Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2001, Qupperneq 32
32
LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001
DV
Helgarblað
Strákarnir okkar eru í Köben
þetta árið og ekki allir jafn-
óvanir að vera á staðnum þeg-
ar Eurovision er annars vegar því
Einar og Gunnar voru í Svíþjóð með
félaga Einari Ágústi. Kristján var
hins vegar í partíi með hljómsveit-
inni sinni í fyrra en í ár er hann í
Köben eins og Stuðmenn foröum.
Mikael Torfason leitaði að strákun-
um í Parken og fann þá og dró þá
með sér inn í Kristjaníu, á Ráðhús-
torgið og niður allt Strikið með
stuttu stoppi í Nýhöfn.
„Þetta fólk hefur svo sannarlega
unnið heimavinnuna sína,“ kallar
Svavar Örn í gegnum farsima þegar
leitin að Einari Bárðarsyni og strák-
unum hans hefst í Parken.
Leitin stendur líka stutt því fyrir
hornið á þessum 42 þúsund manna
leikvangi koma þeir gangandi með
passana sína hangandi um hálsinn.
En það er mikil gæsla á svæðinu og
allir sem tengjast keppninni fá
dreifibréf þar sem því er lýst yfir að
Kaupmannahöfn sé ekki jafn frið-
sæl og hún hafi verið. Álvarlegir
glæpir hafa aukist jafnt og þétt á
undanfórnum árum og ekki er
óvenjulegt að heyra um morð,
nauðgun og bankarán í sama frétta-
tímanum.
Blanda sér í toppbaráttuna
Hér á árum áóur voru stœrstu
partíin kosningapartí en eftir að fólk
hœtti að hafa áhuga á kosningum og
pólitík hafa Eurovision-partíin tekið
við. Hvernig er að vera skemmtiat-
riði í stœrsta partíi íslendinga?
„Þetta er auðvitað mikið ábyrgðar-
hlutverk sem við erum í því við
erum kosnir af þjóðinni," segir laga-
höfundurinn og framkvæmdastjór-
inn Einar Bárðarson og stígur upp í
leigubílinn sem bíður okkar.
„Þjóðarstoltið er líka mjög sterkt
í manni þessa dagana," bætir Gunn-
ar Ólason söngvari við. „Við erum
sendir hingað sem fulltrúar þjóðar-
innar og ætlum að standa okkur
sem slikir."
„Það má líka segja að Evrópska
söngvakeppnin sé orðin þjóðarsport
okkar íslendinga," heldur Kristján
Gíslason, söngvari og meðlimur
hljómsveitarinnar Spútnik, áfram.
Einar: „Ef keppnin væri ekki á
laugardegi væri þetta rauður dagur
á dagatalinu heima. Og þetta er
keppni. Maður gerir sér grein fyrir
því þótt enginn vilji svara mér því
hvað sé eiginlega í verðlaun."
Þið búist viö því að vinna?
„Auðvitað sjáum við sigur í hill-
ingum og strákarnir ætla að gera
sitt besta en ég vonast i það minnsta
til að við blöndum okkur í toppbar-
áttuna,“ segir Einar en Kristján lít-
ur á það sem sigur að vera með og
koma vel fram fyrir hönd þjóðarinn-
ar.
„Annars höfum við boðið Dönun-
um góð skipti ef við fáum dolluna,“
bætir Einar við, hlæjandi. „Þeir
geta nefnilega fengið handritin aft-
ur ef þeir eru tilbúnir að gefa bikar-
inn eftir.“
„Við tökum bara ljósrit af þeim
fyrst," botnar Kristján og strákarn-
ir skellihlæja á ferð sinni með leigu-
bíl um kóngsins Köbenhavn.
Selfoss meikar það
Leigubílstjórinn stansar fyrir utan
Kristjaníu og hleypir keppendunum
út. Það er öskrað á þá um leið og þeir
ganga inn í fríríkið því frelsið býður
bara upp á það að vera á móti öllu
sem gæti hugsanlega talist til hefð-
bundinna fyrirbæra. Eurovisionpöss-
unum er því stungið inn á sig og allt
hassið sem liggur fyrir framan bása,
líkt og það sé hakk á útsölu i Bónusi,
vekur athygli strákanna.
Kristján: „Það er varla að það sé
svona mikið af eiturlyfjum á frétta-
mannafundi hjá fíkniefnalögreglunni.
Þið vitið, þegar þeir eru búnir að
handtaka einhverja mjög stórtæka
smyglara.“
Félagarnir samsinna þvi en gapa
síðan yfir hundunum sem gera þarfir
sínar í brennheitu sólskininu á milli
ólukkufólks sem hvílir lúið höfuð við
múrsteinabyggingar Kristjaníu.
En hvaó er þetta meö selfysska sig-
urinn yfir íslandi?
Gunnar: „Þetta er bara eitthvað
sem gerðist. Hérna ‘95 vorum við í
Skítamóral rosalega vinsælir á Sel-
Framhaldið af
Með allt á hreinu
- Þeir Kristján Gíslason, Gunnar Ólason og stóri bróðir
þeirra, hann Einar Bárðarson, eru ekki í vafa um að
þeir ætli að skila sínu á sviðinu í kvöld.
Mikael Torfason elti Two Tricky um Kaupmannahöfn
fossi og þar í kring og svo færðum við
bara út kvíarnar."
Og meira hafa piltarnir ekki að
segja um Selfoss sándið hans Einsa Bé
sem nú fær tækifæri til að sigra Evr-
ópu. En þetta var samt eitthvað sem
strákarnir sáu fyrir sér í hillingum.
„Kannski ekki akkúrat svona,“ seg-
ir Gunnar, „en eflaust hvarflaði eitt-
hvað þessu líkt að manni þegar mað-
ur var gutti að stara á plakötin uppi á
vegg.“
Kristján: „Það hefur alltaf verið
draumur að meika það með einhverj-
um hætti."
Gullpottar úr Nýju lífi
Fyrsti blaðamannafundur íslenska
liðsins vakti mikla athygli og nokkuð
ljóst að Einar Bárðarson sló i gegn á
honum. Hann sagði eitthvað á þá leið
að íslendingar væru í raun að halda
þessa keppni með Dönum því það
væri nú ekki svo langt síðan viö losn-
uðum undan þeim. Og þá spurði ein-
hver þjóðemissinnaður blaðamaður,
danskur, hvort íslendingar gætu
nokkuð haldið þessa keppni ef þeir
ynnu hana. Keppendur og aðstand-
endur Sjónvarpsins héldu það nú því
Danir myndu auðvitað taka þátt í
kostnaðinum því þeir skulduðu okkur
svo mikinn pening.
Svo heyröi ég eitthvaó um draum
sem Gunnar dreymdi um gamla konu
og gullpotta þrjá?
„Já, hvað varst þú að segja eitthvað
um drauminn minn í útvarpinu?"
spyr Gunnar félaga Einar.
Einar: „Nú, þegar þig dreymdi
gullpottana þrjá og gömlu konuna að
hræra í þeim.“
„Ég var að ljúga að þér. Þetta eru
frasar úr Nýju lífi. Manstu ekki þegar
Eggert dreymir fyrir aflanum," svarar
Gunnar og við erum komnir út úr
eymd Kristjaníu og Einar rýkur út á
götu til að veifa leigubíl.
Eins og aö standa viö foss
„Er þessi bílstjóri alveg að tapa
sér,“ stynur Gunnar því við höfum
hitt á ítalskan brjálæðing sem hikar
ekki við að renna sér eftir gangstétt-
um, keyra yfir hjólreiðastíga og neyð-
ist svo til að negla niður á rauðu ljósi
því öðruvísi myndum við allir deyja.
En það þýðir ekki að hugsa um það
því bílstjórinn gefur bara i. þegar
hann heyrir eitthvert kvart og kvein.
Nú er ykkur ekki spáó sigri en í
hvaóa sœti haldió þiö aö þið endið?
Einar: „Það er ómögulegt að segja.
Þessar spár hafa heldur aldrei verið
réttar.“
Kristján: „Dagsformið skiptir líka
mestu máli hérna. Að ná að sigra sal-
inn á sjálfu kvöldinu.“
Og þió eruó vel undirbúnir?
„Já, menn eru bara afslappaðir og
við getum allir sofið vel á nóttunni.
Við erum líka búnir að æfa mikið
undanfama mánuði. Reyndum að ná
stemningu stóra sviðsins héma úti
með því að æfa á sviði Borgarleik-
hússins og á Broadway," segir Einar
en gerir sér samt fullkomlega grein
fyrir því að það er mikið mál að koma
upp á svið fyrir framan 42 þúsund
áhorfendur. „Þetta er eins og að
standa við foss,“ útskýrir Einar og
bætir því við að maður heyri niðinn í
þessum risastóra manngerða fossi
þótt enginn sé að klappa eða segja
nokkurn skapaðan hlut.
Góðir strákar
Á Ráðhústorginu kastast þjóð-
arstolt íslendinga, Two Tricky, út úr
leigubílnum, 1 fylgd Einars Bárðar-
sonar. Og menn heimta auðvitað
pylsu og þeir tæta þær í sig félagarn-
ir og augljóst að þeim þykir gaman að
vera hérna úti í sólinni. Þetta eru
heldur ekki þannig piltar að þeir séu
með stjömustæla eða líti stórt á sig.
Poppararnir eru nefnilega líka Gunni
hljóðfærasali hjá Hljóðfærahúsinu,
Einsi framkvæmdastjóri og Krissi
prenthönnuður. Þetta eru strákar
utan af landi. Góðir strákar sem eiga
skilningsrika vinnuveitendur, segja
þeir.
Einar: „Auðvitað væri gaman að
vakna heima hjá sér um niuleytið og
tölta inn í eldhús og hella upp á kaffi
og byrja að semja lög allan daginn. En
markaðurinn heima býður bara ekki
upp á það.“
En Gunni hefur nú prófað að lifa á
poppinu og gerði það þar til Skíta-
móraU fór í frí:
„Það var nú bæði andlega og fjár-
hagslega lýjandi. Maður er að spila
tvö, þrjú, fjögur kvöld í viku og mikið
úti á landi þannig að maður á ekkert
voða mikið eftir,“ útskýrir Gunni en
bætir þvi við að honum finnist samt
ótrúlegt að jafnlítið land og ísland geti
borið uppi fjórar, fimm stórar hljóm-
sveitir sem lifa algerlega á þvi að
halda böll og tónleika.
Á Strikinu þekka allir alla
Svo ganga þeir Strikið í rólegheit-
unum og segja sögur af gallabuxna-
leiðangri um daginn. Þá vom þeir í
larfabúllu og reyndu að tala dönsku
við afgreiðslustúlkuna þar til hún