yfirdýra-læknir og þess vegna er hon- um alveg sama um trafflkina hjá heimUis- læknum. Mannarassar eru honum óviðkom- andi og það sem vætlar úr þeim hlýtur að vera dýralækni framandi. Það er honum tU hagsbóta að sem Uest dýr séu slöpp svo hann og hans kollegar hafi eitthvað að gera. Þess vegna studdi Halldór kamfýlukjúklingana og þess vegna viU hann Uyfja inn nautakjöt. Dagfari hélt aUtaf að Creutzfeld-Jakob væri einhver sem hefði verið í Stuðmönnum en orð- ið viðskUa einhvers staðar í Evrópu. Þess vegna styður Dagfari aðgerðir sem miða að því að spoma gegn innUutningi nokkurs sem inni- heldur slikt. Jakob - nei takk. _ n . VA^fArt. Reykjavíkurflugvöllur Hverfur meö dreifingu umsvifa ann- aö. Aðeins æfinga- flugvöllur Magnús skrifar: Fyrir allnokkru birtist frétt í DV um að hinir svoköUuðu hoUvinir ReykjavíkurUugvaUar heföu mælst tU þess að byggð verði upp aðstaða á þeim UugveUi sem notaður yrði tU æfinga lítiUa kennsluUugvéla ef hann yrði byggður. Maður hefur ekkert heyrt meira um þær mæling- ar sem vitað er að hafnar voru vegna fyrirhugaðs æfingaUugvaUar, en tU eru nefndir fjórir staðir a.m.k., þ.e. Súlunes í MosfeUssveit, staður í hrauninu í Kúagerði, KapeUuhraun sunnan Straumsvíkur og staður á MosfeUsheiði. Ég tel þessa staði aUa ásættanlega fyrir æfmgaUug verði ReykjavíkurUugvöUur lagður af og aUt innanlandsUug fært tU KeUavík- ur. En það er líklegasta niðurstaðan í Uugvallarmálinu og raunar sú eina rétta, héðan af. Sigga kaka endurborin? Sigriður Sigurðardóttir skrifar: Fomar sagnir herma að kona, að nafni Sigríður Ásgeirsdóttir, hafi heitið því að gefa fátæklingi köku ef hún næði að giftast Ásgími Vigfús- syni, er nefndur var hinn iUi. Því takmarki náði hún, en stóð eigi við fyrirheitið og var upp frá því nefnd Sigga kaka. - Löngu síðar ákvað svo- nefnd Framsóknarmaddama að kosn- ingaheit sitt skyldi vera: Fólk í fyrir- rúmi. En margir telja á það skorta að fólk sé í fyrirrúmi hjá Framsóknar- maddömunni, samanber viðbrögð ráðherra þeirra við dómi Hæstarétt- ar um greiðslur til öryrkja. Helst virðast sumir þeirra vilja tefja málið sem mest, eða jafnvel hafa dóminn að engu. Þegar þetta er ritað er ekkert fast í hendi um leiðréttingar/greiðsl- ur í sambandi við þennan dóm. - Hjá maddömunni virðist því vera á ferð Sigga kaka endurborin. Þekkja ekki verömæti Haraldur Ólafsson skrifar: Ég er einn þeirra sem tel að fara eigi eftir dómsúrskurði Hæstaréttar í ör- yrkjamálinu, úr því sem komið er. Engu að síður er alveg óljóst hvað á eftir fylgir, nema Alþingi komist að niðurstöðu um að taka aUt félagslega kerfið eins og það leggur sig tU end- urskoðunar. Fullfrískt fólk eða svo gott sem á t.d. ekki að fá bætur, heldur ekki aUir þeir sem lenda í minni háttar slysum, þótt þeir þurfi að bera hálskraga einhvem tíma. Aðeins veikt fólk og fatlað sem er sannanlega ósjálfbjarga á að njóta bóta af almannafé. Samfylkingar- fólk og aðrir vinstri menn þekkja hins vegar ekki verðmæti og kunna ekki með fé að fara. VUja sífeUt fá úr sjóðum og treysta á stofnana- lausnir. Þetta er vandamál okkar Is- lendinga í hnotskurn. DVi Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11,105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang. Fatlaöir á þing- pöllum Alþingi skeri upp félagslega kerfiö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.