Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2001, Qupperneq 24
24
Helgarblað
LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001
DV
Kynlrf
Að gefa og þiggja
Ragnheidur
skrifar
um
Jane Fonda hefur ekki alltaf átt sjö dagana sæla:
Nærðist á spítti og
1 kynlífi er bæöi gott aö gefa og
þiggja. Stundum er maður þó í
meira stuði til að gefa og stundum
til að þiggja. Stundum er gott að fá
bara að liggja og þiggja strokur,
kossa og alls konar yndislegar gæl-
ur. Stundum er líka svo undurgott
að gæla við likama elskhugans með
höndum, tungu, brjóstum, skauti,
hári, nefi, tám og öllum hinum pört-
unum sem hægt er að nota til aö
veita nautn. Kannski erum við
stundum óþarflega upptekin af þvi
að fá alltaf nákvæmlega það sama
til baka og við gefum. Fimm mín-
útna baknudd kostar nákvæmlega
fimm mínútna baknudd og fullnæg-
ing veitt með munni kostar aöra
slíka. Væri ekki betra að slaka að-
eins á og njóta alls þess sem við ger-
um í kynlífl, hvort sem við erum að
gefa eða þiggja. Að leyfa sér að njóta
straumsins í höndinni sem strýkur
mjúkan líkama, að smjatta nautna-
lega á söltu bragði af sveittum hálsi,
að finna kitlið á vörunum sem
kyssa heitar lendar og þar fram eft-
ir götunum. Tökum smádæmi um
víxlverkandi nautnir:
Ég og þú
Ég finn hendur þínar á brjóstum
mínum, mjúkar og ágengar. Finn
þig hnoða og strjúka og klípa. Finn
geirvörtur mínar harðna undir fing-
urgómum þínum, loka augunum og
bregður viö munninn sem lokast
um þær. Þú bítur blíðlega og lætur
æsta tungu leika við hold mitt inni
í munni þínum. Kemur svo og kyss-
ir munninn minn, nartar í varir og
kitlar tungu, hendurnar núna á
lendum. Fæ gæsahúö alveg niður í
hnésbætur þegar þú tekur eyrna-
snepilinn milli tannanna og andar á
hálsinn á meðan...
Set hendur mínar á brjóstin
mjúku, sekk í holdið og hnoða. Finn
geirvörtumar rísa upp að flngrum
mínum og ákveð að bragða á. Bragð-
ið af þér dálítið salt, kitlar í tungu-
broddinn við að láta hann renna
yfir stinnt holdið sem harðnar enn
meir við snertinguna. Lít upp og sé
munninn bjóðandi og æstan, verð
að kyssa þennan munn og finna fyr-
ir honum í mínum munni, með
minni tungu og mínum vörum.
Strýk höndunum niður á lendar
þínar og finn hvað húðin er mjúk og
svo hvernig hún breytist þegar
gæsahúðin læðist niður líkamann...
Það er aldeilis orðið rómantiskt
andrúmsloftið hér á skikanum mín-
um í dag.
En tókuð þið eft-
ir því að nautna-
lýsingarnar hér að
ofan gætu átt við
karl og konu eöa
konu og konu eða
karl og karl! Já
karlar geta líka
verið með mjúk
brjóst, geirvörtur
sem harðna, bjóð-
andi munn og
mjúkar lendar. Er
ekki lífið yndislegt
í allri sinni fjöl-
breytni?
Prófum aðra
senu. í þetta skipt-
ið með einum full-
trúa af hvoru kyni
í hlutverkum og
færum athyglina
að þeim líkams-
pörtum sem einna
helst aðgreina kyn-
in, nefnilega kyn-
færunum:
Ligg á bakinu og leyfi þér að færa
læri mín í sundur. Finn að andlit
þitt kemur nær og finn þig svo blása
létt á hárin mín. Það kitlar og æsir
og þú strýkur lærin á meðan, fyrst
neðarlega rétt ofan við hnéin en svo
koma hendurnar ofar, alveg upp í
nárana og ég fæ æsingarstraum og
verð að draga hnén að mér. Svo fær-
ir þú hendurnar yfir píkuna og lok-
ar hana inni í lófahúsi. Hún hitnar
og ég veit að hún blotnar. Svo fær-
irðu barmana mína sundur með
þumalfmgrunum og ég finn fyrst
fyrir tungunni í þéttri og langri
stroku sem mér finnst taka heila ei-
lifð...
Þegar ég er búinn að binda fyrir
augu þín legg ég þig á rúmið. Horfi
á þig smástund og færi svo lærin
sundur. Þú ert mjúk eins og pitsu-
deig. Leggst niður milli læranna og
blæs á hárin, dreg svo andann inn
og finn ilminn þinn. Þú dregur
hnén upp en ég held samt að þú vilj-
ir meira. Langar að geta rúmað þig
alla í höndum mínum, langar að
vera úti og inni á sama tima.
Þrýsti með þumlum á þrýstna
barma og opna. Það glansar og ilm-
ar og ég bragða á...
En bíðum við... þetta gætu allt
eins veriö tvær konur. Æ fari það
fjandans til, nautnir eru alltaf
nautnir, óháð litningasamsetningu
þeirra sem njóta.
Ég vona samt aö hjartkærir les-
endur nái pælingu dagsins: Það er
sælt að gefa og þiggja.
Ragnheiður Eiríksdóttir er hjúkr-
unarfræðingur og kynlífsfræðari.
j ar ðarber j a j ógúrt
James Cameron leikstjóri
Hann sökk ekki meö Titanic og nú
vill hann fara út í geiminn.
James Cameron:
Langar út
í geim
Hinn djarfi leikstjóri, James
Cameron, tók mikla áhættu þegar
hann gerði myndina um Titanic
sem varð dýrari en flest sem gert
hefur verið á því sviði áður. Hann
uppskar ríkulega því önnur eins að-
sókn hefur varla sést síðan Á hverf-
anda hveli var sýnd.
Næsta verkefni Camerons er að
fá aö fara sem farþegi út í geiminn
á vegum NASA og feta þar í fótspor
hins ameríska Titos sem reyndar
þurfti að fara til Rússanna til þess
að fá far.
Þessi löngun Camerons tengist
áætlunum hans um að gera kvik-
mynd þar sem geimferðir koma eitt-
hvað við sögu en ekki er vitað öllu
meira um verkefnið. NASA hefur
lýst áhuga sínum á að leyfa honum
að fljóta með en Cameron hefur
miklar áhyggjur af öryggi sínu,
enda er fjórða eiginkona hans ný-
lega búin að fæða honum barn og
fjölskyldufeður eiga ekki að hætta
lífi sínu að óþörfu. Cameron liggur
því yfir öryggislistum og búnaði
með NASA fyrir ferðina miklu.
Leikkonan Jane Fonda
var heiðruð af Film
Society of Lincoln Center
í New York í mánuðin-
um. Hún hætti að leika
árið 1991 þegar hún gift-
ist fjölmiðlakónginum
Ted Turner og hún er ófá-
anleg til þess að heíja aft-
ur kvikmyndaleik þó að
Robert Redford, Sydney
Pollack og Peter bróðir
hennar hafi lýst því yfir
opinberlega að þeir vilji
endilega gera fleiri kvik-
myndir með henni
„Lífið er leit. Enginn
veit hins vegar hvað bíð-
ur handan við hornið og
það er einmitt það
skemmtilega við það!“
sagöi Fonda í viötali í til-
efni af verðlaunaafhend-
ingunni. „Annars hef ég
lifað einstöku lífi. Ég
þekki engan sem hefur
upplifað það sama og ég.“
Vissulega er hægt að taka
undir það.
Móðirin skar sfg á
háls
Jane Fonda hefur látið
til sín taka á mörgum
sviðum á þeim 63 árum
sem hún hefur lifað.
Æska hennar var ekki
hefðbundin með ham-
ingjusamri fjölskyldu.
Hún er dóttir leikarans
Henry Fonda, sem aldrei
hafði tíma til að sinna
þeim systkinunum henni
og Peter, en móðir þeirra
dvaldi á geðveikrahæli og
framdi sjálfsmorð með
þvi að skera sig á háls þegar Jane
var 12 ára gömul. „Ég gat hvorki
gert móður mína né föður ham-
ekki orð upp úr í leik-
listarkennslunni en það
var Marilyn Monroe.
„Marilyn var jafn log-
andi hrædd og ég var.
Hún lét ekkert á sér
bera og gerði helst ekki
neitt.“
Sem kunnugt er urðu
þessar feimnu stúlkur
báðar leikkonur. Fonda
fetaði sem sagt í fótspor
föður síns. Þekktustu
myndimar sem hún hef-
ur leikið í eru Bar-
barella, They Shoot
Horses, Don’t They, um
danskeppni í kreppunni
miklu, en fyrir það hlut-
verk hlaut Fonda sina
fyrstu óskarsverðlauna-
tilnefningu. I Klute lék
hún vændiskonu og
hlaut óskarsverðlaunin
i fyrra skiptiö en í hið
síðara fyrir leik sinn í
myndinni Coming
Home. Ekki má gleyma
hinni vinsælu Nine to
Five þar sem hún lék
með Dolly Parton og
Lily Tomlin.
Kallaði yfir sig
reiði hermanna
Jane Fonda hefur
alltaf látið til sín taka í
þjóðfélagsmálum. Hún
var mikill aktívisti í
andstöðunni gegn Ví-
etnamstríðinu og reitti
Bandaríkjamenn óskap-
lega til reiði með því að
sitja fyrir á mynd með
víetnamskri loftvarnar-
byssu. Nýlega baðst hún
afsökunar á þessu óhugsaða út-
spili. „Ég særði marga hermenn
sem túlkuðu þetta þannig aö mig
Leikflmldrottningin
Jane Fonda breytti lífi milljóna kvenna um allan heim. Hennar líf var hins vegar rústir einar á þeim tíma.
ingjusöm," segir hún nú og viður-
kennir að hún hafl þjáðst af óskap-
legri minnimáttarkennd þegar
hún hóf leiklistarnám hjá Lee
Strasberg. Þar sat hún við hliðina
á annarri stúlku sem dróst heldur
4