Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2001, Blaðsíða 10
10
Hagsýni
FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2001
DV
Lífeyrisreikningar og söfnunartryggingar:
Umsýslugjald
afar mismunandi
- en sker ekki eitt og sér úr um ágæti sjóða
Fyrir rúmlega ári var birt grein
í Fjármálatíðindum Seðlabanka ís-
lands þar sem Haukur C. Bene-
diktsson og Tryggvi Þór Herberts-
son, starfsmenn Hagfræðistofnun-
ar Háskóla Islands, og Michael
Orszag, starfsmaður Birkbeck Col-
lege, University of London, varpa
ljósi á þann kostnað sem fellur á
þá sem fá sér lífeyrisreikninga og
söfnunartryggingar. I ljós kemur
að mikill munur er á umsýslu-
gjaldi einstakra sjóða og getur ver-
ið um töluverðar upphæðir að
ræða sem neytandinn þarf að
greiða.
Það skal tekið fram að ekki er
hægt að dæma sjóði út frá um-
sýslugjaldinu einu saman þar sem
ávöxtun þeirra er afar mismun-
andi og vel getur verið að munur á
ávöxtunarprósentu meira en vinni
upp hærri umsýslukostnað.
í tilbúnu útreikningunum, sem
birtust með úttektinni í Fjármála-
tíðindum og finna má á Netinu,
kemur í ljós að í þessu tilbúna
dæmi er umsýslukostnaður sumra
sjóðanna allt frá engu gjaldi að
kostnaði sem nemur fjórum miilj-
ónum króna.
Samkvæmt skýrslu þremenning-
anna eru kostnaðarhlutfoll við líf-
eyrisreikninga hér á landi frá
0.26% til 12,05%, háð fjölda ára til
starfsloka. Kostnaðurinn vegna líf-
eyrisreikninga og söfnunarlíf-
trygginga er venjulega til kominn
vegna öflunar viðskiptavina (aug-
lýsingar, sala, þóknanir), umsýslu
(bókanir, samskipti við aðila, upp-
lýsingakerfi, bókhald) og eigna-
stjórnunar.
Óvönduð sölumennska
vandamál
En það er ekki bara umsýslu-
gjaldið og ávöxtunin sem skiptir
máli.
Þjónusta við viðskiptavini er
einnig mjög misjöfn og gott er að
hafa í huga að séu viðskipti gerð
viö erlenda sjóði getur verið meira
mál að eiga við þá þurfi að breyta
einhverju i fyrirkomulagi söfnun-
arinnar eöa fá greitt úr honum, t.d.
vegna andláts eigandans.
Einnig eru þeir misjafnlega
sveigjanlegir þurfi að breyta ein-
hverju i þeim áætlunum sem gerð-
ar voru í upphafi. Þó nokkrir aðil-
ar, bæði óháðir og þeir sem reka
sjóöina, sjá um að gefa viðskipta-
vinum upplýsingar um þessi mál.
Miklar sveiflur
Á hlutabréfamarkaöi eru oft miklar sveiflur. Þegar ávaxta á sparifé til elliáranna getur veriö gott aö láta fagmenn um
verkiö. Af því hlýst mikiö hagræði en þaö getur líka kostað sitt.
En þaö er misjafn sauður í mörgu
fé og ekki er alltaf víst að upplýs-
ingarnar séu kórréttar. T.d. kemur
það fram í úttektinni að af þeim
fyrirtækjum sem svöruðu könnun-
inni framkvæmdi aðeins eitt
þeirra útreikningana rétt í fyrsta
skiptið. Höfundar úttektarinnar
segja þetta benda til þess að „svig-
rúm sé til að bæta skilning neyt-
enda á fjármálamarkaðnum".
Enn fremur segir að „eina land-
ið innan OECD, þar sem almanna-
tryggingakerfi hefur verið einka-
vætt meö þvi að taka upp lífeyris-
reikninga, sé Bretland og hefur
kostnaður þar verið töluverður,
auk ýmissa annarra vandamála,
svo sem óvandaðrar sölu-
mennsku". Það er ekkert sem
bendir til þess að ástandið sé ann-
að hér á landi.
Erfitt aö bera saman
Þeir sem fara inn í svona lang-
tímaspamað þurfa til að byrja með
vera nokkuð vissir um að þeir
treysti sér til að standa við samn-
ingana í
þann
'
Safnast þegar
saman kemur
nma
sem þeir
leggja upp
með. Það er
reyndar nokk-
uð misjafnt eft-
ir hvaða sjóð
þeir velja að
5000 kr. á mánuði borga í en sum-
eru orönar aö ir þeirra eru
milljónum eftir mun hagstæð-
25-30 ár. ari ef greitt er í
þá til langs tima. Því er allur sam-
anburöur erfiður og ekki rétt að
bera saman 20 ára tímabil hjá
tveimur sjóðum þar sem annar er
meira miðaður að sparnað til
lengri tíma en hinn.
Til dæmis eru til sjóðir sem
veita þeim, sem halda út að
spara allan samningstímann
einhvers konar bónus sem
ekki kemur fram í útreikning-
um fyrr en lok spamaðartímans
nálgast. Gott dæmi um þetta eru
svokölluð tryggðarlaun eða bónus-
ar sem sumir sjóðir endurgreiða
viðskiptavinum sínum haldi þeir
út samningstimabilið.
Hér er um að ræða sjóðsstjórn-
unarkostnað sem greiddur hefur
verið á spamaðartímabilinu og
viðbótargreiðslu til þess að bæta
upp hugsanlegt vaxtatap. Því skal
það ítrekað að fólk leiti sér faglegr-
ar ráðgjafar um þessi mál áður en
farið er út í langtímaskuldbinding-
ar af þessu tagi. -ÓSB
Tilboð verslana
Nóatun_____
Tilbobln gllda á meöan birgðir endast.
Q ísl. matv. Þorrasíld, 600 ml 299 kr.
Q Konfektsíld, 600 ml 299 kr.
Q Karrýsíld, 250 ml 149 kr.
Q Nestley Fltness, 375 g 189 kr.
Q Pokémon ávaxtahlaup 239 kr.
Q Axa musli coco, 500 ml 189 kr.
Q Axa musli m/jarðarb. 189 kr.
Þín verslun
Tilboðin gilda til 24. janúar.
Q Þorrasíld, 600 ml 369 kr.
Q Marlneruð síld, 850 ml 249 kr.
Q Ýsunaggar, 400 g 299 kr.
Q Axa musli súkkulaði, 500 g 179 kr.
Q Buitoni spaghetti, 500 g 59 kr.
Q Buitoni pastasósur, 4 teg. 99 kr.
Q Heilhveitibrauð 159 kr.
Q Egils Kristall, 1/2 I 89 kr.
Q Tuborg léttöl, 1/21 65 kr.
Tilboöin gllda tll 21. janúar.
Q Kjarnaf. lambasviðasulta 998 kr. kg
Q Þorrasíld meö brennivíni 349 kr.
Q Vestf. harðfiskur steinb.3126 kr. kg
Q Vestf. harðf. roðlaus ýsa3126 kr. kg
Q Egils pilsner, 0,5 I dós 78 kr.
Q Egils pilsncr. 33 cl gler 99 kr.
Q Ömmubakstur ttatkökur 72 kr
Q Ömmubakstur seytt rúgbrauö 95 kr.
0 Tilboösdagar á svínakjöti 18.-19.
janúar, eöa á meðan birgðir endast.
Tilboöin gilda á meðan birgðlr endast.
Q Hafnar reykt folaldakjöt 369 kr. kg
Q Hafnar súr lundabaggi 649 kr. kg
Q Hafnar súrir bringukottar 439 kr. kg
0 Brauð dagsins 125 kr.
Q Neslé Fitnes morgunkorn 183 kr.
0 Pokémon Fruit rolls 194 kr.
Q Pokémon snacks 223 kr.
0 Allar Neutral vörur með 20%
Q kynningarafslætti og leikur í gangi
Góð ráðgjöf
er byggð á
traustum grunni
Margir aðilar selja og bjóða upp á
ráðgjöf fyrir fólk sem vill safna til
elliáranna. Þar má meðal annarra
nefna banka og sparisjóöi, trygg-
ingamiðlara, fjárfestingarfyrirtæki
og fleiri. En eins og komið hefur
fram í Bretlandi, sem hefur ára-
langa reynslu í þessum efnum, er
misjafn sauður í mörgu fé og ráð-
gjöfin ekki alltaf sem skyldi. Þvi
hafa Bretar tekið þann kost að setja
reglur um slíka ráðgjöf. Þær felast
einna helst í því að ráögjafi þarf að
leita mjög ítarlegra og greinargóðra
upplýsinga um þann sem fær ráð-
gjöfina og byggja síðan ráðgjöfina á
þeim. Engar slíkar reglur eru til hér
á landi og því geta aðilar boðið upp
á ráðgjöf sem ekki er byggð á traust-
um grunni. En neytendur ættu að
hafa nokkur atriöi í huga þegar þeir
taka ákvörðun um langtímaskuld-
bindingar í frjálsa lífeyrissjóði eða
söfnunartryggingar.
* Leitið alltaf ráðgjafar hjá viður-
kenndum aðilum sem hafa leyfi til
miðlunar
* Varist að eiga viðskipti við að-
ila sem eingöngu bjóða upp á tak-
markaðan fjölda sjóða. T.d. má leiða
líkum að þvi að sölumenn sem ein-
göngu selja söfnunarlíftryggingu frá
einum aðila hugsa eingöngu um aö
selja sína vöru og eru ekki að taka
tiilit til hvers konar sjóðir henta
viðkomandi best.
* íhugið alla kosti og leitið jafn-
vel ráðgjafar á fleiri en einum stað.
í flestum tilfellum er ráðgjöfin
ókeypis þannig að það kostar ekki
neitt nema tíma að fá annað álit.
* Þeim mun ítarlegri upplýsingar
sem neytandinn þarf að gefa um
sína stöðu því meiri líkur eru á að
hann fái ráðgjöf sem er miðuð ná-
kvæmlega við hans þarfir.
* Þar sem miklar sveiflur geta
verið á gengi sjóöa, og þá sérstak-
lega hlutabréfasjóða, látið ekki
blekkja ykkur með tölum sem ná
yfír stutt tímabil. Þetta er langtíma-
fjárfesting og ætti að skoða hvernig
viðkomandi sjóður stendur sig á
a.m.k. fimm ára tímabili.
* Umfram allt, gefið ykkur góðan
tíma og takið upplýstar ákvarðanir,
byggðar á góðri þekkingu.
Nettó
Tilboöin gilda á meöan birgöir endast. j
0 Humarhalar 989 kr. kg
Q Salatrækja, 500 g 289 kr.
0 Ýsuformsteikur, 390 g 199 kr.
0 Toro Hollandaissósa 49 kr.
0 Toro karrísósa 49 kr.
Q Lúðusneiðar 716 kr. kg
Q Fanta appelsín, 21 139 kr.
Q Milk Magic 399 kr.
Hraöbuðir ESSO
Tllboöln gilda til 31. janúar. |
0 Sóma langloka 229 kr.
Q Freska, 1/21 109 kr.
Q Malta, stórt, 49 kr.
0 Nóa Risa Tópas, 60 g 85 kr.
Q Nóa Rlsa Tópas Xylitol 85 kr.
0 Eltt sett frá Nóa 49 kr.
Q Homeblest kex, biátt 109 kr.
Q Florídana app./epla 59 kr.
0 Arinkubbar 195 kr.
0 Pokémon Pikachu 495 kr.
Þú nærð alltaf sai mbandi við okku yj Smáauglýsingar
(?) 550 5000 //y\ dvaugl@ff.is DV
\fj J alla virka daga kl. 9-22 'w' sunnudaga kl. 16-22 \U/ hvenær sólarhringsins sem er 550 5000