Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2001, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2001, Qupperneq 10
10 Útlönd MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2001 I>V Joseph Estrada Fyrrum Filippseyjaforseta veröa væntaniega birtar ákærur fyrir marg- víslega meinta glæpi í dag. Joseph Estrada verður ákærður Umboðsmaður stjórnvalda á Fil- ippseyjum sagði í morgun að lögð yrði fram ákæra í átta liðum gegn Joseph Estrada, fyrrum forseta landsins, meðal annars fyrir grip- deildir sem dauðarefsing liggur við. Umboðsmaðurinn Aniano Desi- erto sagði fréttamönnum að auk ákærunnar um rán og rupl yrði Estrada ákærður fyrir mútuþægni og spillingu. Estrada, sem er fyrrum kvik- myndaleikari, hefur neitað öllum ásökunum um að hafa brotið af sér á meðan hann gegndi forsetaemb- ættinu. Estrada var bolað úr emb- ættinu í janúar, eftir eins konar al- þýðuuppreisn. Desierto sagði að ákærurnar yrðu lagðar fram siðar í dag. Evrópuleiðtogar vilja fá Bush á Kyoto-vagninn Viðræður fulltrúa Evrópusam- bandsins og bandarískra embættis- manna um Kyoto-samkomulagið um loftslagsbreytingar báru engan ár- angur í gær. Evrópuþjóðirnar hétu því að stað- festa samkomulagið, sem kveður á um samdrátt í losun gróðurhúsaloft- tegunda, svo það geti gengið í gildi á næsta ári. Bandaríkjamenn héldu aftur á móti fast í fyrri yfirlýsingar sínar um að samkomulagið væri andstætt bandarískum efnahags- hagsmunum. Evrópsku embættismennirnir sögðust vona að Bandarikjamenn myndu um síðir sjá að sér og ganga i lið með þeim. Naumur sigur Sigur Georges W. Bush í Flórída tryggöi honum 25 kjörmenn og þar meö forsetaembættiö. Hefði líklega sigrað í Flórída George W. Bush Bandaríkjafor- seti hefði að öllum líkindum haldið forystu sinni i Flórída þótt Hæsti- réttur hefði ekki stöðvað endurtaln- ingu atkvæða. Þetta er niðurstaða könnunar dagblaðsins Miami Her- ald sem greint var frá í morgun. Örlítið forskot Bush hefði þrefald- ast hefði verið farið eftir tilmælum demókrata um aðferð við talningu. Hefði verið farið eftir strangari skil- yrðum, sem sumir repúblikanar mæltu með, hefði forskotið orðið að engu, að því er Miami Herald full- yrðir. Kínverjar taka vélina í sundur Kínverjar eru farnir að taka bandarísku njósnaflugvélina, sem nauðlenti í suðurhluta Kína á sunnudaginn, í sundur. Þetta kem- ur fram á njósnahnattamyndum sem Bandaríkjamenn hafa. Óljóst var í morgun hvort kínversk yfir- völd hafa látið fjarlægja eitthvað af njósnabúnaðinum um borð í vélinni eða upplýsingarnar sem vélin hafði aflaö. Kínversk herstöð er á eynni Hain- an þar sem bandaríska ílugvélin nauðlenti. í herstöðinni eru sér- fræðingar í merkjasendingum og njósnum, að því er bandarísk yfir- völd hafa greint frá. Bandaríska stjórnin óttast að Kínverjar geti ráð- ið fram úr leynilegum upplýsingum sem ekki höfðu verið eyðilagðar. Forseti Kína, Jiang Zemin, ítrek- aði í morgun kröfu sína um afsök- unarbeiðni vegna áreksturs banda- rísku njósnaflugvélarinnar og kín- verskrar orrustuþotu. Zemin krafð- Erfiöir dagar Erfiöir dagar eru nú hjá sendiherra Bandaríkjanna í Kína, Joseph Prueher. ist afsökunarbeiðninnar rétt áður en hann lagði af stað í 12 daga ferða- lag um Suður-Ameríku. George W. Bush Bandaríkjafor- seti sagði í gær að atvikið gæti graf- ið undan samskiptum ríkjanna skil- uðu Kínverjar ekki strax njósna- flugvélinni og áhöfn hennar. Full- trúar bandaríska hersins segja árekstur flugvélanna yflr S-Kina- hafi hafa verið slys en Kínverjar fullyröa að bandaríska flugvélin hafl flogið á þá kínversku að yfir- lögðu ráði. Flugmanns kínversku þotunnar er enn leitað. Fulltrúar Bandaríkjanna fengu í gær að hitta áhöfn njósnaflugvélar- innar sem er í stofufangelsi. Allir flugliðarnir 24 voru sagðir vera við góða heilsu. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að Bandaríkjamenn þyrftu ekki að biðjast afsökunar á neinu. Um óhapp hefði verið að ræða. Heim af fundi með uppreisnarmönnum Camilo Gomez, sendifulltrúi stjórnvalda í Kólumbíu, ríöur múlasna yfir á í fylgd meö uppreisnarmönnum. Gomez fund- aöi með leiðtogum uppreisnarmanna í samtökum sem kalla sig Þjóðfrelsisherinn uppi í San Lucas fjöllunum á dögun- um. Stjórnvöld vilja fá leiötoga Þjóðfrelsishersins, næststærstu samtaka uppreisnarmanna, aö samningaboröinu. ísraelar og Palestínumenn ræða vaxandi ofbeldi: Israelskar herþyrlur gerðu harðar hefndarárásir á Gaza ísraelskir og palestínskir yfir- menn öryggis- og hermála ætla að hittast i dag til að ræða vaxandi of- beldi á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna. Háttsettur palestinskur embættis- maður og ísraelska útvarpið sögðu í gær að fulltrúi bandarískra stjórn- valda myndi sitja fundinn sem hald- inn verður að áeggjan Colins Powells, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna. Þungvopnaðar ísraelskar herþyl- ur gerðu harðar árásir á búðir palestínskra öryggissveita á Gaza í gær. Árásimar voru gerðar til að hefna fyrir það að ísraelskt ungbam særðist þegar sprengikúlu var skot- ið á landnemabyggð gyðinga. Þyrlurnar sveimuðu yfir norður- og suðurhluta Gaza og skutu flug- Shimon Peres Utanríkisráöherra ísraels hittir lík- lega palestínskan ráöherra í dag. skeytum sinum á fyrirfram valin skotmörk. Starfsfólk sjúkrahúsa sagði aö tuttugu og fimm manns að minnsta kosti hefðu særst í loftárásunum nærri Gazaborg og bænum Khan Yunus. Sjónarvottar sögðu að um tuttugu flugskeyti hefðu hæft bækistöðvar lögreglunnar nærri forsetahöll Yassers Arafats, leiðtoga Palestínu- manna. Átökin fyrir botni Miðjarð- arhafsins hafa nú staðið í á sjöunda mánuð og fyrri tilraunir til að stilla til friðar hafa ekki tekist. Shimon Peres, utanrikisráðherra ísraels, sagði í París í gær að hann myndi ef til vill hitta palestínska ráðherrann Nabil Shaath að máli í Aþenu í dag. Þar sitja þeir alþjóð- lega ráðstefnu um viðskipti. KS Sögulegur sigur Bandaríska þing- manninum John McCain hefur tekist að fá öldungadeild- ina til að stöðva frjálst fjárstreymi 1 vasa stjómmála- manna þrátt fyrir andstöðu flokks síns, Repúblikanaflokksins. Klámbransinn í farsímana Klámiðnaðurinn beinir nú sjón- um sinum að wap-kynlífi og klám- myndum sem sendar verða beint i farsíma. Skotinn í Stokkhólmi Kráargestur í Stokkhólmi særðist er skotið var á hann í nótt. Tveir menn voru síðar gripnir vegna árás- arinnar. Ekki bara Haider Evrópuráðið hefur áhyggjur af kynþáttahatri í stjómmálum í Aust- urríki. ískýrslu ráðsins segir að kynþáttahatur ríki ekki bara í Frelsisflokki Jörgs Haiders heldur einnig í öðrum flókkum. Fjöldamorðingi gripinn Lögreglan í Tékklandi hefur handtekið Víetnama sem var eftir- lýstur í Þýskalandi vegna 30 morða. Hann er einnig grunaður um fjölda morða i Tékklandi. af Danmörku Mogens Lykke- toft, utanríkisráð- herra Danmerkur, segir skýrslu Evr- ópuráðsins um kyn- þáttahatur í Dan- mörku gefa ranga mynd auk þess sem hún sé úrelt. Hún hefði átt betur við fyrir ári. Leiðtogi Þjóðarflokksins, Pia Kjærsgaard, er æf. Hún krefst þess að Poul Nyrup Rasmussen beri fram mótmæli við Evrópuráðið. Danir verða tilbúnir Danmörk verður að vera tilbúin að taka á móti miklum Qölda flótta- manna ef til stríðsátaka kemur á ný í Evrópu. Dönsk stjórnvöld hafa í undirbúningi lagafrumvarp um réttindi flóttamannahópa. Heimsreisa á traktor Hinn 43 ára gamli Fransmaður Christian Hurault ætlar að aka um- hverfis jörðina á Valtra 6200 drátt- arvél sinni sem kemst ekki hraðar en 43 kílómetra á klukkustund, að sögn Jyllands-Posten. Landamæri opnuð Tvær landamærastöðvar milli Makedóníu og júgóslavneska hér- aðsins Kosovo verða opnaðar í dag. Þær höfðu verið lokaðar í 2 vikur. Dæmdur fyrir áreiti Karlmaður sem sagðist elska tennisstjörnuna Martinu Hingis var í gær fundinn sekur um að ofsækja hana. Maðurinn fylgdi Hingis hvert fótmál og sendi henni blóm og bréf. Haloen í Kaupmannahöfn Tarja Halonen Finnlandsforseti og eiginmaður hennar höfðu í nógu að snúast í opinberri heimsókn sinni í Kaupmannahöfn í gær. For- setahjónin snæddu meðal annars kvöldverð hjá drottningu. Röng mynd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.