Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2001, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2001, Síða 14
14 Helgarblað LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001 DV Hatrömm átök innan Geðhjálpar ná hámarki á aðalfundi félagsins í dag: Fylkingar berjast Hatrömm átök hafa einkennt félag- ið Geðhjálp að undanfómu og hafa bæði starfsmenn samtakanna og fé- lagsmenn skipað sér í tvær andstæð- ar fylkingar sem berast á banaspjót- um um að ná yfirráðum í félaginu. Deilurnar hafa tekið á sig ótrúlegustu myndir þar sem valdabarátta, meint drykkjulæti, stuðbyssur og ásakanir um óheilindi skipa stóran sess. Átök- in ná að líkindum hámarki i dag þeg- ar framhaldsaðalfundur félagsins fer fram á Broadway. Hörkuslagur Tveir menn berjast um for- mennsku í félaginu. Kristófer Þor- leifsson geðlæknir er annar þeirra en hann þykir hafa víðtækan stuðning fjölda félagsmanna auk þess sem Sig- urður Árni Gunnarsson og starfslið Stuðningsþjónustu Geðhjálpar stend- ur þétt að baki hans. Sigursteinn Másson, núverandi varaformaður, er hinn kandídatinn en samkvæmt heimildum blaðsins á hann einnig vísan stuðning margra, þar á meðal núverandi formanns, Eydísar Svein- bjamardóttur, og framkvæmdastjór- ans, Sveins Magnússonar. Sigursteinn hefur reyndar sett skil- yrði fyrir framboði sínu en það felst í því að fyrst verði samþykkt laga- breyting sem meinar starfsmönnum Geðhjálpar að sitja í stjóm félagsins. Á siðasta ári var lögum félagsins breytt á þann veg að starfsmönnum var leyft að setjast í stjóm og að sögn þeirra sem þekkja til er þar undirrót ólgunnar innan félagsins að finna. í kjölfar þessarar lagabreytingar kaus Ingólfur H. lngólfsson að gera starfs- lokasamning við Geðhjálp um mitt sumar í fyrra en hann hafði þá gegnt stöðu framkvæmdastjóra um nokkurt skeið. í viðtali við DV skömmu eftir uppsögnina sagði Ingólfur að kornið sem hefði fyllt mælinn hefði verið þegar undirmaður hans var skyndi- lega orðinn yfirmaður með því að sitja í stjórn. Snöggur endlr Kosning til stjórnar Geðhjálpar fór raunar fram á fyrri aðalfundinum, sem haldinn var í lok síðasta mánað- ar, en núverandi formaður félagsins, Eydís Sveinbjarnardóttir, sleit fund- inum fyrirvaralaust áður en dagskrá hans var tæmd. Á þeim fundi var Kristófer kjörinn formaður en sættir tókust síðar milli hans og Eydísar um að kosningin væri ógild og kosið skyldi aftur í dag. Ástæða þess að fyrri fundurinn endaði svo snögglega var sú að Eydís formaður taldi drykkjulæti einkenna fundinn og þess vegna ekki mögulegt að halda honum áfram. Andstæðingar hennar og stuðningsmenn Kristófers sögðu hins vegar að hún hefði fundið bak- landið við sig bresta og þess vegna kosið að fresta fundi. Eydís hafði hins vegar fulla lagaheimild fyrir frestun- inni. Ásakanlr á víxl Starfsemi Stuðningsþjónustunnar hefur verið ásteytingarsteinn í vetur og hafa brigslyrði manna gengið á víxl þar sem hver hefur sakað annan um að standa sig ekki í stykkinu. Starfsmenn Stuðningsþjónustunnar annast skjólstæðinga sem búa í hús- næði á vegum félagsins. „Starfsemin hefur verið í frosti undanfarið og okkur í raun gert ókleift að starfa eðlilega. Ég er meö níu starfsmenn af fimmtán og það segir sig sjálft að vinnuálagiö er gríð- arlegt og því miður eru margir starfs- mannanna við það að gefast upp,“ sagði Sigurður Árni Gunnarsson, for- stöðumaður Stuðningsþjónustunnar, stuðbyssa, meint drykkulæti og hótanir um málsókn 'tjT Mikii spenna hefur einkennt starfsemi Geðhjálpar undanfarnar vikur Starfsemi Stuöningsþjónustunnar hefur einkum veriö ásteytingarsteinn og hafa brigslyröi manna gengiö á víxl þar sem hver hefur sakað annan um aö standa sig ekki í stykkinu. í samtali við DV. Sigurður Ámi segir Svein framkvæmdastjóra hljóta að bera ábyrgð á hvernig málum er kom- ið en segir hann sýna lítinn vilja til að bæta ástandið. Sveinn hefur sjálfur gagnrýnt starf- semi Stuðningsþjónustunnar hart og segir hana ekki gegna hlutverki sínu sem skyldi. „Þegar ég hóf störf í haust hafði enginn á orði við mig að ástand- ið væri svo slæmt,“ sagði Sveinn en hann hefur meðal annars lýst því yfir að húsnæði sem sumum skjólstæð- inga félagsins sé boðið væri ekki talið við hæfi kakkalakka. Áfelllsdómur í kjölfarið skipaði Sveinn vinnu- hóp i samvinnu við Félagsþjónustuna í Reykjavík og Svæðisskrifstofu mál- efna fatlaðra i Reykjavík. Vinnuhópn- um var uppálagt að yfirfara samn- inga með hliðsjón af lögum, efndir þeirra auk þess að gera ítarlega greiningu varðandi réttindi og skyld- ur. Niðurstaða vinnuhópsins reyndist þungur áfellisdómur yfir starfsemi Stuðningsþjónustunnar og meðal annars var til þess tekið að ástand í húsnæðismálum væri óviðunandi auk þess sem hópurinn fann að því að forstöðumaður Stuðningsþjónustunn- ar, Sigurður Árni Gunnarsson, væri ekki fagmenntaður. Þá þótti ljóst að eftirliti með þjónustunni hefði verið ábótavant. „Skýrslan er góðra gjalda verð en mér þykir Sveinn vera að skjóta sig í fótinn með þessu. Hann er fram- kvæmdastjóri félagsins og hefur ver- ið það í níu mánuði. Hann kveðst hafa fengið sjokk í haust og svo virð- ist sem hann sé enn í sjokki,“ sagði Sigurður Ámi um niðurstöðu skýrsl- unnar. Stuðbyssa og melðyrðl Báðum megin borðs eru menn reyndar sammála um að vinna þurfi betur að málum Stuðningsþjónust- unnar. Sveinn segir þegar nokkuð hafa áunnist, lyfjagjafir hafi verið Húsnæði á vegum Stuðningsþjónustunnar Vinnuhópur komst aö því aö húsnæöismál félagsins væru óviöunandi. Arndís Þorgeirsdóttir blaöamaöur skoðaðar sérstaklega auk þess sem viðhald á húsnæði sé hafið á nokkrum stöðum. Á sama tíma segir Sigurður Ámi að starfsemin sé meira og minna lömuð og ef ekki væri fyrir Vant starfsfólk væri þjónustan í molum. Sveinn og Sigurður Árni hafa eldað grátt silfur um skeið og á dögunum komust deilur þeirra á nýtt stig þegar sá fyrrnefndi hélt því fram opinber- lega að starfsmaður Stuðningsþjón- ustunnar hefði verið vopnaður svo- kallaðri stuðbyssu en með slíku tæki er hægt að gefa manneskju raflost án fyrirhafnar. Sigurður Ámi brást ókvæða við og sagði framkvæmda- stjórann fara með fleipur enda kæm- ist enginn starfsmaður upp með að nota slíka byssu. Svo harðar urðu deilurnar á timabili að Sveinn sagði lögreglurannsókn myndu skera úr um réttmæti orða sinna á meðan Sig- urður Ámi íhugaði ásamt starfs- mönnum sínum aö höfða meiðyrða- mál gegn framkvæmdastjóranum. Hóta að hætta Víkjum aftur að aðalfundinum í dag sem ef að líkum lætur verður sá fjölmennasti í sögu Geðhjálpar. Ástæðan er einfóld, félagsmönnum hefur fjölgað um þriðjung frá þvi á fyrri aðalfundinum í mars, úr 618 í 960. Það er nokkuð augljóst að smöl- un hefur átt sér stað vegna stjómar- kjörsins en stuðningsmenn kandídatanna tveggja bera slíkt af sér. Rúman sólarhring tók að ganga frá nýju félagatali eftir að lokað var fyrir inngöngu nýrra félaga síðastlið- inn þriðjudag. Kristófer og hans stuðningsmenn hafa gagnýnt vinnu- brögð skrifstofunnar og sagt að drátt- ur á endanlegu félagatali hafi verið úr hófi fram. Að sögn Sveins tók lengri tíma en áætlað var að skrá nýja félaga en félagaskráin var lögð fram á fimmtudagsmorgun. Heimildir DV herma að erfltt sé að spá fyrir um úrslit kosninganna en menn virðast á einu máli um að baráttan verði hörð á fundinum í dag. „Því er ekki að leyna að ég óttast óróleika á fundinum. Félögum hefur fjölgað gífurlega frá síðasta fundi og meira en eðlilegar vinsældir félagsins geta falið í sér,“ sagði Sveinn Magn- ússon en hann hefur látið sterklega að því liggja að hann muni láta af störfum fari leikar svo að Kristófer Þorleifsson verði kjörinn formaður. „Ég tel Kristófer vera talsmann kyrr- stöðu og ég hef áður sagt að ég stend og fell með þeirri sannfæringu minni að hvorki félagið né Stuðningsþjón- ustan verði rekin eins og gert hefur verið. Breytinga er þörf,“ sagði Sveinn. Fleiri háfa hótað að hætta því Sig- urður Árni segir alla starfsmenn Stuðningsþjónustunnar munu hætta störfum verði Sigursteinn kjörinn formaður. „Við erum komin að enda- punkti og treystum okkur einfaldlega ekki til að vinna undir slíkri stjóm," sagði Sigurður Árni en hann telur einnig von til þess að Stuðningsþjón- ustan verði flutt frá Geðhjálp og sett undir hatt Svæðisskrifstofunnar. „Fari svo að ég hætti störfum í kjölfar fundarins þá mun ég ekki ganga ósáttur á brott. í ljósi atburða síðustu vikna tel ég fullreynt að við Kristófer getum unnið saman. Það er hins vegar löngu tímabært að þessari orrahríð linni og friður komist á í fé- laginu. Skjólstæðingar okkar verða að ganga fyrir og þeir mega allra sist við átökum sem þessum," sagði Sveinn Magnússon, framkvæmda- stjóri Geðhjálpar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.