Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2001, Blaðsíða 4
4
Fréttir
LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001
I>V
Gengi krónunnar veldur Norðurljósum vanda og erlendar skuldir stóraukast:
100 milljónir á mánuði
- 14-16 manns sagt upp á Stöð tvö og „í bítið“ sent í frí
Hreggviður Jóns-
son, framkvæmda-
stjóri Norðurljósa,
sem á og rekur
m.a. Stöð tvö, segir
að gripið verði til
uppsagna á Stöð
tvö og fleiri að-
gerða til að bæta
stöðu Norðurljósa.
Er þetta gert vegna
versnandi stöðu í
kjölfar verðfalls krónunnar. Þetta
var tilkynnt á löngum fundi meö
starfsmönnum í gær. Talsverð reiði
kom fram meðal starfsmanna
vegna niðurskurðar og óvissu m.a.
um framhald morgunþáttarins „I
bítið.“
Fréttir færftar
„Ætli þaö beri ekki hæst af þess-
um fundi að við vorum að færa
fréttatímann okkar fram til klukk-
an hálfsjö," sagði Hreggviður í
samtali við DV síðdegis í gær.
Hann segir að einnig hafi verið far-
ið yfir stöðuna á fundinum varð-
andi tekjuhliðina og áhrif gengis-
breytinga á stöðu félagsins og hvað
þurfi að gera til úrbóta.
„Við erum að horfa hér á um
36% hækkun á dollar árið 2000 og
það sem af er þessu ári. Eins erum
við að kaupa meginhluta okkar efn-
is inn í dollurum, bæði dagskrár-
efni sjónvarps og tónlistar- og kvik-
myndaefni til endursölu í Skífu-
búðunum. Þá erum að greiða vexti
af erlendum lánum og allt hefur
þetta áhrif á reksturinn. Eins höf-
um við verið að segja upp fólki
undanfarna mánuði og boðuðum
það nú að við myndum losa um
fleiri samninga."
16 manns sagt upp
Sagt verður upp 14-16 starfs-
mönnum Stöðvar tvö í þessum
mánuði, að sögn Hreggviðs. Þá fer
morgunþátturinn Island í bítið í
sumarfrí fyrsta júlí.
„Við tilkynntum það á fundinum
að við ætluðum að fara í endur-
Hreggviður
Jónsson.
Samkeppnisstofnun um verðstríö á eggjum:
Álagning í smá-
sölu hefur hækkað
„Það er ljóst að
framleiðendur hafa
lækkað verð til
smásala en hjá hin-
um síðarnefndu
hefur verðið staðið
í stað. Smásöluá-
lagning hefur því
hækkað sem nemur
lækkun frá fram-
leiðendum," sagði
Guðmundur Sig-
urðsson, forstöðumaður samkeppn-
issviðs Samkeppnisstofnunar, við
DV.
Greint var frá því í blaðinu í gær
að eggjaframleiðendur telji að versl-
anakeðjurnar ráði verðmyndun á
eggjum. Bændurnir verði nú að slá
allt að 60 prósent af viömiðunar-
verði frá sér til þess að halda við-
skiptum. Elia verði þeir af þeim.
Viðmælendur DV sögðu að fram-
leiðendur hefðu þurft að stórauka
afsláttinn frá áramótum.
Guðmundur vísaði í nýja skýrslu
samkeppnisyfirvalda um verðlags-
þróun í smásölu á árunum
1996-2000 þar sem vakin var athygli
á því að verð eggjaframleiöenda til
matvöruverslunar hafi lækkað tals-
vert en smásöluálagning hafi hins
vegar hækkað.
„Niðurstaða okkar var sú að smá-
söluálagning á eggjum hefði verið á
bilinu 50-70 prósent," sagði Guð-
mundur. „Eggjaverð frá bændum
hafi á sama tímabili hafi lækkað um
10-15 prósent en verð út úr verslun
haíl staðið í stað.“
í niðurstöðukafla skýrslunnar er
vakin athygli á að vörur eins og
brauð og egg sem eru með mikinn
veltuhraða og því lítinn birgða-
kostnað skuli hafa svo háa smásölu-
álagningu sem raun beri vitni. Þá er
boðað að athugaðir verði viðskipta-
hættir milli verslana og birgja
þeirra í einstökum tilvikum. Guð-
mundur kvaðst ekki geta sagt um á
þessu stigi hvort egg væru inni í
þeirri athugun en farið yrði yfir alla
vöruflokka sem tilefni væri til að at-
huga. -JSS
Stöð tvö
Starfsfólki veröur fækkaö og ýmsar
aörar ráöstafanir geröar til aö draga
úr kostnaöi.
skoðun á þættinum með tilliti til
hvernig hann stendur undir sér
tekjulega. Við fmnum að þættir
sem eingöngu eru fjármagnaðir af
auglýsingatekjum eiga erfiðara
uppdráttar."
Auk gengisbreytingar nefnir
Hreggviður samdrátt auglýsinga á
markaðnum. Þá hafi einnig orðið
verulegur samdráttur í sölu
áskrifta á Stöð tvö það sem af er ár-
inu. Hreggviður segir áskrift að
Sýn þó standa nokkuð í stað en
aukning sé hjá Fjölvarpi og að
Bíórásinni.
450 milljóna hækkun
Hreggviður segir skuldir breyt-
ast ört vegna breytinga á gengi
krónunnar þar sem stór hluti
skuldanna er í erlendum myntum.
Skuldir Norðurljósa hafi um ára-
mót verið um sex milljarðar
króna. „Við erum því að tala um
að erlendar skuldir hafa aukist
um 450 milljónir króna frá ára-
mótum.“ Þetta samsvarar 100
milljóna króna hækkun skulda á
mánuði.
- Er eitthvað í spilunum sem
bendir til að rekstur Stöðvar tvö
stöðvist?
„Nei. Við skulum ekki gleyma
því að félagið er eignalega mjög
sterkt og á m.a. 35% í Tali. Við
verðum bara að bíta í það súra
epli að erfitt er að berjast við
gengi krónunnar,“ sagði Hregg-
viður Jónsson. -HKr.
Valur 90 ára
Knattspyrnufélagiö Valur varö níutíu ára í gær. Mikiö var um að vera hjá Vals-
mönnum og allir í hátíðarskapi. Hátíöin byrjaði meö athöfn í kapellunni aö
Hlíöarenda. Síöan var haldiö í félagsheimiliö þar sem hátíöarfundur var hald-
inn og veittar viöurkenningar og er myndin tekin viö þaö tækifæri. Hér sker
formaöurinn afmælistertina. Um kvöldiö var svo efnt til afmæiisfagnaöar á
Hótel Sögu þar sem Valsmenn, ungir sem gamlir, skemmtu sér og öörum.
VwVlð i kvolt|
11",
10/
*
w
14“
jvS"'"-
u
^ío
14“
8
y
SoJÍHftiWiiftViii- && sjiivaiiíojjl.
KEYKJAVIK
Sólariag í kvöld 22.28 22.35
Sólarupprás á morgun 04.19 03.45
Síódegisfló& 21.51 02.24
Árdegisflóö á morgun 10.15 14.38
Sliýrlngar á vaöurtákiumi
^♦^VINDÁTT 10 °<---------HITI
''’'svindstyrkur
T nwtrum á sekúndu
10°
njfrost
HEIÐSKfRT
vv
iiii*
U'
iMD O
CÉnSKÝJAO
HÁLF-
SKÝJAÐ
SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ
Urkomulítift á vestanveröu landinu
Suövestan og vestan 8 til 13 m/s allra nyrst
en annars fremur hæg vestlæg átt. Skýjaö aö
mestu en úrkomulítið vestan til en yfirleitt
léttskýjaö austan til á landinu. Hiti 7 til 18
stig, hlýjast á Austurlandi.
RIGNING SKURIR
ÉUAGANGUR ÞRUMU-
VEÐUR
tgg
SLYDDA SNiÓKOMA
SKAF- ROKA
RENNINGUR
Vinna þarf vorverkin
Þar sem sumariö er á næsta leiti er
ekki úr vegi aö fara að skella sér í
vorverkin áöur en voriö er yfirstaöiö.
Meðal þess sem þarf aö gera er aö
taka til í garðinum og hreinsa til eftir
veturinn. Svo virðist sem tún
landsmanna komi 'ágætlega undan vetri
og vonandi aö túnsprettan verði meö
besta móti í sumar.
Vestlæg eða breytileg átt
Á morgun veröur hæg vestlæg eða breytileg átt á landinu og víöast hvar
skýjaö meö köflum. Hitastigiö verður á bilinu 7 til 15 stig, hlýjast inn til
landsins.
WlájfM
Vindur:
3-8
i*r\
Hiti l»tii 9°
Norólæg átt, 3 til 8 m/s.
Litlls háttar skúrir
nor&austan tll en skýjað
me& köflum sunnan og
vestan tll. Hltl 1 tll 9 stlg,
hlýjast sunnanlands.
Hp
Vindun C
3-8 ,v» ý
Hiti l”til 9”
Nor&læg átt, 3 tll 8 m/s.
Litils áttar skúrlr
nor&austan tll en skýjað
me& köflum sunnan og
vestan tll. Hltl 1 tll 9 stlg,
hlýjast sunnanlands.
Nor&læg átt og dálítll
slydduél norðan og austan
tll en annars skýjað með
köflum. Svalt í ve&rl.
Evróvisjón:
Drottningin vill
ekki fljúga heim
DV, KAUPMANNAHOFN:________________
Mikil illska hefur hlaupið í kepp-
endur og aðstandendur Evrópsku
söngvakeppninnar vegna þess að
Margrét Danadrottning vill ekki
mæta í kvöld. í
fyrstu hafði hún þá
afsökun að henni
væri boðið í brúð-
kaup í Frakklandi
en í ljós hefur kom-
ið að löngu er búið
að fresta því brúð-
kaupi. í dag hefur
hún enga afsökun
en neitar samt að
fljúga heim fra
frönsku rivíerunni. Enga skýringu
er að fá á þeirri ákvörðun hennar
og Hinriks að mæta ekki. Sumir
keppendanna eru mjög reiðir vegna
þessa og tilraunir Danska ríkissjón-
varpsins til að breyta ferðatilhögun
drottningarinnar hafa runnið út í
sandinn. Keppendunum finnst þetta
vera hneyksli og hafa ófáar skamm-
ir dunið á dönsku konungsfjölskyld-
unni undanfarna daga.
-MT
Margrét
Danadrottning.
Framsókn leitar
nefndarformanns
Sjávarútvegs-
nefnd Framsóknar-
flokksins hefur enn
ekki hafið störf og
er ekki búið að
finna formann til
að stýra vinnu
nefndarinnar. Á
síðasta flokksþingi
Framsóknarflokks-
ins var samþykkt
að úttekt yrði gerð
á sjávarútvegsmálunum og þótti
sem Kristinn H. Gunnarsson, þing-
flokk§formaður Framsóknar, hefði
haft sigur í því máli. Kristinn hefur
aðrar skoðanir en Framsóknar-
flokkurinn hefur haft á stefnuskrá
sinni í sjávarútvegsmálum. Hann
telur núverandi kerfi ýta mjög und-
ir byggðaröskun.
Kristinn sagði í samtali við DV að
vonast væri til þess á næstu dögum
að fundinn yrði maður til að leiða
starf nefndarinnar. Mikilvægt væri
að sátt væri um slíkan mann innan
ikksins. -BÞ
Veftrift M, U
AKUREYRI skýjaö 14
BERGSSTAÐIR skýjaö 12
BOLUNGARVÍK skýjað 9
EGILSSTAÐIR 9
KIRKJUBÆJARKL. skýjaö 12
KEFLAVÍK úrkoma 9
RAUFARHÖFN rigning 10
REYKJAVÍK skýjaö 9
STÓRHÖFÐI þokumóöa 9
BERGEN léttskýjaö 19
HELSINKI skýjaö 13
KAUPMANNAHÖFN léttskýjaö 18
ÓSLÓ léttskýjaö 22
STOKKHÓLMUR 14
ÞÓRSHÖFN skýjaö 8
ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 11
ALGARVE heiöskírt 19
AMSTERDAM léttskýjaö 24
BARCELONA
BERLÍN léttskýjaö 19
CHICAGO alskýjaö 17
DUBLIN rigning 14
HALIFAX alskýjaö 7
FRANKFURT léttskýjaö 24
HAMBORG léttskýjað 20
JAN MAYEN léttskýjað 4
LONDON léttskýjaö 25
LÚXEMBORG léttskýjaö 24
MALLORCA skýjað 24
MONTREAL heiðskírt 20
NARSSARSSUAQ skýjaö 6
NEW YORK léttskýjaö 21
ORLANDO léttskýjaö 20
PARÍS léttskýjaö 25
VÍN skýjaö 21
WASHINGTON léttskýjaö 16
WINNIPEG heiöskírt 1
■ a -JA'i á »i»j : t-i úí i»i h >j:i »>■
Kristinn H.
Gunnarsson.