Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2001, Blaðsíða 28
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Skoðanakönnun DV:
Gleðst yfir
stuðningnum
- segir Inga Jóna
„Ég er ánægð með þessa niðurstöðu
og gleðst yfir stuðningnum," segir
Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálf-
stæðismanna í borgarstjórn Reykja-
víkur, vegna þess
yfirgnæfandi stuðn-
ings sem hún fær í
skoðanakönnun DV
um leiðtogaefni
sjálfstæðismanna i
næstu kosningum.
„Þessi mál eru að
sjálfsögðu í höndum
fulltrúaráðsins í
Reykjavík. Flokkur-
inn ákveður hvernig staðið verður að
uppstillingu fyrir næstu borgarstjórn-
arkosningar. Nú skiptir mestu að
halda vel á spöðunum í okkar
pólítíska starfl i borgarstjóm. Þeirri
^innu munum við halda áfram af
krafti og með vaxandi þunga á næstu
mánuðum. Mestu skiptir fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn að vinna sigur i borg-
arstjórnarkosningunum eftir rúmt ár.
Allir sjálfstæðismenn verða að leggj-
ast þar á árarnar," segir Inga Jóna.
Sjá nánar könnun á bls. 2. -rt
DeCODE:
Kyrrstaða í
. 8,75dollurum
Engin breyting varð á gengi deCode
genetics á Nasdaq-markaðnum í gær.
Lokagengi bréfanna varð 8,75 dollarar
eins og daginn áður. Margir íslenskir
fjárfestar eiga erfitt um þessar mund-
ir eftir að hafa fjárfest í fyrirtækinu á
uppsprengdu verði í von um skjót-
fenginn gróða.
„Maður er enn að vona að eitthvað
gerist en sú von minnkar með hverj-
um deginum," sagði verslunarmaður i
austurborg Reykjavíkur sem ijárfesti
í fyrirtækinu á genginu 25 dollarar á
einingu. Hann vildi ekki láta nafns
síns getið. „Þetta er nógu erfitt samt,“
sagði hann. -rt
Noregur:
Nýtt afbrigði
sauðfjárriðu
Nýtt afbrigði af sauðfjárriðu hefur
stungið sér niður í Noregi. Það leggst
einkum á fé sem er riðuþolið aö arf-
gerð. Sauðfé er skipt í þrjá flokka;
riðuþolið, næmt fyrir riðu og hlut-
laust.
Að sögn dýralækna hér heima, sem
hafa kynnt sér málið, virðist veiran
bera einkenni kúariðu við smásjár-
skoðun en nánari prófanir hafa sýnt
að nær örugglega sé ekki um kúariðu
að ræða. Endanleg niðurstaða mun
liggja fyri'r í sumar. Unnið er hörðum
höndum að greiningu veirunnar.MSS
Augu og eyru biskups
Sr. Gísli Jónasson, sóknarprestur í Breiðholtsprestakalli, var settur í embætti prófasts
Reykjavíkurprófastsdæmis eystra í gærkvöld. Það var biskup íslands, sr. Karl Sigurbjörnsson, sem setti hann
í embætti. Gísli sagði, að prófastur væri fulltrúi biskups með ákveðnum hætti, eða „augu og eyru biskups“
eins og það hefði verið kallað í gamla daga. Á myndinni eru sr. Gísli Jónasson t.v. og sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson
héraðsprestur viö athöfnina. Biskupinn krýpur ásamt fleirum við gráturnar.
Heilbrigðisráðherra yfirkeyrður í umræðum um öryrkjamálið:
Féll í yfirlið í
beinni útsendingu
- en reis upp aftur - á batavegi á sjúkrahúsi
„Ég er ekkert heljarmenni en ég
greip ráðherrann og kom þannig I
veg fyrir að Ingibjörg félli í gólfið,"
sagði Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir,
fréttamaður Ríkissjónvarpsins, sem
varð fyrir einstæðri lífsreynslu í
gærkvöld þegar Ingibjörg Pálma-
dóttir heilbrigðisráðherra féll í yfir-
lið í beinni sjónvarpsútsendingu frá
Alþingi. Jóhanna Vigdís hafði feng-
ið ráðherrann og Össur Skarphéð-
insson í viðtal og ráðherrann var
ekki búinn aö segja nema nokkur
orð þegar hann féll fram yfir sig, af-
myndaður af kvölum í andliti og
rjúfa þurfti beina fréttaútsendingu.
„Þetta gerðist svo hratt og ég átti
alls ekki von á þessu. En Ingibjörg
var fljót að ná sér og var til í að
halda viðtalinu áfram. Þá stóð hún
sig líka vel,“ sagði Jóhanna Vigdís
sem sjálf var að ná sér eftir þessa
lífsreynslu í morgun.
Össur Skarphéðinsson, formaður
Samfylkingarinnar, stóð við hlið
Ingibjargar Pálmadóttur þegar leið
yfir hana í beinni útsendingu: „Mér
brá en sem betur fer hef ég haft góð-
ar spumir af líðan ráðherrans,"
sagði Össur i morgun en vildi að
öðru leyti ekki tjá sig um þennan
einstæða atburð.
Sveinn Magnússon, læknir og
starfsmaður heilbrigðisráðuneytis-
ins, var fyrir tilviljun staddur nærri
Alþingishúsinu á leið til síns heima
í bíl sínum og heyrði hvað var að
gerast þar sem hann hlýddi á sjón-
varpsfréttirnar i útvarpinu. Hann
snaraðist úr bíl sínum, hljóp niöur i
Alþingishús og hlúði að ráðherran-
um. Eftir að sjónvarpsviðtalinu
lauk fylgdi Sveinn ráðherranum á
sjúkrahús þar sem líðan Ingibjargar
Pálmadóttur var könnuð.
Magnússon.
Ossur Skarp-
héöinsson.
Jóhanna Vigdís
Hjaltadóttir.
að héma sé um ógur-
lega ofþreytu að ræða
sem braust svona
fram. En það er harka
í genunum hjá okkur
og það skýrir hvers
vegna systir mín
treysti sér til að ljúka
sjónvarpsviðtalinu
þrátt fyrir að hafa
fallið í yfirlið," sagði
Isólfur Gylfi Pálma-
„Systiu- minni líður eftir atvik-
um vel og á að hvOa sig fram yfir
helgi," sagði ísólfur Gylfi Pálma-
son, alþingismaður og bróðir Ingi-
bjargar heilbrigðisráðherra, þegar
rætt var við hann í morgun. „Þetta
var ekki hjartað enda er systir mín
óvenju hjartagóð kona. Mér skilst
son.
Ingibörg Pálmadóttir er fædd 1949
og hefur alltaf verið við góða heilsu,
að sögn skyldmenna. Hún trimmar
reglulega en .....er energísk og
gleymir stundum að borða þegar
mikið er að gera,“ eins og bróðir
hennar orðar það. -EIR
Kópavogur:
Kviknaði í bíl
við árekstur
Eldur kom upp í bíl í kjölfar
tveggja fólksbíla áreksturs sem varð
skömmu fyrir klukkan 21 í gær-
kvöldi á mótum Kársnesbrautar og
Sæbólsbrautar í Kópavogi. Slökkvi-
liðið var kallað á vettvang og gekk
greiðlega að slökkva eldinn en fólks-
bíllinn reyndist óökufær eftir og var
fluttur af vettvangi með kranabíl.
Fólkið sem í bílunum tveim var
meiddist lítils háttar við árekstur-
inn og leitaði sér sjálft læknishjálp-
ar. -SMK
Ó seyrarbryggj a:
Fór í sjóinn
á milli báta
Maður hafnaði í sjónum er hann
var að fara á milli báta í smábáta-
höfninni við Óseyrarbryggju í Hafn-
arfjarðarhöfn um tíuleytið í gær-
kvöldi. Lögreglu og sjúkraflutninga-
mönnum var gert viðvart en maður-
inn hafði komist upp úr sjónum af
sjálfsdáðum þegar björgunarlið bar
að. Hlúð var að honum en að sögn
lögreglunnar í Hafnarfirði varð
honum ekki meint af og fór heim
skömmu síðar. -SMK
Reykjavíkurljóð
í Fókusi á morgun ræða ungar
listakonur um framtíð sína í bransan-
um á íslandi og löngunina til að kom-
ast út, sagt er frá gagngerum breyting-
um á næturklúbbnum Thomsen sem
fagnar þriggja ára afmæli sínu um
þessar mundir og herramennirnir
Kormákur og Skjöldur leggja fólki lín-
urnar með snyrtimennskuna. Fjallað
verður um frumsýningu kvikmyhdar-
innar Villiljóss og lýst verður fræk-
inni fór nokkurra hagyrðinga um
Reykjavík og birt ljóð þeirra sem ort
voru við nokkur kennileiti borgarinn-
ar. Lífið eftir vinnu fylgir blaðinu að
vanda, ítarlegur leiðarvísir um menn-
ingu og skemmtanir f borginni.
bíother p-touch 9200PC
Prentaðu merkimiða beint úr tölvunni
Samhæft Windows
95, 98 og NT4.0
360 dpi prentun
1 til 27 mm letur
Strikamerki
Rafport
Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443
Veffang: www.if.is/rafport
Heilsudýnur t sérjlokki!
æfn&heil sal
~ HEILSUNNAB
Reykjavík 581 2233 Akureyri 461 1150