Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2001, Side 30
30
Helgarblað
LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001
I>V
Ungi læknaritarinn sagði frá skelfilegri reynslu:
Viðbjóðslegi
læknirinn var
ástfanginn
Læknirinn á sakamannabekk
Peter Farber var ákærbur fyrir ítrekaöar nauöganir.
Rödd ungu konunnar titraði
þegar hún greindi frá því sem hún
hafði gengið i gegnum. Allir í rétt-
arsalnum fundu til með henni og
fyrirlitu manninn sem hafði
breytt lífi hennar í helvíti. Nú sat
hann sem betur fer á sakamanna-
bekknum í dómhúsi í Núrnberg í
Þýskalandi, ákærður fyrir ítrek-
aðar nauðganir.
Patricia Kristen, sem var 20 ára,
var klædd í stutt pils og snotra
hvíta blússu. Hárið hafði hún sett
í tagl.
Þegar saksóknarinn krafðist sjö
ára fangelsisdóms yfir manninum
sem beitt hafði hana ofbeldi fór
kliður um þéttsetinn réttarsalinn.
Margir hefðu viljað að refsingin
yrði enn harðari.
Patrica sagði frá því með lágum
rómi hvernig allt byrjaði.
„Ég starfaði sem ritari fyrir
lækni í Neumarkt. Dag nokkurn
var ég beðin um að koma með
nokkrar sjúkraskýrslur inn á
stofu Farbers læknis. En læknir-
inn var hættur að taka á móti
sjúklingum þann daginn og að-
stoðarkona hans var farin heim.
Ég var varla komin inn úr dyrun-
um fyrr en læknirinn faðmaði
mig. Ég hélt fyrst að hann væri að
grínast en þegar ég ætlaði að ýta
honum frá mér varð hann ofbeld-
isfullur og reif af mér blússuna."
Hótaði lífláti
Tárin runnu niður kinnar Pat-
riciu þegar hún sagði frá því
hvernig hinn virti læknir hafði
nauðgað henni. „Þegar hann
sleppti mér loks hótaði hann að
drepa mig segði ég einhverjum frá
því sem gerst hafði. En hver hefði
svo sem trúað mér?“
Það ríkti dauðaþögn i réttar-
salnum þegar Patricia hélt áfram
frásögn sinni.
„Nokkrum dögum seinna
hringdi Farber læknir í mig.
Hann kvaðst ekki skilja hvað
hefði komið yfir hann og bað um
fyrirgefningu. Ég fór inn á stofuna
hans um miðjan dag í þeirri von
að aðstoðarkona hans væri þar
enn. En læknirinn var einn og ég
var varla komin inn fyrr en hann
fleygði sér á mig og þvingaði mig
niður á gólfiö," greindi Patricia
frá.
Hlé var gert á réttarhöldunum
til að unga konan gæti jafnað sig
svolítið. Öllum var ljóst að hún
þjáðist enn vegna skelfilegrar upp-
lifunar sinnar.
Patricia var fól en yfírveguð
þegar hún gekk aftur inn í réttar-
salinn. Hún leit í áttina til hins
ákærða og þau horfðust andartak
í augu áður en læknirinn leit nið-
ur.
„Ég var sannfærð um að hann
myndi drepa mig segði ég frá
þessu. Hann ítrekaði auk þess að
enginn myndi leggja trúnað á orð
mín kærði ég hann, þekktan og
virtan lækninn, fyrir nauðgun.
Þegar Farber hafði aftur samband
fór ég til hans þótt ég vissi hvað
biði mín. Ég óttaðist að ég væri að
missa vitið. Læknirinn gaf mér
einnig töflur sem höfðu þau áhrif
að ég missti alla stjórn á mér. Að
lokum hafði ég ekki hugmynd um
hvað var rétt og hvað var rangt.
Ég var sjálf farin að biðja um pill-
urnar í lokin.“
Samviskulaus kynferöis-
glæpamaöur
Öllum í réttarsalnum var nú
ljóst að Peter Farber læknir væri
samviskulaus kynferðisglæpa-
maður sem að auki hefði gert
unga konu háða flkniefnum.
Þegar verjandi læknisins, Alex-
ander Seifert, reis á fætur til að
Þéttsetinn réttarsalur
Þaö för kliöur um réttarsaiinn i Núrnberg þegar áheyrendur heyrðu kröfu ákærandans um refsingu.
rcuiiuid rxiisLdi
Læknaritarinn vildi lifa lúxuslífi og taldi aö auöveldasta leiöin til þess væri aö
giftast ríkum manni.
yfírheyra Patriciu, hafði hún þeg-
ar áunnið sér samúð allra í réttar-
salnum. Hafði hún ekki þegar lið-
ið nóg vegna þessa hræðilega
máls?
Verjandi tók fram pappírsörk
og spurði Patriciu hvort rithönd
hennar væri á örkinni. Hún 'stað-
festi það með því að kinka örlítið
kolli. Dómarinn varð að biðja
hana um að svara hátt og greini-
lega.
„Já,“ svaraði Patricia niðurlút.
Seifert gekk aftur að sæti sínu
og náði í þykkan stafla af ljósrauð-
um umslögum úr tösku sinni. „Þú
hefur þá skrifað öll þessi bréf?“
spurði hann samtímis því sem
hann horfði með hvössu augna-
„Tárin runnu niður
kinnar Patriciu þegar
hún sagði frá því
hvernig hinn virti
læknir hafði nauðgað
henni. „Þegar hann
sleppti mér loks
hótaði hann að drepa
mig segði ég
einhverjum frá því
sem gerst hafði. En
hver hefði svo sem
trúað mér?“
ráði á Patriciu. Hann tók bréf úr
búntinu og las upphátt: „Elsku
kanínan mín! Til hamingju með
afmælið. Ég vona að allir draumar
þínir rætist. Litli unginn þinn.“
Það leit út fyrir aö Patricia væri
að falla í yfirlið en verjandinn hélt
ótrauður áfram lestrinum. „Elsku
kanínan mín! Ég sit hér við glugg-
ann og þrái þig óskaplega. Litli
kaninuunginn þinn.“
„Patricia Kristen er ekki sak-
laust fórnarlamb," lagði verjand-
inn áherslu á.
„Þau voru í föstu sambandi og
þetta mál var höfðað eingöngu
vegna þess að Farber læknir vildi
losna úr því. Þetta er hefnd Pat-
riciu. Ég get lagt fram 300 ástar-
bréf sem hún skrifaði lækninum."
Auöveld bráð
Það kitlaði hégómagirnd Peters
Farbers að Patricia, sem var yfir
30 árum yngri en hann, skyldi
sýna honum áhuga. Farber- var
kvæntur og bjó i Neumarkt en
hjónabandið var orðið stirt.
Vegna hégómagirndar sinnar sá
læknirinn ekki að Patricia hafði
engan áhuga á persónu hans held-
ur einungis peningum hans.
Patricia hafði alist upp á bónda-
býli í litlu þorpi en hún sá enga
framtíð fyrir sér þar. Hún vildi
græða fé og ályktaði að auð-
veldasta leiðin til þess væri að
giftast ríkum manni. Farber lækn-
ir reyndist auðveld bráð.
„Já, ég elskaði hana,“ útskýrði
læknirinn í réttarsalnum. „Ég gaf
henni skartgripi og dýran fatnað.
Og ég keypti íbúð handa henni.
En þegar hún krafðist þess að ég
skildi við konuna mína var mér
ljóst að leiðir okkar Patriciu yrðu
að skilja."
Ákæran á hendur lækninum
var dregin til baka en hann þurfti
samt að greiða ævintýri sitt dýru
verði. Virtur læknir sleppur ekki
við refsingu fyrir að hafa fallið
fyrir konu sem hefði getað verið
dóttir hans.
„Mannorð mitt er eyðilagt og
allir sjúklingamir mínir hafa yfir-
gefið mig. Það hefur reyndar kon-
an mín einnig gert,“ sagði Peter
Farber.
Patricia Kristen flutti frá Neu-
markt strax eftir réttarhöldin og
píniegan ósigurinn. Hún rétt slapp
við að vera sjálf sett á bak við lás
og slá vegna falskra ásakana.
Morðinginn hélt að hann slyppi
Foreldrar Louise Sellars i ilkynntu rnn hvarf hennar
þegar hún kom ekki hein á sunnudagskvöldi.