Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2001, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2001, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001 Helgarblað DV En hvað segja þeir sem ekki hafa hneigst til fylgispekt- ar við Davíð eða flokk hans. Einn and- stæðinga hans sem ræddi við DV vegna þessarar greinar bendir á þá kenningu Hannesar Hólm- steins Gissurarsonar að Davíð sé í senn bæði íhalds- og frjáls- hyggjumaður. Frjáls- hyggjan birtist í ákveðnu hömluleysi og nánast hættulegri blindu á valdmörk framkvæmdavalds- ins. Hann sé tilbúinn að beita sér blygðun- arlaust gagnvart þingi, dómstólum og kirkju ef hann telji slíkt þjóna sínum hagsmunum. „Menn fá engan frið ef nið- urstöður þeirra koma við kaunin á Davíð. Má í þessu sambandi nefna stofnanir eins og Samkeppnisstofnun, Þjóðhagsstofnun og Öryrkjabandalagið," segir viðmælandinn og bætir við að ein- staka menn eða fyrir- tæki háfi á síðustu misserum lent í svip- uðum dansi. Dæmin um Baug, FBA, Kaupþing, Jón Ólafs- son, að ekki sé minnst á ríkisbank- ana, séu nærtæk. „ísland hefur færst í átt til nútím- ans sl. áratug þrátt fyrir íhaldssemi Davíðs, en ekki vegna hennar. Sterk staða Jóns Baldvins við stjórnar- myndun árið 1991 tryggði framgang EES-samninganna og þeir eiga stærst- an þátt í því að færa samfélagið í átt til þess sem þegar var orðin staðreynd í kringum okkur,“ segir viðmælandi DV og bætir við að hluti af hinni gam- aldags íhaldssemi Davíðs sé barnaleg- ur áhugi hans á minnismerkjum um sjálfan sig. Megi þarna nefna Ráðhús- ið, Perluna og Þjóðmenningarhúsið. Eins og stafur á bók En hvernig er Davíð viðskiptis? Samráðherrrar hans í ríkisstjórn hafa margir lýst því í viðtölum og flestir bera honum söguna vel. í viðtali við Morgunblaðið um sl. helgi segir Ingi- björg Pálmadóttir, fráfarandi heil- brigöisráðherra, að lykillinn að styrkri stjóm Davíð felist í leiðtoga- hæfdeikum hans; að kunna að vera skemmtilegur þegar við á og sýna fyllstu heilindi í blíðu og stríðu. „Það kann ég hvað mest að meta í fari hans. Þegar hann sagði eitthvað við mig þá stóð það eins og stafur á bók. Mér fannst gott að vinna undir for- sæti Davíðs Oddssonar." Á hinn veg- inn má rifla upp fleyg ummæli Jóns Baldvins Hannibalssonar sem rifjaði upp í viðtali, þegar hann lét af þing- mennsku og hélt vestur um haf til sendiherra, að sér hefði þótt Davíð ágætur, þar til hann hefði kynnst hon- um! Enn á Davíö keilur að fella Bráðgreindur skopfugl með næmt auga fyrir sínu nánasta umhverfi. Þannig lýsti einn af viðmælendum DV manninum og benti jafnframt á að Davið væri í raun ekki svo umtalaður meðal þjóðarinnar. Hann væri þekkt stærð og því óspennandi umræðuefni. Ekki nema hann færi í megrun, segði sögur í drottningarviðtali í sjónvarpi, breytti um línu í klæðaburði og svo framvegis. Ef þetta gerist þá verði Davíð umtalaður í hverjum kaffitíma. „Davíð hefur tekist það sem er nánast ómögulegt, að vera nánast ósýnilegur meðal þjóðarinnar en hefur samt allar þræði í hendi sér.“ Tíu ár er langur tími í starfsævi manns og mörgum úti á hinum al- menna vinnumarkaði þykir sjálfsagt eftir svo langan tíma á sama stað að róa á nýjum miðum. En hvað hyggst Davíð fyrir? Hann hefur í viðtölum við fjölmiðla vikið sér fimlega undan öllum spinningum um fyrirætlanir sínar á vettvangi stjórnmálanna. Hér ætlar DV þó að spá því aö það verði aldrei fyrr en 22. júlí í sumar sem Til valda Davíö Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson á leiö í land úr Viöey þar sem þeir mynduöu rík- Á- - isstjórn á mettíma. Viö tók valdatími Davíös sem nú hefur varaö rétt tíu ár. Framleiðum 50-70 og 100 mm stoðir úr 0,6 og 0,8 mm þykku efni. Getum framieitt sérlengdir. TIMBUR & STÁL HF. Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur • Sími: 554 5544 • Fax: 554 5607 hann hverfi til annarra starfa, én þann dag mun hann slá met Her- manns Jónassonar sem var forsætis- ráðherra í fimm ráðuneytum í sam- tals 10 ár og 83 daga. Enn hefur Davíð því keilur að fella þótt hann eigi þegar metið í samfelldri setu. Ljóst má vera að eftir miðjan júli fer umræðan um seðlabankastjórn, sendiherrastöðu eða Skerjafjarðarskáld að blómstra á ný. Tæpast fyrr. -sbs Smáauglýsingar atvinna 550 5000 garðskálann eða stofuna: Tilboð pottarósir 395,- ' 2oSr. I Irjkjfílí-dkm. WNDSTBUP Pimwmp '*■«! iVMjsri Danska úrvalsmoldin frá Pindstrup er komin. Tilboð fúksíur 495,- Garðhúsgögnin eru að stxeyma inn! Úrval af viðarkola- og gasgrillum frá Barbecook, Fiesta og Sterling 862* Tilboð Úrval garðhanska. Hlboð: Sahara 495,- 25 m garðslanga á 995,-. Fræ - landsins mesta úrval IimgerðiskMppur Handklippur Greinaklippur Meiriháttar pottaúrval Gjafapakkningar í úrvali Kartöfiuútsæði og allt tilheyrandi Flottar gjafavörur Guggu ráð: Athuga með Casoroní trjábeðin og stéttamar! ALLT I GARÐINN 60 ÁRA REYNSLA O GARÐHEIMAR MJ0DD Stekkjarbakki Heimur skemmtilegra hugmynda og hluta Stekkjarbakka 6 • Mjódd • Simi: 540 33 00 • Fax: 540 33 01 » Veffang: www.grodur.is Opíð atta daga tit kluhkan 21!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.