Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2001, Blaðsíða 15
14 FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2001 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn KSrason Aóstoöarrítstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - ABrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plótugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblaö 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viötöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Kúariðan vakti fólk Kúariðan í Evrópu varð að íslenzku innanlandsmáli, þegar yfirdýralæknir heimilaði án nauðsynlegra öryggis- gagna innflutning nautakjöts frá írlandi, því landi, sem sætir mestri kúariðu í Evrópu á eftir Bretlandi. Virðist embættismaðurinn hafa vanrækt eftirlitsskylduna. Áður var landbúnaðarráðherra búinn að kynda undir málinu með því að heimila innflutning fósturvísa naut- gripa frá Noregi, þótt þar í landi hafi yfirvöld áhyggjur af heilsufari norska kúakynsins. Fólk vill nú allt í einu hlusta á þá, sem vöruðu við þessum innflutningi. Ekki bætir úr skák, að nýlega var hafinn í Flóanum rekstur á verksmiðju, sem býr til mjöl úr afgangsafurðum sláturhúsa. Það eru einmitt slíkar verksmiðjur, sem eru í sviðsljósi kúariðuskelfingarinnar í Evrópu. Erfitt verður að komast hjá að loka þessari nýju verksmiðju. Eðlilegt er að fólki bregði í brún, þegar það sér, að gæzlumenn almannahagsmuna hafa með þjónustu við sér- hagsmuni í matvælageiranum stefnt heilsu fólks í hættu. Slíkar uppgötvanir hafa valdið ómældri skelfingu víðs vegar í Evrópu og nú gætir þess einnig hér. Skammt er yfir í öfgar, þegar hræðslan er komin í gang. Menn gleyma, að kúariða er ekki talin flytjast með vöðv- um eins og þeim, sem voru til sölu hér á landi. En emb- ættismenn geta ekki varizt, þegar þeir hafa verið staðnir að því að fara ekki eftir settum reglum um eftirlit. Þannig hafa stjómmálamenn og embættismenn úti í Evrópu glatað trausti. Þegar almenningur áttar sig skyndilega á, að ekki standast fyrri fullyrðingar þeirra um, að allt sé í lagi, trúir hann ekki lengur neinu, sem þeir segja, og allra sízt róandi fullyrðingum þeirra. Til þess að reyna að endurheimta traustið neyðast ráða- menn til að taka djúpt í árinni í gagnaðgerðum. Þeir banna innflutning kjöts, þeir láta framkvæma niðurskurð búfjár og þeir loka kjötmjölsverksmiðjum, jafnvel þótt engar líkur séu á smithættu í flestum tilvikanna. Þess vegna duga ekki vandræðalegar yfirlýsingar um, að afgangsafurðir sláturhúsa séu í lagi hér á landi, mjölið verði ekki notað í stórgripafóður og að það verði ekki not- að innanlands. Litið verður á pólitísku skjaldborgina um verksmiðjuna í Flóanum sem sérhagsmunagæzlu. Almennt mun kúariðufárið heima og heiman leiða til stórminnkaðrar neyzlu nautakjöts og minni neyzlu ann- ars kjöts. Neyzlan mun að hluta til flytjast yfir í grænmeti, sem er neðar í fæðukeðjunni og hefur ekki safnað upp öll- um óþverranum, sem er ofar í keðjunni. Líklegt er, að kröfur aukist um ódýrari aðgang almenn- ings að grænmeti, einkum lífrænt ræktuðu grænmeti, er felur í sér mun minna af skaðlegum efnum, sem notuð eru við nútimalega þrautræktun á borð við ræktun erfða- breyttra matvæla. Tollamir verða heimtaðir burt. íslendingar borða miklu minna grænmeti en aðrar vest- rænar þjóðir. Það stafar af hagsmunagæzlu árstíðarbund- inna ofurtolla eftir misjöfnu framboði innlendra gróður- húsa. Nauðsynlegt er að afnema þessa tolla, ekki sízt á grænmeti, sem hefur lífræna vottunarstimpla. Áhugi fólks á mataræði mun óhjákvæmilega aukast við kúariðufárið. Þeim hefur snögglega fjölgað, sem gera sér grein fyrir, að ekki er sama, hvað þeir láta ofan í sig. Harðari kröfur verða gerðar um greiðan aðgang að fæðu, sem ekki er grunuð um að skaða heilsu fólks. Erfiðara verður fyrir ráðamenn að gæta hættulegra sér- hagsmuna í landbúnaði, matvælaiðnaði og matvælainn- flutningi, sem stangast á við almannahagsmuni. Jónas Kristjánsson „Þetta stjórnarfrum- varp er lagt fram af ríkisstjórninni með lög- formlegum og venjuleg- um hætti og hefur ver- ið staðfest með undir- skrift forseta íslands, samanber 25. grein stjómarskrárinnar. Það eru því engar forsendur fyrir því að ég hafi vald til þess að vísa málinu frá, síður en svo. Það er Alþingi sjálft sem ræður örlög- um lagafrumvarpsins eftir að þau hafa verið lögð fram.“ Halldór Blöndal, forseti Alþingis, í viö- tali viö Mbl. 17. janóar. Með og á móti á frumvarpinu um öryrkjamálið? ..................... FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2001 19 Skoðun I>V Reyk j anesbrautin Því er ekki að neita að það er mikill óhugur í fólki á Suðumesjum þessa dag- ana vegna hræðilegra um- ferðarslysa á Reykjanes- braut á nýliðnu ári. Ekki síst sækir þetta að okkur sem búum við það að keyra þessa braut daglega til vinnu og getum ekki valið okkur veður eða aðstæður til fararinnar. Þó að umferðarþungi á Reykjanesbraut sé ekki nema tæplega 7000 bílar á sólarhring er umferðin þar oft mjög erfið, mikil umferð þunga- flutningabíla, erfitt er að fá menn til aö aka á jöfnum hraða, framúrakst- ur oft á tíðum mjög glannalegur og oft hefur maður upplifað að stórslys- um hefur verið naumlega afstýrt. Talað einum rómi Tvöfóldun brautarinnar mun koma í veg fyrir þau óhugnanlegu slys er verða þegar menn aka á hundrað kílómetra hraða framan á næsta bíl. Árekstrar af því tagi eru líklegir til þess að valda ekki aðeins eignatjóni heldur líftjóni einnig. Það er meðal annars þess vegna að við höfum að undanfornu horft upp á sí- vaxandi fjölda slíkra slysa að kröfur um úrbætur hafa orðið æ háværari. Þingmenn kjördæmisins hafa tal- að einum rómi í því að tryggja því baráttumáli framgang. Það hefði ef til vill verið freistandi fyrir stjórnar- Sigríður Jóhannesdóttir þingmabur Samfylkingarinnar í Reykjaneskjördæmi andstöðuna eins og t.d. okk- ur Samfylkingarþingmenn, þar sem við förum ekki í bili með hina fjárhagslegu ábyrgð, að slá keilur með flutningi óraunhæfra til- lagna mn að flýta enn frek- ar tvöföldun brautarinnar. Við höfum þó ekki fallið í þá freistni því að við vitum að aðeins með samstöðu allra þingmanna kjördæm- isins og með því að flytja málið af fyllstu einurð og rökfestu þokum við því fram. Að visu hefur örlað á yfirboðum frá sumum þeim sem ættu að vita betur, en ekki er ástæða til að gera slíkt að umtalsefni hér. Málið hefur náð þangað sem það er statt í dag vegna órofa samstöðu þingmanna kjördæmisins. Samstaða þingmanna í nefndaráliti við síðustu endur- skoðun vegaáætlunar stendur að stefnt skuli að því að tvöföldun Reykjanesbrautar verði lokið árið 2006. Við þingmenn Samfylkingar- innar heitum þvi aö berjast fyrir því að það geti gengið eftir, en það verð- ur að segjast eins og er aö til þess að svo geti orðið þarf að koma umtals- vert viðbótarfjármagn inn á vegaá- ætlun til framkvæmdarinnar eða um 1,7 milljarðar eins og samgönguráð- herra hefur upplýst. Við munum að sjálfsögðu þar að auki reyna að nýta hvern þann mögu- leika sem við sjáum nothæfan til þess að hraða framkvæmdum. Það sem mikilvægast er tO að ná árangri í þessu máli er, eins og ég hefi áður sagt, samstaða þingmanna Reykjanes- kjördæmis. - Við þurfum einnig að fá til liðs við okkur þingmenn úr öðrum kjördæmum landsins. Ekki síöar en 2005 Það er sagt að sá sé eldurinn heit- astur er á sjálfum brennur. En þótt slys á Reykjanesbrautinni brenni kannski heitast á Suðurnesjamönn- um þá er það landsmanna allra að leggja okkur liö í þessu máli. Ég hef fulla trú á því að handhafar fjárveit- ingarvalds séu sömu skoðunar, jafn- vel þótt mínir pólitísku andstæðing- ar séu, Og ég fullyrði að verði nægi- legt fjármagn til ráðstöfunar, og fjár- magnið er til, þá er raunhæft mark- mið að Ijúka framkvæmdum ekki síðar en árið 2005. Ég get fullvissað ykkur um að þeg- ar við Samfylkingarmenn tökum við stjórnartaumum skal ekki standa upp á okkur hvað varðar fram- kvæmdahraða og fjármagn til að ljúka við tvöfóldun Reykjanesbraut- ar. Samfylkingin mun beita sér fyrir því að framkvæmdum við tvöfóldun Reykjanesbrautar verði flýtt sem kostur er og ef það verður ákvörðun ríkisstjórnarinnar að flýta fram- kvæmdum munum við styðja það með ráðum og dáð. Sigríður Jóhannesdóttir Fé af lítilmagnanum sinn - að segja þeim rangt til. Þannig beitti ríkisstjórnin vís- vitandi blekkingum i málinu. Á árinu 1998 fór Öryrkja- bandalagið í mál við Trygg- ingastofnun til að fá þetta leið- rétt. Ríkisstjórnin hélt uppi vörnum þótt ljóst væri að mál- ið væri tapað hvað varðar tímabilið til loka ársins 1998 þegar lög voru sett sem heim- Jón Sigurgeirsson Uuðu nefnda reglugerð. iögfræöingur _ . . _ ——— Fyrning rofnar „Nú er komið í Ijós af hverju ríkisstjórnin hélt uppi vörnum og dró málið í gegnum tvö dómstig. Hún var þess fullviss að kröfumar minnkuðu því meira sem hún drœgi málið lengur vegna fyrningar. “ Ríkisstjórnin telur sið- legt og eðlilegt að veita vís- vitandi rangar upplýsingar í því augnarmiði að hafa fé af þeim sem minnst hafa í þjóðfélaginu. En hvemig hefur ríkis- stjórnin veitt vísvitandi rangar upplýsingar? í upp- hafi stjórnarsamstarfs Framsóknar- og Sjálfstæð- isflokks á árinu 1995 var sett reglugerð sem engin lagaheimild var fyrir. Á þessi mistök benti Öryrkjabandalagið strax. Því voru það ekki mistök að breyta ekki framkvæmdinni eða lög- um þannig að lögleysu væri ekki við- haldið. Það hátterni var vísvitandi. Mat á gildi reglugerðarinnar var ekki byggt á flókinni lögskýringu. Það var einfaldlega engin lagaheimild fyrir henni. Þetta hlaut öllum sem skoðuðu málið að vera ljóst. Vísvitandi blekkingar Reglugerðin lagði þá skyldur á herðar starfsmanna Tryggingastofn- unnar - sem hafa það hlutverk að leið- beina öryrkjum um lagalegan rétt Nú er komið i ljós af hverju ríkis- stjórnin hélt uppi vörnum og dró mál- ið í gegnum tvö dómstig. Hún var þess fullviss aö kröfumar minnkuðu því meira sem hún drægi máliö lengur vegna fyrningar. Þar að auki ætlaði ríkisstjórnin að skammta sér eftir á vexti á kröfuna, þannig að sá hluti sem hún þyrfti að borga var lánaður á hagstæðustu kjörum. Þetta stenst ekki að mínu áliti. Fyming kröfu rofnar ef hafin er málsókn til heimtu kröfunn- ar eða hún viðurkennd. Krafan viðurkennd Ég tel að mál Öryrkjabandalagsins til þess að fá viðurkennt með dómi ólög- mæti nefndrar reglugerðar hafi verið fyrsti liður í málsókn til heimtu kröf- unnar. Annar skilningur er fáránlegur, því elia hefðu málaferlin engan tilgang. En segjum svo að ég hafi rangt fyrir mér, þá verður ekki í móti mælt að krafan var viðurkennd með dómnum og réttaráhrif þeirrar viðurkenningar geta ekki miðast við aðra tímasetningu en stefnudag. Fyming var rofin á árinu 1998 og eru því aðeins fymdar kröfur vegna hluta ársins 1994, en ekki kröfur eldri en frá árinu 1997 eins og ríkis- stjórnin heldur fram. Ásetningur eða gáleysi Ríkisstjórnin ætlar ekki að greiða dráttarvexti á þann hiuta bóta sem ekki voru greiddar þótt lög segðu ann- að. Þetta stenst ekki heldur að mínu áliti. Eins og ég hef rakið var um ólöglegt ástand að ræða sem ríkis- stjórnin hélt uppi af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi. Ef menn gera slíkt þá eru menn skaðabótaskyldir. Staðlaðar skaðabætur vegna peninga- krafna eru dráttarvextir. Bótakrafan og dráttarvextirnir eru eign kröfu- hafa og stjórnarskrárvarin réttindi hans og verða ekki tekin af honum með lögum. Niðurstaða mín er því sú að ríkis- sjóður verði að greiða að fullu til baka skerðingu þá sem var á bótum til giftra öryrkja á timabilinu 1994 til 1998 ásamt fullúm dráttarvöxtum. Önnur sjónarmið geta gilt um bætur frá ársbyrjun 1999. Jón Sigurgeirsson Stjórnandstaðan hafnaði því á mánudag að frumvarp um breytingar á lögum um almannatryggingar fengi flýtimeðferð í þinginu og varð ríkisstjórnin þvf að falla frá þeim fyrirætlunum. Staðfest af forsetanum Hvers vegna ekki 51 þúsund krónur? „Það getur enginn verið uppréttur maður á íslandi með 18.000 krónur til eigin ráðstöfunar á mánuði, og skiptir þá engu hvað maki hefur í tekj- ur...Hæstiréttur segir ekki hve mikið þarf til að fullnægja mannréttindasjónar- miöum, svo ríkisstjórnin ætlar að hækka töluna upp í 43.000 krónur. Þá tölu finnur nefnd lögfræðinga. Hvers vegna er ekki miðað við 51.000? Það er talan sem stendur eftir þegar búið er að skerða lífeyri einstaklings sjálíkrafa um þriðjung þegar hann stofnar til sambúð- ar. Þetta er spurning sem enginn svarar lögfræðilega." Stefán Jón Hafstein í Degi 17. janúar. Útgjöld til vegagerðar „Útgjöld hins opinbera vegna vega- gerðar eru aðeins brot af því sem bíleig- endur greiða í skatta. Þessir skattar eru hins vegar notaðir að hluta tii að niður- -7T ..... | greiðaóhentug- ^Þjóðviljinn ar og illa nýttar almenningssamgöngur. Ýmsir bileigend- ur myndu taka því fegins hendi að greiða beint fyrir notkun á vegum með vegatollum í stað þess að greiða skatta á bíla og eldsneyti." Úr Vef-Þjóöviljanum 17. janúar. Ekki beint sjónvarpsefni „í Deigluna í Sjón- varpinu sl. sunnudags- kvöld mættu til skrafs Hrannar B. Arnarson, form. heilbrigðisnefndar Reykjavíkur, og Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra...Lopinn teygð- ist og umræðan fór út í skýringar á Evr- ópusamningnum, reglugerðum o.s.frv. Nokkuð það sem alls ekki er myndænt eða er raunverulega hægt að ræða í sjónvarpi. Þátturinn hefði algjörlega brotlent hefði ráðherrann ekki sýnt snilldartakta í þætt- inum, svarað öllum spurningum með leik- rænum tilburðum, en þó með þeirri yfir- vegun sem ráðherra sæmir.“ Siguröur Bogi Sævarsson í fjöl- miölapistli Dags 17. janúar. „Ég get fullvissað ykkur um, að þegar við Samfylkingarmenn tökum við stjórnar- taumum skal ekki standa upp á okkur hvað varðar framkvœmdahraða og fjármagn til að Ijúka við tvöföldun Reykjanessbrautar. “ Kirkja í kreppu? Hafði gilda ástæðu j „Stjórnarandstaö- jÆtL an hafði gilda B ástæðu til að veita . ekki nauðsynleg af- brigði til að málið kæmist strax á dagskrá. í fyrsta lagi er hér um frumvarp að ræða sem mögulega gengur gegn stjómarskrá, í öðru lagi eru áhöld um það hvort frumvarpið er þingtækt þar sem það virðist ganga á svig við dóm Hæstarétt- ar og í þriðja lagi hefur framkoma ríkis- stjðmarinnar í málinu hingað til verið með þeim endemum að henni veitti ekki af kennslustund í mannlegum samskipt- um. Þannig hefur forsætisráöherra lýst þvi yfir í fjölmiðlum að hann vonist eftir góðri samvinnu við stjórnarandstöðuna Fáránleg og ræfisleg afstaða Kolbrún Halldórsdóttir þingmaöur. um málið en hann hefur ekki lyft litla fingri til að svo megi verða. Enginn fundur haldinn, engin tilraun gerð til að eiga samráð. Framkoman sem ráðherramir hafa sýnt stjórnarandstöðunni í málinu er algerlega sambærileg við fyrirlitningu þá sem þeir hafa sýnt Öryrkjabandalaginu og Hæstarétti. Mér vitanlega hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar, sem eru dæmdir menn í þessu máli, ekki gert neina tilraun til að eiga samráð við lögmann Öryrkjabandalags- ins um það hvemig þeir hafi í hyggju að bregöast við dómnum. Slíkt er þó alsiða þegar menn tapa máli fyrir dómi. Ríkis- stjómin er aö þessu leytinu að uppskera eins og hún sáir.“ „Þetta var frá- I leitt og sýnir fyrst 'Jjspr og fremst hræðslu f og málefnafátækt stjórnarandstöð- unnar enn eitt skiptið. Hún og fulltrúar hennar hafa verið að tjá sig um þetta mál í fjölmiðlum frá fyrsta degi frá því að dómur féll. Þeir hafa ekki talið sér neitt að vanbúnaði að hafa uppi ---------- sterkar yfirlýsingar og afdráttarlaus- ar skoðanir og heimtuðu að þing kæmi saman milli hátíðanna til að ræða málin. Núna þegar ræða átti málið efnis- lega í kjölfar vandaðrar skýrslu sem menn hafa haft undir höndum dög- Einar K. Gudfinnsson þingmaöur. Stöðu máli.“ um saman til að undirbúa sig hengist stjórnarandstaðan og ber fyrir sig gervirök til að komast hjá eðlilegum orða- skiptum við stjórnarliða um mál sem hún er að komast á harðan flótta í. Frá sjónarhóli lýöræðis- legrar umræðu var þetta fá- ránleg afstaða en fyrir rikis- stjórnina var gott að fá fram í dagsljósið hina ræfíslegu af- stjómarandstöðunnar í þessu trúa“. Undirstrikað skal að þessari sláandi þversögn er einungis ætlað að ná til ríkjandi félags- og/eða menning- arlegra aðstæðna eða tilhneiginga, en ekki til persónulegrar afstöðu eða við- bragða einstaklinga við kreppu, áfóll- um eða dauða. Ekki staðbundinn vandi Raunar mælir ekkert gegn því að mikil trúarleg leit og jafhvel trúariðk- un rúmist í skjóli hinnar formlegu og í ákveðinni merkingu innantómu kirkjuaðildar þótt hún fari þá að mestu leyti fram utan hefðbundinna trúfélaga. Þetta er þó ekki mat þeirra sem standa að fyrrgreindu riti. Þar er fremur litið svo á að hin dæmigerða norræna afstaða felist í trúarlegu áhuga- og afstöðuleysi þar sem marg- ir telji að trúarbrögð almennt hafi e.t.v. þónokkum sannleikskjama í sér búandi þó svo að fáir ætli að þau sannindi hafi neitt verulegt gildi í daglegu lífi. Þá sýna höfundar bókar- innar fram á að trúarafstaða Norður- landabúa einkennist af sterkri af- stæðis- og einstaklingshyggju en það hefur löngum verið taliö einkenna ís- lenskt trúarþel. Það sem hér hefur verið dregið fram færir okkur heim sanninn um að kreppa íslensku þjóðkirkjunnar er ekki staðbundinn vandi heldur er um samnorræna þjóðkirkjukreppu að ræða. í því felst að sönnu engin lausn. Það er þó mikilvægt að staða þjóð- kirkjunnar sé ekki skoðuð í of þröngu ljósi, heldur borin saman við aðstæð- ur í helstu samanburðarlöndum. Hjalti Hugason „Það sem hér hefur verið dregið fram fœrir okkur heim sanninn um að kreppa íslensku þjóðkirkjunnar er ekki staðbundinn vandi heldur er um samnorrœna þjóðkirkjukreppu að rceða. I því felst að sönnu engin lausn. “ - Frá kirkjuþingi í Háteigskirkju. Kristnihátíðarárið er runnið í ald- anna skaut. Mat okkar á því er með ýmsum hætti. Bæði innan kirkju og utan hefur þó verið látið að því liggja að hátíðin hafi leitt í ljós að þjóðkirkjan sé í kreppu og ugglaust má færa gild rök fyrir þvi. Því hefur t.d. verið haldið fram að fjöldaaðild íslendinga að þjóðkirkjunni gefi ranga vísbendingu um samband kirkju og þjóðar. Þá er því jafnan haldið fram að þorri landsmanna til- heyri kirkjunni af gömlum vana ef ekki þeirri vanþekkingu að þeir telji sér það skylt. Einnig er því haldið fram að þörf okkar fyrir tilbreytni valdi því að þorri þjóðarinnar kýs að gifta sig í kirkju, lætur skíra og ferma böm sín og loks sé vart í önnur hús að venda þegar þegar dauðinn kveð- ur dyra. í víðara samhengi Þegar meta skal þessar að- stæður er mikilvægt að skoða þær í víðara sam- hengi. Því ber vel í veiði að nýlega kom út bókin Folk- kyrkor och religiös plural- ism - den nordiska religiösa modellen. Þar greinir hópur norrænna fræðimanna trú- araðstæður í heimalöndum sínum. Mest ber þar á framlagi trúar- lífsfélagsfræðinga og í flestum ritgerð- anna er beitt tölfræðilegri aðferð. í ritinu er ekki tekið tillit til íslands, þó eiga niðurstöður þess vel við hérlend- ar aðstæður. Það sem við getum fyrst Hjalti Hugason prófessor og fremst lært af bókinni er að ofangreind kreppa er ekki séríslensk heldur á hún hliðstæður sínar annars staðar á Norðurlöndum. Hið sameiginlega nor- ræna trúarlega „módel“ sem höfundarnir telja að sé til staðar einkennist af að Norðurlandabúar sýna hin- um lútersku þjóðkirkjum mikla samstöðu að því er að kirkjuaðild lýtur en taka ekki þátt í starfi þeirra, sem og að mat Norðurlandabúa á mikil- vægi einstakra kirkjulegra starfþátta víkur mjög frá því sem telja má hefð- bundinn kirkjulegan skilning. Hefur þessum aðstæðum verið lýst með því að þeir „tilheyri (kirkju) án þess að S'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.