Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2001, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2001, Síða 15
15 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001_______ DV_______________________________________________________________________________Helgarblað Kappinn er aö sýsla við framleiðslu kvikmynda en þar gengur á ýmsu. Mick Jagger: Kann ekki að prútta Söngvari Rolling Stones, Mick Jagger, hefur undanfarin ár verið að sýsla við að framleiða kvikmynd- ir þótt sumir segi að rokk sé betra en fúlltæm jobb. Það lítur út fyrir að þetta sé starfsgreinin sem Jagger vill hasla sér völl í þegar hann loks- ins slekkur á míkrófóninum og hengir upp leðurbuxurnar. Hann á þó sitthvað ólært eins og sást á dögunum þegar fyrirtæki hans, Jagged Films, hafði lokið við kvikmyndina Enigma sem Jeremy Northam og Kate Winslet leika í og er sögð dúndurgóð. Jagger labbaði til Miramax með spóluna og vildi fá þá til að annast dreifingu. Hann var ekki sáttur við þá upphæð sem Miramax bauð hon- um fyrir dreifmgarréttinn og sagð- ist geta fengið betra verð annars staðar og stormaði út. Þetta reyndist ekki ganga upp því enginn vildi dreifa myndinni fyrir meira fé og Jagger endaði aftur inni á gólfi hjá Miramax en þar á bæ sáu menn sér leik á borði og lækkuðu fyrra tilboð verulega. Sagt er að erf- iðar samningaviðræður standi yfir en Jagger er augljóslega ófær um að prútta. Michael Jackson Sögur herma að Jacko sé að verða blankur. Michael Jackson: Er hann í fjárkrögg- um? Michael Jackson, söngvari og dans- ari, hefur lengi verið talinn býsna stöndugur en það kann að vera að breytast. Fullyrt er í slúðurdálkum amerískra blaða að Jackson sé í fjár- kröggum og leiti ákaft leiða til að bæta * úr því. Sagt er að hann hyggist fara að dæmi Davids Bowie og stofna hlutafé- lag um sjáifan sig og verk sín og selja þau almenningi. Ástæðumar eru sagðar vera þær að síðasta plata meistarans, Blood on the Dancefloor, seldist treglega en kostaði afar mikið í framleiðslu. Stöðugt heyr- ast sögur af nýrri plötu sem á að vera í vinnslu og sagt að Jacko hafi þegar eytt miiljónum dollara í hana en útgef- endur hans hafa hálfvegis snúið við honum bakinu og ætla að sögn ekki að gefa plötuna út að svo komnu máli. Catherine Zeta-Jones: Afþakkaði hlutverk á móti Grant IVestur í Ameríku er verið að gera kvikmynd. Þetta eru ekki nýjar fréttir en þessi kvikmynd heitir About a Boy og er gerð eftir sögu breska rithöfund- arins Nick Homby. Hann gerði einnig sögumar Fever Pitch og High Fidelity sem báðar urðu að vinsælum kvik- myndum enda vel til þess falinar. Það hefúr gengið mjög erflðlega að j manna þessa annars efnilegu sögu. Fyrst vildu menn endilega hreint láta George Clooney leika aðaihlutverkið og hann las handritið en vildi ekki leika hlutverkið því hann sagðist vera of fallegur til þess. Hann vildi að ein- hver látlausari yrði ráðinn og það varð á endanum Hugh Grant sem var víst ekkert ánægður þegar hann heyrði hvers vegna hann varð fyrir valinu. Mótleikari hans átti að vera hin ít- urvaxna Catherine Zeta-Jones sem varla þarf að kynna fyrir nokkrum les- anda. Hún gekk frá borði mjög skyndi- lega þegar hún fékk tilboð um að leika í Zorro II sem mun einnig vera í und- irbúningi. Þeir vom tilbúnir að tvö- falda laun hennar og buðu tvær millj- ónir dollara í stað einnar. Þetta var ekki spuming. Catherine fór í snatri. Catherine Zeta-Jones Hún afþakkaði hlutverk í kvikmynd- inni About a Boy. www.flugfelag.is einfalt hratt websales@airiceland.is sími 570 30 30 - fax: 570 3001 hagkvæmt .fljúgðu frekar FLUGFÉLAG ÍSLANDS - fyrir félk ein$ og þig!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.