Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2001, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2001, Síða 20
20 Helgarblað LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 DV Bubbi Morthens „Égget sagt krökkunum frá því sem ég hef séö betur en hinir dauöu eöa geðveiku. “ Eg er í krossferð Bubbi Morthens fær sér vatnsglas en ekki kaffi þegar ég hitti hann niðri á Hótel Borg. Hann er líka hættur að reykja. Ég sötra blekið skömmustu- leg og þori ekki að kveikja mér í sígar- ettu. Hingað erum við komin til að ræða rokkferilinn hinn síðari sem er nýhafinn, sæta sigra í útlöndum, átakið gegn eitur- lyfjunum og gagn- rýnisraddirnar sem sjaldan hafa verið háværari. Hvaö gerir þig betur til þess fail- inn en aðra að predika yflr bömum um skaðsemi eiturlyfja? „Ég hef lifað af,“ segir Bubbi. „Það er svo einfalt. Ég bý aö reynslu sem ekkert mjög margir hafa og ég get miðlað henni öðrum til góðs. Frá því 1980 hafa fimmtán vinir og kunningj- ar látist af of stórum skammti, verið drepnir eða orðið manni að bana. Alla þá atburði má rekja til fikni- efna. Ég geri mér þó grein fyrir því að það er aldrei hægt að segja við einn eöa neinn: „Láttu eiturlyfin í friði!“ Það er ekki hægt að segja við þrett- án ára krakka að þau eigi aldrei að drekka og aldrei að reykja. Hvort sem það eru pabbi og mamma, lögg- an eða Bubbi Morthens." Hvað segirðu þá? „Það sem ég get sagt er: „Valið er þítt og þar af leiðandi verða afleið- ingarnar þínar og ef þú kýst að fikta við eld verður þú líka að gera þér grein fyrir því að þú getur brennt þig. Ef þú tekur þá ákvörðun að dópa ekki, þá eru líkumar meiri á því að þú farir í gegnum lífið nokkurn veg- inn áfallalaust, klárir þitt nám og að þér gangi allt í haginn. Ef þú velur dópið eru líkurnar á því að þú lend- ir í einhverjum erfiðleikum gríðar- lega miklar. Það veit enginn hver þolir að prófa og hver ekki. Ef ég er að tala við 150 krakka þá er öruggt að úr þeim hópi eru 15-20 sem eiga eftir að fara til helvítis ef þau prófa eiturlyf. Enginn veit hvaða skelfing bíður þeirra, en ég get sagt þeim frá því sem ég hef séð betur en hinir dauðu eða geðveiku.“ Fékk hjartaáfall 28 ára gamall „Oft eru það krakkar sem eiga erfitt uppdráttar sem velja dópið,“ segir Bubbi. „Ég er skriftblindur og ég veit hvemig er að verða utanveltu í skólakerfinu. Ég segi krökkunum að ég viti hvemig þeim líður. Ég veit lika að tónlistargáfan var það eina sem bjargaði mér frá því að lenda á Litla-Hrauni, en félagar mínir á sama báti voru ekki eins heppnir. Ég slapp og ég skulda þeim það að segja frá reynslu minni. Einhver sagði að það þýddi ekki að tala við krakka um þessi mál nema þú sért jafnaldri þeirra. Þetta er álíka viturlegt og að segja að skólakerfið ætti að vera skipað kennurum sem eru jafnaldrar nemendanna." Nú myndu sumir segja að þú vær- ir sérstaklega slæmt fordæmi. Á kafi í eiturlyfjum gafstu sennilega út tutt- ugu plötur og svo ertu áberandi vel á þig kominn líkamlega. Hugsa ekki krakkamir: Ég geri bara eins og Bubbi, ég hætti eftir þrjátíu ár ...? „Það verða ailtaf til undantekning- artilfelli og ég er bara eitt af þeim. Ég var einfaldlega svona heppinn. Fáir vita að ég fékk hjartaáfall 28 ára gamall vegna ofneyslu lyfja. En ég slapp og það ber að þakka. Þorgrím- ur Þráinsson hefur verið gagnrýnd- ur fyrir að segja fólki að hætta að reykja, vegna þess að hann hefur aldrei reykt sjálfur, síðan eru nokkr- ir sem gagnýna mig fyrir að koma þeim skilaboðum til unglinga að dóp sé hættulegt því ég notaði sjálfur dóp. Það er stundum vandlifað," seg- ir Bubbi og hlær. Af hverju ertu að þessu? Má þér ekki vera sama hverjir dópa sig í hel og hverjir ekki? „Ég er í krossferð. Mörg ár hef ég farið í skóla og talað við krakka, en kveikjan að því að ég geri þetta opin- bert er að vinur minn var drepinn og við það fylltist ég mikilli sorg og reiði. Það varð til þess að ég sagði nei, hingað og ekki lengra. Nú ætla ég að stíga fram. Ég tek ekki þátt í því lengur að þegja.“ Sex jarðarfarir á árinu Bubbi segir að Esso hafi beðið hann um samstarf við vímuefnafor- varnir og hann hafi tekið því fagn- andi, enda sé honum sama hvaðan gott kemur. „Ég hef aldrei falið það að ég fæ borgað fyrir þetta, enda hefði ég aldrei farið í samstarf við Esso kaup- laust. Þegar ég sá að þeir voru til- búnir að setja marktækan pening í þetta verkefni sló ég til. Auðvitað eru þeir að fiska athygli, en þaö er miklu betra að peningarnir þeirra renni í forvarnir en að auglýsa glansandi jeppa uppi á Vatnajökli í kvöldsólinni. Mikiö væri gott ef fleiri stórfyrirtæki tækju sér Esso til fyrirmyndar og settu fjármuni í eitt- hvað sem auðveldlega má kalla mannrækt." Eru þetta umtalsverðar fúlgur sem þú færð? „Ég ræði það ekki. En það er ljóst að vinnan við herferðina er svo mik- il að ég hefði aldrei haft efni á að taka þátt í henni án þess að fá borg- að fyrir.“ En kastarðu ekki frelsi lista- mannsins fyrir róða? Ertu ekki orð- inn háður auðvaldsbatteríinu? „Þetta er bara bamaleg, heimsku- leg klisja. Ég hef ekki ennþá hitt þann listamann sem ekki er háður einhverju. En ef það er verið að tala um að selja sannfæringu sína, þá er ég einmitt að gera það í þessu tilviki og ég hef alltaf staðið á minni sann- færingu. Þetta er of gott málefni til þess að horfa fram hjá því. Ég hef farið í fjórtán ár á Litla-Hraun til „Ég verð að búa við það að ég er opinber persóna. Ég er Bubbi Morthens og mér leyfist ekki hvað sem er. Þegar ég fór að syngja sálma og tala um trú mína á Guð voru stórir hópar fólks sem œptu og skrcektu af hneykslan, en þetta verð ég að lifa við af því að ég er sá sem ég er. Smáfólkið á það til að hrína þegar risarnir hreyfa sig. “ þess að spila og ég sé að fangamir þar verða sífellt yngri. Ég er að spila við æ fleiri jarðarfarir unglinga sem hafa drepið sig vegna eiturlyfja og ég er að syngja fyrir grátandi foreld- rana. Á seinasta ári voru þær átta, á þessu ári eru þær orðnar sex. Ég verð að búa við það að ég er opinber persóna. Ég er Bubbi Morthens og mér leyfist ekki hvað sem er. Þegar ég fór að syngja sálma og tala um trú mína á Guð vom stórir hópar fólks sem æptu og skræktu af hneykslan, en þetta verð ég að lifa við af því að ég er sá sem ég er. Smáfólkið á það til að hrína þegar risarnir hreyfa sig.“ Þú segist vinna eftir þinni innstu sannfæringu. Særa þessar gagnrýn- israddir þig ekkert? „Neeeei," segir Bubbi og hlær. „Ef biskupinn hefði gagnrýnt mig þá hefði ég farið og fengið mér áfalla- hjálp, vegna þess að ég tek mark á honum. Ef ákveðnir prestar sem ég hef dálæti á hefðu skammað mig hefði ég orðið sjokkeraöur. Hefði konan mín eða mínir nánustu vinir gagnrýnt mig, þá hefði ég orðið sjokkeraður. Hefði fólk innan AA- samtakanna, sem ég umgengst, gagn- rýnt mig, þá hefði mér ekki staðið á sama. Þeir sem hafa gagnrýnt mig eru ýmist virkir alkóhólistar eða fólk sem þrífst á athygli, hvort sem hún er neikvæð eða jákvæð, og svo fólk sem einfaldlega veit ekki betur vegna heimsku." Geirharöur í Greifswald Við endurkomu Utangarös- manna í fyrra segist Bubbi hafa fundið fyrir löngun til að vinna með rokkhljómsveit og setti því saman hljómsveitina Stríð og frið- ur. Nú er hljómsveitin nýkomin úr tónleikaferð um Þýskaland og Dan- mörku. „Ég á nokkra þýska aðdáendur og þeir hafa verið að koma hingað til að hlusta á mig. Meðal þeirra er prófessor í íslensku við háskólann í Greifswald sem kallar sig Her- móð og hefur ódrepandi áhuga á ís- lenskri menningu og sögu. Her- móður er búinn að smita heilan bæ af rosalegum íslenskuáhuga og heldur norrænt festival á hverju ári. Þarna eru Ijóö, myndlist, bíó og tónlist svo eitthvað sé nefnt af fjölmörgu og við vorum beðnir að fara og rokka fyrir íslands hönd.“ Yfirleitt vOja útlendir íslensku- spekúlantar bara lesa Eglu og Njálu ... „Hermóöur gerir þaö líka, mikil ósköp. Þegar við komum þama vorum við að rekast á alls konar fólk sem talaði lygilega góða ís- lensku og oft var það sláandi. „Ég heiti Geirharður og dvaldi nokkur misseri á Borgarfirði eystri með 800 rollum," sagði einn meö ótrú- lega skýrum framburði þegar hann kynnti sig,“ segir Bubbi hlæjandi. Danska meö grænlenskum hreim Bubbi segir að það hafi líka ver- ið makalaust að Hermóöur og nem- endur hans höfðu þýtt alla textana hans á þýsku fyrir tónleikana. Her- móður hafði beðið um lagalista fyr- ir fram og menn gátu fengið text- ana við dymar tO þess að fylgjast með. „Við vorum með þrjú gömul lög en hin voru öll ný. Það var mjög skrýtið að sjá fólk dansa og hoppa við nýju lögin, en það var líka skrýtiö að heyra fólk klappa þegar Talað við gluggann í þungarokks- útgáfu og ísbjarnarblús byrjuöu. Þá fengum við að vita að Hermóð- ur hefur áður nýtt sér lög mín og texta við kennslu." Bubbi bætir við að íslandsáhug- inn sé allt að þvi áþreifanlegur í Þýskalandi og virkOega gaman að vera íslendingur þar. í Danmörku var líka húsfyOir á tónleikunum. Bubbi syngur aOtaf á íslensku en segist eiga það til að bregða undir sig danska fætinum á mOli laga og jafnvel taka eitt og eitt danskt lag. Með móðurmjólkinni drakk Bubbi dönskuna og hann finnur slátt hennar innra með sér. Að vísu seg- ist hann eitt sinn hafa lent í því að Dani reiddist honum vegna þess að hann talaði dönsku með græn- lenskum hreim! „Helvítis rasist- inn,“ segir Bubbi og hlær. Aö hafa sjálfan sig á hreinu Stríð og friður hafa tekið upp plötu sem kemur út í haust og síð- an fara þeir í tónleikaferðalag tO Finnlands og Svíþjóðar. Kannski spOa þeir hér heima í sumar, en þeim stendur líka tO boða að spOa víða erlendis. Bubbi segir að ástæðan fyrir því að hann hafi sjaldan spOað í útlöndum sé sú að hann hafi ekki verið tObúinn að fara eitt né neitt. „Líf mitt hefur snúist um það að verða edrú - að ná tökum á sjálfum mér. Rokktónlistin er kannski ekki heObrigðasta formið til þess. Þaö sem sagt er um lífiö í rokkinu er bæði mýta og raunveruleiki. í rokkinu fellur fólk fyrir örvandi efnum tO þess að halda sér vak- andi og róandi efnum tO þess að ná sér niður eftir tónleika. Þú ert í há- vaða, kikki og adrenalínkeyrslu, en síðan er aOt búið. Allt sem er eftir er hávaðinn inni í þér og aOt er þar á suðupunkti. Það er algengt að fólk fari og keyri sig niður á einhverju öðru en bók, vídeói, mat eða kynlífi. Ef maður ætlar að vera í rokkinu verður aö skipuleggja hvernig maður ætlar að tækla þessa hluti og hafa sjálfan sig á hreinu." Heldurðu að þú takir aldrei dóp aftur? „Ég get ekki svarað því,“ segir Bubbi alvarlegur. „Ég veit að það á að koma út plata í haust en ég veit ekkert hvort ég verð lifandi. Það getur líka vel verið að ég standi upp fuOur af lífsþorsta og verði undir bO hér fyrir utan. Ég veit bara eitt og það er að planið hjá mér í dag er: Ég ætla ekki að reykja sígarettur og ég ætla ekki að taka dóp.“ -þhs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.