Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2001, Qupperneq 2
2
LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001
Fréttir ÐV
Pinglok hugsanleg í dag:
Smábátar standa
í ríkisstjórninni
Stjórnarliðar stóðu í allan gærdag
í miklu samningaþrefi um málefni
smábáta en hart er tekist á um það
innan flokka og milli flokka hvort
setja eigi smábátana inn í kvóta-
kerfið 1. september eins og óbreytt
lög gera ráð fyrir eða hvort fresta
eigi gildistöku laganna um eitt ár
enn. Næsta víst er talið að góður
meirihluti sé í þinginu fyrir frestun.
Þegar hefur gildistöku þessa ákvæð-
is verið frestað einu sinni og knýja
vestfirskir þingmenn, framsóknar-
menn og flestir stjórnarandstæðing-
ar á um að kvótasetningunni verði
frestað á ný, enda séu hagsmunir
heilu byggðarlaganna í húfi. I Sjálf-
stæðisflokknum eru það einkum
Einar K. Guðfinnsson, Einar Oddur
Kristjánsson og Gunnar Birgisson
sem beitt hafa sér fyrir frestun
ákvæðisins en aðrir þingmenn eru
hlynntir því að „böndum verði kom-
ið á smábátana", eins og það hefur
verið orðað. Ekki er talið aö látið
verið reyna á þetta mál án þess að
áður liggi fyrir samkomulag og í
gærkvöld stefndi í að menn gætu
náð saman um málamiðlun sem fæli
í sér ívilnun til smábátasjómanna
umfram það sem yrði í kvótakerf-
inu en þeim yrði skorinn þrengri
stakkur en ef gildistökunni yrði al-
farið frestað. Málið var rætt í ríkis-
stjórn 1 gær og samkvæmt heimild-
um DV beitti Davíð Oddsson sér fyr-
ir því að sættir næðust í málinu.
Hinn möguleikinn sem talinn var
koma til greina í gærkvöld var að
fresta málinu einfaldlega, láta lögin
hafa sinn gang en taka það síðan
upp í haust og breyta þá lögunum
eftir að menn hefðu haft sumarið til
að ná saman og endurskoðun fisk-
veiðistjórnunarinnar væri komin
lengra.
Náist samstaða um frumvarp sem
er ívilnandi fyrir trillusjómenn var
í gær búist við að slíkt frumvarp
ætti greiða leið í gegnum þingið.
Óvissa var um þinglokin í gær en
fastlega var þó búist við að unnt
yrði að ljúka því í dag, jafnvel þótt
frumvarp um smábátana kæmi
fram. -BG
Illdeilur í Skagafirði:
Messufall í
Miðgarði
- dansleik aflýst
„Það verður messufall í Miðgarði,
við tökum ekki áhættuna," segir Kol-
beinn Kolbeinsson húsvörður sem af-
lýst hefur dansleik hljómsveitarinnar
Á móti sól um næstu helgi.
Ástæðan er hert aldursmörk sýslu-
manns i Skagafirði sem ákvað að frá
og með 15. maí sl. væri öllum innan 18
ára bannaður aðgangur að almennum
dansleikjum. Landslög segja hins veg-
ar að 16 ára og eldri geti sótt almenna
dansleiki og hafa húsvörður og hús-
stjóm Miðgarðs sent stjórnsýslukæru
til dómsmálaráðuneytisins vegna máls-
ins.
Logandi illdeildur eru í Skagafirði
af þessum sökum og hafa um 1000
manns ritað nöfn sín á lista þar sem
ákvörðun sýslumanns er mótælt. Rök
sýslumanns eru einkum að minnka
unglingadrykkju sem hann segir mikið
vandamál á þessum „flöskuböllum" en
Kolbeinn segir málið ekki snúast um
það. Húsvörðurinn segir verulega veg-
ið að viðskiptagrunni sínum, enda séu
16-18 ára unglingar um 70% ballgesta.
Dæmt verður i kærumálinu innan 14
daga. -BÞ
DVJHYND TEITUR
Brunabót
Landssamband Slökkviliös- og sjúkraflutningamanna og Launanefnd sveitarfélaga undirrituöu í gær kjarasamning og af-
stýröu meö því yfirvofandi verkfalli. Kjarasamningurinn gildir út áriö 2005. Samiö var um veruiegar grunnkaupshækkanir og
breytingar á vinnufyrirkomuiagi. Á myndinni undirrita Þórír Einarsson ríkissáttasemjari og Guömundur Vignir Óskarsson, for-
maöur Landssambandsins, kjarasamninginn. Aö baki þeim er Bragi Michaelsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi.
Félagsmálaráðherra og borgarstjóra Reykjavíkur greinir á um fatlaða:
Sjóðasukkinu linni
- segir Ingibjörg Sólrún sem segir vegið að sjálfstæði sveitarfélaganna
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgar-
stjóri í Reykjavik, segir rangt að and-
staða Reykjavíkurborgar hafl valdið
því að ekkert verður af flutningi félags-
þjónustu fatlaðra til sveitarfélaganna.
Páll Pétursson félagsmálaráðherra hef-
ur dregið frumvarp um flutning til
baka og sagði hann í DV að andstaða
þriggja stórra sveitarfélaga hefði ráðið
úrslitum. Hann nefndi Reykjavíkur-
borg, Kópavog og Hafnarflörð í þessu
efni og lýsti miklum vonbrigðum með
að málið væri úr sögunni, enda hefði
undirbúningur verkefnisins staðið yflr
í tæpan áratug.
„Það er engin andstaða hjá þessum
stóru sveitarfélögum gegn þvi að taka
við málaflokknum. Við viljum hins
vegar sjá öll spilin
áður en þetta er
ákveðið,“ segir
borgarstjóri og
nefnir sem dæmi
flutning tekna til
sveitarfélaganna
og endurskoðun á
kostnaðarmati.
Spurð um hvaða
ástæöur geti verið
fyrir því að Páll
tali á svo ólíkum nótum og bæði Ingi-
björg Sólrún og formaður Sambands
sveitarfélaga segist borgarstjóri ekki
hafa skýringar á því. Hins vegar telji
hún að andstaða hafi komið fram við
málið i fjármálaráðuneytinu.
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir.
Borgarstjóri
segir að flutningur
á verkefnum yfii'
til sveitarfélag-
anna verði að
haldast í hendur
við stærð og styrk
þeirra. „Sveitar-
stjómarmenn
verða að horfast í
augu við að ef þeir
ætla að taka við
stórum verkefnum þá þýðir ekki að
vera með allan þennan flölda lítilla
sveitarfélaga úti um landið. Þeir em
ekki í stakk búnir til að taka við þessu
og það sem verra er að það verður svo
flókið að flytja fjármunina til sveitarfé-
Páll
Pétursson.
laganna. Það þarf að búa til alls kyns
sjóði og úthluta úr þeim eftir flóknum
reglum í stað þess að flytja einhliða
tekjustofh," segir borgarstjóri.
„Verst við þetta mál er að það er að
verða til hálfgert sjóðasukk í kringum
þetta allt saman,“ segir Ingibjörg Sól-
rún. Hún nefnir að í Jöfnunarsjóði séu
7-8 miiljarðar króna og með flutningi
félagsþjónustu fatlaðra myndu bætast
við milljarðai' sem rynnu í gegnum
Samband sveitarfélaga. „Ég vil miklu
frekar að við tökum að okkur verkefni
og fáum tekjustofh, ríkið lækki hjá sér
tekjuskattinn og við fáum útsvar. Okk-
ur fmnst kerfið vega að sjálfstæði
sveitarfélaganna." _bþ
Blaðið í dag
Hnefahöggið
hjálpar ekki
Erlent fréttaljós
Varkár
íhaldsmaður
Svavar Gestsson
Hriktir í stoðum
Reykjavíkur-
listans
Innlent fréttaljós
Morðinginn var
einn af
bæjarbúum
Sérstæð sakamál
ItfljlÍtSlÍS:
HHÉsíiss
Ungrú ísland
2001
íslensk fegurö
Ekkert grín að
vera fyndinn
Eggert Þorleifsson
Skortur á læknum
—— Jóhannes M.
JWwfe Gunnarsson, lækn-
■T^ ^ ingaforstjóri Land-
Mfggte^Jr spítalans - háskóla-
'Wjf sjúkrahúss, segir
læknaskort í land-
inu. Helst skortir
B « H unglækna, heilsu-
gæslulækna svo og
sérfræðinga í ýmsum greinum.
Enn um læknaskort
Neyðarástand mun skapast á
Landspítala - háskólasjúkrahúsi í
sumar þar sem enginn útskriftar-
nemi úr læknadeild Háskólans ætl-
ar að hefja störf þar vegna óánægju
með starfsaðstæður, að því er fram
kemur í yfirlýsingu frá Félagi
unglækna.
Samdráttur á íbúðamarkaði
Spennan sem verið hefur á íbúða-
markaðnum er I hjöðnun. 11% færri
umsóknir um húsbréfalán bárust
íbúðalánasjóði fyrstu Ijóra mánuði
ársins en sömu mánuði í fyrra.
Færeyskar óskir til ASÍ
Verkalýðsfélag Færeyja hefur ósk-
að eftir því við ÁSÍ að íslenskt verka-
fólk landi ekki úr færeyskum fiski-
skipum meðan á verkfalli verkafólks
í Færeyjum stendur. Verkfallið nær
til allra ófaglærðra í Færeyjum að
undanskildu verkafólki i Klakksvík
og verkakarla i Þórshöfn.
Flugmálastjórn
Samgönguráðu-
neytinu hefur enn
ekki borist formlegt
svar frá Flugmála-
stjórn vegna erind-
is sem það sendi
fyrir hálfum öðrum
mánuði. í erindinu
var Flugmálastjórn
falið að grípa til ýmissa ráðstafana
til að auka öryggi í flugi.
Örbruni
Slökkvilið var hvatt að húsi við
Hverfisgötu í Hafnarfirði síðdegis í
gær þar sem mikinn reyk lagði út
um kjallaraglugga. í ljós kom að
örbylgjuofn hafði verið skilinn eftir
ofan á logandi hellu - og brann.
Fákeppni - atvinnulíf
Fákeppni einkennir íslenskt at-
vinnulíf og þrátt fyrir sölu ríkisfyr-
irtækja hefur eignarhlutur ríkisins
í atvinnulífinu aukist síðustu ár.
Þetta eru tvær af meginniðurstöð-
um Samkeppnisstofnunar í skýrslu
um stjórnunar- og eignatengsl í ís-
lensku atvinnulífi.
Dýr húsaleiga
Kostnaður rlkis-
sjóðs vegna flutn-
-ings 6 fyrirtækja og
stofnana ríkisins í
Borgartún 21 er 313
milljónir króna.
Alls greiðir ríkið
um 120 milljónir
króna á ári fyrir
leigu húsnæðisins, hæstar um 3
milljónir á mánuði fyrir íbúðalána-
sjóð sem áður var í eigin húsnæði.
Grænmetistolla burt
Efnahags- og viðskiptanefnd Al-
þingis gengur út frá því að landbún-
aðarráðherra nýti að fullu þær heim-
ildir sem hann fær til að lækka tolla
á grænmeti til hagsbóta fyrir neyt-
endur. Þetta segir í nefndaráliti sem
dreift var á Alþingi í fyrrakvöld um
frumvarp til breytinga á toilalögum.
Mótmæli á Austurvelli
Landssamband smábátaeigenda
hvetur félaga sína til að mæta á
Austurvöll klukkan 13 í dag til að
mótmæla gildistöku laga um smá-
bátaveiðar. -EIR
Seinlæti hja