Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2001, Blaðsíða 4
4 Fréttir LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 I>V Gengi krónunnar veldur Norðurljósum vanda og erlendar skuldir stóraukast: 100 milljónir á mánuði - 14-16 manns sagt upp á Stöð tvö og „í bítið“ sent í frí Hreggviður Jóns- son, framkvæmda- stjóri Norðurljósa, sem á og rekur m.a. Stöð tvö, segir að gripið verði til uppsagna á Stöð tvö og fleiri að- gerða til að bæta stöðu Norðurljósa. Er þetta gert vegna versnandi stöðu í kjölfar verðfalls krónunnar. Þetta var tilkynnt á löngum fundi meö starfsmönnum í gær. Talsverð reiði kom fram meðal starfsmanna vegna niðurskurðar og óvissu m.a. um framhald morgunþáttarins „I bítið.“ Fréttir færftar „Ætli þaö beri ekki hæst af þess- um fundi að við vorum að færa fréttatímann okkar fram til klukk- an hálfsjö," sagði Hreggviður í samtali við DV síðdegis í gær. Hann segir að einnig hafi verið far- ið yfir stöðuna á fundinum varð- andi tekjuhliðina og áhrif gengis- breytinga á stöðu félagsins og hvað þurfi að gera til úrbóta. „Við erum að horfa hér á um 36% hækkun á dollar árið 2000 og það sem af er þessu ári. Eins erum við að kaupa meginhluta okkar efn- is inn í dollurum, bæði dagskrár- efni sjónvarps og tónlistar- og kvik- myndaefni til endursölu í Skífu- búðunum. Þá erum að greiða vexti af erlendum lánum og allt hefur þetta áhrif á reksturinn. Eins höf- um við verið að segja upp fólki undanfarna mánuði og boðuðum það nú að við myndum losa um fleiri samninga." 16 manns sagt upp Sagt verður upp 14-16 starfs- mönnum Stöðvar tvö í þessum mánuði, að sögn Hreggviðs. Þá fer morgunþátturinn Island í bítið í sumarfrí fyrsta júlí. „Við tilkynntum það á fundinum að við ætluðum að fara í endur- Hreggviður Jónsson. Samkeppnisstofnun um verðstríö á eggjum: Álagning í smá- sölu hefur hækkað „Það er ljóst að framleiðendur hafa lækkað verð til smásala en hjá hin- um síðarnefndu hefur verðið staðið í stað. Smásöluá- lagning hefur því hækkað sem nemur lækkun frá fram- leiðendum," sagði Guðmundur Sig- urðsson, forstöðumaður samkeppn- issviðs Samkeppnisstofnunar, við DV. Greint var frá því í blaðinu í gær að eggjaframleiðendur telji að versl- anakeðjurnar ráði verðmyndun á eggjum. Bændurnir verði nú að slá allt að 60 prósent af viömiðunar- verði frá sér til þess að halda við- skiptum. Elia verði þeir af þeim. Viðmælendur DV sögðu að fram- leiðendur hefðu þurft að stórauka afsláttinn frá áramótum. Guðmundur vísaði í nýja skýrslu samkeppnisyfirvalda um verðlags- þróun í smásölu á árunum 1996-2000 þar sem vakin var athygli á því að verð eggjaframleiöenda til matvöruverslunar hafi lækkað tals- vert en smásöluálagning hafi hins vegar hækkað. „Niðurstaða okkar var sú að smá- söluálagning á eggjum hefði verið á bilinu 50-70 prósent," sagði Guð- mundur. „Eggjaverð frá bændum hafi á sama tímabili hafi lækkað um 10-15 prósent en verð út úr verslun haíl staðið í stað.“ í niðurstöðukafla skýrslunnar er vakin athygli á að vörur eins og brauð og egg sem eru með mikinn veltuhraða og því lítinn birgða- kostnað skuli hafa svo háa smásölu- álagningu sem raun beri vitni. Þá er boðað að athugaðir verði viðskipta- hættir milli verslana og birgja þeirra í einstökum tilvikum. Guð- mundur kvaðst ekki geta sagt um á þessu stigi hvort egg væru inni í þeirri athugun en farið yrði yfir alla vöruflokka sem tilefni væri til að at- huga. -JSS Stöð tvö Starfsfólki veröur fækkaö og ýmsar aörar ráöstafanir geröar til aö draga úr kostnaöi. skoðun á þættinum með tilliti til hvernig hann stendur undir sér tekjulega. Við fmnum að þættir sem eingöngu eru fjármagnaðir af auglýsingatekjum eiga erfiðara uppdráttar." Auk gengisbreytingar nefnir Hreggviður samdrátt auglýsinga á markaðnum. Þá hafi einnig orðið verulegur samdráttur í sölu áskrifta á Stöð tvö það sem af er ár- inu. Hreggviður segir áskrift að Sýn þó standa nokkuð í stað en aukning sé hjá Fjölvarpi og að Bíórásinni. 450 milljóna hækkun Hreggviður segir skuldir breyt- ast ört vegna breytinga á gengi krónunnar þar sem stór hluti skuldanna er í erlendum myntum. Skuldir Norðurljósa hafi um ára- mót verið um sex milljarðar króna. „Við erum því að tala um að erlendar skuldir hafa aukist um 450 milljónir króna frá ára- mótum.“ Þetta samsvarar 100 milljóna króna hækkun skulda á mánuði. - Er eitthvað í spilunum sem bendir til að rekstur Stöðvar tvö stöðvist? „Nei. Við skulum ekki gleyma því að félagið er eignalega mjög sterkt og á m.a. 35% í Tali. Við verðum bara að bíta í það súra epli að erfitt er að berjast við gengi krónunnar,“ sagði Hregg- viður Jónsson. -HKr. Valur 90 ára Knattspyrnufélagiö Valur varö níutíu ára í gær. Mikiö var um að vera hjá Vals- mönnum og allir í hátíðarskapi. Hátíöin byrjaði meö athöfn í kapellunni aö Hlíöarenda. Síöan var haldiö í félagsheimiliö þar sem hátíöarfundur var hald- inn og veittar viöurkenningar og er myndin tekin viö þaö tækifæri. Hér sker formaöurinn afmælistertina. Um kvöldiö var svo efnt til afmæiisfagnaöar á Hótel Sögu þar sem Valsmenn, ungir sem gamlir, skemmtu sér og öörum. VwVlð i kvolt| 11", 10/ * w 14“ jvS"'"- u ^ío 14“ 8 y SoJÍHftiWiiftViii- && sjiivaiiíojjl. KEYKJAVIK Sólariag í kvöld 22.28 22.35 Sólarupprás á morgun 04.19 03.45 Síódegisfló& 21.51 02.24 Árdegisflóö á morgun 10.15 14.38 Sliýrlngar á vaöurtákiumi ^♦^VINDÁTT 10 °<---------HITI ''’'svindstyrkur T nwtrum á sekúndu 10° njfrost HEIÐSKfRT vv iiii* U' iMD O CÉnSKÝJAO HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ Urkomulítift á vestanveröu landinu Suövestan og vestan 8 til 13 m/s allra nyrst en annars fremur hæg vestlæg átt. Skýjaö aö mestu en úrkomulítið vestan til en yfirleitt léttskýjaö austan til á landinu. Hiti 7 til 18 stig, hlýjast á Austurlandi. RIGNING SKURIR ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR tgg SLYDDA SNiÓKOMA SKAF- ROKA RENNINGUR Vinna þarf vorverkin Þar sem sumariö er á næsta leiti er ekki úr vegi aö fara að skella sér í vorverkin áöur en voriö er yfirstaöiö. Meðal þess sem þarf aö gera er aö taka til í garðinum og hreinsa til eftir veturinn. Svo virðist sem tún landsmanna komi 'ágætlega undan vetri og vonandi aö túnsprettan verði meö besta móti í sumar. Vestlæg eða breytileg átt Á morgun veröur hæg vestlæg eða breytileg átt á landinu og víöast hvar skýjaö meö köflum. Hitastigiö verður á bilinu 7 til 15 stig, hlýjast inn til landsins. WlájfM Vindur: 3-8 i*r\ Hiti l»tii 9° Norólæg átt, 3 til 8 m/s. Litlls háttar skúrir nor&austan tll en skýjað me& köflum sunnan og vestan tll. Hltl 1 tll 9 stlg, hlýjast sunnanlands. Hp Vindun C 3-8 ,v» ý Hiti l”til 9” Nor&læg átt, 3 tll 8 m/s. Litils áttar skúrlr nor&austan tll en skýjað me& köflum sunnan og vestan tll. Hltl 1 tll 9 stlg, hlýjast sunnanlands. Nor&læg átt og dálítll slydduél norðan og austan tll en annars skýjað með köflum. Svalt í ve&rl. Evróvisjón: Drottningin vill ekki fljúga heim DV, KAUPMANNAHOFN:________________ Mikil illska hefur hlaupið í kepp- endur og aðstandendur Evrópsku söngvakeppninnar vegna þess að Margrét Danadrottning vill ekki mæta í kvöld. í fyrstu hafði hún þá afsökun að henni væri boðið í brúð- kaup í Frakklandi en í ljós hefur kom- ið að löngu er búið að fresta því brúð- kaupi. í dag hefur hún enga afsökun en neitar samt að fljúga heim fra frönsku rivíerunni. Enga skýringu er að fá á þeirri ákvörðun hennar og Hinriks að mæta ekki. Sumir keppendanna eru mjög reiðir vegna þessa og tilraunir Danska ríkissjón- varpsins til að breyta ferðatilhögun drottningarinnar hafa runnið út í sandinn. Keppendunum finnst þetta vera hneyksli og hafa ófáar skamm- ir dunið á dönsku konungsfjölskyld- unni undanfarna daga. -MT Margrét Danadrottning. Framsókn leitar nefndarformanns Sjávarútvegs- nefnd Framsóknar- flokksins hefur enn ekki hafið störf og er ekki búið að finna formann til að stýra vinnu nefndarinnar. Á síðasta flokksþingi Framsóknarflokks- ins var samþykkt að úttekt yrði gerð á sjávarútvegsmálunum og þótti sem Kristinn H. Gunnarsson, þing- flokk§formaður Framsóknar, hefði haft sigur í því máli. Kristinn hefur aðrar skoðanir en Framsóknar- flokkurinn hefur haft á stefnuskrá sinni í sjávarútvegsmálum. Hann telur núverandi kerfi ýta mjög und- ir byggðaröskun. Kristinn sagði í samtali við DV að vonast væri til þess á næstu dögum að fundinn yrði maður til að leiða starf nefndarinnar. Mikilvægt væri að sátt væri um slíkan mann innan ikksins. -BÞ Veftrift M, U AKUREYRI skýjaö 14 BERGSSTAÐIR skýjaö 12 BOLUNGARVÍK skýjað 9 EGILSSTAÐIR 9 KIRKJUBÆJARKL. skýjaö 12 KEFLAVÍK úrkoma 9 RAUFARHÖFN rigning 10 REYKJAVÍK skýjaö 9 STÓRHÖFÐI þokumóöa 9 BERGEN léttskýjaö 19 HELSINKI skýjaö 13 KAUPMANNAHÖFN léttskýjaö 18 ÓSLÓ léttskýjaö 22 STOKKHÓLMUR 14 ÞÓRSHÖFN skýjaö 8 ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 11 ALGARVE heiöskírt 19 AMSTERDAM léttskýjaö 24 BARCELONA BERLÍN léttskýjaö 19 CHICAGO alskýjaö 17 DUBLIN rigning 14 HALIFAX alskýjaö 7 FRANKFURT léttskýjaö 24 HAMBORG léttskýjað 20 JAN MAYEN léttskýjað 4 LONDON léttskýjaö 25 LÚXEMBORG léttskýjaö 24 MALLORCA skýjað 24 MONTREAL heiðskírt 20 NARSSARSSUAQ skýjaö 6 NEW YORK léttskýjaö 21 ORLANDO léttskýjaö 20 PARÍS léttskýjaö 25 VÍN skýjaö 21 WASHINGTON léttskýjaö 16 WINNIPEG heiöskírt 1 ■ a -JA'i á »i»j : t-i úí i»i h >j:i »>■ Kristinn H. Gunnarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.