Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2001, Blaðsíða 13
13
FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2001
DV________________________________________________________________________________________________________________________Menning
Umsjón: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir
Tónlist
Svífandi blóm og hjörtu
Ashkenazy hefur látið hafa eftir sér í viðtölum að
Sinfóníuhljómsveitin sé orðin verulega góð - en sem
kunnugt er yflrgaf hann hljómsveitina árið 1978
vegna þess að honum fannst hið gagnstæða. En hvað
er það sem gerir góða hljómsveit góða?
„Hæfileikar hljóðfæraleikaranna, menntun þeirra
og það sem hefur hent þá á lífsleiðinni. Og svo vita-
skuld vinna, mikil vinna. Það er auðvitað fyrst og
fremst fólkið sem skapar góða hljómsveit."
Þegar ég kem inn í Háskólabíó þar sem œfingar
Sinfóníuhljómsveitarinnar standa yfir - virði ég
stjórnandann fyrir mér. Hann er lágvaxinn, grá-
hœrður og gráklœddur og svo kvikur í hreyfingum
og léttur á fœti að fáir táningar stœóust honum
snúning. Þegar kemur hlé safnast að honum fólk;
gamlir kunningjar úr hljómsveitinni, ungir aódá-
endur og blaóamenn. Mér er tjáó að maðurinn fái
aldrei stundlegan frið.
Konan sem hefur milligöngu á viðtalinu vill
endilega aö stjórnandinn skipti um peysu því sú
sem hann klœöist hefur rennvöknað af svita. En
Ashkenazy gerir sér enga rellu yfir því. „Ég er
bara meó eina aukapeysu og svo svitna ég hvort eó
er alveg jafn mikið eftir hlé, “ segir hann og sest.
DV-MYNDIR ÞÖK
Vladimir Ashkenazy
„Ég vona að nafnbótin tengdasonur íslands þýði að íslendingum líki við mig því mér þykir mjög vænt um
landiö og sakna þess stöðugt. Þetta er í raun ótrúlegt en mér finnst alltaf eins og það vanti eitthvað í líf
mitt eftir að ég flutti frð íslandi. “
Gaf ferilinn upp á bátinn
Ashkenazy er ekki einungis frægur stjórnandi,
sem hefur stjórnað mörgum bestu sinfóníuhljóm-
sveitum heims, heldur einnig píanóleikari. Hann er
enn ekki hættur að leika á píanóið en gerir þó ekki
eins mikið af því óg áður. Nú hefur hann það að að-
alstarfi að stjórna Tékknesku fílharmóníusveitinni.
Óhjákvæmilegt er að spyrja einnig um Þórunni
konu hans, sem vakti athygli sem undrabarn í pí-
anóleik fyrir mörgum árum. Spilar hún enn?
„Nei, hún hætti að spila þegar við giftum okkur,“
segir Ashkenazy. „Hún fann eitthvað á sér og ákvað
að gefa feril sinn sem píanóleik-
ari upp á bátinn. Hún færði þau
rök fyrir ákvörðun sinni að ef
við værum bæði að spila væri
aldrei að vita hvað yrði úr
hjónabandi okkar.“
Og samþykktir þú það?
„Tilfmningar mínar voru
blendnar á þeim tíma. Mér
fannst Þórunn svo hæfileikarík
að hennar hlyti að bíða glæstur
ferill. En að hinu leytinu treysti
ég henni til þess aö breyta af
skynsemi og ég held, þegar ég
lít til baka, að hún hafi haft á
réttu að standa.“
Ekki alvöru sigursinfón-
ía
- Ef þú ættir að lýsa verkun-
um sem Sinfóníuhljómsveit ís-
lands leikur í kvöld fyrir þeim
sem ekki þekkja...
„Það er ekki hægt að lýsa
músik og það reyni ég aldrei,“ segir Ashkenazy
snöggt og alvarlega. „En ég get hins vegar rætt um
verkin og bakgrunn þeirra. Shostakovitsj var ótrú-
lega hæfileikaríkt tónskáld og ekki óskabam rúss-
neskra stjómvalda. Hann fyrirleit stjómina en gerði
ýmsar málamiðlanir til þess að halda lifi. Aðeins
einu sinni lét hann undan og
samdi lofgjörð til Stalíns, en þá
hafði hann heyrt að það ætti að
senda hann í fangabúðir og
varð viti sínu fjær af hræðslu.
Eftir striðið bað kommúnista-
flokkurinn hann um að semja
sigursinfóníu og hann gerði
það. En þetta er engin sigursin-
fónía í alvöru. Hann fann það
ekki í hjarta sínu að lofsyngja
kommúnistaflokkinn þegar svo
margir höfðu týnt lífi í stríð-
inu. En verkinu Das Lied von
Erde eftir Mahler get ég ekki
unnið mér til lífs að lýsa.“
Nú liður að því að æfingin
haldi áfram og stjórnandinn
setur sig i stellingar. Ég verð
að spyrja: Hvernig heldurðu
þér hressum og í formi undir
svo miklu álagi á ferðalögum
um allan heim?
„Ég er orkumikill að upplagi
og ég fer vel með sjálfan mig. Ég þarf ekki að fara í
líkamsrækt vegna þess að ég er hljómsveitarstjóri
og það er nóg,“ segir hann, hlær og strýkur renn-
vota peysuna. „Ef maður ætlar sér að búa til góða
tónlist verður maður að vera í formi. Fyrir mér er
tónlistin mikilvægust af öllu og þess vegna reyki ég
ekki og drekk aðeins í hófi. Ég sef mikið, borða
skynsamlega og hef ekki svo mikið sem fundið lykt-
ina af eiturlyfjum! Eða jú, einu sinni fann ég lyktina
þegar ungmenni í Bandaríkjunum voru að reykja
gras undir berum himni. Og það var meiri ólyktin."
Ég spyr Ashkenazy að lokum hvað honum finnist
um nafnbótina tengdasonur íslands sem lengi hefur
fylgt honum.
„Ég er verulega upp með mér, segir hann. A.m.k.
vona ég aö nafnbótin þýði að íslendingum líki við
mig, því mér þykir mjög vænt um ísland og sakna
landsins stöðugt. Þetta er í raun ótrúlegt en mér
finnst alltaf eins og það vanti eitthvað í líf mitt eft-
ir að ég flutti frá Islandi."
- Kannski kemurðu bara aftur þegar þú sest í
helgan stein?
„Ætli ég færi mig ekki nær sólinni þegar ég ger-
ist gamlaður. Hér er svo dimmt og þunglyndislegt á
vetuma. Annars er ég ekkert viss um að ég setjist
nokkurn tíma í helgan stein. Stjómendur hafa til-
hneigingu til þess að halda áfram fram í rauðan
dauðann," segir Vladimir Ashkenazy og vindur sér
upp á svið - í seinni hálfleik.
Stjórnandinn einbeitir sér.
Þarf ekki að
rara 1 iiKamsræKt
Myndband
Gregoriussens
í dagKl.
17 verður
myndband
um verk
færeyska
arkitekts-
ins J.P. Gregoriussens sýnt í fund-
arsal Norræna hússins.
Sýning á teikningum af færeysk-
um kirkjum og kirkjumunum í
gegnum aldir var opnuð í anddyri
Norræna hússins á mánudaginn.
Höfundur teikninganna er færeyski
arkitektinn J.P. Gregoriussen en
hann hefur haft mikil áhrif á fær-
eyska byggingarlist og hannað
helstu byggingar Færeyinga. Mynd-
bandið er gert af færeyska sjónvarp-
inu.
Allir eru velkomnir og er aðgang-
ur ókeypis.
Af merkri skáld-
konu
í kvöld mun Bergljót S. Kristjáns-
dóttir, dósent í íslenskum bók-
menntum, flytja fyrirlesturinn
„Brúðarefni hunds í ham“ - um
skáldskap Steinunnar Finnsdóttur,
í Snorrastofu í Reykholti.
Steinunn er fyrsta nafngreinda ís-
lenska konan sem mikið af skáld-
skap er varðveitt eftir. Hún orti
m.a. Snækóngsrímur og Hyndlurím-
ur, sem eru elstu rímur eftir ís-
lenska könu. Þá orti hún mikið af
kappakvæðum, vikivökum og lausa-
vísum, þar sem mikilla áhrifa gætir
frá fomíslenskum bókmenntum.
Fyrirlesari kvöldsins, Bergljót S.
Kristjánsdóttir, hefur rannsakað
skáldskap Steinunnar og ritað um
hann greinar.
Hefst dagskráin kl. 21. og eru all-
ir hjartanlega velkomnir.
Skammdegis-
stund með
Kierkegaard
Félag
áhuga-
manna um heim-
speki stendur
fyrir samræðu-
fundi um danska
heimspekinginn
Soren
Kierkegaard og
verk hans í
Reykjavíkuraka-
demíunni í kvöld
kl. 20.
Kristján Árnason, bókmennta-
fræðingur og dósent við Háskóla ís-
lands, flytur erindið Kierkegaard og
Grikkimir og Jóhanna Þráinsdóttir,
guðfræðingur og þýðandi, les og
skýrir valda kafla úr nýútkominni
þýðingu sinni á riti Kierkegaards,
Uggur og ótti. Þorsteinn Gylfason,
heimspekingur og prófessor við Há-
skóla íslands, les og skýrir glefsur
úr Annaöhvort - eða og Endurtekn-
ingunni.
Að framsögu lokinni gefst tæki-
færi til fyrirspurna og umræðna.
Aðgangur er öllum heimill og
ókeypis.
Listin að umskrifa verk fyrir pianóið (þ.e. þegar
tónskáld tók verk annarra tónskálda og útsetti það
fyrir hljóðfæri sitt) var mikið stunduð á rómantíska
tímabilinu, oftar en ekki til þess að sýna að píanist-
inn gæti rúllað verkinu fram úr erminni líkt og
sjálfsprottinni hugmynd. Þessi skemmtilega iðja
lagðist að mestu af á síðustu öld en nú virðist vera
að koma einhver gróska í hana aftur ef marka má
t.d. hinn unga píanista Arkadí Volodos með sína út-
gáfu af Alla turca og Richard Simm píanóleikara
sem hélt tónleika í Salnum á þriðjudagskvöldiö.
Þar lék hann nokkrar af sínum eigin umritunum
á irskum og íslenskum þjóðlögum sem og þekktar
umritanir Liszt, Rosenthals og Rachmaninovs. En
tónleikarnir hófust á gígantísku verki Schumanns,
Fantasíunni í C dúr ópus 17 frá árinu 1836. Þetta
verk er ástríðuþrungið og stórt í sniðum og ekki
hlaupið að því að halda því saman á sannfærandi
hátt. Flutningur Richards á verkinu var heilsteypt-
ur og elskulegur, flæðið frjálst og fallegt og dreym-
andi laglínurnar mótaðar með fallegum syngjandi
tóni sem aldrei var haröur eða óþægilegur. Engar
öfgar var að fmna í leik hans og spilamennskan
fáguð og fínpússuð - kannski einum of fyrir minn
smekk þar sem mér fannst á köflum vanta örlítið á
þennan mikla ástríðuþrunga sem verkið býður upp
á, líkt og Richard héldi aftur af sér, einkum í
miðkaflanum.
Það sem var þó aðdáunar-
vert fyrir utan sjálfa spila-
mennskuna var hvernig pí-
anistinn hélt ró sinni og ein-
beitingu þrátt fyrir mikla
ljósasýningu sem fór sjálf-
krafa í gang í miðju verki en
þar hafði tölvustýrt ljósakerfi
hússins ákveðið að taka völd-
in í sínar hendur. Eftir hlé
varð svo píanistinn að láta sér
nægja venjulega lýsingu, upp-
lýstan sal og kertaljós.
Otsetningar Richards á
fimm írskum þjóðlögum
hljómuðu vel og sömuleiðis
útsetningar hans á fimm ís-
lenskum lögum. Voru þær
mjög píanistískar og hug-
myndaríkar og lögunum gert
með þeim hátt undir höfði.
Sérstaklega var ég hrifin af
smart útfærslu hans á The
Irish Washerwoman og glettnislegu The Rakes of
Mallow, fingerðri útsetningunni á Móðir mín í kví
kví og kröftugum Sprengisandi Kaldalóns.
Leikurinn var og mjög góður en e.t.v. hefði verið
betra fyrir auga áheyrendans að sleppa nótunum -
þó engu hafi það breytt fyrir
eyrað.
Fantagóð tækni Richards
fékk svo notið sín í Verdi -
Liszt Rigoletto, Chopin - Ros-
enthal Mínútuvalsi, Behr -
Rachmaninov Polka, Kreisler
- Rachmaninov Liebesfreud
og Korsakov - Rachmaninov
Hunangsflugunni. Þessi verk
virkuðu eins og hrist fram úr
erminni fyrirhafnarlaust og
þokkafullt með glitrandi áferð
- svo maður sá fyrir sér blóm
og hjörtu svífa úr flyglinum.
Ekki var það síst í Liebesfreud
sem er hamingjan sjálf tónum
klædd. Margar af þessum um-
ritunum eru tæknilega snún-
ar en ekkert af þeim virtist
veíjast fyrir píanistamnn.
Hvergi varð maður var við
„erfiða staði“ og allt rann
þetta ljúflega niður líkt og dúnmjúkir marzipanmol-
ar sem fóru mun betur í maga en þeir sem maður
sþorðrenndi um jólin.
Amdís Björk Ásgeirsdóttir
Richard Simm píanóleikari
„Engar öfgar var að finna í leik hans og
spilamennskan var fáguð og fínpússuð. “
Stella í víking
Þýska bókaforlagið btb, sem er í
eigu Bertelsmann-samsteypunnar,
stærsta bókaforlags heims, hefur
keypt útgáfuréttinn á bókum Stellu
Blómkvist, „Morðið i stjórnarráð-
inu“ og „Morðið í sjónvarpinu".
Verða bækurnar gefnar út í vönduð-
um kiljum, í flokki sakamálasagna
hvaðanæva að úr heiminum. Höf-
undurinn kvaddi sér fyrst hljóðs
árið 1997 með sakamálasögunni
Morðið í stjórnarráðinu og í fyrra
fylgdi hún sögunni eftir með Morð-
inu í sjónvarpinu. Bækurnar íjalla
um kvenlögfræðing sem ein á báti
en með harðfylgi leysir flókin saka-
mál í Reykjavík.
Stella Blómkvist er dulnefni
óþekkts höfundar og hafa miklar
vangaveltur skapast um hver leyn-
ist að baki dulnefninu. Þær vanga-
veltur hafa þó ekki leitt að neinni
rökrænni niðurstöðu.
Mál og menning er útgefandi
Stellu en réttindastofa Eddu mun
annast samningsgerðina.