Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2001, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2001, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001 51 Formúla 1 Tölvan tekur völdin Eftir sjö ára fjarveru frá Formúlu 1 hefur gripstýringin verið leyfð á ný. Þó fæstir séu ánægðir eru flestir sam- mála um að ekki sé lengur hægt að útiloka rafeindabúnaðinn frá For- múlu 1. Formúla 1 er fullkomnasta kappakstursíþrótt heimsins þar sem færustu tæknimenn og ökumenn sem völ er á leiða saman hesta sína og hleypa þeim á skeið á helstu kappaksturbrautum jarðarkringlunn- ar. Dýrasti og fullkomnasti búnaður sem völ er á er notaður til að ná fram sem mestum árangri og ekkert er til sparað. Síðan 1993 hefur þó verið ein undantekning þar á. Þá var allur raf- eindabúnaður sem aðstoðar öku- manninn bannaður til að hæfíleikar hans réðu úrslitum frekar en forrit og tölva bílsins. ABS-bremsur og grip- stýring voru þar á meðal. Flestir voru mjög ánægðir með þá ákvörðun al- þjóða akstursíþróttasambandsins, FIA, en aðrir bentu á þann möguleika að hægt yrði að fela búnaðinn í tölv- um bílanna og brjóta reglurnar. Lögbrot orðlð löglegt Ron Dennis, liösstjóri McLaren, var einn þeirra. „Það ætti aldrei að banna það sem ekki er hægt að hafa eftirlit með,“ sagði hann strax árið 1993 og bætti við að allur hjálparbúnaður kæmi til með að verða algerlega órekj- anlegur. Það hefur komið á daginn og eftir að eitt ónefnt keppnislið hefur verið staðið að reglubrotum árið 1999 sá FIA sér ekki annað fært en að leyfa búnaðinn á ný. Allt er þetta gert til að jafna leikinn. Nú mega allir „svindla" frá og með keppninni á Barcelona um þessa helgi. Flestir eru óhressir með þessar breytingar en allir gera sér grein fyrir nauðsyn þess að keppt sé á jafnréttisgrundvelli. Ökumaöurinn óþarfur? Það er fullmikið sagt að ökumenn- irnir verði óþarfir með innkomu grip- stýringarinnar en akstur í beygjum verður þeim auðveldari. Einn af erf- iðustu hlutum í stjórn á Formúlu 1 bíl, sem vegur rétt yfir 600 kg með yfir 800 hestafla vél, er að koma í veg fyr- ir að gefa of mikið afl til hjólanna og „missa" þau í spól. Þá tapast grip, bíll- inn skrikar til og mikill tími tapast. Hingað til hafa ökumenn þurft að stjóma þessu sjálfir með örnæmum bensínfætinum en frá og með keppni helgarinnar kemur gripstýring bílsins til með að sjá um þessa hluti fyrir hann. Hún sér til þess að mesta hugs- anlega afl fari til hjóla bílsins og komi honum á mesta hugsanlega hraða án þess að missa gripið við yfirborð brautarinnar. Afleiðingin er meiri hraði og minna slit á afturdekkjum. En verður þá Enrique Bernoldi jafngóður ökumaður og David Coult- hard? Alls ekki ef marka má orð heimsmeistarans þrefalda, Michaels Schumachers, sem bæði hefur ekiö með og án gripstýringar. „Sá eigin- leiki að geta ekið bíl stanslaust á ystu mörkum er það sem gerir ökumenn góða,“ segir Ferrari-ökumaðurinn sem á að baki 46 sigra í Formúlu 1. „Þetta mun setja alla ökumenn á hærri stall en á þessum nýja og hærri stalli koma góðu ökumennimir til með að verða áfram þeir góðu.“ Einnig bendir hann á að góður árang- ur í tímatökum kemur til með að verða mun þýðingarmeiri en áður því gripstýringin kemur einnig sterk inn í ræsingum „Gripstýringin verður til þess að ræsingamar verða öruggari og því verða mun minni líkur á því að hægt verði að græða stöðu með góðri ræsingu eins og sést hefur undanfarin ár.“ Síðast var það bróöir hans, Ralf, sem skaust úr þriðja sæti í það fyrsta eftir að Coulthard fataðist flugið í ræsingunni af ráspól á Imola fyrir hálfum mánuði. Peningar og tækni- búnaður kemur til með að skipta miklu máli á ný í Formúlu 1 og þær gripstýringar sem notaðar voru fyrir sjö ámm eiga heima á þjóðminjasafn- inu í dag því þróun á tölvubúnaði á þessum tíma hefur verið ótrúleg. Það verður því spennandi að fylgjast með ræsingunni og keppninni þegar Penti- um IH örgjörvamir taka völdin á Circuit de Catalunya á Spáni á morg- un. -ÓSG Soánn Circuit de Cataiunya Lengd brautar: 4.730 km Eknir hringir: 65 hringir/ 307.323 km Banc Sabadell Campsa Nlssan Repsol Hraðar beygjur Stöðug veðrátta Ánæjulegur vlðkomustaður Framúrakstur nær ómögulegur Liðin þekkja brautina of vel Mikið dekkjaslit Svona er lesið A Gír Samanlagt Svæði Hraðasti hringur: Mika Hakkinen 201.586 km/klst (hringur 28) Hraði Togkraftur Númer beyju —O Ráspóll: Michael Schumacher Keppnlstíml (klshmln.sek) Pole: M Schumacher 210.289 km/klst P4: Barrichello 209.148 km/klst P2: Hakklnen 210.087 km/klst GðgnrengbifrS OrðllÚé ARROWSJF P4: Coulthard 209.132 km/klst P5: Villeneuve P5: R Schumacher 207.752 km/klst 208.883 kmAlst Graphic: 0 Russell Lewis & SFAhönnun yfirburðir TæknÍVal COMPACl Tæknin tekur völdin Hinn geysilega flókni og fullkomni tæknibúnaður nútima Formúiu 1 bila hefur gert þaö nærri ómögulegt fyrir FIA að rannsaka forritun tæknibúnaöar þeirra. Eftir nokkurra ára ásakanir, kærur og þref hefur gripstýringin verið gerð lögleg i Formúlu 1 á ný, fæstum til mikillar gleði. I * IFJ Tæknireglur FIAsem snúa að vélar- «Haiog glrkassastýringum hafa gengiö i gegnum miklar breytingar. Tvær mikilvægar reglur hafa verið fjarlægðar úr reglugerðinni en þær bönnuðu eftirfarandi: 1: Allan tæknibúnað milli bensíngjafar og kveikjukerfis (Regla 5.7.1) 2: Enginn búnaður má koma f veg fyrir eöa vara ökumann við spóli afturhjóla. (Regla 9.2.1/9.2.2) Kveikju- srfið bregst við og stýrir afli félarinnar. Sérstakir nemar mæla snúning fram- og afturhjóia. Spól fær afturhjólin til að snúast hraðar en þau fremri ,og gripstýringin leiðréttir mismuninn með því aö minnka afl vélarinnar. í stuttu máli: Takmark gripstýringarinnar er að fullnýta samspil vélar og yfirborðs brautarinnar eins og frekast er kostur. -Aukning Tími I I I I I I I I » I i Afl vélarinnar er minnkaó I augnablik um leið og ' spól mælist. Þetta gefur jafna og stöðuga hröðun. Hröðun bilsins er jöfn því hjólbarðar halda stöðugu gripi. Hámarkshraöa er því náð á skemmri tíma. ■ Þó það taki vélina örlítið lengri tíma aö ná fullum snúningi nær billinn hámarks- hraða mun fyrr sökum betri hröðunar. Með tilkomu gripstýringarinnar, sem JaS kemur í veg fyrir spól, verður auðveldara að verja dýrmæta rásstööu í ræsingu. Keppnisáætlanir gætu breyst þvl afturhjólbarðar endast lengur. Grafík: © Russell Lewis & Barcelona Timamarkmld llpprifjun á 2000 Timi (rásmark) Brautarmet 2000 Timamunur og hraði i tímatókum 2000 Að hemja aflið Ef billinn spólar sendir grip- itýringin boð sem hafa forgang á önnur merki + Mest munar um gripstýringu i hægurn beygjum og sérstakloga á blautri braut. Mika Hakkinen 1:33:55.390 2 David Coulthard +0:16.088 1 Rubens Barrichello +0:28.112 3 Ralf Schumacher +0:37.311 4 Michael Schumacher +0:47.883 9 Heinz-Harald Frentzen +1:21.925 12 i n H m Handvlrkt Grip- stýring
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.