Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2001, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2001, Page 25
FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 25 JD»V Helgarblað genin hafa skilaö sér til þeirra allra því þær lærðu allar að leika á trompet af fóður sínum. Ingibjörg er elst og er flugfreyja, síðan kemur Þórunn og loks Hjördís Elín sem er að læra óperusöng. Þær systur ólust upp við óregluleg- an vinnutíma foreldra sinna og dvöldu löngum stundum með móður sinni í leikhúsinu og á sinfóníutón- leikum með pabba, dunduðu á smíða- verkstæði leikhússins eða fylgdust með æflngum. En var þetta alltaf skemmtilegt? „Við höfðum alltaf gaman af því að vera í leikhúsinu og þegar við vorum ekki þar þá var séð til þess að við hefðum skemmtilegar barnfóstrur. Ég man best eftir þeirri sem poppaði alltaf með pottinn opinn svo maísinn frussaðist út um allt. Svo fórum við alltaf saman í sumarfrí til útlanda og í endurminningunni erum við alltaf að gera eitthvað skemmtilegt með for- eldrum okkar þegar þau áttu frí,“ seg- ir Þórunn, en fjölskyldan bjó t.d. rúmt ár í Grikklandi þegar systurnar voru 14,12 og 8 ára gamlar. Vil islensk börn Það er sitthvað líkt með ferli þeirra mæðgna sem báðar fara út í heim og læra leiklist og söng en snúa heim aft- ur. Er alltaf best að vera heima? „Það er þroskandi að skoða heim- inn og fá fjarlægö á ísland. Maður sér best með því að fara héðan hvað við eigum gott. Ég hef ákveðið að þegar að þvi kemur að ég eignast börn þá vil ég ala þau upp á íslandi og hvergi annars staðar," segir Þórunn, ákveðin á svip, og segir að kærasti hennar sé sáttur við þessar áætlanir en tekur fram að umrædd skref séu ekki á dag- skrá að sinni. Hún og James eru bæði leikarar sem eru að reyna að koma undir sig fótunum í hinni hörðu samkeppni í London. Er gott að par séu bæði leik- arar? „Það er ágætt að því leyti að þetta er ákaflega einkennilegt starf og það skilja það eiginlega engir eins vel og þeir sem eru í því af lífi og sál.“ Sú mynd sem dregin er upp af ung- um leikurum í kvikmyndum er af harðri samkeppni, endalausum áheyrnum og stöðugum höfnunum. Er þetta rétt? „Það er hörð samkeppni. Ég hef fengið nokkur verkefni, bæði í sjón- varpi og á leiksviði, og er sátt við það. Þetta starf er heldur betur launað í Bretlandi en á íslandi þannig að það er hægt að lifa þó hlé verði löng á milli verkefna." í þessum svifum verður uppihald á viðtali okkar þegar Selma Björnsdótt- ir, sem leikur með þeim i söngleikn- um, svífur að borðinu og á eitthvað vantalað við þær mæðgur. Hún er öll í rauðu og við þetta verður samþjöpp- un kvenlegrar fegurðar við borðið svo mögnuð að það veldur andþrengslum skrifara. Þetta verður til þess að mæðgurnar fara að rifja upp sýninguna á Nóaílóði eftir Benjamin Britten sem Sigríður leikstýrði, Ingibjörg og Lárus léku á trompet í hljómsveitinni en Þórunn og Hjördís Elín léku í sýningunni ásamt áminnstri Selmu Björns og þremur systrum hennar. Þetta er nefnilega ekki í fyrsta sinn sem leiðir þessara þriggja liggja saman í leikhús- inu. Draumur rætist En sáu þær mæðgur það fyrir sér einhvem tímann að þessi stund myndi renna upp að þær stæðu sam- an á leiksviðinu í söngleik? „Satt að segja var ég búin að segja þetta í einhverju viðtali," segir Þór- unn. „Ég var spurð hvað mig myndi langa mest til að gera og þá sagði að það væri að fá að leika með mömmu. Mér finnst það alveg toppurinn á því sem ég hef gert fram að þessu. Þetta er yndislegt tækifæri og ég er þakklát fyrir að hafa fengið það.“ Hér má að lokum bæta því við að í dag, þegar þetta viðtal birtist á prenti, á Sigríður Þorvaldsdóttir afmæli. Ég spyr hana ekki beint að því hvað hún sé gömul en fer kurteislega í kringum það. Það stríöir gegn einhverju í upp- eldi mínu að spyrja konu eins og hana að því. Frú Sigríður segist vera 27,5 ára gömul og svo blikkar hún spyrj- andann eins og henni einni er lagiö og ég trúi henni alveg. -PÁÁ Varnir gegn gin- og klaufaveiki Á meðan þessi sjúkdómur geisar er allt eftirlit með innflutningi matvæla mjög strangt. Bannað er að flytja til landsins öll ósoðin matvæli. Sem dæmi um matvæli sem oft orka tvímælis má nefna pylsur og osta. Skýlaus krafa er gerð um að greinilega komi fram á umbúðum að um sé að ræða soðnar kjötvörur, eða mjólkurvörur unnar úr gerilsneyddri mjólk. Komi það ekki fram ber tollgæslunni að gera vörurnar upptækar og brenna þær. Vinsamlega gerið okkur þann greiða að koma ekki með neinar landbúnaðarafurðir til landsins sem orkað geta tvímælis að þessu leyti og forðist þannig óþörf óþægindi fyrir alla aðila. Komum í veg fyrir að nýir og hættulegir dýrasjúkdómar berist til landsins! Víða erlendis eru landlægir dýrasjúkdómar sem íslenskir dýrastofnar hafa sloppið við ffam til þessa. Gin-og klaufaveiki sem geisar í Bretlandi og fleiri löndum er einn þessara hættulegu sjúkdóma. Ef hann bærist til íslands hefði það ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér. Áskorun til innlendra sem erlendra ferðamanna 3> Allur innflutningur á hráu kjöti og ógerilsneyddum mjólkurafurðum er bannaður. Minnsta brot á þessum reglum getur valdið óbætanlegu tjóni. Fólk sem hyggur á ferðir til landa þar sem gin- og klaufaveiki geisar er varað við að heimsækja bóndabæi og landbúnaðarsvæði vegna smithættu. í> Hafa skal meðferðis sérstakan fatnað til heimferðar, þ.m.t. skófatnað, sem ekki hefur komist í snertingu við dýr eða umhverfi þeirra erlendis. Við heimkomu skal allur óhreinn fatnaður þveginn eða hreinsaður í fatahreinsun og skófatnaður sótthreinsaður. 2> Þeir sem hafa ferðaSt um landbúnaðarsvæði í löndum sem gin- og klaufaveiki geisar skulu auk þess forðast snertingu við dýr hér á landi í að minnsta kosti fimm daga eftir heimkomu. Yfirdýralæknir Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli Þú nærð alltaf sambandi við okkur! © 550 5000 alla virka daga kl. 9-22 sunnudaga kl. 16-22 dvaugl@ff.is hvenær sólarhringsins sem er Smáauglýsingar 550 5000 Hönnun: Gísli B. Ljósmyndir: Anna Fjóla

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.