Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2001, Side 23
23
LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001________________________________
DV _______________________________________________________________________________________ Helgarblað
Sextíu og sjö ára öryrki og ellilífeyrisþegi í Reykjavík:
Lagöi allt undir og
líf mitt er lagt í rúst
- eftir kaup á hlutabréfum í Thermo Plus
Gjaldþrot Thermo Plus Europe í
Keflavík er ekki síst átakanlegt fyrir
að það dregur hugsanlega flölda ein-
staklinga með sér í fallinu. Einstak-
linga sem keyptu hlutabréf í góðri trú
um mikla gróðamöguleika. Trú þeirra
var greinilega byggð á röngum upplýs-
ingum forráðamanna fyrirtækisins um
stöðu þess og framtíðarhorfur. Einn
þeirra sem þannig horflr nú fram á
persónulegt gjaldþrot er Jónas Þór
Guðmundsson stýrimaður, sextíu og
sjö ára öryrki og ellilífeyrisþegi í
Reykjavík. Hann er algjörlega niður-
brotinn maður í dag og nú er bankinn
hans farinn að þjarma að honum.
Lagði allt undir
„Ég lagði hreinlega allt undir og líf
mitt er nú lagt í rúst. Ég og sonur
minn tókum lán upp á fimm milljónir
og keyptum hlutabréf á genginu sex í
mars í fyrra. Af því átti ég eina og
hálfa milljón sem ég tók að láni hjá
Búnaðarbankanum og var það milli-
fært. Ég sá hins vegar í DV á dögunum
að á þessum tima hafl stjórnendur
sagst hafa verið að selja á genginu 1,1.
Kostakjör trúboðans
Okkur var sagt að um takmarkað
magn hlutafjár væri að ræða. Eitthvað
um 20 til 30 milljónir sem Hinrik Þor-
steinssor (forstöðumaður í Hvíta-
sunnusöfnuðinum) hafði yfir að ráða.
Sagt var að færri kæmust að en vildu
og allir lögðu allt sitt í þessi hlutafjár-
kaup. Allt var þetta meira og minna
lánsfé og með ábyrgðum fjölda einstak-
linga. Vinir sonar mins hafa líklega
keypt hlutabréf upp á um 15 miUjónir
króna.
Þetta byijaði þannig að sonur Hin-
riks og sonur minn voru góðir félagar.
í samtölum heima hjá syni mínum fer
Samúel að segja mér deili á pabba sín-
um. Hann hafi byijað sem hárskeri og
síðan farið í fasteignaviðskipti og
húsaviðgerðir og grætt vel á því. Síðan
hafi hann snúið sér algjörlega að hluta-
bréfaviðskiptum. í framhaldi af því
berst talið að Thermo Plus og mál þró-
uðust þannig að okkur var boðið að
kaupa bréf á genginu sex. Ég treysti
Hinriki, enda var þetta trúboðsfjöl-
skylda.
Ekki hægt að gefa peninga
lengur
Ég man að síðasti maðurinn sem
komst inn i þessi kostakjör fékk að
heyra það frá Hinriki að hann væri sá
síðasti sem fengi bréf á þessum kjör-
um. Þetta gengi ekki lengur, það væri
verið að gefa peninga með því að selja
á genginu sex.
Ég kannaði það svo nokkrum mán-
uðum seinna, síðsumars í fyrra, að
Sparisjóður Keflavíkur var að selja
hlutabréf og þá á genginu níu, en lítið
var þá sagt vera um viðskipti. Ef
hringt var hins vegar beint í Thermo
Plus var boðið upp á kaup á hlutabréf-
um á genginu tólf. (Þetta mun hafa ver-
ið eftir að kynnt voru áform um kaup
á kanadíska móðurfyrirtækinu, - inn-
skot blaðamanns).
í ársskýrslu fyrir árið 1999, sem gef-
in var út hjá fýrirtækinu í júní 2000,
kom fram að stærsti hluthafinn væri
Hitaveita Suðumesja og ýmsir aðrir
sterkir aðilar væra þar einnig hluthaf-
ar. Allt var þetta því mjög trúverðugt.
Þar var líka sagt í skýrslu stjómar að
hlutafé sem selt hefði verið á reikn-
ingsárinu hefði verið selt á meðalgeng-
inu þrir komma fimm.
Fór að efast eftir frétt í DV
Eftir frétt í DV í haust um deilur
stofnenda við fyrirtækið og að stjóm-
endur fyrirtækisins væra með óhreint
mjöl i pokahominu brá mér mjög. Lét
DV-MYND PJETUR
Jónas Þór Guömundsson
Stýrimanninum var ásamt syni sínum og félögum hans talin trú um að Thermo Plus væri vægast sagt
mjög aröbært fyrirtæki.
aðra hlut-
hafa til að
tala sig
saman um
aðgerðir og
hugsanlega
málsókn.
Biður hann
þá að hafa
samband við
son sinn, Jónas
Jónasson, í
sima 697 8200.
Umboöslaun
fyrir ómakið
Jóhannes B. Jóhannesson, íslands-
og Norðurlandameistari í snóker, var í
þessum sama hópi hlutafjárkaupenda
og Jónas Þór Guðmundsson. Hann
sagði að það hefði vakið nokkrar grun-
semdir hjá sér þegar ljóst var að hóp-
urinn átti að greiða Hinriki umboðs-
laun upp á 2,5%. Jóhannes segist hafa
keypt hlutabréf upp á 1,9 milljónir
króna og umboðslaunin sem hann hafi
átt að greiða hafi verið tæpar 50 þús-
und krónur. Samanlagt hafi því hann
og félagar hans átt að greiða nærri
hálfa milljón í umboðslaun. „Daginn
eftir þessi kaup hringir Sigurður bróð-
ir minn í Thermo Plus og var þá boðið
að kaupa hlutabréf án þess að borga
krónu í umboðslaun. Þetta kveikti
strax efasemdir og gaf til kynna að ein-
hver óþefúr væri af þessum viðskipt-
um.“
Stjómendur fyrirtækisins, Kristinn
Jóhannesson framkvæmdastjóri og Ás-
bjöm Jónsson, fyrrum stjómarformað-
ur, hafa I samtölum við DV ekki viljað
tjá sig um þá ósannsögli sem borin hef-
ur verið á þá. Hinrik Þorsteinsson,
fyrrverandi stjórnarformaður, sagði
einnig í samtali við DV að hann vildi
ekki tjá sig opinberlega um málefni
Thermo Plus. -HKr.
ég ótta minn í ljós og í október fór ég i
kynnisferð í fyrirtækið ásamt syni
mínum. Framkvæmdastjórinn, Krist-
inn Jóhannesson, leiddi okkur um allt
og sýndi okkur aðstöðuna. Benti hann
m.a. á gám fyrir utan sem verið væri
að fylla. Bara á þessum eina gámi
sagði Kristinn að fyrirtækið græddi 20
milljónir króna. Ef allt gengi eftir
myndu þeir selja einn til einn og hálf-
an gám á viku. Sagði hann að hug-
myndin væri því að stækka húsnæðið
út i portið til að geta grætt enn meira.
Stofnendur rægðir
Lítið var gert úr deilum stofhenda
við stjómendur en sagt að þeir væra
bara sárir og allt væri í skilum af fyr-
irtækisins hálfú gagnvart þeim. Var
okkur sögð saga um Ragnar Sigurðs-
son stjómarformann sem þeir hefðu
orðið að láta fara vegna vafasamrar
fortíðar.
Kristinn sagði einnig við okkur að
allt væri óbreytt varðandi góða stöðu
fyrirtækisins að öðra leyti en því að
hagnaðinum seinkaði.
Fögur mynd
Pri ceWatertiou seCoopers
PriceWaterhouseCoopers fundu það
út í skýrslu fyrir nokkrum mánuðum
að rétt verð á hlutabréfum væri 17,80.
Ég fékk aldrei aö sjá þá skýrslu en
þessum upplýsingum var greinilega
flaggað til að létta menn upp andlega.
Þess vegna héldu menn að sér hönd-
um.
Enn bjart fram undan
rétt fyrir gjaldþrot
Ég fór ásamt syni mínum á hlut-
hafafúndinn sem haldinn var skömmu
fyrir gjaidþrotið. Fundurinn tók ekki
nema nokkrar mínútur og þar vora
fáir stjórnarmenn mættir, einn stjóm-
armaður og framkvæmdastjórinn. Þar
var ekki einu sinni á fundinum stjóm-
arformaðurinn sem tók við af Hinriki
og lýsti síðar fyrirtækið gjaldþrota.
Við gagnrýndum þetta og sagði Krist-
inn að Hinrik hefði veikst og fengið
hjartaáfall. Reyndar frétti ég síðar að
hann hefði verið staddur úti í
Marokkó á einhverri kristniboðsráð-
stefnu.
Fundurinn var haldinn til að fá
samþykki fyrir auknu hlutafé. Úr því
að fundurinn var svo snubbóttur töluð-
um við okkur nokkrir saman úti í
homi á eftir og kom þar fram mikil
gagnrýni á fundarsköp.
Kristinn sagði að nauðsynlegt væri
að fá 200 milljónir til viðbótar, en búið
hefði verið að ná inn af því um 160 til
180 milljónum í aukið hlutafé. Aðeins
vantaði því um 20 til 40 milljónir til að
dæmið gengi upp. Ég spurði hann þá
hvað ef fundurinn heföi ekki staðist
lög og stjómin ekki fengið samþykki
til að auka hlutaféð. „Þá væri þetta
búið og við yrðum að loka,“ segir
Kristinn.
Kristinn sagði í sinni stuttu ræðu að
ef menn hefðu samband við fyrirtækið
þá gætu þeir þá þegar keypt hlutafé
með afslætti. Ég veit ekki hvaða af-
slættir voru þar í gangi. Eftir fundinn
sagði Kristinn að nú væri framtíðin
tryggð.
í plús á árinu
Á fundinum reiknuðu stjómendur
með að fyrirtækið yrði komið í plús
síðar á þessu ári. ÖÚum hagnaði hefði
seinkað og var ýmsu borið við, en að-
allega að kröftum
fyrirtækisins hefði
um of verið dreift
út um heim. Nú
væri hins vegar
horft á Englands-
markað, en samt
annaði fyrir-
tækið ekki eftir-
spm-ninni.
Maðkur í mysunni
Það sem ég skil ekki er hvernig það
getur staðist að fyrirtæki sem ekki
annar einu sinni eftirspurn fái ekki
nema um 10% af þeim tekjum sem inn
þurfa að koma. Ef maðm; ber þetta
saman við fiskvinnslufyrirtæki í ljósi
þess að gengið hefur verið fallandi, þá
ætti að vera blómatími núna. Það ætti
að vera að fá um 30% meira í dollurum
en á sama tima í fyrra. Þess vegna held
ég að það sé einhvers staðar maðkur í
mysunni.
Hræöilegt áfall
Nokkrum dögum eftir hluthafafund-
inn heyrum við í tilkynningu á Stöð
tvö að Thermo Plus hafi verið lýst
gjaldþrota. Þetta var reiðarslag og ég
hefði þurft að fá áfallahjálp á þeirri
stundu. Ég var þá í algjöra losti og leit-
aði til læknis. Ég er enn ekki búinn að
ná mér eftir áfallið og nú er bankinn
byrjaður að heija á mig. Ég á hins veg-
ar ekki neitt og veit ekkert hvemig ég
á að snúa mér. Ég veit ekki hvemig í
helv..ég á að fara að greiða þetta nið-
ur af þeim sextíu þúsundum sem ég fæ
í lífeyri á mánuði. Ég næ mér aldrei
andlega eftir þetta og er í þokkabót
orðinn hjartaveill og heilsulaus," segir
Jónas Þór Guðmundsson og hvetur