Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2001, Qupperneq 18
18
Helgarblað
LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001
DV
A *\ 1 - if'. ■ $ WM & IA { jp/V "i -.«S .■?ÉjS. Á. \Æj j%LÁ
V | ||, ■' Jl/ 'iA S 3 &,% ‘ v 1
Svavar Gestsson sendiherra í Kanada heldur nú til Svíþjóöar
Einhver kann aö spyrja hvernig þaö geti gengiö fyrir mig aö vinna með þessu fólki öllu eftir löng stríð og orrahriöar á þingi. Svarið er vel. Ég er þessu fólki öllu þakklátur fyrir framúrskarandi sam-
starf. Ef einhver er að draga það í efa aö okkur Birni Bjarnasyni hafi gengiö vel aö finna samnefnara þá er því hér meö vísaö á bug. “
Svavar Gestsson sendiherra ú leið yfir hafið rœðir við
Kolbrúnu Bergþórsdóttur um storfið, fortíðina og
sekúndulýðrœði nútímans.
Það vakti athygli þegar Svavar
Gestsson kvaddi stjórnmálin og
gerðist sendiherra í Kanada. Eft-
ir tveggja ára starf er hann
kominn heim í sumarfrí og mun
síðan snúa sér að nýju starfi
sem sendiherra íslands í Svíþjóð.
- Hvernig líkaði þér sendiherrastarfið í
Kanada?
„Það er skemmst frá því að segja að ég
var eins og fiskur í vatni í þessu starfi, sem
er að visu enginn venjulegur sendiherrapóst-
ur. Ég var aðallega framkvæmdastjóri árþús-
unda hátíðahaldanna í Kanada sem er næst-
stærsta land í heimi. Það kom í okkar hlut
að skipuleggja hátíðahöldin sem var stór-
kostlega skemmtilegt og gefandi, en alls voru
um tvö hundruð samkomur og viöburðir í
öllum fylkjum Kanada. Maður sér alveg nýj-
an flöt á íslenskri menningu með því að
koma vestur. Ættjarðarást er varla til í hug-
um Islendinga núoröiö nema þá helst í göml-
um ljóðum en i hugum Vestur-íslendinga er
hún sprelllifandi. Það var hreint stórkostlegt
að kynnast þessu fólki, menningu þess og
viðhorfum gagnvart íslandi. Starfið gekk vel
og okkur Guðrúnu leið vel þarna. Enda vor-
um við tvö í þessum verkum og lögðum sam-
an alla okkar krafta. Þetta voru reyndar góð
kaup fyrir ríkisstjórnina því viö vorum tvö í
einum pakka og Guðrún er frábær í aflri
skipulagningu og því að taka á móti fólki
þannig að því líði vel. Þetta var allt öðruvísi
líf en við höfum lifað áður. I sumar förum
við tfl Sviþjóöar og við gerum okkur grein
fyrir því að það verður enn öðruvísi líf.
Mér finnst reyndar ástæöa til að nefna
það sérstaklega hér að ég tel að Hafldór Ás-
grímsson utanríkisráðherra hafi staðið afar
myndarlega að málum íslendinga í Vestur-
heimi og það var mikflvægt í starfi okkar
Guðrúnar aö vita alltaf af bakstuðningi ráð-
herrans sjálfs þegar mikið lá við. Einhver
kann að spyrja hvemig það geti gengið fyrir
mig aö vinna með þessu fólki öllu eftir löng
stríð og orrahríðar á þingi. Svarið er vel. Ég
er þessu fólki öllu þakklátur fyrir framúr-
skarandi samstarf. Ef einhver er að draga
þaö í efa að okkur Bimi Bjamasyni hafi
gengið vel að finna samnefnara þá er því hér
með vísað á bug. Okkar samstarf var einmitt
frábært; Björn er skýr í ákvöröunum sínum,
glöggur og eindreginn. Öll vorum við í sama
liðinu þama; íslandsliðinu."
Steingrímur kallar á bók
- Nú ert þú prýðilega ritfær maður og
óneitanlega er freistandi að spyrja hvort þú
hyggist skrifa pólitíska ævisögu þína?
„Því er ekki að neita að það togar margt
í mann. Áður en ég fór til starfa í Kanada
var ég byrjaður á að skrifa samantekt um
mína pólitísku reynslu, en hef lítiö getað
sinnt þvi verki síðustu tvö árin. í sjálfu sér
liggur mér ekkert á, en mig langar til að
skrifa. Bók eins og ævisaga Steingríms Her-
mannssonar, þar sem maður er sáttur við
sumt en ósáttur viö annaö, kallar eiginlega á
að maður fari að koma þessum hlutum frá
sér. Kannski tekst það með einhverjum
hætti."
- Á sínum tíma voru menn að velta sér
upp úr því og gagnrýna að jafn harður
vinstrimaður og þú værir í störfum hjá
Natóríki. Hvernig tókstu þeirri umræðu?
„Mér finnst eðlilegt að menn hafi velt
þessu fyrir sér. Ég stóö í pólitísku stríði í 30
ár, var ritstjóri í 10 ár, þingmaður í 21 ár og
þar af ráðherra í 8 ár og umdeild pólitisk
persóna. Þaö er ekkert óeðlilegt að einhverj-
ir hafi sett spurningarmerki við það að
senda mig í þetta starf. Ég get ekki svarað
neinu öðru til en því að menn verða að
dæma mig af verkum mínum í þessu starfi.
Ég held að tfl þessa hafi starf mitt gengið vel
og vona að svo verði áfram."
Varkár íhaldsmaður í eðlinu
- Hefur afstaöa þín til Nató breyst mikið
með árunum?
„Ég held aö það séu tiu ár síðan ég sagði
að ef ég réði íslandi einn þá myndi ég ekki
segja ísland úr Nató. I eðli mínu er ég að
mörgu leyti varkár íhaldsmaður. Ég er til
dæmis á móti hvers konar ævintýrapólitík í
utanríkismálum. Miklar breytingar eru aö
eiga sér stað, bæði innan Atlantshafsbanda-
lagsins og utan þess. Við eigum að fylgjast
með þessum breytingum og reyna aö hafa
áhrif á þær í þágu framtíöar íslands. Timinn
stendur aldrei kyrr; ekki minn tími heldur.“
- Heldurðu að ísland væri einhverju
bættara með því að gerast aðili að Evrópu-
sambandinu?
„Við eigum að horfa á þessa hluti eins og
þeir eru og fylgjast með því sem er að gerast.
Ég las á dögunum viðtal þar sem einn af for-
ystumönnum Evrópusambandsins sagði að
innganga íslands myndi engin áhrif hafa á
fiskveiðistefnu okkar eða fiskveiðistjómun-
arkerfi. Það eru býsna mikil tíðindi, ef rétt
er. En ég held að þessi umræða sé kannski
ekki brýn eins og er en hiti gæti færst í hana
þegar líða tekur að kosningum. Hún gæti
reyndar sett mikið mark á næstu kosningar.
Reyndar sýnist mér margt benda til þess að
ýmsir aöilar á íslandi vilji endilega láta
kjósa um Evrópusambandið strax í næstu
kosningum. Ef einhver einn aðili vill láta
kosningarnar snúast um Evrópusambandið
þá verða hinir að gera það líka. Það gæti síð-
an haft áhrif á myndun næstu ríkisstjórnar
landsins."
„Á vinstri vœngnum eru nú
tveir flokkar. Samfylkingin býr
við irínri vandamál, erfiðan arf,
og það er ekkert einkennilegt að
það taki hana tíma að leysa úr
þeim málum. Samfylkingin erfði
í raun og veru innri vandamál
allra flokkanna sem að henni
stóðu. Staða Vinstri grænna er
ekki eins erfið. Ég heyrí menn
segja að það myndi breyta mjög
miklu fyrír Samfylkinguna ef
Ingibjörg Sólrún fœri inn á
þann vettvang.“
Á engan flokk
- Saknar þú aldrei stjórnmálanna?
„Ég sakna ekki beinnar þátttöku í stjórn-
málunum en ég fylgist nokkuð vel með þróun-
inni í íslenskri pólitik. Og ég er afar sáttur við
að sitja á áhorfendabekkjunum og hef engan
veginn í hyggju að snúa aftur. Ég var ósáttur
við að Alþýðubandalagið skyldi klofna vegna
Samfylkingarinnar. Ég taldi það óþarfa og tel
reyndar enn að það hafi verið óþarfi, en það
þýðir ekkert að fást um það. Flokkurinn sem
ég var hluti af er ekki lengur til. Ég á engan
flokk og er á áhorfendabekkjunum. Ég sé að
Sjálfstæðisflokkurinn er gríðarlega sterkur,
sennilega sterkari en löngum fyrr og Davíð er
feikilega öflugur forsætisráðherra. Halldór er
með sinn flokk í samstarfi við Sjálfstæðis-
flokkinn, sem hefur reynst mörgum erfitt, en
hann hefur nú seiglast lengur en flestir. í tið
Halldórs hefur utanrikisþjónustan eflst meira
en nokkru sinni á jafn stuttum tíma. Á vinstri
vængnum eru nú tveir flokkar. Samfylkingin
býr við innri vandamál, erfiðan arf, og það er
ekkert einkennilegt að það taki hana tíma að
leysa úr þeim málum. Samfylkingin erfði í
raun og veru innri vandamál allra flokkanna
sem að henni stóðu. Staða Vinstri grænna er
ekki eins erfið. Ég heyri menn segja að það
myndi breyta mjög miklu fyrir Samfylking-
una ef Ingibjörg Sólrún færi inn á þann vett-
vang. Ég held að það sé rétt, hún er öflugur
stjórnmálamaður, en hvort hún gerir það er
svo annað mál. Hún er líka afar bundin
Reykjavík og ég sé ekki að hún eigi heiman-
gengt eins og er. Stundum er sagt að Samfylk-
ingin sé eins og Alþýðuflokkurinn og Vinstri
grænir eins og Alþýðubandalagið. Það er að
nokkru leyti rétt en i raun eru báðir þessir
flokkar í dag þó aðallega nýir flokkar og öðru-
vísi flokkar sem eru að bregðast við umhverf-
inu á nýjum forsendum. Hið sama má reynd-
ar segja um stjórnarflokkana og það er eðli
stjórnmálanna: Ekkert stendur nokkurn tíma
kyrrt. Allt breytist um leið og tíminn færist
fram.“
- Af hverju hættirðu í pólitík?
„Því mun ég svara síðar í ítarlegra máli en
mér fannst hæfilegt að skipta um á þessi stigi
enda hafði ég verið í stjórnmálum mestalla
ævina. Ég var samfylkingarmaður með litlum
staf; þannig skilið að ég vildi að allir vinstri-
menn væru saman í einum flokki. Sú hugsjón
gekk ekki upp og mér er til efs að hún verði
raunhæf á nýjan leik fyrr en eftir marga ára-
tugi.“