Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2001, Qupperneq 47
55
LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001
PV_______________________________________________________________________________________________Islendingaþættir
Fímmtugur
90 ára__________________________
Ólöf Kristjánsdóttir,
Gautsstöðum, Akureyri.
85 ára__________________________
Soffía Jónsdóttir,
Hvanneyrarbraut 3b, Siglufirði.
80 ára__________________________
Guðbjörg Einarsdóttir,
Sólheimum 27, Reykjavík.
Guðný Kjartansdóttir,
Kirkjubraut 29, Njarðvík.
Júlíus Þórðarson,
Skorrastað 3, Neskaupstaö.
Lúðvík D. Þorsteinsson,
Stigahlíð 39, Reykjavík.
Stefanía Magnúsdóttir,
Háeyrarvöllum 38, Eyrarbakka.
75 ára__________________________
Sigrún Þorsteinsdóttir,
Hringbraut 50, Reykjavík.
70 ára__________________________
Hjalti Sigurjónsson,
Raftholti 2, Hellu.
Ingibjörg Magnúsdóttir,
Nesbala 62, Seltjarnarnesi.
Karl Þorgrímsson,
Efri-Gegnishólum, Selfossi.
Kristín Erla Valdimarsdóttir,
Hraunbæ 166, Reykjavík.
Unnur Jónsdóttir,
Hvanneyrarbraut 42, Siglufirði.
60 ára__________________________
Kristín Kristjánsdóttir,
Sunnubraut 23, Búöardal.
50 ára__________________________
Edda Björnsdóttir,
Miðhúsum, Egilsstöðum.
Helga Berglind Atladóttir,
Bergstaðastræti 31a, Reykjavík.
Jafet Ólafsson,
Langagerði 26, Reykjavík.
Kristinn Guðni Hrólfsson,
Laxakvísl 1, Reykjavík.
Steinunn Hjálmarsdóttir,
Kleifarseli 43, Reykjavík.
40 ára__________________________
Flosi Einarsson,
Jörundarholti 232, Akranesi.
Lára Marteinsdóttir,
Óðinsgötu 6a, Reykjavlk.
Lilja Jónsdóttir,
Hlíðarhjalla 40, Kópavogi.
Óskar Kristinn Bragason,
Nesvegi 74, Reykjavík.
Ragnheiður Sveinsdóttir
lyljatæknir,
Fífulind 7, Kópavogi.
Þröstur Arnarson,
Miövangi 133, Hafnarfirði.
Þröstur Már Sigurðsson,
Eiðismýri 11, Seltjarnarnesi.
Smáauglýsingar
Þjónustu-
auglýsingar
►I550 5000
Friðbert Pálsson
framkvæmdastjóri í Reykjavík
Friðbert Pálsson, framkvæmda-
stjóri er fimmtugur í dag.
Starfsferill
Friðbert fæddist á Suðureyri við
Súgandafjörð og ólst þar upp. Hann
lauk gagnfræðaskólanámi frá Hér-
aðsskólanum á Núpi við Dýrafjörð,
lauk stúdentsprófi frá MA 1972 og
útskrifaðist sem viðskiptafræðingur
frá HÍ 1978.
Samhliða háskólanámi starfaði
Friðbert hjá Framkvæmdastofnun
ríkisins, Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna, Fiskiðjunni Freyju á Suður-
eyri og Heildverslun Friðriks Bert-
elsen, en að loknu námi var Frið-
bert aðstoðarmaður prófessors við
HÍ 1978-79.
Friðbert tók við starfi fram-
kvæmdastjóra Háskólabíós 1979 og
sinnti því starfi í tuttugu ár. Sam-
hliða störfum fyrir HÍ og Háskóla-
bíó sinnti hann kennslu á ýmsum
námskeiðum í stjórnunarfræðum á
árunum 1977-88. Árið 1999 stofnaði
Friðbert fyrirtækið Góðar stundir
sem kaupir inn og dreifir kvik-
myndum í kvikmyndahús á Islandi,
gefur út myndbönd sem dreift er á
myndbandaleigur á íslandi og til
sýninga i sjónvarpi.
Friðbert sat í byggingarnefnd
vegna viðbyggingar Háskólabíós
1986-91, sat í stjóm Kvikmyndasjóðs
íslands 1987-92 og í stjóm Norræna
kvikmyndasjóðsins 1993-96, var for-
maður Félags kvikmyndahúsaeig-
enda 1982-89, formaður og stofnandi
samtaka myndbandaútgefenda,
Samtaka rétthafa myndbanda á Is-
landi 1984-88, sat tvisvar í dóm-
nefnd Norrænu kvikmyndahátíðar-
innar i Haugasundi og á Alþjóðlegu
kvikmyndahátíðinni í Edinborg,
hefur auk þess sinnt störfum fyrir
Media Program Evrópusambands-
ins sem vinnur að dreifingu á kvik-
myndum og að fjármögnun á fram-
leiðslu kvikmynda innan Evrópu-
sambandsins.
Fjölskylda
Friðbert er kvæntur Margréti
Theodórsdóttur, f. 28.3. 1954, stofn-
anda og skólastjóra Tjarnarskóla í
Reykjavík. Hún er dóttir Emu R.
Jónsdóttur, húsmóður og fyrrv.
verslunarmanns í Reykjavík, og
Theodórs Jónssonar, f. 21.8. 1929,
fyrrv. skipstjóra, en sambýliskona
hans er Sólveig Baldursdóttir,
sjúkraliði og nuddari, f. 27.10. 1941.
Börn Friðberts og Margrétar eru
Guðmundur Páll, f. 12.12. 1974,
svæðisstjóri Fiárfestingar & ráðgjaf-
ar á Akureyri; Theodór, f. 12.9.1981,
nemi við Verslunarskólann í
Reykjavík.
Systkini Friðberts: Sævar Páls-
son, f. 17.1. 1942, d. 1998; Gunnar
Pálsson, f. 11.7. 1946, en sambýlis-
kona hans er Hafdís Pálmadóttir og
reka þau saman efnalaug; Leó Páls-
son, f. 22.7. 1955, sölustjóri mynd-
banda hjá Háskólabíói, kvæntur
Ingunni M. Þorleifsdóttur hár-
greiðslumeistara.
Foreldrar Friðberts: Páll Frið-
bertsson, f. 10.11. 1916, d. 5.11. 1989,
forstjóri og stofnandi Fiskiðjunnar
Freyju, Suðureyri, og Svanhvít
Unnur Ólafsdóttir, f. 19.6. 1916, bú-
sett í Reykjavik. Páll stundaði í
mörg ár umsvifamikinn útgerðar-
rekstur og rak Fiskiðjunna Freyju á
Suðureyri þar til fyrirtækið og út-
gerðin voru seld 1982.
Ætt
Páll var sonur Friðberts
Guðmundssonar, útgerðarmanns,
kaupmanns og hreppstjóra á
Suðureyri, og k.h., Elínar
Þorbjarnardóttur.
Svanhvít Unnur er dóttir Ólafs
Sæmundssonar, sjómanns í
Reykjavík, og k.h., Jósefinu
Þorfinnsdóttur.
Friðbert, Margrét og synir taka á
móti vinum og vandamönnum í
Norræna húsinu á afmælisdaginn
28.4. milli kl. 17.30 og 19.30.
Gígja S. Tómasdóttir
starfsmaöur Heilbrigðisstofnunar
ísafjarðar
Gígja Sigríður Tómasdóttir,
starfsmaður Heilbrigðisstofnunar
ísafjarðar, Sólgötu 5, ísafirði, verð-
ur sextug á morgun.
Starfsferill
Gígja fæddist á Stóru-Giljá í Aust-
ur-Húnavatnssýslu en ólst upp á
Akureyri. Hún var í barnaskóla á
Akureyri og einn vetur í gagnfræða-
skóla.
Gigja hefur stundað ýmis störf ut-
an heimilis en sl. átta ár hefur hún
starfað við Heilbrigðisstofnun ísa-
fjarðar.
Fjölskylda
Eiginmaður Gígju er Reynir
Torfason, f. 1.11. 1939, sjómaður.
Hann er sonur Torfa Bjamasonar, f.
á ísafirði 2.8. 1916, d. 16.2. 1986, og
Ingibjargar Hjálmarsdóttur, f. i Bol-
ungarvik 6.11. 1920, d. 3.6. 1999.
Sonur Gígju er Ómar Traustason,
f. 8.6.1957, en sambýliskona hans er
Sigurbjörg Jóhannsdóttir, f. 7.7.
1969, og eiga þau þrjú börn, Önnu
Vilborgu, f. 19.7. 1990, Gunnar
Ágúst, f. 2.9. 1993, og Ólöfu Mar-
gréti, f. 3.1.1997, en sonur Ómars frá
því áður er Friðrik, f. 11.8. 1980.
Fósturson-
ur Gígju og
Reynis er
Þórður Krist-
inn Andrésson, f. 18.2. 1967, d. 9.7.
1996, en dóttir hans er Ragna Sól-
veig, f. 21.10. 1994.
Systkini Gígju: Bjarni Ragnar
Sigurðsson, f. 14.1.1934, d. 4.11.1954;
Guðríður Sigurðardóttir, f. 19.6
1935, húsmóðir á Akranesi; Þor
steinn Helgi Sigurðsson, f. 15.7.1937
verkamaður á Blönduósi; Jónas S
Sigurjónsson, f. 5.4.1945, verkamað
ur á Blönduósi; Hávarður Sigur
jónsson, f. 17.7. 1948, verslunarmað
ur á Blönduósi.
Kjörforeldrar Gígju voru Tómas
Antonsson, f. 15.11. 1915, d. 7.1. 1949,
sjómaður á Akureyri, og Anna Sig-
urlína Guðmundsdóttir, f. 6.1. 1914,
d. 18.9.1974, verkakona á Akureyri.
Kynforeldrar Gígju voru Sigurð-
ur Laxdal Jónsson, f. 25.4. 1907, d.
10.11. 1940, og Klara Bjarnadóttir, f.
11.8. 1911, d. 20.1. 1996.
Gígja heldur upp á afmælið í dag,
laugardaginn 28.4., í Kiwanishús-
inu, Skeiði, á ísafirði.
Fertug
Ásdís Tómasdóttir
fjármálastjóri í Reykjavík
Ásdís Tómasdóttir íjár-
málastjóri, Vesturási 58,
Reykjavík, er fertug í dag.
Starfsferill
Ásdís fæddist í Reykja-
vík og ólst þar upp í Vog-
unum. Hún lauk stúdents-
prófi frá MS 1981, stund-
aði nám í London 1982,
stundaði nám í stjómmálafræði og
íslensku við HÍ 1983-85 og stundaði
nám í stjórnun og rekstri fyrirtækja
við Endurmenntunarstofnun HÍ
1989-91.
Ásdís stofnaði, ásamt Garðari
Þorbjörnssyni, jarðverktakafyrir-
tækið Urð og grjót í ársbyrjun 1999.
Fyrirtækið sér um gatna- og gang-
stígagerð og hefur sinnt fjölda verk-
efna er lúta að uppbyggingu og frá-
gangi við skóla og leikskóla.
Ásdís var meðal stofnfélaga í Fé-
lagi kvenna í atvinnurekstri.
Fjölskylda
Ásdís giftist 18.6. 1983 Garðari
Þorbjörnssyni, f. 19.11. 1958, fram-
kvæmdastjóra. Hann er sonur Þor-
björns Sigursteins Jónssonar, f. 9.1.
1922, d. 12.2. 1981, bifreiðarstjóra og
Vibeke Harriet Westergárd, f. í Dan-
mörku 20.6. 1925, d. 5.11.
1999.
Börn Ásdísar og Garð-
ars eru Tómas Sigur-
steinn Garðarsson, f.
13.10. 1985, nemi; Þor-
björn Garðarsson, f. 23.4.
1987, nemi; Sigrún Silka
Garðarsdóttir, f. 4.10.
1999.
Foreldrar Ásdísar eru Tómas Þor-
steinn Sigurðsson, f. á Sauðárkróki
29.4. 1932, forstöðumaður vita- og
skoðunarsviðs og staðgengill for-
stjóra Siglingastofnunar, og Sigrún
Sigurbergsdóttir, f. 10.10.1931, kenn-
ari. Þau eru búsett í Reykjavík.
Ætt
Tómas er sonur Sigurðar Péturs-
sonar, verkstjóra vitabygginga, og
Margrétar Björnsdóttur hannyrða-
konu.
Sigrún er dóttir Sigurbergs Helga
Þorleifssonar, vitavarðar og hrepp-
stjóra á Garðskaga, og Ásdísar
Káradóttur, skáldkonu og vitavarð-
ar. Ásdís var dóttir Kára Sigurjóns-
sonar, steingervingafræðings og b. á
Tjörnesi, og Sigrúnar Árnadóttur
frá Þverá.
Jarðarfarir
Ögn Sigfúsdóttir, Ljósalandi, Hvera-
gerði, veröur jarösungin frá Hveragerðis-
kirkju laugard. 28.4. kl. 14.00.
Þóra Haraldsdóttir, Heiöarvegi 54, Vest-
mannaeyjum, veröur jarösungin frá
Landakirkju laugard. 28.4. kl. 14.00.
Torfi Steindórsson, Hala, Suöursveit,
sem lést á hjartadeild Landspítalans,
Fossvogi, þriðjud. 17.4., veröur jarö-
sunginn frá Káifafellsstaðarkirkju í Suö-
ursveit laugard. 28.4. kl. 14.00.
Sigríöur Guömundsdóttir, frá Björnskoti,
Skeiöum, Grænumörk 1, Selfossi, verö-
ur jarösungin frá Selfosskirkju laugard.
28.4. kl. 15.30.
Jón I. Guömundsson, fyrrv. yfirlögreglu-
þjónn, Sunnuvegi 9, Selfossi, verður
jarösunginn frá Selfosskirkju laugard.
28.4. kl. 13.30.
iráBænr Dómari
„Þórhallur heldur uppi leiknum með mikilli innlifun, glettilega
góðri tímasetningu og fjölbreytilegum tiktúrum
sem alltféll í goðan jarðveg." sveinnHaraidsson, mu
„Laddi er frábær, skemmtilegur, hugljúfur... er að sýna nýja hlið..."
Hávar Sigurjónsson
„Fífl í hófi er nútímalegur gamanleikur með hvössum broddi...
' t svið í list sinni...
Silja Aðalsteinsdóttir. DV
iii i iiuii iiuuiimicyui yaiiiaiiicuvui iiicu uv
Laddi kemst upp á nýtt svið í list sii
Sýningin rennur lipurlega, hun er fyndin..." c
„Laddi fer á kostum, fyndnari en nokkru sinni..
Bhófi
anar sýmngar f aprn ao veraa uppseinan
Sýnt í Gamla bíói (í húsi Islensku óperunnar). Miðasala í síma 5114200. Miðasaia á vefnum. midavefur.is
magnafslátt! Hafið samband I sfma 511 7060 Athugið! 25
i á Café Öpeni