Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2001, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2001, Qupperneq 24
24 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 DV Helgarblað__________ Baráttan um bensínið Það er stríð í Reykjavík. Það hefðu fáir búist við því ofan í um- ræðuna um verðsamráð og „græn- metismafiu“ að olíufélögin færu í stríð en það er samt skollið á. Þaö geisar verðstríð í bensínsölu og sveittir afgreiðslumenn hamast við að skrúfa og stilla verðið í tölvunni meðan árvakrir neytendur hring- sóla fyrir utan og bíða færis á besta verðinu. Það sem gerðist áður var að olíu- félögin tilkynntu hækkun 1. maí sem er frá fornu fari baráttudagur verkalýðsins og má það heita óheppileg tímasetning. Bensín hef- ur verið dýrt undanfarin misseri en náði nú nýju meti og fór yfir 100 krónur hver lítri. Helstu orsakir voru sagðar hækkun á heimsmark- aðsverði og hljómar kunnuglega. Fjórum dögum seinna tilkynnti Esso um tæplega fjögurra króna hækkun í viðbót og mátti skilja að það stafaði einkum af miklu geng- isfalli krónunnar og ýmsum váleg- um teiknum á himni efnahagslífs- ins. Olís fylgdi í kjölfarið og stökk á vagninn en öllum að óvörum brast hin rómaða samfylking olíu- félaganna þegar Skeljungur til- kynnti að þar á bæ yrði engin hækkun að sinni heldur skyldu menn bíða átekta og sjá hver fram- vindan yrði. Við erum einir Markaðurinn þoldi augljóslega ekki misjafnt verð á bensini nema fáa daga því í byrjun þessarar viku lækkuðu Esso og Olís verð sitt á ný og markaði það upphaf verðstríðs milli félaganna sem enn stendur. „Það kaupa aUir inn á sama verði. Það er alveg sama hvort það er Skeljungur eða Jón Jónsson. Svona er þetta,“ segir Kristinn Bjömsson, forstjóri Skeljungs, en halda má því fram að hann í nafni Skeljungs hafi hrint stríðinu af staö. En er sama verð og sameigin- leg innkaup náttúrulögmál? „Esso og Olís kaupa inn saman. Þar eru ákveðin eignatengsl á milli því Esso á 40% í Olís og reyna þeir eflaust að nýta sér kraft stærðarinnar. Við kaupum inn einir og leitum stundum víðar en þeir og fórum stundum óhefð- bundnari leiðir. Við tökum inn minni skammta og minni skip sem er óhagstæðara. Þetta er allt spurning um marga þætti. Við erum trúlega ekki að kaupa inn eins og þeir en við erum að kaupa sömu vöru og flytja hana sömu vegalengd." Samstaðan brást En hvers vegna brast samstaða félaganna einmitt núna? Hvers vegna hækkuðuð þið ekki bensín- ið um leið og hinir eins og alltaf hefur gerst? „Við fréttum þetta á fostudegi að Esso væri búið að hækka um 3,40 í viðbót. Við skutum á fundi, nokkrir helstu stjómendur félags- ins. Okkur fannst að það gjöm- ingaveður sem væri í kringum gengi íslensku krónunnar væri með þeim hætti að rétt væri að bíöa auk þess sem það hefur ekki tíðkast í þessu fyrirtæki að hækka bensínverð tvisvar sinnum í sömu vikunni," segir Kristinn. Ekki auðveld ákvörðun Ótíðindin af gengismálum voru ekki góðar fréttir fyrir Skeljung en þennan sama dag var haldinn stjórnarfundur þar sem kynnt var óendurskoðað þriggja mánaða uppgjör sem sýndi 44 miUjóna króna tap og gengistap hrannast upp og nam 500 milijónum á ein- um mánuði. Miðað við 113 miUj- óna hagnað á sama tíma í fyrra voru þetta slæmar fréttir. Var ekki freistandi í þessari stöðu aö stökkva með á vagninn og hækka bensínið eins og hinir? „Þetta var ekkert auðveld ákvörðun. Skeljungur hefur aUtaf verið rekinn með hagnaði, að visu ekki neinum gríðarlegum hagnaði en reksturinn hefur verið farsæU og í jafnvægi. Fyrirtæki eins og okkar ber mikla ábyrgð gagnvart samfélaginu og sínu starfsfólki. Það er ekki okkar stíU að rjúka tU og taka þátt í einhverri æsingu. Með því hefðum við veriö að heUa olíu á eldinn. Mér finnst það ekki forsvaranlegt. Mér sýnist í dag að við höfum haft nokkuð tU okkar máls því gengið hefur verið að rétta úr kútnum. Við vorum ekki sammála því að tímabært væri að hækka verðið. Ég get ekki annað en verið ánægður með að svo virðist sem við höfum haft á réttu að standa. Ég er nýkominn af fundi SheU sem haldinn var í Istanbúl í Tyrk- landi þar sem menn breyta verð- inu í hverjum kaffitíma. Þar búa menn við ónýtan gjaldmiðil og erfitt efnahagsumhverfi. Þetta á alls ekki við hér og þess vegna eiga menn ekki að hlaupa til og segja að gengisstefnan sé ónýt og þess vegna verði að hækka bensín- ið. Auðvitað veldur þetta ólgu á markaðnum. Við auglýstum þetta að sjálfsögðu því við þurfum meiri viðskipti tU að mæta því að hækka ekki.“ Menn nteð slæma samvisku? Kristinn segir að í rauninni séu engin rök fyrir því að lækka verð á bensíni niður fyrir það sem nam hækkuninni 1. maí. „En ef menn eru með slæma samvisku vegna þess að hafa hækkað verðið meira en aðstæður leyfðu þá er ekki nema sanngjarnt að eitthvað af því gangi tU baka. Það er líklega það sem félagar okk- ar, t.d. í Olís, eru að gera.“ Kristinn segir að Skeljungs- menn hafi lengi verið talsmenn þess að vera með mun örari breyt- ingar á olíuverði en nú tíðkast og breyta verðinu í takt við sveiflur á heimsmarkaði með líkum hætti og tíðkast víða erlendis. „Við ættum að vera enn gagn- særri. Ég sagði einhvern tímann að við ættum að vera með dag- prísa en með aulafyndni var nú snúið út úr þeim ummælum þegar ég lét það fylgja að við gætum ekki gert það einir. Það gera þetta allir í kringum okkur. Það væri raunhæft að skoða verðið einu sinni í viku meö tUliti til heimsmarkaðar. Þessar skoðanir mínar hafa ekkert breyst. Það er löngu tímabært að taka upp nútímalegar aðferðir í þessum viðskiptum." Hvaða verðsamráð? Olíufélögin hafa um langa hríð hækkað og lækkað sitt verð mjög nákvæmlega í takt. Frávik frá því eru þessa dagana köfluð stórtíð- indi. Staðfestir þetta ekki víðtækt verðsamráð félaganna? „Þannig er almenningsálitið. Ég geri mér grein fyrir því. Enda er mjög alið á því í sumum fjölmiðl- um og í pistlum hjá helstu nöldrur- um landsins. Hins vegar er það þannig að þegar aUir eru aö kaupa sömu vöruna á svo tU sama mark- aönum þar sem verð er greint mín- útu fyrir mínútu fyrir þetta svæði í Evrópu er óumflýjanlegt að verðið sé það sama. Þess vegna vísa ég þvi út í hafsauga aö um verðsamráð sé að ræða. Svo er alls ekki. Þið hafið ekki náð að sannfæra almenning um að samráð sé ekki í gangi. Ef virk samkeppni væri í gangi myndi þá almenningur sjá einhvem örlítinn verðmun milli félaganna við venjulegar aðstæð- ur? „Það sem gerist er að það kemst enginn upp með að lækka verðið því hinir elta hann. Menn geta leikið sér meira með verðið á þess- um sjálfsafgreiðslustöðvum og það héifa menn gert svolítið." Skeljungur er hluthafi í Orkunni sem rekur sex sjálfvirkar bensín- stöðvar, Olis rekur ÓB sem rekur níu slíkar stöðvar og Esso er að fara af stað með sambærilegar stöðvar. Hefur hlutdeild þessara stöðva vaxið í bensínsölu? „Stöðvar Orkunnar eru flestar í grennd við stórmarkaði eða versl- unarkjama. Við komum annars ekkert að rekstri Orkunnar en þró- unin hefur verið svipuð og erlend- is.“ Förum okkar eigin leiðir Verðsamráð ráðandi aðila í ís- lensku viðskiptalífi hefur verið mjög áberandi upp á síðkastið. Fréttir af „grænmetismafiunni" sem fundaði í Öskjuhlíð hafa vakið athygli og margir sem tóku til máls vegna skýrslu Samkeppnis- stofnunar um samráð á grænmetis- markaði bættu gjarnan við að olíu- félögin hlytu að verða næst. Má halda því fram að Skeljungur hafi séð sér leik á borði og brjóta upp samstööu félaganna og bæta um leið ímynd olíufélaganna allra? „Okkar ákvörðun var viðskipta- legs eðlis og hafði í upphafi lítið með ímynd að gera. Hins vegar höfum viö lengi lagt áherslu á að Skeljungi sé stjórnað af fyrir- hyggju og yfirvegun þar sem ákvarðanir eru teknar að vandlega yfirlögðu ráði. Viö þekkjum um- ræðuna og vitum að fólk hefur skoðun á verðákvörðunum olíufé- laganna. í okkar huga er það eftir- sóknarvert að vera sér á báti þegar kringumstæður og ytri aðstæður leyfa. Við forum okkar eigin leiðir og þó keppinautar okkar fari aðra leið þá kærum við okkur kollótta. Við tökum okkar ákvarðanir ekki í hendingskasti og við eigum allt okkar undir því að fólk vilji versla við okkur. Við sækjumst ekki eftir óeðlilegri umbun fyrir vikið held- ur sanngjamri. Þarna gafst kjörið tækifæri til að skapa okkur sér- stöðu gagnvart viðskiptavinunum og við viljum gjarnan halda henni. Því höldum við ótrauðir áfram og varðar lítið um það hvað hinir gera.“ Stækkar við fólksflóttann? Skeljungur hefur um 35% hlut- deild á bensínmarkaði og er næst- stærsta fyrirtækið á eftir Esso. Þessi hlutdeild Skeljungs hefur aukist lítillega á undanfornum árum og vaxið um 3% á undan- förnum árum. Markaðsstaða Skelj- ungs er mun sterkari á höfuðborg- arsvæðinu en úti á landi þar sem Esso ræöur lögum og lofum. Þessi munur á ólikum markaðssvæðum kemur meðal annars fram í því að meðan Skeljungur rekur rúmlega 60 bensínstöðvar er Esso með rúm- lega 100 stöðvar. Er aukin mark- Ég þekki hins vegar vel marga sem eru taldir hluti af Kolkrabbanum og það vill svo skringilega til að sumir þeirra eru meira að segja frœndur mínir. Allir vilja frekar vinna með þeim sem þeir þekkja og treysta og ég er þar engin undantekning. Það gera þetta allir í kringum okkur. Það vœri raun- hœft að skoða verðið einu sinni í viku með tilliti til heimsmarkaðar. Þessar skoðanir mínar hafa ekkert breyst. Það er löngu tímabœrt að taka upp nútíma- legar aðferðir í þessum viðskiptum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.