Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2001, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2001, Side 4
4 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001 I>V Fréttir Réttarhöld í máli rannsóknarlögreglumanns sem stefnir sýslumanni á Akureyri: Lögreglu hótað og bíl- ar ítrekað skemmdir - fullyrðingar um tjón lögreglumanns byggðar á getgátum, segir ríkislögmaður Lögreglumenn á Akureyri hafa oft orðið fyrir hótunum vegna starfa sinna í fíkniefnamálum. Bíl- ar embættisins og einkabílar lög- reglumanna hafa ítrekað verið rispaðir og skemmdir. í eitt sinn var sett festing i púströr einkabíls eins lögreglumannanna gagngert til að vinna tjón þegar bílnum yrði ekið af stað. Hótanirnar beinast aðallega gegn lífi lögreglumann- anna og limum, fjölskyldum þeirra og eignum. Splunkunýr lögreglu- bíll, eins og það var orðaö í réttar- haldinu í gær, var einnig rispaður og skemmdur á stæði fyrir utan lögreglustöðina á Akureyri á síð- asta ári. Þetta kom fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þegar lögreglu- menn á Akureyri voru yfirheyrðir vegna máls Daniels Snorrasonar, yfirmanns rannsóknardeildar embættisins nyrðra. Hann stefnir sýslumanni til greiðslu bóta fyrir tjón sem var unnið í tvigang á bíl hans. Lögreglumaðurinn telur tjónið í bæði skiptin hafa verið unnið á bílnum sem hefndarað- gerðir fyrir rannsóknarstörf hans í fíkniefnamálum. Ríkislögmaður, Skarphéðinn Þórisson, mótmælti Óttar Sveinsson skaðabótakröfunni, samtals 128 þúsund krónum. Hann telur full- yrðingar lögreglumannsins um það hvernig tjónið var unniö ósannaðar. Skarphéðinn sagði að þær væru byggðar á hreinum get- gátum og ágiskunum. Einkabílar og sími notað án gjalds í málflutningi Kristjáns Thor- lacius, lögmanns Daníels, kom fram að lögreglumenn á Akureyri hafi oft notað eigin bíla og síma í starfi sinu án þess að fá nokkuð greitt fyrir það. Hann sagði einnig að auk hót- ana og skemmdarverka hefðu upphafsstafir Daníels verið mál- aðir á almannafæri í bænum og einnig á bíl sem tilheyrir rútufyr- irtæki sem hann tengdist. Lögmaðurinn sagði að það gæti tæpast talist tilviljun að bíll Dan- íels, sem stóð á merktu bílastæði lögreglu, hefði verið skemmdur á milli klukkan 9 og 12 að morgni og það á miðvikudegi. Þessu svaraði Skarphéðinn rík- islögmaður m.a. með því að þarna hefðu börn eða unglingar getað verið að verki og þá í allt öðrum tilgangi en stefnandi heldur fram. Skarphéðinn sagði að þó 30. grein lögreglulaga kveði á um að lög- reglumönnum skuli bætt likams- og eignatjón yrði að sýna fram á hver veldur tjóninu. „Við vitum ekki hver olli tjóninu og hvernig og ekki heldur hvenær eða hvers vegna,“ sagði ríkislögmaður. Þegar Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdómari spurði ríkislög- mann um önnur tjón sem lög- reglumönnum hafa verið bætt í hliðstæðum tilvikum sagði lög- maðurinn að hann sjálfur vissi ekki til slíkra mála sjálfur. Lögmaður stefnanda segir að ekki sé skrýtiö að ríkislögmaður þekki ekki sjálfur til slíks þar sem sýslumannsembættin hafi greitt lögreglumönnum tjón án þess að þurfi að skjóta þeim til dómstóla - lögreglumenn hafi fengið tjón sem þeir urðu fyrir í starfi bætt - ekki síst í á bíla- stæði í porti lögreglunnar við Hverfisgötu - án þess að alltaf hafi verið sýnt fram á hver olli tjóninu. Geirfinnsmálið verði tekið upp Hart var þó deilt á Al- þingi við afgreiðslu frumvarps Sólveigar Pétursdóttur dómsmála- ráðherra sem opnar leið til að taka upp fymd mál af toga Guðmundar- og Geirfinnsmálanna. Sólveig Þingmönnum Samfylk- Pétursdóttir. fannst frumvarpið gera ráð fyrir of opinni og almennri heimild. „Það á að heimila end- urupptöku Geirfinns- og Guðmundarmála. Þing- menn allra flokka vildu greiða fyi-ir þvi,“ segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylking- arinnar. Samfýlkingar- menn lögðu fram breytingartillögu sem gerir ráð íyrir því að við upptöku fymdra mála sem ríkissaksóknari vill ekki taka upp geti ráðherra leitað til Alþingis eftir heimild. Þessi breyting- artillaga var felld. -HKr Ossur Skarp- héöinsson. Voöríö i kvold Austur-Landeyj ar: Draugagangur á Krossi - séra Halldór í Holti kallaður til „Prestar eru oft beðnir um að fara með bænir og blessun á heimilum," sagði séra Halldór Gunnarsson í Holti sem nýverið var kallaður til af heimilisfólkinu á Krossi í Austur-Landeyjum vegna meints draugagangs. Fyrri ábúendur á Krossi færðu Félagi langveikra barna íbúðar- hús sitt að gjöf fyrir skemmstu en leigja það nú út til Guðlaugs Eyj- ólfssonar sem starfar hjá Slátur- félagi Suðurlands á Hvolsvelli. Guðlaugur býr á Krossi ásamt konu sinni en þau fluttu í Rang- árvallasýsluna frá ísafirði. „Séra Halldór gekk hér um allt húsið og kvað niður drauginn með bænum,“ sagði Guðlaugur þegar hann var inntur eftir heim- sókn prestsins. „Við fluttum hingað inn í febrúar og fundum strax fyrir einhverju ókennilegu - áttum það til að fá gæsahúð af minnsta tilefni en um þverbak keyrði þegar drykkjarkanna möl- brotnaði á meðan við vorum í fastasvefni. Engu var líkara en könnunni hefði verið kastað af miklu afli í gólfið því hún var mölbrotin." Eftir heimsókn séra Halldórs hefur ekkert borið á draugagangi á Krossi og unir heimilisfólk hag sínum mun betur nú en áður. -EIR Vettvangur draugagangsins Kross í Austur-Landeyjum - HeimUis- fóik fékk gæsahúö af minnsta til- efni. Vcöríð a morgun (p. ■ 3 h -J' 3“ 2 • -3'4“ r° B iTs (ío -4“ r ^rv ' Va* m Hlýjast suövestanlands Noröaustlæg átt, víða 8-13 m/s. Væta sums staöar en léttir smám saman til um landið vestanvert. Hiti 2 til 8 stig, hlýjast suövestan til. Sólarlag í kvöld 21.43 21.46 Sólarupprás á morgun 05.10 05.07 Síódegisflóö 21.51 02.24 Árdeglsflóö á morgun 10.25 14.58 Skýrága? á Vflöurtáknum ^VINDÁTT 10%-Hm -10° '-*XVINDSTYRKUR ^Vroncr f metrum á wkúndu HHDSKiRT IÉTTSKÝJAÐ /3 HÁLF- SKÝJAO £>I SKÝJAÐ ö ALSKÝJAÐ o •w RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA rS ‘itgij? ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA Stjörnuspeki í byrjun maí veröur Júpíter lágt á norövesturhimni þegar dimmir í Reykjavík en hann nálgast sól og hverfur síöan í sólarbirtuna. Mars kemur upp fyrir birtingu fyrri hluta maímánaðar en er svo lágt á lofti aö hans gætir ekki. Skýjað með köflum Fremur hæg norölæg átt og skýjað meö köflum en breytileg átt sunnanlands og skúrir. Hiti 0 til 6 stig, hlýjast suðvestanlands. IVI.iiuul Vindur: 8-13 m/s Hiti 5° til 10 Suölæg átt, 8-13 m/s og rlgning og síöan skúrlr sunnan- og vestanlands, en hægari og þurrt noróaustan tll. Hitl víöa 5 tll 10 stlg. Vindur: 8-13 til 10“ Hiti 5 til 10 Suövestan 8-13 m/s og skúrlr en þurrt aö mestu um landlö austanvert. Áfram fremur mllt. IWiAvikli Vindun C (T '~V S-iOnvA \ / Hiti 2” til 7° Norölæg átt og víöa rigning en él um landlö noröanvert. Nokkuö kólnar í veöri. Bensínhækkun á mánudagskvöld Giaöningur á degi verkalýðsins. Bensínhækkun: Dælum breytt - tekur gildi 1. maí Starfsmenn olíufélaganna vinna nú að því að gera klárt fyrir hækk- un á bensíni á degi verkalýðsins, 1. maí. Samkvæmt upplýsingum DV munu flestar afgreiðslustöðvar á höfuðborgarsvæöinu ráða við það að verðlagning á bensíni fer i þriggja stafa tölu. Á einhverjum stöövum, sem flestar munu vera úti á landi, þarf þó að gera breyt- ingar. Hafa starfsmenn olíufélaganna verið á þönum víða um land til að breyta bensíndælum svo ekki komi til neinna vandræða þegar glaðn- ingurinn birtist á hátíðisdegi verkalýðsins. Reynir Guðlaugsson hjá olíufé- laginu Skeljungi segir að flestar bensínstöðvar á höfuðborgarsvæð- inu ráði við hækkun í þriggja stafa tölu. Það séu eldri dælurnar sem þurfi að breyta en hægt verði að af- greiða bensín þó þetta verði ekki komið í lag á tUsettum tíma. Hann segir ekkert hafa breyst frá þvi DV greindi frá væntanlegum hækkun- um sl. fimmtudag og því megi áfram búast við um 5 króna hækk- un á lítra. Endanleg ákvörðun veröur þó ekki tekin fyrr en á mánudag en hækkunin tekur væntanlega gildi þá um kvöldið. -HKr. Vopnafjörður: Ræningjar frá Rússlandi Fjórir erlendir sjómenn voru staðnir að hnupli á Vopnafirði á fimmtudag. Sjómennirnir starfa á tveimur fiskiskipum, öðru frá Lett- landi og hinu frá Rússlandi, sem munu hafa stutta viðdvöl í bænum. Að sögn lögreglu var þjófnaður mannanna ekki stórvægilegur en þeir höfðu náð að hnupla hinu og þessu í bænum, einkum útvörpum og öðru lauslegu úr bílum. Málið telst upplýst af hálfu lögreglu og þýfmu hefur verið skilað til réttra eigenda. -aþ mmm AKUREYRI skýjaö 9 BERGSTAÐIR skýjaö 7 BOLUNGARVÍK skúrir 8 EGILSSTAÐIR 7 KIRKJUBÆJARKL. rigning 7 KEFLAVÍK rigning 7 RAUFARHÖFN skýjaö 5 REYKJAVÍK skúrir 3 STÓRHÖFÐI rigning 4 BERGEN skýjaö 8 HELSINKI rigning 11 KAUPMANNAHÖFN rigning 9 ÓSLÓ alskýjaö 6 STOKKHÓLMUR 13 ÞÓRSHÖFN skýjaö 7 ÞRÁNDHEIMUR léttskýjað 14 ALGARVE léttskýjað 22 AMSTERDAM skýjaö 12 BARCEL0NA BERLÍN skýjaö 15 CHICAGO heiðskírt 12 DUBLIN rigning 9 HALIFAX rigning 2 FRANKFURT rigning 11 HAMB0RG rigning 10 JAN MAYEN snjókoma 1 LONDON skýjaö 13 LÚXEMBORG rigning 9 MALLORCA rigning 19 MONTREAL alskýjaö 9 NARSSARSSUAQ léttskýjaö 0 NEWYORK léttskýjaö 10 ORLANDO léttskýjaö 15 PARÍS skýjaö 14 VÍN léttskýjaö 17 WASHINGTON heiöskírt 6 WINNIPEG heiöskírt 8

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.