Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2001, Síða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2001, Síða 50
58 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 Formúla 1 David Coulthard, McLaren Mercedes „Við sönnuðum það I Barcelona að bíllinn okk- ar er hraður við keppnisaðstœður par sem ég gat tekið fram úr mönnum ó Praut sem er ekki þekkt fyrir mörg tœkifœri til framúraksturs. Ég hef klárað í fyrstu sex sœtunum í öllum keppn- um ársins hingað til og ég trúi því að ég sé sá eini og œtla að halda því áfram." Mika Hakkinen, McLaren Mercedes „Síðustu þrjú ár hef ég átt góöar keppnir á A1 ring með þremur heimsóknum á verðlaunapall, og tvisvar sem sigurvegari. Mér líkar að aka á þessari braut, sem svipar tii gó-kart brautar vegna stuttrar vegalengdar hennar og krappra beygja. Einnig eru nokkrir möguleikar á framúr- akstri." Jos Versiappen, Arrows „Tímatakan er alltaf svolítið áhugaverð á A-1 ring. Hópurinn er alltaf mjög nœrri í tímum (vegna stuttrar brautar) svo það er alltaf möguleiki á að ná í góða rásstöðu fyrir keppn- ina. Brautln er með margar hœgar beygjur svo það þarf að Premsa kröftuglega. Einnig er góð hröðun mikilvœg.” Juan Pabk) Montoya, BMW. Willkmrs F1 „Ég fer fullur sjálfstrausts til Austurríkis, sérstak- lega eftir annað sœtið mitt á Spáni fyrir hálfum mánuði. Ég á góðar minningar frá A-1 ring því ég hef keppt þar í tvígang í F3000 - sigraði 1997 og varð annar 1998. Við áttum mjög jákvœðar prófanir á Valencia og ég vonast til að árang- urinn láti sjá sig í Austurríki." Michael Schumacher, Ferrari „Með stanslausum inngjöfum, erfiðum bremsu- köflum í bland við höggin frá beygjuköntunum á hálsinn er Austurríkiskappaksturinn erfiður og tekur sinn toll af bílnum, af mér og Rubens. Brautin er mjög krefjandi tœknilega en ég er vongóður þar sem ég hef Ross Brown á þjón- ustusvœðinu vlð hlið mér." Button á botninum og gengi hans með Benetton hefur verið lélegt á árinu lega gagnrýndur fyrir að taka inn í liö sitt óreyndan komungan Breta sem hafði sýnt áhugaverða hluti í Formúlu 3 sumarið áöur. Menn kepptust við að koma með yfirlýs- ingar og spár um að Formúla 1 yrði Jenson Button of erfið og hann réði ekki við hraðann, kraftana og álag- ið sem fylgir því að vera Formúlu 1 ökumaður. Það var ekki liðið langt á tímabilið þegar þeir hinir sömu þurftu að éta ofan í sig yfirlýsingar sínar og Button varð yngsti öku- maður í sögu Formúlu 1 til að vinna sér inn stig í kappakstrinum. Þá nýorðinn 20 ára. Button átti marga góöa spretti með BMW. Williams F1 á síðast ári og var farinn að pressa verulega á félaga sinn, Ralf Schumacher. En með komu Juans Pablos Montoya til liðsins varð Frank að taka aðra erfiða ákvörðun og hann lánaði hugarfóstur sitt til Benetton Renault-liðsins til tveggja ára. En gengi nýja liðsins hefur verið í meira lagi brösótt og það kann að verða Button erfitt að endurheimta sæti sitt hjá Williams ef fer sem horfir. Hann er farinn að njóta lífs- ins til hins ýtrasta og á við meiösl að stríða. En stærsti bitinn til að kyngja er slakur árangur. Hann hef- ur alls ekki sýnt sömu tilþrif í ár og i fyrra og hefur verið í baráttunni um neðstu sætin við Minardi-öku- manninn Tarso Marques. Lifir hátt og nýtur þess Button hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn og er nú ein af frægari persónum Bretlands.’ Ríka og fræga fólkið býður honum í veislur og hann leigir risíbúð í hinu fræga Metropolitan-hóteli í London meö útsýni yfir Hyde Park. Þar býr hann ásamt unnustu sinni, hinni 23 ára Louise Grifflths, þá daga sem hann er „heima“ því hann er þegar kom- inn með lögheimili í Mónakó. Þau eru bæði ástfangin upp yfir haus og sjá ekki sólina hvort fyrir öðru. Þrátt fyrir erfiöa tíma með Benetton borgar liöið Jenson vel og þarf hann tæpast að hafa áhygg- ur af peningaleysi í bráð. Aðeins á sínu öðru ári í Formúlu 1 er hann kominn með hærri laun en eldri og reyndari kappar eins og David Coulthard, Jean Alesi og H-H Frentzen. Hann er „aðeins“ með um þaö bil 450 milljónir ísl. króna í árslaun ef miðað er við óvenju- hátt gengi dollarans um þessar mundir. Ekki er heldur óvarlegt að áætla að þessar tekjur séu tals- vert hærri ef beinar auglýsinga- tekjur hans eru teknar með inn í dæmið. „Ég hefði aldrei trúað þessu fyrir einu ári. Það frábæra við að eiga alla þessa peninga er að geta farið á veitingastað og val- ið það sem manni líkar og þurfa ekki að hafa áhyggjur af verðinu," segir Bretinn nýríki. Stewart hefur áhyggjur Gamli heimsmeistarinn Jackie Stewart hefur áhyggur af þessu og vill meina að Button sé farinn að gleyma sér í losta lífsins og ein- beiti sér ekki nægilega að akstrin- um. „Ég held að hann hafi fengið of mikið of snemma því hann er aðeins búinn að vera í Formúlu 1 í eitt ár og er nú þegar fluttur til Mónakó og þénar mikla peninga. Þess konar lifsstíll virðist ekki henta ungum ökumanni. Það þarf aðeins aö líta á Michael Schumacher til að sjá hvernig hugarfar hann hefur til vinnu sinnar. Hann er fullkomlega ein- beittur og árangur hans sannar að það virkar mjög vel,“ segir Stewart og vill að Button geri eins og Ferrari-ökumaðurinn. „Jenson er mjög fiölhæfur en þaö eru fleiri sem eru það einnig svo hann ætti að setja kappakstur- inn í algeran forgang," segir Stewart sem nýlega tilkynnti að hann gæti verðið á leið til Jagúar á ný eftir frí vegna veikinda sonar sins. En Jenson Button segist til- rfej ClF "4BB í m' * STAÐAN 12.5 Nr. Nafn Lið Stig 01. Michael Schumacher Ferrari 36 02. David Coulthard McLaren- 28 03. Rubens Barrichello Ferrari 14 04. Ralf Schumacher Williams 12 05. Nick Heidfeld Sauber 8 06. Jarno Trulli Jordan 7 07. Juan Pablo Montoya Williams 6 08. Heinz-Harald Frentzen Jordan 6 09. Jaques Villeneuve BAR 4 10. Mika Hákkinen McLaren 4 11. Olivier Panis BAR 3 12. Kimi Raikkonen Sauber 1 13. Giancarlo Fisichella Benetton 1 - - ; STAÐA UÐA Nr. Nafn Stig 01. Ferrari 50 02. McLaren 32 03. Williams 18 04. Jordan 13 05. Sauber 9 06. BAR 7 07. Benetton 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.