Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2001, Page 23
23
LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001____________________________________________________________
I>V ______________________________ Helgarblað
Sunna Borg segir upp störfum hjá Leikfélagi Akureyrar:
Úr leikhúsinu í hómópatíu
- hyggst víkka sjóndeildarhringinn
Sunna Borg hefur sagt upp störf-
um hjá Leikfélagi Akureyrar og
hyggst snúa sér að nýjum viðfangs-
efnum. Sunna segir að ákvörðunin
sé tekin í fullri sátt við leikhúsið
en henni finnist tími til kominn að
söðla um. Nú sé tækifæri til að
vikka sjóndeildarhringinn en
Sunna útilokar þó ekki tilfallandi
verkefni á leiksviðinu í framtíð-
inni ef til hennar verður leitað.
„Ég er búin að vera á föstum
samningi frá 1979 en svo fór ég í
fjögurra ára nám og fannst ekki
sanngjarnt gagnvart leikhúsinu aö
vera lengur fastráðin, þvi námið
kallar á dálítil ferðalög suður. Ég
er að læra hómópatíu eða smá-
skammtalækningar sem eru að
hluta til fjarnám,“ segir Sunna.
Hún var á leið í lífeðlisfræði í
Verkmenntaskólanum á Akureyri
í gær þegar DV náði tali af henni
og er svolítið sérstök upplifun að
hennar sögn að setjast aftur á
skólabekk.
Síðustu skref
hennar með LA
standa nú yfir í
Sniglaveislunni og
hún lýsir leikara-
starfinu sem krefj-
andi og gefandi í
senn. Ég á mér
mörg minnisstæð
hlutverk að baki og
hef tekist á við mik-
inn fjölda af persón-
um sem er gott fyrir
leikara. Það sem tók
mest á mig var Sig-
rún Ástrós. Mér
fannst mjög erfitt að
takast á við hana en
það var lika mjög
skemmtilegt."
Sunna nefnir fleiri
hlutverk s.s. þátt
sinn í Bar-pari og
Ibsénverkunum,
sérstaklega Aftur-
göngunum. -BÞ
Kveður leikhúsiö eftir 21 árs starf
„Það sem tók mest á mig var Sigrún Ástrós," segir Sunna Borg um minnisstæöasta hlutverkiö á ferlinum.
DV-MYND BRINK
Halie Berry leikkona.
Hún varö fræg fyrir aö leika í X-Men en líka fyrir aö aka full.
Halle Berry:
Fer í mál við blöðin
Leikkonan Halle Berry hefur
ákveðið að fara í mál við ameríska
tímaritið Star vegna slúðurfregna
sem ritið flutti af þvi að hjónaband
hennar og leikarans Erics Benets
væri að liðast í sundur. Berry var
mjög í sviðsljósinu síðastliðið ár eft-
ir að hún ók mann niður og stakk af
frá öllu saman og slapp naumlega
við fangelsisvist í kjölfarið. Talið
var að hún hefði ekki verið alveg
allsgáð þegar sá leiðindaatburður
átti sér stað.
Frú Berry vill fá 3 milljónir doll-
ara í skaðabætur frá Star. Blaðið
fullyrti sem sagt að eiginmaður
hennar væri fluttur að heiman. Það
er að vísu rétt en engu að síður vill
Berry skaðabætur því hún segir að
ung dóttir þeirra hafi beðið skaða af
þessum fréttaflutningi sem hafi ver-
ið bæði ótímabær og smekklaus.