Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2001, Síða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2001, Síða 56
brother P-touch 1250 Lítll en STÓRmerklleg merkivél 5 leturstæröir 9 leturstillingar prentar í 2 linur boröi 6. 9 og 12 mm 4 gerðir at römmum Rafport Nýbýlavegi 14 Simi 554 4443 Veffang. www.if.is/rafport Innköllun 320 , Nissan-jeppa Að beiðni Nissan, framleiðanda Patrol-jeppanna, mun Ingvar Helga- son M. innkalla alla nýju Patrol-bíl- ana með þriggja lítra vélinni á næstu vikum og mánuðum vegna galla í olíukerfi. Innköllunin verður eigendum bílanna. -NG Nánar á bls. 29 í DV-Bllum 'Z* Goði og Norðlenska: Líklega í eina sæng Niðurstaða virðist í augsýn í reki- stefnu þeirri sem ríkt hefur síðustu vikur um framtíð Goða hf. „Sameining við Norðlenska á Akureyri er líklegasti kosturinn í stöðunni," sagði Kristinn Þór Geirsson, framkvæmdastjóri Goða, við DV í gær. Um tuttugu starfsmönnum í kjöt- vinnslu fyrirtækisins á Selfossi var sagt upp i vikunni. „Enn er hins vegar eftir aö reikna til enda hvað gera skuli við þau ellefu slát- urhús og þrjár kjötvinnslur sem Goði rekur víðs vegar um landið. Allt er óá- kveöið í því máli en mun skýrast bráð- lega,“ segir Kristinn Þór. Inga Þóra Karlsdóttir, trúnaðarmaö- ur starfsfólks Goða á Selfossi, telur litl- ar líkur á þvi að starfsmenn á Selfossi fýsi að fylgja fyrirtækinu norður tO Ak- ureyrar. -sbs Ljót sjón á Sólheimasandi: Kindahræ í hrúgu - gat ekki lokið verkinu, segir eigandinn Nokkur kindahræ hafa legið í hrúgu á Sólheimasandi í Mýrdal um nokkurt skeið. Fólk sem átt hefur leið um sandinn hefur kvartað undan þessu og hefur lögreglan í Vík haft af- skipti af málinu. Eigandi kindanna kveðst ekki hafa haft tök á að urða þær þar sem hann hafi verið hand- lama og ekki haft vél til verksins. Eig- andinn hefur mann til að hirða féð fyrir sig því hann er sjáifur bundinn í öðrum störfum auk búskaparins, þar sem hann er einnig kennari og í hlutastarfi sem heilbrigðisfulltrúi. „Þetta eru hræ af kindum sem fengu fóðureitrun úr heyrúllum og þurfti að aflífa," sagði Tómas ísleifs- son, eigandi kindanna, við DV. „Ég er búinn að biðja um að þetta verði graf- ið en það hefur eitthvað dregist. Ég á von á því að það sé búið að gera það núna. Ég hafði enga vél til að moka yfir þetta og var auk þess handlama vegna aðgerðar í dymbilviku þegar þurfti að aflífa kindumar. Ég hafði því enga aöstöðu til þess að klára verkið." Tómas sagði að kindur dræpust Kindahræ Þessi hræ hafa legiö í hrúgu á Sól- . heimasandi síöan fyrir páska. víða úr fóðureitrun og væru urðaðar. Það sem hefði vantað á þarna hefði verið að ljúka verkinu. Hann sagði það vissulega slæmt fyrir sig sem fjár- eiganda og heilbrigðisfulltrúa að þetta skyldi hafa komiö fyrir en röð atvika hefði valdið því að svona fór. Hræin ættu að vera horfin sjónum manna nú. -JSS Valdaafmæli í Valhöll Sjálfstæðismenn ætla að fagna 10 ára valdaafmæli Davíðs Oddssonar i kvöld- verðarboði sem hald- iö verður forsætis- ráðherrahj ónunum til heiðurs í höfuð- stöðvum flokksins í Valhöll við Háaleitis- Oddsson. braut a mánudags- kvöld. „Það em miðstjórn og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins sem standa að samsætinu. Þarna verður borinn fram kvöldverður," sagði Kjartan Gunnars- son, framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins. „Þetta verður 70 manna hóf þingmanna og miðstjórnarmanna meö mökum.“ Davið Oddsson varð forsætisráð- herra 30. aprfl árið 1991 og hefur setið óslitið síðan. Auk samsætisins í Val- höll hyggjast meöráðherrar hans einnig heiðra hann meö móttöku þar sem mæta allir ráðherrar sem starfað hafa undir stjóm hans síðastliðinn 10 ár: „Nei, ég býst ekki við að Jón Bald- vin komi frá Ameriku vegna þessa,“ sagði Kjartan Gunnarsson aðspurður. Nánar um Davíð á bls. 20-21 -EIR LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001 DV-MYND HARI Stórbruni á Hvaleyrarholti Allt tiltækt slökkviliö á höfuöborgarsvæöinu baröist viö eld í húsnæði íslenskra matvæia í Hafnarfiröi í gær. Reykský lagöist yfir stóran hluta bæjarins og víöa eins og myrkur væri um miöjan dag. Sjá bls. 2. Ráðstefna lækna og lögfræðinga um friðhelgi og gagnagrunn: Kári olli uppnámi - bannaði sínu fólki að mæta - reynt að bola Ragnari Aðalsteinssyni út Kári Stefánsson. Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, bannaði tveimur starfsmönnum sínum að sitja ráðstefnu um friðhelgi og gagna- grunn sem Lög- mannafélagið og Læknafélag Islands stóðu fyrir á Grand Hótel Reykjavík í gærdag. Þótti Kára sem auglýstir ræðu- menn og þátttakendur i pallborðsum- ræðum væru yfirlýstir andstæðingar sínir. Uppnám varð skömmu áöur en ráðstefnan hófst þegar tilraun var gerð til aö bola Ragnari Aðalsteinssyni lög- manni frá pallborði þar sem hann átti sæti og koma þannig til móts við sjón- armið Kára. „Þetta átti að vera tilraun til aö leysa málið en ég sat sem fastast," sagði Ragnar Aðalsteinsson í ráðstefnulok. „Það versta sem komið getur fyrir ráð- stefnu sem þessa er að utanaðkomandi aðili sé að hafa afskipti af því hvemig Sat sem fastast Ragnar Aöalsteinsson lögmaöur á ráöstefnunni í gær. Neitaði aö víkja sæti til aö þóknast Kára Stefánssyni. hún fer frarn." Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélagsins, sagði hins vegar að aldrei hefði verið ætlunin að íslensk erfðagreining ætti fulltrúa á ráðstefn- unni. Þetta hefði verið fundur lækna og lögfræðinga um lagaieg og siðferðileg efni en ekki fundur um einstök fyrir- tæki: „Ef menn hafa túlkað það sem svo að slagsíða hafi verið á fundinum hefði verið enn frekari ástæöa fyrir ís- lenska erfðagreiningu að hafa fulltrúa sina á ráðstefnunni," sagði formaöur Læknafélagsins. Starfsmenn ís- lenskrar erfðagrein- ingar, sem boðið hafði verið til fundar- ins en hættu við eftir skipun Kára, vom Einar Stefánsson læknir og Hlynur Halldórsson lögfræð- ingur. Sigurbjörn Svelnsson. „Það var slagsíða á þessum fundi. Langflestir ræðumenn sem þama voru kynntir em yfirlýstir andstæðingar gagnagmnnsins," sagði Páll Magnús- son, upplýsingastjóri íslenskrar erfða- greiningar. „Við létum umrædda menn vita að ekki væri óskað eftir því að þeir mættu á ráöstefnuna og töluöu þar í nafni íslenskrar erfðagreiningar. Þeir gátu hins vegar mætt þar sem ein- staklingar." Starfsmennimir tveir mættu ekki til fundarins og var það sérstaklega til- kynnt við upphaf ráðstefnunnar. -EIR FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö I hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.