Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2001, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2001, Side 16
16 Helgarblað LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 I>V Hvað gerir karlmenn kynþokkafulla? Fyndnin vekur fýsnir *í ‘ -5 Nýlega var Brad Pitt kosinn kyn- þokkafyllsti karlmaðurinn sem nú er á dögum. Sams konar könnun var gerð í fyrra en þá var Sean Connery valinn kynþokkafyllsti karlmaður aldarinnar. Það var ekk- ert minna. Margar konur segja líka að þeim finnist Connery miklu þokkafyllri en margfalt yngri menn - en hann er kominn yfir sjötugt. „Hvað er það sem gerir Connery svona vinsælan?“ - spurði ég nokkr- ar valinkunnar smekkkonur, en það varð fátt um svör. Konur eiga frem- ur erfitt með að skilgreina hvað það er sem gerir karla kynþokkafulla. Mér er fyrirmunað að skilja af hverju við getum ekki sagt eins og karlarnir: Kynþokki er ljóst hár, blá augu, þrýstnar varir, lögulegur aft- urendi, langir fótleggir... en ákvað Geturðu nefnt mér einhverja kyn- þokkafulla alþingismenn? Hvernig finnst þér tildæmis Ámi M. Mathiesen? M: Hann er nú ekkert sérstakur, greyið. Það eru sjálfsagt óvenju fáir myndarlegir alþingismenn og hafa sjaldan verið. Ég sá til dæmis aldrei hvað átti að vera kynþokkafullt við Jón Baldvin. þhs: En Friðrik Sophusson? Hann þótti nú löngum besti kandidatinn i þingsalnum. M: Æ, ég veit það ekki. (Hugsar sig um) En mér hefur alltaf fundist Árni Johnsen mjög myndarlegur. Hávaxinn og þéttur á velli. (Hikar aðeins) Hann er kannski samt orð- inn fullfeitur í dag. Þannig hljóðaði samtal okkar mömmu. Við erum mjög ósammála Jón Baldvin Hannibalsson Sumar sjá drjúpa af honum kyn- þokka, en ekki mamma mín. að reyna að komast til botns í þessu og tala við konur á ýmsum aldri til þess að fá svör við þessari áleitnu spurningu: Hvað er það sem gerir karla kynþokkafulla? Jack Nicholson eða Harrison Ford? Ég byrjaði á að hringja í mömmu. þhs: Mamma, finnst þér Sean Connery kynþokkafullur? M: Nei, mér finnst hann ekkert sérstakur. Ég sá hann heldur aldrei í Bond-myndunum. þhs: Geturðu nefnt mér einhverj- ar kvikmyndastjörnur sem þér þykja kynþokkafullar? M: (Hugsar dágóða stund) Alec Baldwin, Richard Gere og Steven Seagal. þhs: Alec Baldwin! En hann er ak- feitur! M: Já, hann hefur fitnað mikið í seinni tíð...en samt. þhs: Hvað finnst þér kynþokka- fullt við þessa menn? M: Þeir eru myndarlegir, þreknir og bjóða af sér góðan þokka. Ekki sakar að þeir séu góðlegir og brosi fallega. þhs: Mér finnst Jack Nicholson kynþokkafyllsti karlmaður sem uppi hefur verið. M: (æpir) Jack Nicholson!!! Sá sem lék úlfinn í Wolf? Hann er nú bara herfilega ófríður. þhs: Ja, hann er a.m.k. ekki góð- legur. En finnst þér Harrison Ford góðlegur? M: Já, og þess vegna kom mér svo á óvart að hann skyldi vera að skilja við konuna sína. Ég hélt að hann væri ekki sú týpan. þhs: (Með blaðamannslegri ýtni) Jack Nicholson Hann er ekki beinlínis góölegur á svipinn en hefur engu aö síöur veriö nefndur sem einn af kynþokkafyllstu körlunum í draumafabrikkunni. Hvaö skyldi þaö vera? um kynþokkamálin. Mér finnst ekki að karlmenn verði að vera góðlegir til þess að þeir séu kynþokkafullir. Mér finnst hins vegar það gagn- stæða - eitthvað dýrslegt og óhamið - vera stór plús. Mér finnst líka að ummál karlmanna, hvort sem það er á langveg eða þverveg, þurfi ekki að vera neitt sérstaklega mikið til þess að þeir heilli mig. Eins og illa steikt kjötbolla Ég hitti tvær samstarfskonur mínar í kaffitímanum. Ég bar fram spurninguna um hvað það er sem gerir karlmenn kynþokkafulla í ná- vígi og önnur sagði strax: „Leiftr- andi gáfur“. „Æi, kommon," sagði ég. „Getum við ekki einu sinni ver- ið óábyrgar og ruddalegar og talað bara um það sem við sjáum, ekki það sem við þurfum að eyða mörg- um dögum í að komast að? Svona eins og karlar gera um rassa og brjóst?“ En konan gafst ekki upp. „Ég var einu sinni með treggáfuð- um manni og það gerði næstum þvi út af við mig. Maðurinn fyrir mig er sá sem alltaf getur tekið þátt í því sem ég er að tala um og birt mér nýja sýn á hlutina." „Þarna er ég ekki sammála þér,“ sagði hin konan, sem er lítið eitt eldri og lífsreyndari. „Þetta hefur ekkert með greind að gera. Maður getur hrifist af karli sem gengur inn í herbergi og fundist hann kyn- þokkafullur áður en hann opnar munninn. Hér erum við að tala um atgervi, en í því er ýmislegt fólgið, svo sem líkamsburður og tjáning, einhvers konar útgeislun, burtséð frá ákveðnum útlitseinkennum. Karlmaður getur verið fullkominn í útliti, en ef hann er tómur að innan, þá er hann ekkert meira aðlaðandi en illa steikt kjötbolla." í því kemur aðvífandi þriðja kon- an, landsþekkt fyrir ákveðnar skoð- anir á mönnum og málefnum. „Ég hef aldrei hrifist af fallegum mönn- um. En ef ég má ekki svara þessum spurningum þínum með þvi að segja gáfur, þá verð ég að segja húmor. Karlmenn sem koma mér til að hlæja, þeir geta líka komið mér í rúmið." „Finnst þér Laddi þá yfimáttúru- legt kyntröll?" spyr ég. „Ég var ekki að meina svoleiðis fyndni,“ segir konan móðguð. Handtak amöbunnar Er konum þá alveg sama hvernig karlmenn líta út? spurði ég og þótti nú botninn dottinn úr umræðunni. Mamma hafði að vísu talað við mig um útlitsþætti sem ýta undir kyn- þokka - en það er annað að tala um kvikmyndastjörnur og pólitikusa heldur en karlmenn í návígi. „Nei, auðvitað ekki,“ sögðu konurnar og fóru að tala um ómótstæðilegar karlaraddir, bládjúpar - og augu sem virðast sjá lengst inn að kviku. Fljótlega snerist talið að því sem alls ekki er kynþokkafullt. Það sem slekkur á kynhvötinni í stað þess að kveikja hana. „Mér þykja lágvaxnir karlmenn ekki þokkafullir," segir sú yngsta í hópnum og hinar eru sammála um að karlmenn verði að vera a.m.k. jafnstórir og maður sjálfur, ef ekki stærri. „Að upplifa sjálfa sig eins og tröllskessu er ekki skemmtilegt," segir kona um þrí- tugt, sem ekki lítur út eins og tröllskessa. Að minnsta kosti ekki svona ein og sér. „Mér finnst ótrúlega óaðlaðandi að taka í höndina á manni sem tek- ur ekki þéttingsfast á móti. Það er eins og maður sé með amöbu í hend- inni,“ segir elsta konan í hópnum og hinar hrylla sig. Konumar halda áfram að telja upp: fitugt hár, jogg- ingbuxur með hnjám í, áberandi ölvun og dónaskap. Mér til kæti, nefndi ein konan að aflitað hár á körlum þætti henni sérstaklega óaðlaðandi. Hinar tóku undir og ég komst að því að hjá hópi vinkvenna er útlit karla sem hafa gult hár af aflitun kallað „Selfoss lúkkið". Ég hef ekki grænan grun um af hverju. En það sýnir að vandrataður er veg- urinn til fullkomnunar. Danny Devito Mjög lágvaxnir karlmenn höföa ekki sterkt til kvenna. Samt er Danny vel giftur. Sean Connery Kynþokkafyllsti maður aldarinnar, samkvæmt nýlegri könnun. Töffaraskapur hefur löngum komiö konum til og lék Connery ekki einmitt mesta töffara í heimi - James Bond? Dýrslegur John Malkovich Ég ákvað að fara á fund konu sem hefur verið hamingjusamlega gift í meira en þrjátíu ár. Hún hefur líka næmt auga fyrir karlmannlegri feg- urð. Einu sinni var hún stödd í leik- húsi í London og sá John Malkovich með eigin augum. Hann var þarna bara eins og hver annar leikhús- gestur. Hún hefur oft lýst því fyrir mér hvaða áhrif það hafði, en henni var vist skapi næst að fleygja sér í faðm hans. Þegar ég geng á fund hennar lang- ar mig að fá að heyra eitthvað um dýrslegt að- dráttarafl karla á borð við John Malkovich, en hún bregst mér og segir: „Gáfur sem koma fram í leiftrandi samræðu- snilld, orðheppni og fyndni.“ „Það er nú bara þannig,“ bætir hún við þegar hún sér fýlusvipinn á mér. Það hlýtur að vera munur á kynj- unum hvað þetta varðar. Karlar gera ekki alltaf miklar kröfur til persónuleika kvenna sem þeir sofa hjá. Það er oft eins og þeir láti aug- un stjórna sér, en konurnar aftur á móti eyrun. Útlitið viröist ekki skipta þær máli, heldur bara það sem karlar segja. Öfugt við hitt kyn- ið. Þegar ég viðraði þetta við karlkyns samstarfsmann minn fannst honum ég vera komin á hálan ís. „Með þessu ertu að segja að við séum metnaðarlausir fagur- kerar, en þið sjón- daprar tilfinninga- verur..." sagði hann og hló. Ég verð vist að viðurkenna að nið- urstöðurnar úr þessari óformlegri könnun voru ekki þær sem ég von- aðist eftir. -þhs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.