Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2001, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2001, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2001 DV 29 Dancer in the Dark ★★★★ Dancer in the Dark er há- melódramatísk sápuópera, gerö af hjartans einlægni og miklu næmi - en um leið læðist stöðugt aö manni sá grunur að Von Trier sé að skemmta sér við að hafa áhorfandann að fífli.-ÁS Crouching Tiger, Hidden Dragon irkirk Frábær kvikmynd. Það er eins og listin hafí loksins ratað afhu- heim í Qöileikahúsið. Maður situr í sætinu sínu og er borinn gegnum æv- intýrið, undrandi og þakklátur eins og bam. En myndin er líka svolítið skrýt- in. Leikaramir em allir með sama íbyggna svipinn og bera fram textann eins og þeir séu að lesa hann af blaði. Og örugglega á einhverri mállýsku sem þeim er ekki eiginleg. En við héma uppi á íslandi segjum bravó og tökum þaö sem hluta af ævintýrinu. -GSE Saving Grace irkk Saving Grace er fyndin og skemmtileg mynd allt fram í lokin þeg- ar endirinn verður aö rútinu sem allt of oft er notuö. Leikur er frábær. Brenda Blethyn er slík yfirburðaleik- kona að það þarf mikið til að skyggja á hana en í heild er gott jafnvægi í leikn- um og mesti hláturinn kemur frá kostulegum persónum í litlum hlut- verkum. -HK Ikingut kirk Góð kvikmynd sem byggist á þjóðsagna- og ævintýrahefð. Myndin Qallar um grænlenskan dreng sem rek- ur á íslandsstrendur í vetrarhörkum. Aðall myndarinnar er, líkt og í góöum ævintýrum, bamsleg einlægni sem skilar sér til áhorfenda. Mest áhersla er lögð á samband Bóasar og Ikinguts og þar mæðir mikið á hinum ungu leikurum, Hjalta Rúnari Jónssyni og Hans Tittus Nakinen. Drengimir ná upp sérlega góðum og einlægum sam- leik. Góð fjölskylduskemmtun. -HK Nurse Betty kirk í Nurse Betty er flest vel gert. Það er helst að frásagnarmátinn verður flatur og áhorfandinn fær það á tilfinn- inguna að sagan hafi ekki snert við sögumanninum. Á móti kemur að per- sónumar em snyrtilega frágengnar af höfundum og leikurum. Morgan Freeman er traustur að vanda, Chris Rock hefur ekki í annan tíma verið betri, Greg Kinnear er hégómlegur og sjáifúpptekinn sem leikari í sápuópem og Renée Zellweger fer vel með hlut- verk góðmennskunnar sjálfrar. -GSE Chel Inga María Valdimarsdóttir talar fyrir Chel á íslensku og Rosie Perez á ensku. Það er teiknimyndagúrúinn hjá Draumasmiðjunni, Jeffrey Katzen- berg, sem er aðalsprautan á bak við gerð Leiðarinnar til E1 Dorado. Segir hann að grunnhugmyndin sé fengin úr hinni klassísku kvikmyndaseríu Road To... þar sem þeir félagar Bing Crosby og Bob Hope lentu yflrleitt í miklum og ótrúlegum ævintýrum og séu Túlío og Miguel nokkurs konar vasaútgáfa af þeim. Að öðra leyti seg- ir hann að myndin sé hrein ævintýra- kvikmynd sem höfði til fjöldans. Það var einnig Katzenberg sem fékk Elton John og Tim Rice til að semja lög. „Ég vildi engan annan en Elton John. Tónlistin er það stór hluti af mynd- inni að lögin þurfa að vera grípandi svo myndin virki og enginn semur jafngrípandi lög og Elton.“ Til að full- komna tónlistina fékk Katzenberg eitt þekktasta kvikmyndatónskáld í Hollywood, Hanz Zimmer, til að semja sjálfa kvikmyndatónlistina. -HK Tilvera * Heimsyfirráð og bleiuskiptingar Ásgrímur Sverrisson leikstýrir þessum hluta sem segir frá popphljómsveit á leiö til Reykjavíkur. Villiljós frumsýnd á morgun: Pegar rafmagniö fór af Reykjavík Rúntað um á líkbíl 1. apríl Björn Jörundur leikur líkbílstjóra í Villiljósum og fengu þeir Dagur Kári leikstjóri bílinn afhentan 1. apríl. „Við vorúm að æfa okkur á bílnum, það þarf að venjast svona tækjum og við fóram heim til Bjössa. Þar stóð- umst við ekki mátið að gera smáat. Ég kynnti mig og sagði að „líkið væri kornið". Systir hans svaraði og reyndi að útskýra að þau hefðu verið að panta pitsu en ekkert lík! Við voram svo ánægðir með þetta að við fóram og keyptum okkur ís og keyrðum nið- ur Laugaveginn, grínuðumst í af- greiðsludömunni og þóttumst ætla að bjóða henni á rúntinn en henni fannst þetta heldur dautt dæmi. Mað- ur er ekki vanur að verða var við til- litssemi í umferðinni í Reykjavík en á líkbílnum fékk maður hreint ótrúlega respekt!" Þórir Snær Sigurjónsson framleið- andi var hins vegar ekki alveg jafn- sáttur við sína umgengni við likkist- ur. „Ég var að ná í líkkistuna fyrir aukaskot, þurfti að finna sömu kist- una og við höfðum notað áður og varð takk fyrir að velja kistu úr 400 likkist- um á háalofti. Ég verð að viðurkenna að mér leið nú ekkert voðalega vel þarna einn að brasa uppi á háalofti. Enda hringdi ég í Huldar Breiðfjörð **-. handritshöfund og spurði hann hvurn djöfulinn hann væri að pæla að skrifa lík inn í myndina!" Villiljós er ný íslensk kvikmynd sem verður frumsýnd á morgun. Kvikmyndin er sérstök að þvi leyt- inu til að fimm leikstjórar standa á bak við myndina en handritshöf- undur er aðeins einn, Huldar Breið- fjörð. Sögurnar gerast í Reykjavík á meðan borgin er rafmagnslaus og fjalla um sambönd af ólíku tagi. Leikstjóramir eru Dagur Kári Pét- ursson, Ragnar Bragason, Ásgrímur Sverrisson, Einar Þór Gunnlaugs- son og Inga Lísa Middleton. Myndin gerist í Reykjavík nútím- ans þar sem allt stefnir í ósköp venjulegt kvöld þar til rafmagnið fer af... Ólétt stúlka festist í hrað- banka um leið og hún fær hríðir. Líkbílstjóri berst við draug með hjálp páfagauks og hefur ofsaakstur um dimmar göturnar. Rómantískt kvöld nýtrúlofaðs pars fer út um þúfur þegar eldri hjón taka að leggja þeim lífsreglumar. Og flugvél með hljómsveit innanborðs villist af leið á meðan tónlistarmennirnir eins og aðrir þetta kvöld, reyna að sjá ljósið í myrkrinu. Ragnar Bragason leikstýrir Aum- mgjaskápurinn. Þar segir frá ungu pari sem er á rómantískum veit- ingastaö. Kvöldið breytist í martröð þegar eldri hjón setjast hjá þeim og fara að umsnúa þeirra veruleika. Helstu leikarar eru Gísli Örn Garð- arsson, Nfna Filippusdóttir, Eggert Þorleifsson og Edda Björgvinsdóttir. Ásgrímur Sverrisson leikstýrir hlutanum sem nefnist Heimsyfir- ráð og bleiuskiptingar. Segir frá popphljómsveit sem er á leiðinni með flugvél til Reykjavíkur. Söngv- arinn vill hætta poppvitleysunni og verða ábyrgur faðir en hinir í band- inu eru ekki á því að leyfa honum það. Helstu leikararnir eru Tómas Lemarquis og Helgi Björnsson. Líkið í lestinni heitir sá hluti myndarinnar sem Dagur Kári Pét- ursson leikstýrir og segir af líkbíls- stjóra sem leikinn er af Bimi Jör- undi. Er hann að rúnta um á lík- bílnum í myrkrinu um leið og ver- öld hans er að hrynja saman. Hann á ímynduðum samræðum við páfag- aukinn sinn sem er með honum í bílnum. Mömmuklúbburinn heitir hlut- inn sem Inga Lísa Middleton leik- stýrir og fjallar um þrjár óléttar unglingsstúlkur og leikur Hafdís Huld Þrastardóttir aðalpersónuna. Fjallar þessi hluti um unglingsstelp- ur sem eru að velta þessu nýja hlut- verki fyrir sér og hvernig framtiðin á eftir að verða. Einar Þór Gunnlaugsson leikstýr- ir Guð hrapar úr vélinni þar sem segir frá ungum manni sem kemur að eiginkonunni heima hjá sér uppi í rúmi með ókunnugum manni. Þetta er stutt útgáfa af klassísku stofudrama og er lokahluti myndar- innar þannig að hún hnýtir saman allar sögumar. Leikarar eru Ingvar Sigurðsson, Baldur Trausti og Nanna Kristín. Handritshöfundurinn Huldar Breiðfjörð hefur auk Villiljósa skrif- að tvö stuttmyndahandrit og tvö kvikmyndahandrit sem nú eru á fjármögnunarstigi. Huldar er höf- undur bókarinnar Góðir íslending- ar, sem var gefin út árið 1998 og eft- ir hann hafa verið birtar smásögur, meðal annars í Tímariti Máls og menningar, Fjölni og tímariti Bjarts og frú Emilíu. -HK Guð hrapar úr vélinni ingvar Sigurösson og Nanna Kristín í þeim hluta sem Einar Þór Gunnlaugsson leikstýrir. Mömmuklúbburinn Hafdís Huld Þrastardóttir leikur ófríska stúlku. Inga Lísa Middleton leikstýrir þessum hluta. BÓndðdagu rinn Frábært úrval af verkfæratöskum HUSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.