Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2001, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2001, Síða 21
LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 21 Sviðsljós Ellen DeGeneres: Komin með nýja kærustu Ellen DeGeneres leikkona vakti gríðarlega athygli fyrir fáum miss- erum þegar hún kom út úr skápn- um eins og það er kallað þegar fólk staðfestir hneigð sína til eigin kyns. Þetta þótti aldeilis saga til næsta bæjar og margt var skrifað og skraf- að um hana og Anne Heche leikkonu sem var þáverandi unnusta hennar. Það samband er löngu komið í vaskinn en það gerðist þegar Heche stakk af með giftum manni, Coley Laffoon. Nú er talið víst að söngkon- an Melissa Etheridge og Anne DeGeneres séu orðnar kærustupar, ef það er þá rétt orðalag um tvær konur. Þær eiga það sameiginlegt að hafa misst unnustur sinar yfir í herbúðir gagnstæðs kyns en fyrrum unnusta Melissu var áður gift leik- aranum Lou Phillips Diamond og er sagt að hún hafi snúið til hans á ný. Þetta kann að hljóma ruglingslegt og snúið en hvaða máli skiptir hver sefur hjá hverjum af hvaða kyni ef allir eru ánægðir. Lífið er ekkert nema leit að hamingju hvort sem er. Martin Sheen lelkari Hann vildi alls ekki hitta forsetann þótt hann léki hlutverk hans viö miklar vinsældir. Martin Sheen: Vildi ekki hitta for- setann Martin Sheen leikur forseta Bandaríkjanna í gríðarlega vinsæl- um framhaldsmyndaflokki sem heitir West Wing og gerist í Hvíta húsinu. Þessi þáttur hefur meðal annars verið sýndur í sjónvarpi á íslandi við jafngóðar undirtektir og annars staðar. Það þarf ekki að koma sérlega mikið á óvart að öllum leikurum í þáttunum var nýlega boðið í sér- staka heimsókn i Hvíta húsið til þess að hitta nýkjörinn forseta Bandaríkjanna, George W. Bush. Nokkur taugatitringur varð í tengsl- um við þetta vegna þess aö Sheen hefur látiö mjög ófögur orð falla um forsetann og lýst mikilli vantrú á getu hans til góðra hluta. Nánar til- tekið sagði Sheen að Bush væri van- viti sem hefði aldrei átt að fá að fara heim úr meðferð. Þetta varð samt allt vandræða- laust því Sheen afboðaöi komu sína á síðustu stundu og bar því við að hann þyrfti að vinna fram eftir við tökur. Þetta var þó ekki sérlega trú- verðugt því allir meðleikarar hans mættu en var látið gott heita. Jennifer Aniston: Var einu sinni pönkari Ellen DeGeneres leikkona Sagt er í Hollywood aö Ellen hafi fundiö sér nýja kærustu. Jennifer Aniston leikkona, sem sennilega væri réttast að kalla Jennifer Aniston-Pitt núoröið, síðan hún giftist Brad Pitt, hefur oft talað íjálglega um hárið á sér og það hef- ur orðið mörgum konum fyrirmynd og efni til aðdáunar og öfundar. Jennifer hefur sjálf sagt að hárið sé sá líkamshluti sem henni þyki hvað vænst um þótt vafasamt megi telja að flokka hár undir líkamshluta. Nýlega skýrði Jennifer frá því að hún hefði ekki alltaf verið með svona fínt og vel snyrt hár, slétt og vel greitt. Hún var nefnilega pönk- ari á sínum yngri árum og þegar hún var í kringum fermingu rakaði hún næstum allt hárið af höfðinu á sér og litaöi afganginn með skærum litum. Þetta gerði hún til að ganga í augun á miklum töffara sem hafði heillað hana og aðhylltist mjög bylt- ingarkennda hártísku. Foreldrar Jennifer urðu alveg brjálaðir vegna Jennifer Aniston leikkona Hún segist einu sinni hafa rakað allt háriö af höföinu á sér. þessa máls. Hún bauð þeim ekki í brúðkaupið sitt. Vel getur verið að tengsl séu milli þessara tveggja at- burða en við vitum það ekki fyrir víst. iMac INDIC30 350/64/7/cd/128p/56k RXD-10 Feröaútvarp meb geislaspilara 700 MHz Celeron örgjörvi 64 Mb vinnsluminni SDRAM 10 Gb harður diskur 17" ProView skjár -► 32 Mb TNT II skjákort -► 8x DVD geisladrif Soundblaster 128 hljóðkort Soundblaster hátalarar 56k innbyggt mótald 99.900 kr. @ 3™T lager eöal útsölu tilboða hjá ACO föstudat til miövikudag! Gateway tilboð knaftmikil tölva fynin kröf 933 MHz Pentium III örgjörvi 128 Mb vinnsluminni SDRAM 40 Gb harður diskur ATA66 17" Proview skjár 4 Mb skjákort á móðurborði 1 AGP rauf laus DVD 16x geisladrif Soundblaster 128 PCI hljóðkort og hátalarar 56k innbyggt mótald fullt af frábærum hugbúnaði 169.900 kr. Með ollum iMac tsölvum fylgir Panasonic ferðatæki með geislaspilara Leo, bara gott verð hagkvæman heimilistölvun 750 MHz Pentium III -128 Mb vinnsluminni SDRAM • 20 Gb harður diskur 17" ProView skjár - 32 Mb TNT II skjákort • 8x DVD geisladrif Soundblaster 128 hljóökort Soundblaster hátalarar 56k innbyggt mótald 114.900 kr. @ ÍS.\ v. 114.900 kr. SONY MZ-R70 SONY MD spilari 94.900 kr. 800 Solo 1150 149.900 kr. Gateway fartölva ómótstaeðilegt tilboð hugsaðu \ skapaðu | upplifðu Skaftahlíð 24 • Sími 530 1800 • Fax 530 1801 • www.aco.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.