Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2001, Page 27
27
LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001
DV___________________________________________________________________________________________________Helgarblað
Ólafur Stephensen:
Fimmbíó á mánudögum
- hámark tilgangsleysisins
Hljómsveit Svavar Gests:
Á myndinni má meöal annars þekkja t.v. Reyni Jónasson, og viö hliö hans Svavar sjálfan.
Fyrir aftan Svavar stendur Ragnar Bjarnason og viö hliö hans Magnús Ingimarsson,
fremst eru þeir Rúnar Georgsson og Örn gítarleikari hljómsveitarinnar.
Fimmbíó á mánudögum var há-
mark tilgangsleysisins.
Fimmbíó á mánudögum var sótt
af þjónum á leið til vinnu. Þeir
komu jakkalausir undir bláum
regnfrökkum, dálítið glærir í fram-
an, með hvítar skyrturnar opnar í
hálsinn og þverslaufurnar í frakka-
vasanum. Svartar buxurnar voru
snjáðar og örlítið of stuttar. Þær
glönsuðu ekki á afturendanum en
þær voru trosnaðar á skálmunum.
Það var fyrir löngu búið að færa
uppbrotið niður þannig að röndin
eftir sauminn var eins og yfir-
mannsborði á einkennisjakka stýri-
manns hjá Skipaútgerðinni.
Óldspæs og Bols sjenever
Fimmbíó á mánudögum var fyrir
þjóna og hljóðfæraleikara.
Hljóðfæraleikarar áttu flestir frí á
mánudögum, jafnvel þeir sem spil-
uðu i þrælabúðunum, Óðinskaffi
eða Sumargarðinum.
í Óðinskaffi byrjaði tónlistin á
mínútunni níu þó að pakkið kæmi
ekki fyrr en seinna, miklu seinna.
Oft var spilað fyrir tómum sal fram
undir ellefu. Þá kom fyrsta skriðan,
angandi af Óldspæs og Bols
sjenever. Lyktin af sjennanum var
eins og úr nýopnaðri dós af línolíu.
Félagi minn vann við lagningu á
gólfdúkum, linoleum. Hann kúgað-
ist alltaf þegar ný dós var opnuð.
Hann gat ekki drukkið sjenever.
Það var líka ómögulegt að drekka
Bolsinn beint af stút en hann skán-
aði töluvert ef þú blandaðir hann
með Sinalco. Fyrsta glasið var rosa-
legt en svo lagaðist bragðið með
hverjum sopa.
Þær hétu allar fröööken
Fimmbíó á mánudögum var fyrir
þjóna, hljóðfæraleikara og þjónustu-
stúlkur með svartar buddur á mag-
anum. Þær hétu allar fröööken.
Borðin voru tilbúin þegar gestirn-
ir komu. Átta manna, tíu og tólf
manna. Þú gast fengið nafnið þitt á
borð með því að hringja fljótlega
upp úr átta. Það er að segja ef þeir
vissu hver þú varst. Annars tókstu
sjansinn eins og hinir. Hinir keyptu
sér borð þegar þeir komu á staðinn.
Það fór einn á undan til að ganga
frá kaupunum. Kaup á borði gat
þýtt átta flöskur af Spurkóla, ef þú
varst heppinn. Oftar var prisinn
sextán flöskur eða fleiri ef traffíkin
var mikil.
Þú varöst aö vera ! hóp
Áður en gestirnir komu voru
frööökenamar búnar að raða Spur-
kólanu á borðin undir hvössu
augnaráði þjónanna. Flöskufjöld-
inn fór eftir því hve borðin voru
talin vera góð. Flöskunum var rað-
að á mitt borð. Þær voru opnaðar
strax. Innihaldið var því á þægileg-
um stofuhita þegar þú blandaðir
seinna um kvöldið. Þegar ákavíti á
líkamshita og Spurkóla á stofuhita
blandast saman bullsýður í glasinu
í um það bil tvær til þrjár mínút-
ur. Þú reyndir að láta ekki á neinu
bera rétt á meðan suðan gekk yfir.
Á meðan einn úr hópnum gekk
frá kaupum á hæfilega hlöönu
borði var það hinna í hópnum að
koma Bolsinum eða ákavítinu inn
- án þess að þuklararnir kæmu
auga á það. Þú varðst að vera
í hóp. Annað gekk ekki. Það var
vonlaust fyrir einn og sama mann-
inn að ætla sér að reyna aö smygla
ákavíti inn í salinn og ganga frá
kaupum á borði. Vita vonlaust!
Trommaöi með sólgler-
augu
Fimmbíó var fyrir þjóna, þjón-
ustustúlkur, hljóðfæraleikara og
gellur.
Gellurnar áttu auðveldara með
að fela ákavítið innanklæða.
Sennilega var það vegna vaxtar-
lagsins. Þær höfðu ýmislegt um-
fram renglulega og þvengmjóa
stráka.sem gátu sjaldnast borið
neitt i beltinu án þess að þuklar-
arnir í dyrunum yrðu þess varir.
Þess vegna voru gellurnar bráð-
nauðsynlegar í skemmtanalífinu.
Ég þekkti eina sem gat farið með
fjórar heilar inn án þess aö
nokkurn grunaði eitt eða neitt.
Þessi gella kom á hverju kvöldi.
Hún vann í bankanum fram til
rúmlega fimm. Guð má vita hvað
hún gerði til kvölds, en á mánu-
dögum kom hún á fimmbíó. Hún
kom inn í hléinu og gekk frá
smáatriðum áður en myndin
byrjaði aftur.
Ég kynntist henni fyrst á balli í
gömlu Mjólkurstöðinni. Þar spilaði
KK-sextettinn fyrir jitterböggara
bæjarins. Svavar Gests trommaði
með sólgleraugu á andlitinu sam-
kvæmt nýjustu tísku. Hann var ný-
kominn frá New York, ungur og
efnilegur - og alltaf allsgáður.
Sextettinn lék hefðbundið
kveðjulag „A Sunday kind of
Love“, ótrúlega viðkvæmnislega,
svona eins og Johnny Hodges blés
á viðkvæmum degi Ellington-
hljómsveitarinnar. Bankagellan
dansaði vangadans. Hún vangaði
mig. Ég fann hvernig hlýtt ákavít-
ið þrýstist upp í kverkarnar á mér,
ofar og ofar, með hverju atloti
hennar.
Ég bað hana að bíða. Sagðist
ætla að ná í kápuna hennar áður
en troðningurinn byrjaði. í stað
þess að nema staðar í fatageymsl-
unni hélt ég rakleitt áfram, niöur
stigana, út og áfram niður túnin og
alla
leið niður að sjó. Þar skilaði ég
aftur ákavíti kvöldsins og hljóðaði
á milli þess að bunurnar stóðu út
úr mér.
Menningarsjóður Svarfdæla styður vel við listalífið:
Níu fengu styrk
DV, DALVIK:__________________________
A aðalfundi Sparisjóðs Svarfdæla
var tilkynnt um úthlutanir úr Menn-
ingarsjóði Svarfdæla. Að þessu sinn
var það gert með smáathöfn þar sem
þeir sem styrk hlutu mættu í Dalvík-
urkirkju til að veita styrkjunum við-
töku og þar söng Kirkjukór Dalvíkur.
í ávarpi formanns sjóðsins, Þóru
Rósu Geirsdóttur, kom m.a. fram að
Menningarsjóður Svarfdæla var stofn-
aður árið 1984 á aldarafmæli Spari-
sjóðs Svarfdæla og hefur síðan fengið
árlegt framlag frá Sparisjóðnum. Síð-
an þá hafa 88 fengið úthlutað ríílega
100 milljónum króna til margvíslegra
menningarstarfa og óhætt er að full-
yrða að óvíða njóti byggðarlög af svip-
aðri stærð og Dalvíkurbyggð slíkra
styrkja til menningarmála.
Að þessu sinni voru til ráðstöfunar
2.750.000 og skiptust þær milli 9 aðila
en alls sóttu 25 um styrk úr sjóönum
og hafa umsóknir aldrei verið fleiri.
Dalvíkurkirkja fékk eina milljón
vegna endurbóta, Guðmundur Óli
Gunnarsson og Helga Bryndís Magn-
úsdóttir 600 þúsund til byggingar tón-
listarvinnustofu. Norðurslóð fékk 250
þúsund til að útbúa vefsíöu. 150 þús-
und krónur fengu Urðakirkja - vegna
endurbóta, Samkór Svarfdæla, Kór
Dalvíkurkirkju, Félag eldri borg-
ara - til kórstarfs, Söngur í Svarfaðar-
dal - Master Class söngnám, Höfund-
ar leikritsins Allt sem þér viljið - til
frágangs á handriti. -Hiá
550 5000
s
550 5727
Þverholt 11,
105 Reykjavík