Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2001, Qupperneq 50
58__________________________________________________________________________________________ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001
Tilvera DV
Síðasta vinnuvika Dóru í bankanum:
sér beint í búskapinn
DV-MYND HARI
Dóra Ingvarsdóttir útibússtjóri
„Ég hef mikla ánægju af skepnum og hlakka til að fara í sauðburðinn. “
Höskuldur
málar
Höskuldur Skagfjörð opnar
myndlistasýningu í Tjamarsal
Ráðhússins í dag. Hann notar
aðallega akríl-og pastelliti og
segir það hjálpa sér að hafa
kunnað að farða leikara fyrir
svið, auk þess sem hann hafi
lært málaralist hjá frú Erlu
Sigurðardóttur.
Djass
■ SUNNUDAGSJASS Á OZIO
Gítaristarnir Omar Einarsson og
Jakob Hagedorn leika latin-og
bossanovalög úr ýmsum áttum
kvöld á Ozio viö Lækjargötu í
Reykjavík. Tónleikarnir hefjast 21.30
Klassík
■ BURTFARARTONLEIKAR Þór-
hallur S. Bergmann píanóleikari er
að úskrifast frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík og leikur verk eftir Bach,
Beethoven, Rakhmaninov og
Sjostakovitsj á tónleikum í Salnum í
dag sem hefjast kl. 14.
■ SÁLUMESSA ÁHUGAMANNA í
dag verða haldnir tónleikar í Nes-
kirkju ísafjarðar kl.,16. 60 Hátíðar-
kðr Tónlistarskóla ísafjaröar og Sin-
fóníuhljómsveit áhugamanna,
ásamt fjórum einsöngvurum flytja
Sálumessu Mozarts.
■ ÁRNESINGAKÓRINn í ÝMI Árleg
ir vortónleikar Arnesingakórsins í
Reykjavík verða haldnir í Ymi í dag
klukkan
■ GOSPEL í LANGHOLTSKIRKJU
Gospelsystur Reykjavíkur halda vor-
tónleika undir stjórn Margrétar
Pálmadóttur í Langholtskirkju í dag
kl. 14.00 og 17.00. Einsöngvari er
Páll Rósinkranz.
Opnanir
■ JÓN GUNNARSSON í HAFNAR-
BORG Sýning á olíu- og vatnslita-
myndum Jóns Gunnarssonar verður
opnuö í dag í Hafnarborg í Hafnar-
firði klukkan 15. Sýningin er opin frá
11-17 alla daga nema þriöjudaga
og stendur til 14. maí.
■ ALÞÝÐULIST í ÞORLÁKSHÓFN
„Alþýöulist í Þorlákshöfn" er sam-
sýning þrjátíu Þorlákshafnarbúa sem
sýna málverk, grafík, Ijósmyndir, leir-
muni, glermuni, útsaum, bútasaum,
myndverk í tré, stein og járn í menn-
ingar- og stjórnsýsluhúsinu í Þor-
lákshöfn í dag frá klukkan 14-18.
■ BORÐLEGGJANDI Sýningin Borö-
leggjandi verður oþnuö í dag hjá
Handverki og hönnun í Aðalstræti
12, 2 hæð, kl. 16. Aðgangur er
ókeypis.
■ FÍLAPENSILL j GIILA HÚSINU
Fílapensillinn heitir hópur listmálara
sem opnar sýningu á verkum sínum
í Gula húsinu, Lindargötu, í dag.
■ JEAN POSOCCO í dag klukkan
15 opnar Jean Posocco sýninguna
„Stemning - Ambiance" í Sverris-
sal, Hafnarborg.
■ BJÓRG ÓRVAR í EYJUM í dag
klukkan 16 opnar Björg Orvar sýn-
ingu,á verkum sínum á Myndlistar-
vori íslandsbanka í Vestmannaeyjum
í gamla vélasalnum á horni Vestur-
vegar og Græðisbrautar.
Fundir
■ SOGIÍR A TJÁLDI Málbing um '
kvikmyndir sem sóttar eru í
íslenskar bókmenntir er haldið í Há-
skólabíói frá kl. 13-17.45.
■ RITÞING í GERÐUBERGI í dag
fer fram ritþing í Menningarmiöstóð-
inni Gerðubergi til heiðurs skáldinu
Siguröl Pálssyni milli klukkan 13.30
og 16.
Sjá nánar: Líflð eftlr vinnu á Vísl.is
Skellir
„Þetta hefur verið lífsskólinn
minn,“ segir Dóra Ingvarsdóttir
sem senn lætur af starfi útibús-
stjóra Búnaðarbankans í Mjódd er
hún hefur gegnt farsællega í 16 ár.
Hún kveðst sjálf hafa sagt upp og
segir tilfinninguna við starfslok
bæði jákvæða og neikvæða. Ábyrgð-
inni létti en eftirsjáin sé lika mikill
því hún hafi notið frábærs sam-
starfs sem hún sé þakklát fyrir. Þar
nefnir hún bæði yfirmenn, starfs-
fólk í útibúinu og viðskiptavini.
„Útibússtjórastarfið er mjög lifandi
og skemmtilegt en einnig viðkvæmt
og flókið því það tekur á flestum
þáttum mannlífsins," segir hún al-
varleg.
Erfiðast í atvinnuleysinu
Þegar Dóra settist í stól útibús-
stjóra í Seljaútibúinu fyrir 16 árum
var útibúið í lítilli kjallaraíbúð i
Seljahverflnu. Það hefur eflst mikið
síðan og þar vinna nú 15 manns, allt
konur. „Fyrirtæki blómstra sem eru
hér i viðskiptum og við höfum náð
að bæta okkar rekstur ár frá ári,“
segir Dóra brosandi. Þegar hún er
beðin að líta til baka segir hún erf-
iðasta tímabilið í þessu starfi hafa
verið árin 1992-3, þegar atvinnu-
leysið skall á. „Ég reyndi að standa
með fólki og skilmála- og skuld-
breyta lánum svo það sæi fram úr
skuldum," segir hún og kveðst
leggja mikið upp úr því að loforð
standi, bæði sin og annarra. „Fagleg
ráðgjöf er stór þáttur i starfi útibús-
stjóra og hana hef ég reynt að veita
eftir bestu vitund og þekkingu," seg-
ir Dóra. Aðeins einn mann segir
hún hafa gengið út og skellt huröum
í hennar tíð sem útibússtjóra og sá
hafi ekki verið í viðskiptum við
bankann. „Auðvitað hef ég þurft að
hafa bein í nefinu til að gegna þessu
starfi. Ég hefði ekki getað þetta ann-
ars og bregðist maður ekki rétt við
á réttum tíma getur fyrirtækið tap-
að miklum peningum," segir hún og
bætir við að viðskiptasiðferðið hjá
íslendingum mætti stundum vera
betra.
Hlakkar til að fara í
sauöburðinn
Dóra varð fyrst kvenna til að
gegna formennsku í starfsmannafé-
lagi Búnaðarbankans og líka í Rang-
DV, SKAGAFIRDI:____________________
„Eg byrjaði hérna á Löngumýri
fyrir einu ári. Þetta er búið að vera
fjölbreytilegt og talsvert lærdóms-
ríkt. Mikil starfsemi var í fyrrasum-
ar og seinnipartinn í vetur en rólegt
um jólin og fram yfir áramótin: það
er talsvert bókað fyrir sumarið. Þar
má nefna að Rauði krossinn verður
með sumarbúðir fyrir fatlaða. Hjálp-
ræðisherinn verður hér með trúar-
helgi. Einnig verða KFUM og KFUK
hér eina helgi, þá verða ættarmót og
hópar innlendra og erlendra ferða-
manna. Þá eru fyrirhugaðar bygg-
ingarframkvæmdir, elsta húsið, þ.e.
heimavistin, hverfur og til stendur
að byggja kirkju og gistiálmu á
grunni gamla hússins. Þannig að
hér verður mikið um að vera í sum-
ar. Ég er aöeins ráðinn hér til 1.
september en vonast vissulega eftir
að fá að starfa hér áfram. Mér hefur
líkað vel á Löngumýri og við fólkið
í héraðinu, tel mig raunar orðin
heilmikinn Skagfirðing," sagði Árni
Harðarson, staðarhaldari þjóðkirkj-
unnar á Löngumýri í Skagafirði,
þegar fréttamaður heimsótti hann á
dögunum.
æingafélaginu í Reykjavík. í hennar
tíð sem formaður byggði Rangæ-
ingafélagið glæsilegt hús að Selja-
landi undir EyjaQöllum. En hvað
skyldi þessi kjarnakona ætla að fara
að gera nú þegar bankastörfunum
sleppir? „Mágur minn býr austur í
Dalsseli í Eyjaíjallasveit og þar ætla
ég að vera í sumar við sveitastörf
ásamt manni minum, Ólafi Odd-
geirssyni. Ég hef mikla ánægju af
skepnum og hlakka til að fara í
sauðburðinn," segir Dóra glaðlega
og kveðst þar vera að láta gamlan
draum rætast. „Ég átti heima á
Eins og af framantöldu sést er
margt sem fram fer á Löngumýri,
miklu tleira en það sem tengist
starfi kirkjunnar. Fermingar-
fræðsla er einn þáttur í starfmu.
Þarna koma flest fermingarböm úr
Norðurlandskjördæmi vestra og
einnig úr hluta Eyjafjarðarsýslu og
dvelja ýmist dagpart eða sólarhring
Rauðuskriðum í Fljótshlíð sem ung-
lingur og á góðar minningar úr bú-
skapnum þar.“
Dreymdi um lögfræöi
Dóra rifjar upp skólaár í Skógum
og kveðst líka hafa sérstakar taugar
til sunnlenskra bænda frá því hún
var deildarstjóri afurðasviðs Slátur-
félags Suðurlands á árunum 1958 til
1975. „Það var gaman að vinna fyrir
bændurna en mig langaði alltaf að
mennta mig svo ég settist á skóla-
bekk á miðjum aldri og tók stúd-
entspróf 1978, þá fjörutíu og
ásamt hlutaðeigandi presti. Einnig
er starfræktur kirkjuskóli fyrir
yngri börnin. Þá eru þarna ýmsir
fundir og námskeið á vegum kirkj-
unnar. Ennfremur er staðurinn
leigður út fyrir margvíslegar sam-
komur, ættarmót, fundi og veislur
af ýmsu tagi. Þá koma eldri borgar-
ar í Skagafirði þarna saman aðra
tveggja.“ Dóra segist hafa látið sig
dreyma um lögfræði en þau hjón
hafi staðið í húsbyggingu svo hún
hafi farið að vinna. Enn var
menntaþráin þó til staðar og því
dreif hún sig til London haustið ‘91
og stundaði nám í Barcleys-banka
og lauk námi hjá Endurmenntunar-
stofnun Háskóla íslands í viðskipta-
fræðum vorið 1993. Hvað við tekur í
haust vill hún ekki gefa upp en veit
greinilega af góðri stofnun vestur á
Melum.
-Gun.
hverja viku yfir veturinn. Árni seg-
ir að að hans starf sé fólgið í umsjón
með húsnæðinu, að taka niður pant-
anir og skaffa þær veitingar sem
óskað er.
Árni er lærður þjónn og hefur
talsvert starfað á veitingastöðum á
undanfórnum árum, m.a. á Bautan-
um á Akureyri og Hótel Varmahlíð.
Þar sem hann hefur enn aðeins
fengið skammtímaráðningu hefur
fjölskylda hans ekki ílutt í Skaga-
íjörðinn enn. Kona Árna, María Ing-
unn Tryggvadóttir, hefur búið með
börnin þeirra fjögur á Akureyri en
komið í sveitina nánast allar helgar
og í fyrrasumar starfaði hún á
Löngumýri. Árni segir að staðurinn
heyri undir svokallaða Löngumýr-
arnefnd. í henni eru séra Gísli
Gunnarsson í Glaumbæ, séra Dalla
Þórðardóttir á Miklabæ og Jóhanna
Pálmadóttir á Akri í A-Hún. og seg-
ir hann að samstarfið við stjómina
hafi verið mjög gott og tekið á hlut-
unum með skilningi og kunnáttu.
„Það er mín ósk að fá að verða
eldri borgari hér í Skagafirði,"
sagði Árni Harðarson að lokum og
hló við. -ÖÞ
Mín ósk að fá að verða
eldri borgari í Skagafirði
- segir Árni Harðarson veitingaþjónn, staðarhaldari þjóðkirkjunnar á Löngumýri
DV-MYND ÖRN ÞÓRARINSSON
Fjölskyldan
Árni Harðarson staðarhaldari ásamt strákunum Herði Hólm og Tryggva Hólm og
eiginkonunni, Maríu Tryggvadóttur. Dæturnar Hilda og Katrín voru fjarverandi.