Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2001, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2001, Síða 22
22 Helgarblað LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 DV Óhugnanlegt morð á unglingsstúlku í enskum bæ: Morðinginn var einn af bæjarbúum Réttarlæknirinn John Rutherford var ýmsu vanur í starfi sínu en það sem hann sá mánudaginn 14. ágúst 1995 var það hryllilegasta sem hann hafði augum litið. Stúlkan hafði ver- ið kyrkt og barin svo hryllilega að ekki var hægt að þekkja hana. Hún hafði barist örvæntingarfull fyrir lífi sínu en morðinginn hafði haft betur. Stúlkan var aðeins 15 ára. Louise Sellars var vel gefin og fjörug skólastúlka sem hafði áhuga á íþróttum og tónlist. Mestan áhuga hafði hún þó á því að ríða út á hest- inum sínum, Tekay. Hún hafði hlotið mörg verðlaun á mótum. Vinir hennar voru henni einnig mikils virði. Strætisvagnabiðstöðin nálægt heimili Louise var vinsæll fundarstaður unglinga í Appley Bridge í Wigan í Englandi. Strák- arnir í bænum óku þar fram hjá í bílunum sínum til að ganga í augun á stelpunum og bjóða þeim í bíltúr. Það var þangað sem Louise fór sunnudagskvöldið 13. ágúst 1995. Um níuleytið um kvöldiö ók Dar- ren Ashurst fram hjá í hvita Ford Escort bUnum sínum. Hann var stoltur af bílnum sínum og það leið varla sá dagur að hann þvæi ekki bUinn og bónaði hann. Og þegar hann var ekki að því var hann að lyfta lóðum. Einfari með auga fyrir laglegum stúlkum Ashurst var einfari. En þegar hann hafði samskipti við stúlkur var hann raupgjarn. Hann hafði auga fyrir laglegum stúlkum. Og Louise Sellars var lagleg. Ashurst hafði verið með henni í nokkur skipti. Sambandið hafði farið út um þúfur en hann hafði ekki gefist upp. Þegar hún yfirgaf vini sína á stræt- isvagnabiðstöðinni til þess að ganga heim elti hann hana. Snemma á mánudagsmorgni var Darren Ashurst Þegar hann taldi sig sloppinn fór hringurinn unn hann aö þrengjast. lögreglumaður á eftirlaunum að viðra hundinn sinn á milli kjarr- skógar og akurs bak við sjúkrahús í bænum. Þegar hann sá líkið gerði hann sér strax grein fyrir að hann hafði rekist á fómarlamb morð- ingja. Lögreglan gat sér strax til um hver stúlkan væri. Foreldrar Louise höfðu tilkynnt um hvarf hennar þegar hún kom ekki heim á sunnu- dagskvöld. Ekki fundust neinar vísbending- ar. Louise var fullklædd og það sáust engin merki um kynferðislega misnotkun. Eftir umfangsmikla leit á morðstaðnum fundust tveir sigar- Sérstæð sakamál___ ettustubbar og segulbandsspóla. íbúarnir í Appley Bridge voru harmi lostnir. Þá hryllti við tilhugs- unina um að morðingi gengi laus meðal þeirra. Lögreglan lagði sér- staklega hart að sér við rannsókn málsins. Vegna rannsóknarinnar kom meira að segja ein lögreglukon- an fyrr úr fæðingarorlofi en hún hafði áætlað. Lögreglan yfirheyrði Darren As- hurst eins og svo marga aðra. Hann hafði þekkt Louise og lögreglan grunaði hann strax. Hann kvaðst ekkert vita um morðið og ekki hafa komið nálægt morðstaðnum. Hann sagðist jafnframt vera með fjarvist- arsönnum. Hann hefði heimsótt systur sína þetta kvöld. En systir hans hafði ekki séð hann þetta kvöld. Þá breytti Ashurst framburði sín- um og sagði engan hafa verið heima. Systirin sagði það heldur ekki rétt. Hún hefði verið heima en enginn komið í heimsókn. Með hreinlætisæöi daginn sem moröið var framið Hjólbarðaför á morðstaðnum voru eins og eftir hjólbarðana á bíl Ashursts. Lögreglan gat hins vegar ekki sannað að þau væru eftir bíl hans. Bíllinn var tandurhreinn. As- hurst hafði þvegið hann á bíla- þvottastöð skömmu fyrir klukkan 23 morðkvöldið. Lögreglan komst einnig að því að hann hafði farið tvisvar í sturtu morðkvöldið, áður en hann fór út og aftur þegar hann kom heim. Þegar lögreglan bað um að fá að sjá fótin sem hann var í þennan dag sagði hann það ekki mögulegt. Hann hefði fleygt þeim. Lögreglan hafði hins vegar meiri áhuga á skónum. Ef til vill mætti sjá á þeim einhver merki árásarinn- ar grimmilegu. Skórnir fundust heldur ekki. Ashurst sagði þá hafa verið orðna svo mikla garma að hann hefði fleygt þeim. Á mynd- bandsupptöku frá brúðkaupi degin- um fyrir morðið var Ashurst hins vegar í skónum og virtust þeir þá fullgóðir. Ashurst viðurkenndi að hafa ekki Louise Sellars Louise var vel gefin, lagleg og fjörug stúika. Hún var 15 ára þegar hún var myrt á grimmitegan hátt. ekið til systur sinnar. Hann hefði ekið út í bláinn. Hann gerði sér þó grein fyrir að þetta væri ekki nógu trúverðug frásögn og kvaðst hafa logiö vegna þess að hann hefði í raun verið að stela bíl. Þegar þrýst var enn meira á hann sagðist hann hafa logiö þar sem hann hefði verið í leit að vændiskonu. Þetta nægði þó ekki til að ákæra Ashurst. Rannsókn á sígarettu- stubbunum leiddi heldur ekki í ljós hver morðinginn var. Þremur vikum eftir morðið var maður á gangi á akrinum bak við sjúkrahúsið. Hann sá svart úr án ól- ar, tók það upp og gaf síðar ættingja sínum það. Fjórtán mánuðum síðar gerði hann sér grein fyrir þvi að „Lögreglan komst einnig aö því að hann hafðí farið tvisvar i sturtu morðkvöldiö, áður en hann fór út og aftur þegar hann kom heim. Þegar lög- reglan bað um að fá að sjá fötin sem hann var í þennan dag sagði hann það ekki mögulegt. Hann hefði fleygt þeim.“ það kynni að vera mikilvægur hlekkur í leitinni að morðingja Lou- ise. En þegar Ashurst hélt sig vera sloppinn fór hringurinn um hann að þrengjast. Þremur árum eftir morðið var rannsóknarlögreglumanninum Ian Seabridge falið að stjórna rannsókn- inni. Hann fór yfir öll gögn ásamt mönnum sínum. Seabridge var viss um að morðinginn hefði orðið æfur vegna þess að honum hefði verið hafnað. Og í þetta sinn voru vitni gjöfulli á upplýsingar. Seabridge ræddi við tvo vini Ashursts. Þeir sögðu frá því að skömmu eftir morð- ið hefði hann beðið þá um að stela bílnum hans og kveikja í honum. Ashurst hafði einnig beðið um að honum yrði veitt fjarvistarsönnun. Rannsókn lögreglunnar leiddi einnig í Ijós að Ashurst var skap- ofsamaður. Hann hafði beitt margar vinstúlkur sinar ofbeldi. Hann hafði reynt að aka á eina á bílnum sínum. Ein vinstúlkna Ashursts, sem var flutt til Hollands, tjáði lögreglunni að nokkrum dögum fyrir morðið hefði hún séð Ashurst með blátt reipi sem hann hefði hótað að binda hana með. Reipið hafði hann fengið lánað hjá annarri vinstúlku sinni þegar hann þurfti að láta draga bíl- inn sinn. Önnur stúlka, sem einnig var flutt frá Wigan, gat greint lögregl- unni frá þvi að Ashurst hefði átt svart úr sem hann hefði týnt um svipað leyti og morðiö var framið. Ný DNA-rannsókn markaði tímamót Ný aðferð, sem notuð var við DNA-rannsókn á sígarettustubbun- um, markaði hins vegar timamót. Ashurst, sem var handtekinn á ný 26. janúar 2000, bar því við að hann væri vanur að taka sígarettur upp úr pakkanum með tönnunum. Ef finna mætti erfðaefni úr honum á stubbunum væri það vegna þessa siðar hans. Hann hefði gefið ein- hverjum öðrum sígaretturnar. Sér- fræðingar bentu á að þá hefði líf- sýni úr einhverjum öðrum einnig átt að finnast á þeim. Svo hefði ekki verið. Þann 1. nóvember síðastliðinn, eftir þriggja vikna réttarhöld í Manchester, var Darren Ashurst fundinn sekur um morð. Hann sýndi engin merki iðrunar. Blóðugt uppgjör hjóna Morðinginn vissi hvernig fela átti slóð. Rannsókn á morðstaðnum Tveir sígarettustubbar og segulbandsspóla fundust á morðstaönum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.