Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2001, Blaðsíða 7
7 FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2001 DV irapnmraasraEEi HEILDARVIÐSKIPTI 1433 m.kr. j ; Hlutabréf 162 m.kr. | Húsbréf 684 m.kr. MEST VIÐSKIPTI | öíslandsbanki FBA 52 m.kr. | © Landsbankinn 29 m.kr. I ©Össur 20 m.kr. MESTA HÆKKUN ; OSamherji 1,7% i ©Kaupþing 0,6% | ©Landsbankinn 0,3 % MESTA UEKKUN ©Eimskip 2 % ©Húsasmiðjan 1,6 % ©Hraðfrystihúsið-Gunnvör 1,5% ÚRVALSVÍSITALAN 1227 stig - Breyting O 0,52% OPEC dregur verulega úr framleiðslu Aöildarríki OPEC hafa ákveðið að draga verulega úr framleiðslu sinni. OPEC hyggst draga úr fram- leiðslu sinni um sem nemur 1,5 milljónum tunna á dag og mun það taka gildi 1. febrúar næstkomandi. Við þessu hefur verið búist síðan stungið var upp á því af Sádi-Arab- íu. írak er ekki hluti af þessum að- gerðum þar sem Sameinuðu þjóð- irnar settu á landið viðskiptabann eftir Persaflóastríðið 1990. Hagnaður JP Morgan Chase undir væntingum Hagnaður JP Morgan Chase, hins nýsameinaða fjármálafyrirtækis, var aðeins 763 milljónir dollarar á flórða ársfjórðungi ársins og hafði fallið um 65% frá fyrra fjórðungi. Hagnaðurinn var töluvert undir væntingum sem þó höfðu verið end- urskoðaðar vegna þess að þær voru taldar vera of háar. Hagnaður á hvert bréf var 37 cent en væntingar höfðu verið um 45 centa hagnað á hvert bréf. Fyrirtækið hafði gefið út afkomu- viðvörun fyrir fjórða ársfjórðung- inn vegna slæmra skilyrða á fjár- málamörkuðum. Einnig var um að ræða meiri kostnað sem fyrirtækið stóð frammi fyrir. Af þeim sökum höfðu væntingar manna um hagnað fyrirtækisins minnkað töluvert. Fyrirtækið kenndi einnig um miklum kostnaöi vegna sameining- arinnar, lítilla tekna vegna við- skipta og mikils falls í verði fjárfest- inga fyrirtækisins vegna minni hagnaðar. ftUjMM________________18.01.2000 kl. 9.15 KAUP SALA KAUP SALA SSbollar 84,920 85.360 £l§Pund 125,110 125,750 f!*l Kan. dollar 56,180 56,530 Bbönakkr. 10,6610 10,7200 : ISNorsk kr 9,6870 9,7400 i KBÍSænsk kr. 8,9460 8,9950 : hfr-frl. mark 13,3865 13,4669 1 liFra. franki 12,1338 12,2067 1 IbelA. franki 1,9730 1,9849 E3 Sviss. franki 51,7900 52,0800 £5ho1I. gyllini 36,1174 36,3344 ^býskt mark 40,6949 40,9394 B Bt. líra 0,04111 0,04135 LftlilAust. sch. 5,7842 5,8190 ibort. escudo 0,3970 0,3994 i liTÍSpí. peseti 0,4784 0,4812 [ • jlap. yen 0,71300 0,71730 | jlrskt pund 101,061 101,668 SDR 109,9400 110,6100 Qecu 79,5923 80.0706 ______________________________________________________________Viðskipti Umsjón: Viöskiptablaðið Lína.Net og Tal í sam- starf um heildarlausnir Lína.Net og Tal hafa náð sam- komulagi um aö bjóða sameigin- lega heildarlausnir í fjarskiptum. í tilkynningu frá félögunum segir að samstarfið sé byggt á þeirri þjónustu sem fyrirtækin veita í dag en þau bjóða einstaklingum og fyrirtækjum þráðlausa fjar- skiptaþjónustu, farsíma frá Tali og fjarskiptatengingu og gagna- flutningsþjónustu frá Línu.Neti. í samstarfinu felst það að fyrir- tækin samræma markaðs- og sölustarfsemi sina þegar kemur að heildarlausnum. Mikil sóknar- færi eru falin í samstarfinu að mati stjórnenda fyrirtækjanna þar sem þau starfa á nokkuð ólík- um svið- um fjar- skipta- markaðarins, Tal í þráðlausum fjarskiptum en Lína.Net að meginhluta í fjarskiptum um ljósleiðara. Lína.Net hefur nýlokið viö að byggja upp mjög öflugt ljósleið- arakerfi á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi. Fyrirtækið hef- ur einnig komið upp öflugu ör- bylgjukerfi á höfuðborgarsvæð- inu, Akureyri og á Selfossi auk þess að reka Tetrakerfi á lands- vísu. Uppbyggingu fjar- skiptakerfa Línu.Nets er að miklu leyti lokið og á næstunni verður lögð megináhersla á sölu- og þjón- ustuþáttinn. Samningurinn við Tal er fyrirtækinu mjög mikilvægur þar sem Lína.Net getur nú einnig boðið farsímaþjónustu. Tal hefur byggt upp öflugt þjón- ustusvæði fyrir 55.000 farsímavið- skiptavini sína og nær það nú til 97% landsmanna og allra bæja með 200 íbúa eða fleiri. Tal hefur fyrst farsímafyrirtækja á Norður- löndunum tekið í notkun GPRS háhraða-farsímakerfi og er leið- andi í þróun lausna sem nýta aukinn hraða þráðlausra sam- skipta og sítengingu við Internet- ið. Samningurinn við Línu.Net er mikilvægur hlekkur í því að tryggja viðskiptavinum Tals full- komna heildarlausn í fjarskiptum undir vörumerkinu „HÓPTAL" sem sniðin er að margvíslegum þörfum fyrirtækja. Nýting hótela í Reykjavík batnar þriðja árið í róð Nýting hótela í Reykjavík batnaði þriðja árið í röð, árið 2000, að því er fram kemur í tekjukönnun Samtaka ferðaþjónustunnar. Hún batnaði um tæp 2% frá 1999 til 2000 og fór í 71% en hafði verið í 70% árið áður. Mest hefur nýtingin batnað vor og haust undanfarin ár. Nú fer hún að- eins undir 70% í þremur köldustu mánuðunum: desember, janúar og febrúar. í Reykjavík er besta nýtingin í ágúst, rúmt 91%. Besta nýtingin úti á landi er hins vegar í júlí og er þar tæpt 81%. Nýtingin úti á landi hefur minnkað töluvert frá 1996 og farið úr að meðal- tali 43% í 37% yfir árið. Mest hefur nýtingin fallið í september, október og maí. Þetta kemur fram í Viðskipta- blaðinu í gær. Mun meiri sveiflur eru í nýting- unni úti á landi heldur en í Reykjavík eftir mánuðum og fer hún mjög langt niður yfir köldustu vetrarmánuðina. Nýtingin í desember og janúar úti á landi er á milli 11 og 13% en er 37 til 39% í Reykjavík í sömu mánuðum. „Sveiflan í nýtingu okkar er mjög lítil milli ára. Nýtingin hjá okkar byrjaði að aukast mikið á árunum 1997 og 1998 og hefur haldist á þvi stigi síðan,“ sagði Páll L. Sigurjóns- son, hótelstjóri Hótel KEA á Akur- ... _ eyri. „Við erum að reyna að bæta nýt- inguna utan háannatímans og það er okkar helsta verkefni í dag.“ Margt getur komið til þegar skýra á mismun í nýtingu milli landsbyggöar- innar og Reykjavíkur. Þar má nefna að hópar eru mun algengari í Reykja- vík. Mun fleiri útlendingar koma til Reykjavíkur þar sem þeir þurfa að fara í gegnum Reykjavík á leið sinni út á land þannig að Reykjavík er við- komustaður nær allra útlendinga sem koma til íslands. Meðalverð hótelgistingar í Reykja- vík er tæpar 6500 krónur en verðið úti á landi er um 1000 krónum lægra. Meðalverðið á gistingu eina nótt í Reykjavík hefur hækkað um 13,5% á árunum frá 1996 til 2000. Hækkunin á þessu sama tímabili úti á landi hefur verið mun meiri, eða 28%. Á sama tíma og verðið hefur hækkað hlut- fallslega meira úti á landi en í Reykja- vík hefur hótelnýtingin því versnað samhliða. Hæsta meðalverð á gistingu í Reykjavík er í júlí en þá kostar nóttin að meðaltali 9100 krónur. Hæsta með- alverðið úti á landi er rúmar 8000 krónur í ágúst. ræður nýjan fjármálastjóra Netverk Netverk hefur ráðið nýjan fjár- málastjóra, Michael Longman, frá og með 1. janúar 2001. Starfssvið Michaels mun meðal annars fel- ast í yfirumsjón meö fjármálum félagsins og fjárfestingarstefnu, auk þess að vera leiðandi aðili við framgang verkefna er tengjast innri skipulagningu, uppbygg- ingu og markaðsvæðingu félags- ins. Michael Longman hefur yfir aö ráða 15 ára starfsreynslu á sviði fjármálastjómunar og hliðstæð- um verkefnum. Þar af var hann sex ár fjármálastjóri hjá Scala-fé- laginu þar sem hann stjórnaði samrunum, kaupum og skráning- um fyrirtækja. Eins hefur hann starfaö hjá Fathom Capital Network, evrópsku eignarhaldsfé- lagi, þar sem hann bar ábyrgð á fjárfestingarstefnu félagsins, Sleipner UK Limited, og KPMG í London. Við ráðningu hans til Netverks áskotnast félaginu að- gangur að manni með fjölþjóðlega fyrirtækjareynslu, að því er segir í frétt frá Netverki. „Við höfum orðið vör við vax- andi áhuga fyrir vörum Netverks á alþjóðamarkaði og því munu fylgja verkefni sem eru ögrandi fyrir félagið. Ég er afar ánægður með komu Michaels í stjórnenda- hópinn. Hann mun verða lykil- maður í að takast á við þau verk- efni sem bíða og ég vænti þess að félagið muni njóta góðs af reynslu hans,“ segir Holberg Másson, stjórnarformaður og fram- kvæmdastjóri Netverks. Aukinn kraftur í sölu- og markaðsmálum Softis Hugbúnaðarfyrirtækið Softis hf: hefur á síðustu mánuðum opnað sölu- og markaðsskrifstofur í Englandi og Japan. í Viðskiptablaðinu, sem út kom í gærmorgun, er haft eftir Sigurði Björnssyni, framkvæmdastjóra Softis, að þetta sé til marks um aukna áherslu fyrirtækisins á sölu- og mark- aðsmál en til þessa hefur Softis fyrst og fremst starfað sem tæknifyrirtæki við þróun á Louis-tækninni. Fyrir skömmu var gengið frá samningi við Vodafone, þriðja stærsta farsímafyrirtæki heims, um sölu á hugbúnaðinum PIMobil sem notar Louis-tæknina. Að sögn Sigurð- ar er nú verið að vinna söluáætlanir fyrir árið en hann sagði það líta vel út. Benti Sigurður sérstaklega á Jap- an en fyrir skömmu var opnuð þar skrifstofa með tveimur starfsmönn- um og þar eru flestir viðskiptavina Softis. Mercedes Benz E 200 Þjónustaðurhjá Benz á 10 þkm. fresti hbimport. be smari ehí sími 699 5009

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.