Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2001, Qupperneq 33
LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001
41
DV
Helgarblað
spurði þá hvort þeir væru Islending-
ar, á íslensku. Þeir héldu það nú og
þegar Kristján botnar söguna er öskr-
að á hann. Tamningamaður utan af
landi vill eiga við hann orð. Hann er
að temja íslenska hestinn í Danmörku
núna og ánægður með sitt.
Einar: „Þetta er bara eins og að
fara í Kringluna."
En hvaða lög haldið þið mest upp
á?“
Gunnar: „Rússland. Bara fyrir það
hvað það er öðruvísi. Þetta er ekki
eitthvað sem menn ganga að vísu í
svona keppni." „Ég held mest upp á
hollenska lagið,“ segir Kristján eftir
að hafa kvatt tamningamanninn.
„Þetta er einfalt og gott lag þótt þvi sé
ekki spáð miklu í keppninni sjálfri.“
Einar: „Ég er voða hræddur um að
Svíar blandi sér í toppbaráttuna en ef
ég neyðist til að nefna eitthvert uppá-
haldslag þá get ég alveg sungið með
danska laginu þótt ég haldi alveg
vatni yfir því.“
Nú elskar þjóóin ykkur og þœtti ör-
ugglega Jint ef þið segðuð henni hvaða
lag œtti að fá tólf stig frá okkur svo
það myndi gagnast ykkur best?
„Portúgal," segja strákarnir í ein-
um kór því það er víst versta lag
keppninnar og mun ekki blanda sér í
barráttuna um bikarinn.
Einar: „Annars er þetta mjög
skrýtið með stigagjöfina að hún er að
öllu leyti heiðarleg. Menn eru alltaf að
tala um að þessir og hinir gefi hverjir
öðrum stig en ef maður skoðar töl-
fræðina þá sér maður að íslendingar
hafa í gegnum tíðina fengið gott frá
írum og Bretum en samt höfum við
ekki gefíð þeim neitt til baka.“
Tveir meö allt á hreinu
Á veitingastað í Nyhavn hitta félag-
arnir Jónatan Garðarsson og hans
fólk hjá Sjónvarpinu. Þau eru að
borða og strákarnir vilja ekki trufla
þau svo þeir ganga áfram.
Gunnar: „Strákar! Við erum ekk-
ert í Kaupmannahöfn. Við erum i
Ósló.“
Kristján: „En það fóru flestir úr
héma.“
Two Tricky kunna Með allt á
hreinu greinilega utanbókar og hafa
margoft séð þessa bestu íslensku
mynd frá upphafi alda. Þeir eru líka
ánægðir með að geta litið á sig sem
framhaldið af Með allt á hreinu.
Einar: „Við tökum við þar sem
Stuðmenn hættu og ég er viss um að
Jakob Frímann er stoltur af okkur
núna. Við erum framhaldið af Með
allt á hreinu. Með allt á hreinu tvö
eða bara Tveir með allt á hreinu."
Þetta er annars búin að vera við-
buróarík vika hjá ykkur. Sunguð þió
ekki fyrir Jaquin Pheanix og Claire
Danes á Sushi-stað um daginn?
Kristján: „Jú, við sungum fyrir
þau en þetta var mjög fyndið kvöld.
Það var fólk að koma til okkar til að
taka í höndina á okkur en sama fólk
virtist ekki kannast við þetta par sem
sat á næsta borði.“
Einar: „Hann var lika voða hrædd-
ur við myndatökur og annað slíkt og
sagðist eiga í vandamáli með húðina
en ég held nú að hann hafi bara verið
að halda fram hjá.“ Sagan segir líka
að þau hafi verið eitthvað að kyssast
þarna en þegar Two Tricky komu á
svæðið trúði kauði því ekki að þeir
væru söngdúett svo félagarnir stóðu
bara upp og sungu fyrir hann.
Kristján: „Það var frábært. Hann
klappaði fyrir okkur.“
Aðdáandi íslands nr. 1
Þegan strákarnir koma loksins á
hótelið eru þeir drifnir út í rútu og í
enn eina opinberu athöfnina. Þar er
kampavín í bland við fræga Dani sem
heilsa, knúsa og kyssa gesti og gang-
andi. Svo taka okkar piltar eftir ein-
mana stúlku í hjólastól sem starir á
og þeir gefa sig á tal við hana. Þeir
komast að því að hún heitir Nicki All-
an og veit allt um íslensk lið í
Eurovision. Hún hefur fylgst með okk-
ur bera okkur frábærlega í þessari
keppni frá því við byrjuðum að taka
þátt. Og hún grét þegar Selma náði
ekki að merja sigurinn og skilur ekki
ókurteisina sem Páli Óskari var sýnd
með að vera ekki í þrem efstu sætun-
um um árið.
Hvað fmnst þér um íslenska liðió?
„Mér líkar alltaf betur og betur við
það því oftar sem ég hlusta á það.“
Heldurðu aó vió vinnum?
„Ég vona það,“ segir Nicki. „Ég
vona svo innilega að þeir vinni í
kvöld því ég vil vera í Reykjavik að
ári.“
<0* i r ~ r ' . EUROVISZON 'r 2001
01 Holland - Out of My Own - Michelle
mm 02 . ísland - Angel - Two Tricky
mWm
kl 03 Bosnía - Hano - Nino Prses
■■ 04 Noregur - On My Own - Haldor Lægreid
■■i
Z&Z 05 ísrael - Ein Davar - Tal Sundak -
06 Rússland - LadyAlpine Blu - Mumiy Troll
5S 07 Svíþjóð - Lyssna till mitt hjarta - Friends
— 08 Litháen - U Got Style - Skamp
5S 09 Lettland - Too Much - Arnis Mednis
rt:: 10 Króatía - Strune Ljubavi - Vanna
mími Wm 11 Portúgal - Eu Só Sei - MTM
i 12 írland - Without Your Love - Gary O' Shaughnessy
Tff"" 13 Spánn - Dile que la queiro - David Civera
ii 14 Frakkland - Je n'ai que mon ame - Natasha St-Pier
15 Tyrkland - Sevgiliye son - Sedat Yose
16 Bretland - No Dream Impossible - Lindsay D
17 Slóvenía - Energy- Nusa Derenda
18 Pólland - Z kims takim (withsomeoneukeThat) - Andrzej 'Piasek' Piaseczny
19 Þýskaland - Wer Liebe lebt- Michelle
■ 20 Eistland - Everybody - Tanel Padar & Dave Penton
1 ■ 21 Malta - Another Summer Night - Fabrizio Fanielo
22 Grikkland - Die for You - Antique
mm mm 23 Danmörk - Der stár et billede af dig pá mit bord - Rollo & Kingfinal
Sigurvegarar síðustu þrjátíu ára
2000 Fly on the Wings of Love Olsen Brothers - Danmörk
1999 Take Me to Your Heaven Charlotte Nilsson - Svíþjóð
1998 Diva - Dana International - ísrael
1997 Love Shine a Light Katrina & the Waves - UK
1996 The Voice - Eimear Quinn - írland
1995 Nocturne Secret Garden - Noregur
1994 Rock 'N Roll Kids - Paul Harring- ton 8< Charlie McGettigan - írland
1993 In Your Eyes Niamh Kavanagh - írland
1992 Why Me? - Linda Martin - írland
1991 Fángad av en stormvind Carola - Svíþjóð
1990 lnsieme:1992 Toto Cutugno - Ítalía
1989 Rock Me - Riva - Júgóslavía
1988 Ne Partez Pas Sans Moi Celine Dion - Sviss
1987 Hold Me Now Johnny Logan - írland
1986 J'Aime La Vie Sandra Kim - Belgía
1985 La Det Swinge Bobbysocks - Noregur
1984 Diggi Loo-Diggi Ley Herreys - Svíþjóð
1983 Si La Vie Est Cadeau Corinne Hermes - Lúxemborg
1982 Ein Bisschen Frieden Nicole - Þýskaland
1981 Making Your Mind Up Bucks Fizz - Bretland
1980 What's Another Year Johnny Logan - írland
1979 Hallelujah - Milk & Honey - ísrael
1978 A Ba Ni Bi Yizhar Cohen & Alphabeta - ísrael
1977 L'Oiseau Et L'Enfant Marie Myriam - Frakkland
1976 Save Your Kisses for Me Brotherhood of Man - Bretland
1975 Ding Dinge Dong Teach-in - Holland
1974 Waterloo - ABBA - Svíþjóð
1973 Tu Te Reconnaitras Anne-Marie David - Lúxemborg
1972 Apres Toi Vicky Leandros - Lúxemborg
1971 Un Banc, Un Arbre, Une Rue Severine - Mónakó
1970 All Kinds of Everything Dana - írland