Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2001, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2001, Blaðsíða 50
58__________________________________________________________________________________________ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001 Tilvera DV Síðasta vinnuvika Dóru í bankanum: sér beint í búskapinn DV-MYND HARI Dóra Ingvarsdóttir útibússtjóri „Ég hef mikla ánægju af skepnum og hlakka til að fara í sauðburðinn. “ Höskuldur málar Höskuldur Skagfjörð opnar myndlistasýningu í Tjamarsal Ráðhússins í dag. Hann notar aðallega akríl-og pastelliti og segir það hjálpa sér að hafa kunnað að farða leikara fyrir svið, auk þess sem hann hafi lært málaralist hjá frú Erlu Sigurðardóttur. Djass ■ SUNNUDAGSJASS Á OZIO Gítaristarnir Omar Einarsson og Jakob Hagedorn leika latin-og bossanovalög úr ýmsum áttum kvöld á Ozio viö Lækjargötu í Reykjavík. Tónleikarnir hefjast 21.30 Klassík ■ BURTFARARTONLEIKAR Þór- hallur S. Bergmann píanóleikari er að úskrifast frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og leikur verk eftir Bach, Beethoven, Rakhmaninov og Sjostakovitsj á tónleikum í Salnum í dag sem hefjast kl. 14. ■ SÁLUMESSA ÁHUGAMANNA í dag verða haldnir tónleikar í Nes- kirkju ísafjarðar kl.,16. 60 Hátíðar- kðr Tónlistarskóla ísafjaröar og Sin- fóníuhljómsveit áhugamanna, ásamt fjórum einsöngvurum flytja Sálumessu Mozarts. ■ ÁRNESINGAKÓRINn í ÝMI Árleg ir vortónleikar Arnesingakórsins í Reykjavík verða haldnir í Ymi í dag klukkan ■ GOSPEL í LANGHOLTSKIRKJU Gospelsystur Reykjavíkur halda vor- tónleika undir stjórn Margrétar Pálmadóttur í Langholtskirkju í dag kl. 14.00 og 17.00. Einsöngvari er Páll Rósinkranz. Opnanir ■ JÓN GUNNARSSON í HAFNAR- BORG Sýning á olíu- og vatnslita- myndum Jóns Gunnarssonar verður opnuö í dag í Hafnarborg í Hafnar- firði klukkan 15. Sýningin er opin frá 11-17 alla daga nema þriöjudaga og stendur til 14. maí. ■ ALÞÝÐULIST í ÞORLÁKSHÓFN „Alþýöulist í Þorlákshöfn" er sam- sýning þrjátíu Þorlákshafnarbúa sem sýna málverk, grafík, Ijósmyndir, leir- muni, glermuni, útsaum, bútasaum, myndverk í tré, stein og járn í menn- ingar- og stjórnsýsluhúsinu í Þor- lákshöfn í dag frá klukkan 14-18. ■ BORÐLEGGJANDI Sýningin Borö- leggjandi verður oþnuö í dag hjá Handverki og hönnun í Aðalstræti 12, 2 hæð, kl. 16. Aðgangur er ókeypis. ■ FÍLAPENSILL j GIILA HÚSINU Fílapensillinn heitir hópur listmálara sem opnar sýningu á verkum sínum í Gula húsinu, Lindargötu, í dag. ■ JEAN POSOCCO í dag klukkan 15 opnar Jean Posocco sýninguna „Stemning - Ambiance" í Sverris- sal, Hafnarborg. ■ BJÓRG ÓRVAR í EYJUM í dag klukkan 16 opnar Björg Orvar sýn- ingu,á verkum sínum á Myndlistar- vori íslandsbanka í Vestmannaeyjum í gamla vélasalnum á horni Vestur- vegar og Græðisbrautar. Fundir ■ SOGIÍR A TJÁLDI Málbing um ' kvikmyndir sem sóttar eru í íslenskar bókmenntir er haldið í Há- skólabíói frá kl. 13-17.45. ■ RITÞING í GERÐUBERGI í dag fer fram ritþing í Menningarmiöstóð- inni Gerðubergi til heiðurs skáldinu Siguröl Pálssyni milli klukkan 13.30 og 16. Sjá nánar: Líflð eftlr vinnu á Vísl.is Skellir „Þetta hefur verið lífsskólinn minn,“ segir Dóra Ingvarsdóttir sem senn lætur af starfi útibús- stjóra Búnaðarbankans í Mjódd er hún hefur gegnt farsællega í 16 ár. Hún kveðst sjálf hafa sagt upp og segir tilfinninguna við starfslok bæði jákvæða og neikvæða. Ábyrgð- inni létti en eftirsjáin sé lika mikill því hún hafi notið frábærs sam- starfs sem hún sé þakklát fyrir. Þar nefnir hún bæði yfirmenn, starfs- fólk í útibúinu og viðskiptavini. „Útibússtjórastarfið er mjög lifandi og skemmtilegt en einnig viðkvæmt og flókið því það tekur á flestum þáttum mannlífsins," segir hún al- varleg. Erfiðast í atvinnuleysinu Þegar Dóra settist í stól útibús- stjóra í Seljaútibúinu fyrir 16 árum var útibúið í lítilli kjallaraíbúð i Seljahverflnu. Það hefur eflst mikið síðan og þar vinna nú 15 manns, allt konur. „Fyrirtæki blómstra sem eru hér i viðskiptum og við höfum náð að bæta okkar rekstur ár frá ári,“ segir Dóra brosandi. Þegar hún er beðin að líta til baka segir hún erf- iðasta tímabilið í þessu starfi hafa verið árin 1992-3, þegar atvinnu- leysið skall á. „Ég reyndi að standa með fólki og skilmála- og skuld- breyta lánum svo það sæi fram úr skuldum," segir hún og kveðst leggja mikið upp úr því að loforð standi, bæði sin og annarra. „Fagleg ráðgjöf er stór þáttur i starfi útibús- stjóra og hana hef ég reynt að veita eftir bestu vitund og þekkingu," seg- ir Dóra. Aðeins einn mann segir hún hafa gengið út og skellt huröum í hennar tíð sem útibússtjóra og sá hafi ekki verið í viðskiptum við bankann. „Auðvitað hef ég þurft að hafa bein í nefinu til að gegna þessu starfi. Ég hefði ekki getað þetta ann- ars og bregðist maður ekki rétt við á réttum tíma getur fyrirtækið tap- að miklum peningum," segir hún og bætir við að viðskiptasiðferðið hjá íslendingum mætti stundum vera betra. Hlakkar til að fara í sauöburðinn Dóra varð fyrst kvenna til að gegna formennsku í starfsmannafé- lagi Búnaðarbankans og líka í Rang- DV, SKAGAFIRDI:____________________ „Eg byrjaði hérna á Löngumýri fyrir einu ári. Þetta er búið að vera fjölbreytilegt og talsvert lærdóms- ríkt. Mikil starfsemi var í fyrrasum- ar og seinnipartinn í vetur en rólegt um jólin og fram yfir áramótin: það er talsvert bókað fyrir sumarið. Þar má nefna að Rauði krossinn verður með sumarbúðir fyrir fatlaða. Hjálp- ræðisherinn verður hér með trúar- helgi. Einnig verða KFUM og KFUK hér eina helgi, þá verða ættarmót og hópar innlendra og erlendra ferða- manna. Þá eru fyrirhugaðar bygg- ingarframkvæmdir, elsta húsið, þ.e. heimavistin, hverfur og til stendur að byggja kirkju og gistiálmu á grunni gamla hússins. Þannig að hér verður mikið um að vera í sum- ar. Ég er aöeins ráðinn hér til 1. september en vonast vissulega eftir að fá að starfa hér áfram. Mér hefur líkað vel á Löngumýri og við fólkið í héraðinu, tel mig raunar orðin heilmikinn Skagfirðing," sagði Árni Harðarson, staðarhaldari þjóðkirkj- unnar á Löngumýri í Skagafirði, þegar fréttamaður heimsótti hann á dögunum. æingafélaginu í Reykjavík. í hennar tíð sem formaður byggði Rangæ- ingafélagið glæsilegt hús að Selja- landi undir EyjaQöllum. En hvað skyldi þessi kjarnakona ætla að fara að gera nú þegar bankastörfunum sleppir? „Mágur minn býr austur í Dalsseli í Eyjaíjallasveit og þar ætla ég að vera í sumar við sveitastörf ásamt manni minum, Ólafi Odd- geirssyni. Ég hef mikla ánægju af skepnum og hlakka til að fara í sauðburðinn," segir Dóra glaðlega og kveðst þar vera að láta gamlan draum rætast. „Ég átti heima á Eins og af framantöldu sést er margt sem fram fer á Löngumýri, miklu tleira en það sem tengist starfi kirkjunnar. Fermingar- fræðsla er einn þáttur í starfmu. Þarna koma flest fermingarböm úr Norðurlandskjördæmi vestra og einnig úr hluta Eyjafjarðarsýslu og dvelja ýmist dagpart eða sólarhring Rauðuskriðum í Fljótshlíð sem ung- lingur og á góðar minningar úr bú- skapnum þar.“ Dreymdi um lögfræöi Dóra rifjar upp skólaár í Skógum og kveðst líka hafa sérstakar taugar til sunnlenskra bænda frá því hún var deildarstjóri afurðasviðs Slátur- félags Suðurlands á árunum 1958 til 1975. „Það var gaman að vinna fyrir bændurna en mig langaði alltaf að mennta mig svo ég settist á skóla- bekk á miðjum aldri og tók stúd- entspróf 1978, þá fjörutíu og ásamt hlutaðeigandi presti. Einnig er starfræktur kirkjuskóli fyrir yngri börnin. Þá eru þarna ýmsir fundir og námskeið á vegum kirkj- unnar. Ennfremur er staðurinn leigður út fyrir margvíslegar sam- komur, ættarmót, fundi og veislur af ýmsu tagi. Þá koma eldri borgar- ar í Skagafirði þarna saman aðra tveggja.“ Dóra segist hafa látið sig dreyma um lögfræði en þau hjón hafi staðið í húsbyggingu svo hún hafi farið að vinna. Enn var menntaþráin þó til staðar og því dreif hún sig til London haustið ‘91 og stundaði nám í Barcleys-banka og lauk námi hjá Endurmenntunar- stofnun Háskóla íslands í viðskipta- fræðum vorið 1993. Hvað við tekur í haust vill hún ekki gefa upp en veit greinilega af góðri stofnun vestur á Melum. -Gun. hverja viku yfir veturinn. Árni seg- ir að að hans starf sé fólgið í umsjón með húsnæðinu, að taka niður pant- anir og skaffa þær veitingar sem óskað er. Árni er lærður þjónn og hefur talsvert starfað á veitingastöðum á undanfórnum árum, m.a. á Bautan- um á Akureyri og Hótel Varmahlíð. Þar sem hann hefur enn aðeins fengið skammtímaráðningu hefur fjölskylda hans ekki ílutt í Skaga- íjörðinn enn. Kona Árna, María Ing- unn Tryggvadóttir, hefur búið með börnin þeirra fjögur á Akureyri en komið í sveitina nánast allar helgar og í fyrrasumar starfaði hún á Löngumýri. Árni segir að staðurinn heyri undir svokallaða Löngumýr- arnefnd. í henni eru séra Gísli Gunnarsson í Glaumbæ, séra Dalla Þórðardóttir á Miklabæ og Jóhanna Pálmadóttir á Akri í A-Hún. og seg- ir hann að samstarfið við stjómina hafi verið mjög gott og tekið á hlut- unum með skilningi og kunnáttu. „Það er mín ósk að fá að verða eldri borgari hér í Skagafirði," sagði Árni Harðarson að lokum og hló við. -ÖÞ Mín ósk að fá að verða eldri borgari í Skagafirði - segir Árni Harðarson veitingaþjónn, staðarhaldari þjóðkirkjunnar á Löngumýri DV-MYND ÖRN ÞÓRARINSSON Fjölskyldan Árni Harðarson staðarhaldari ásamt strákunum Herði Hólm og Tryggva Hólm og eiginkonunni, Maríu Tryggvadóttur. Dæturnar Hilda og Katrín voru fjarverandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.