Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2001, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2001, Qupperneq 19
LAUGARDAGUR 19. MAl 2001 19 DV Helgarblað Glíman viö Joöin þrjú - Hvað er eftirminnilegast frá þínum stjórnmálaferli? „Ég nefni þann þátt velferðar- kerfisins sem unniö var að á ís- landi eftir 1980. Þá á ég við lög um heilbrigðismál, um málefni fatl- aðra og aldraðra, alls kyns endur- bætur á almannatryggingalöggjöf- inni, verkamannabústaðalögin og húsnæðismálalög. Sömuleiðis gjör- breyting á menntamálalögunum á árunum 1988 til 1991. Þetta er það sem mér þykir vænst um á mínum persónulega stjórnmálaferli. Svo eru tindar eins og til dæm- is kosningasigur okkar árið 1978. Myndun ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsens var líka ótrúlegt æv- intýri og svo stjórnin sem varð til eftir að Þorsteinn Pálsson skilaði lyklunum að stjómarráðinu. Þetta eru augnablik sem maður gleymir aldrei. En ég held að það sem sé miklu stærra og varanlegra sé lög- gjöfm í menntamálum, heilbrigöis- málum og félagsmálum. Hún er einn af tindunum í seinni tíma vel- ferðarsögu íslands.“ - Á ferli þinum hefurðu unnið meö fjölmörgum mönnum, hverjir þeirra eru eftirminnilegastir? „Ég get nefnt marga stjóm- málamenn eins og Gunnar Thoroddsen, Lúðvík Jósefsson og Steingrim Hermannsson. Líka Svövu Jakobsdóttur, Ragnar Arn- alds og Eðvarð Sigurðsson. Af seinni tíma stjómmálamönnum nefni ég fyrst Davíð Oddsson sem er að mörgu leyti afburöamaður. Svo fer ekki á milli mála að þótt við Ólafur Ragnar værum ósam- mála um flest meðan viö vorum saman í pólitíkinni þá er hann einn af þeim mönnum sem sitja eft- ir í endurminningunni og þrátt fyrir allt áttum við margt sameig- inlegt, allt frá því á menntaskóla- árum okkar. Ög erum að vinna saman að nýjum verkefnum nú DV-MYNDIR E.ÓL. Svavar og Guörún Agústsdóttir stóðu saman í sendiherrastarfinu „Starfiö gekk vel og okkur Guörúnu leiö vel þarna. Enda vorum viö tvö í þessum verkum og lögöum saman alla okkar krafta. Þetta voru reyndar góö kaup fyrir ríkisstjórnina því viö vorum tvö í einum pakka og Guörún er fráþær í allri skipulagningu og því aö taka á móti fólki þannig aö því líöi vel. “ orðið. Halldór Ásgrímsson og ég vorum samferða á Alþingi lengi og svo i ríkisstjórn um skeið; honum hef ég kynnst betur í seinni tið og hann er að skrifa merkilegan kafla í íslenskri stjórnmálasögu. Ég nefni Steingrim J. Sigfússon sem varð einn af mínum bestu vinum og er heldur betur að skapa nýtt skeið í islenskum stjórnmálum með félögum sinum. Og ætli glím- an við Joðin þrjú í stjórninni 1988 til 1991 skipi ekki lengi sinn sess; þau voru Jón Baldvin, Jón Sig- urðsson og Jóhanna. Allt sterkir og metnaðarfullir einstaklingar sem var lærdómsríkt að vinna með. En ég get ekki tekið einn mann út úr þessum hóp og vil það reyndar ekki. Og svo eru menn eins og Kjartan Ólafsson, sem var með mér ritstjóri Þjóðviljans langa tíð, og Ámi Bergmann. Þeir voru daglegir samverkamenn mínir í rúm tíu ár og ég held að þeir hafi sett meira mark á viðhorf mín og vinnubrögð en flestir aðrir menn.“ - Þessir menn koma væntan- lega Eillir við sögu í bókinni sem þú hyggst skrifa? „Já, þeir verða allir þar. En hún verður ekki palladómar um fólk eins og mér finnst síðasta bindið í sögu Steingríms vera. Það er komið nóg af sliku.“ Gore er mjög vinstrisinn- aöur - Ef viö víkjum aöeins að inni- haldi í nútímastjórnmálum. Mætti þar ekki vera meiri húmanismi? „Pólitíkin er orðin ansi mikO afurð markaðsþjóðfélagsins þar sem lögð er áhersla á að selja póli- tíkusa. Þetta sekúndulýðræði er auðvitað áhyggjuefni, vegna þess að það er aldrei farið djúpt ofan í hlutina, menn eru á yfirborðinu meö alla skapaða hluti. Menn selja ekki mannleg viðhorf og mýkt, það er harkan sem selst. Það vantar sannarlega meira rými í pólitíska umræðu fyrir sammannleg við- horf. Ég fylgdist mjög grannt með forsetakosningunum í Bandaríkj- unum og það kom mér mjög á óvart hvað Gore er vinstrisinnað- ur. Ég ólst upp við þaö á íslandi sem gamall vinstrimaður og her- stöðvaandstæðingur að það væri aUt eins í pólitíkinni í Bandaríkj- unum og engu máli skipti hver væri forseti. Það er ekki rétt. Stað- reyndin er sú að Gore er mjög vinstrisinnaður, en umræðan í for- setakosningunum snerist um hörð gildi fremur en mannleg viðhorf. Þessar áherslur endurspeglast líka hér á landi. Þó er það þannig að hér eru alls kyns mannleg gildi í heiðri höfð, en mörg þeirra þykja jafn sjálfsögð og andrúmsloftið eða sólskinið. Það verður spennandi að sjá hvernig menn fara aö því að glíma við þessi vandamál, til dæmis í Svíþjóð sem á sér mjög merkilega pólitíska sögu. Við Guðrún erum á leið til Svíþjóðar í sumar og mun- um fylgjast með því hvemig Svíar fara að því að laga hið gamla sænska velferðarkerfi að markaðs- þjóðfélaginu og Evrópusamband- inu. Ég skal segja þér frá þvi eftir tvö til þrjú ár hvemig mér flnnst sú tilraun takast. Ég er spenntur að fá að fylgjast með þeim tíðind- um frá degi til dags.“ STÓRSÝNING um helgina kl. 14-1 7 - kaffi og meðlæti - verið velkomin í reynsluakstur NY MAXIMA Ný og kraftmikil V6 3000 vél 16” álfelgur Leðursæti Rafstillingar á framsætum Hiti í framsætum Ljóskastarar Virkir höfuðpúðar 4 loftpúðar Frjókornasía ABS hemlalæsivörn Cruise Control (skriðstillir) Tvívirk rafdrifin sóllúga Spólvörn Snerpugír (sportstilling) Og margt fleira ■ ; Ingvar Helgason hf. Sœvarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.