Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2001, Page 19
LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001
I>V
19
Helgarblað
DV-MYNDIR GVA
Svona lítur slettuskjóttur hestur út.
Ragnar og Oddnýju langar til aö
rækta slíka hesta í Viöey.
flnullarfé sem á að rækta í Viðey.
Sem stendur er flnullarfé að-
eins til á einum bæ á Héraði og
eru í stofninum innan við 50 kind-
ur. Sérstakt félag, íslenskt erfða-
fé, er starfrækt um viðhald þessa
merkilega stofns og er það dr.
Stefán Aðalsteinsson sem veitir
því forstöðu. Félagsmenn telja sig
hafa himin höndum tekið að
finullarfé verði ræktað í Viðey.
„Sigurður Sigurðarson, dýra-
læknir á Keldum, veitir okkur
faglegar ráðleggingar og stuðning
í þessu verkefni," segja Oddný og
Ragnar.
Komu fyrst aö
Skriöuklaustri
Ragnar og Oddný fengu þessar
sjö úrvalsær frá Jóni bónda Guð-
jónssyni á Laugabóli i ísafirði.
Með þeim fylgdi hrúturinn Klerk-
ur sem er fagurlega hymdur og
ber hlutverk sitt sem ættfaðir af
stakri prýði. Þetta fyrsta sumar í
eynni munu ærnar sjö ganga í
sérstakri hagagirðingu með af-
kvæmum sínum, gestum og gang-
andi til yndisauka og fróðleiks.
Næsta vetur verður komið fyrir í
þeim fósturvísum úr flnullarfé og
þá gerast þær leigumæður og vor-
ið 2002 munu það verða fínullar-
lömb sem skoppa um hagana í
Viðey.
Það er sérstæð söguleg tUvUjun
að það var skáldið Gunnar Gunn-
arsson sem flutti finullarfé fyrst-
ur manna tU landsins á búskapar-
árum sínum á Skriðuklaustri á
Flljótsdalshéraði og þaðan er
núlifandi stofn ættaður. Skáldið
er grafið hér í kirkjugarðinum í
Viðey svo það má kannski segja
að arfleifð þess sé komin hingað í
fótspor þess.
„Upphaflega var tilgangur
þessa að halda féð sem tóm-
stundagaman fyrir okkur,“ segir
Ragnar.
„En með þessari fínuUarrækt-
un koma auðvitað upp fleiri fletir
varðandi ullarvinnslu og varð-
veislu þess stofns."
Að sögn Ragnars og Oddnýjar
koma gestir til Viðeyjar nær
hvern dag ársins. Á veturna eru
það einkum gestir veitingahúss-
ins en strax og sól hækkar á lofti
fara lausir ferðamenn að streyma
út í eyju. Um þessar mundir ber
mest á fuglaskoðurum sem lúra
milli þúfna rýnandi í sjónauka
sína enda umferð gangandi fólks
um þéttasta varplandið suðaustan
á eynni með öUu bönnuð frá 1.
maí til 30. júní.
„Það er nauösynlegt að fólk
haldi sig fjarri meðan fuglinn er
að setjast upp enda best að fylgj-
ast með úr fjarlægð," segir Odd-
ný.
Slettuskjóttir draumar
Við setjumst yfir kaffibolla og
Ragnar segir okkur af áformum
sínum um hrossahald í eynni og
þá skal lögð áhersla á að hafa
slettuskjótta hesta. Slettuskjóttir
hestar eru með hvít andlit og
alltaf glaseygir. Slíkt hefur reynd-
ar aldrei þótt prýði á hestum enda
er sagt að slettuskjóttur stóðhest-
ur, sem til er norður i landi, hafi
upphaflega verið látinn lifa upp á
grín af því hann þótti svo ljótur.
Hvort hinir slettuskjóttu draumar
íbúanna í Viðey rætast verður þó
tíminn einn að leiða i ljós.
-PÁÁ
Ættfaöirinn aö vestan
Hrúturinn Klerkur er frá Laugabóli í
ísaflröi eins og allar ærnar í Viöey.
Ánna bíöur það hlutskipti
aö veröa leigumæður fyrir
ræktun á fínullarfé.
Gulrætur eru góðar við geytuleysi!
Ein dugar ef hún er bundin nógu fast!!!
li no
• 1«
(k SAMík
1 reykingar geti valdið getuleysi hjá karlmönnum á besta aldri?
■ 15% af krabbameinstilfellum í börnum megi rekja til sýktra
sæðisfrumna föður af völdum reykinga?
1 25% þrenging slagæðar í getnaðarlimi komi í veg fyrir stinningu?
' hver reykt sígaretta stytti ævina um 10 mínútur?
■ í sígarettureyk séu 40 krabbameinsvaldandi efni?
■ árlega missi fieiri en 10 íslendingar útlimi vegna reykinga?