Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2001, Síða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2001, Síða 56
/ / Kemísk WC frá 10.900 EVRÖ Grensásvegi 3 s: 533 1414 Goði og Norðlenska: Kjötvinnsla áfram í Borgarnesi Forráðamenn Goða gera ráð fyrir að kjötvinnsla fyrirtækisins i Borgamesi verði starfrækt áfram. Samningavið- ræður við Norðlenska standa enn yfir. Kjötvinnslunni á Selfossi verður lokað um mánaðamótin júni-júlí. Þar hafa unnið um 20 manns en sumir starfs- manna em komnir í aðra vinnu. Kristinn Þór Geirsson, framkvæmda- stjóri Goða, sagði að eins og málin stæðu nú væri gert ráð fyrir að kjötvinnslan í Borgamesi yrði starfrækt áfram og yrði jafnvel aukin til að byrja með. Hann sagði að sameiningarviðræðumar hefðu tekið lengri tíma en reiknað hefði verið með í upphafi. Ekki væri hægt að tíma- setja hvenær þeim lyki. -JSS OUÉE3 SAM MQUSSAlEfF tnd IAMILV IMI U »5 MouiiaiefFs daught«, Dornt. ii nuking thc wwn Lut vCur bcv'amc cngftged to thc f presiiknt ot kcltmJ. Olatur Kasmar I utitnsson. The íuiurc Nlts Onm"vm cun ttice her rooi» hack to Gctighi* Kh*n'» soldunilh Tht Mou»wícUs arc sull in thc trj\K' 4»vl domg rathcr wvli In McusuielT l<\s cilcrs. bascO in Lotukm. tnadc £?.4n> pi\>lk on *3d<\ ot' £48.?m. Th< t\rm. worth £?0m. ts cKaikvI by Mcusuicff. t 77. aml hi» f*mt!y ovcns »t «11. \\ < *dU £45ra tor LXjmt's \ol< of hcr iukc m thc C«iur> Whart comptoc in IW9 2000: tltOm. 201* Úr The Sunday Times „The future Mrs Grimsson“ Strætisvagnstjóri á sjötugsaldri, sem lenti i umferðaróhappi í Reykjavík í fyrradag, reyndist próf- 4 laus þegar að var gáð. Bílstjórinn hefur starfað hjá SVR frá árinu 1997 og verið próflaus allan tímann því ökuskírteini hans rann út 1992. „Okkur þykir þetta miður,“ sagði Jóhannes Sigurðsson, forstöðumað- ur þjónustusviðs Strætisvagna Reykjavíkur. „Bílstjórinn hafði gilt ökuskírteini til að aka fólksbíl en meiraprófið hans var útrunnið. Það hafði farið fram hjá honum og einnig okkur þegar hann var ráð- inn. Þarna urðu bersýnilega mis- tök.“ Umferðaróhappið, sem bílstjórinn lenti í, var minni háttar nudd við fólksbil á mótum Vesturgötu og Framnesvegar. Að sögn Jóhannesar , Sigurðssonar munu ekki verða eft- irmál vegna þessa en bílstjórinn er í orlofi þar til hann hefur endurnýj- að skírteinið sitt. -EIR Moussaieff-fjölskyldan metin á 17 milljarða: Dorrit jafnrík og George bítill Próflaus strætóbílstjóri DV-MYND TEITUR Edrú-popp í Húsdýragarðinum Geisladiskurinn Poppfrelsi, sem gefinn er út til styrktar meðferðarstarfi fyrir ungt fólk á vegum SÁÁ, var kynntur með tilþrifum í Húsdýragarðinum í Laugardai i gær. Á diskinum eru 14 ný lög með jafnmörgum íslenskum flytjendum sem allir gefa vinnu sína til styrktar meðferðarstarfinu. Á myndinni þenur Beggi í Sóldögg raddböndin og Hreimur úr Landi og sonum og Birgitta úr írafári fýlgjast með. Ríkissáttasemjari: Miðlunartillaga í Hafnarfirði Ríkissáttasemj- ari hefur ákveðið að leggja fram miðlunartillögu í kjaradeilu verka- lýðsfélagsins Hlíf- ar í Hafnarfirði og launanefndar sveitarfélaga. Til- . _. , , „ Þorir Einarsson lagan verður af- hent deiluaðilum á mánudaginn, kynnt á fundi sama dag og borin und- ir atkvæði á þriðjudag. Kjaradeilan í Hafnarfirði hefur lam- að leikskóla- og skólastarf í bænum og orðið til þess að þúsundir barna og unglinga hafa þurft að halda sig heima með tilheyrandi röskun á venju- bundnu Qölskyldulífi í Firðinum. -EIR Samvinnuferðir-Landsýn: 3000 sólarsæti afskrifuð - hafna Atlantaþotu Ferðaskrifstofan Samvinnuferðir- Landsýn hefur skorið niður framboð sitt á flugsætum í sólarlandaferðir og verður þeim fækkað um þrjú þúsund. Vegna offramboðs á sætum hefur ferðaskrifstofan samið við Flugleiðir um flutning á sólarlandafarþegum og rift fyrri samningum við Atlanta um afnot af einni af nýju breiðþotum fé- lagsins á þeirri forsendu að hún sé allt of stór. -EIR Dorrit Moussaieff og fjöl- skylda hennar eru á lista The Sunday Times yfir rík- asta fólk Bretlands og deila þar 268. sætinu með ekki minni mönnum en bítlinum George Harrison og stór- popparanum Sting. Moussai- eff-fjölskyldan er metin á 17 George Harrison milljarða íslenskra króna. í f sama klassa The Sunday Times segir orð- Moussaieff- rétt um fjölskylduna: fjölskyldan. „Það er dóttir Moussaieffs gamla sem heldur nafni fjölskyldunn- ar á lofti. Á síðasta ári trúlofaðist hún Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta ís- lands. Verð- andi frú Grímsson getur rakið ættir sínar aftur til gull- smiða Gengis Khan. Moussaieff- flölskyldan er enn að og gerir það bara gott í gullinu. Á árunum 1999-2000 seldu skartgripaverslanir Moussaieff, sem eru í Lundúnum, skartgripi fyrir um 7 milljarða ís- lenskra króna og hagnað- ist við það um rúman milljarð. Sjálft er fjöl- skyldufyrirtækið metið á 10 milljarða islenskra króna og því er stjórnað af Sam Moussaieff (föður Dorritar) sem er 77 ára gamall." The Sunday Times bæt- Dorrit og Olafur Verðandi „Mrs Grimsson “ ekki á flæðiskeri stödd. ir 45 milljónum punda við auðæfi Moussaieff-fiölskyldunnar sem er tal- inn hagnaður Dorritar sjálfrar vegna sölu hennar á hluta sínum í Canary Wharf-byggingunum. -EIR Geðsjúkur síbrotamaður ákærður fyrir 11 afbrot: Með stóra hnífa innanklæða Hafliði ekki ákærður Hafliði Halldórsson, fyrrum skóla- stjóri Hestaskólans á Ingólfshvoli, verður ekki ákærður fyrir meinta illa meðferð á dýrum. Árið 1999 kærðu fiórir sænskir nemendur Hesta- skólans Hafliða til lögreglunnar. Töldu nemend- urnir að hestar í skólanum sættu harðræði og illri meðferð af hendi Hafliða. Þau gögn sem fram hafa komið við rannsókn málsins hjá sýslumannsembættinu á Selfossi þóttu ekki gefa tilefni til sak- fellingar. Rannsókn hefur því verið hætt og sýslumaðurinn á Selfossi hef- ur ákveðið að ákæra ekki en láta mál- ið falla niður. -JSS Hafliöi Rannsókn hætt. - við handtöku - úrræði skortir í dómskerfinu, segir yfirlæknir á Sogni Tvítugim síbrotamaður, sem svipt- ur var sjálfræði ótímabundið árið 1999 en var eftir það í geðlæknismeð- ferð á Sogni í rúmt ár en var sleppt á síðasta ári, situr nú í síbrotagæslu ákærður fyrir 11 afbrot. Þegar Kópa- vogslögreglan færði manninn í hand- járn við verslun 10-11 í Engihjaila í apríl var hann með tvo stóra eldhús- hnífa innanklæða. Maðurinn hafði á þessum tíma verið í mikilli fikniefna- neyslu. Sami maður lagði eld að bensínblautum fotum pilts með slæmum afleiðingum, rifheinsbraut 17 ára stúlku og réðst með ósakhæf- um pilti á annan og sparkaði í hann liggjandi árið 1997. Magnús Skúlason, yfírlæknir á Sogni, segir að mál þessa síbrota- manns og fleiri slíkra sé í raun geð- heilbrigðismál en úrræði skorti í kerf- inu til koma til móts við slíka einstak- linga. Ungi maðurinn, sem hefur átt við mikinn flkniefnavanda að stríða, er talinn sakhæfur þó svo að fyrir liggi að hann á við mikil geðræn vandamál að stríða. „Þessi einstaklingur er dæmi um all- Vettvangurinn 10-11 verstunin við Engihjalla þar sem maðurinn var handtekinn. stóran hóp ungra manna sem brjóta lög og hljóta refsidóma en eru úrskurðaðir sakhæfir þrátt fyrir alvarleg geðræn og félagsleg vandkvæði. Ástæðan er sú að þeir eru ekki haldnir þeirri alvarlegu sturlun sem eru skilyrði fyrir þvi að vera ósakhæfur og þar með úrskurðað- ur í sjálfkrafa öryggisvistun og með- ferð,“ segir Magnús. Hann segir að dómskerfið skorti ákveðið miilistig - á milli sakhæfis og ósakhæfis - sem feli í sér hjálpar- og meðferðarúrræði af háifu heilbrigðis- kerflsins. „Þessir einstaklingar þurfa mjög á slíkri hjálp að halda. Ég tel að þeir þurfi frekar með- ferðarinngrip fremur en einhliða fangelsis- vistun. Stjórnvöld mættu stefna að því að. auka samhæflngu réttargeðsviðsins og meðferðarstoftiana og sér í lagi að skipu- leggja og efla eftir- meðferð. Það myndi bæta batahorfur margra sem illa er ástatt um,“ segir yfirlæknirinn. Framangreindur maður hlaut 18 mánaða fangelsi íyrir íkveikjuna og lík- amsárásirnar á árinu 1998. Eftir það af- plánaði hann fangelsisvist en var síðan sviptur sjálfræði og gekkst undir lækn- ismeðferð á Sogni. Þeir sem DV ræddi við um mál hans voru sammála um aö þegar hann útskrifaðist þaðan á síðasta ári hefði alls ekki litið illa út með and- lega heilsu hans og því engin ástæða til að halda honum lengur þar. Á hinn bóg- inn fór að halla undan fæti hjá mannin- um þegar hann skorti ákveðinn stuðn- ing. -Ótt FRETTASKOTIÐ SIMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá i síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJALST, OHAÐ DAGBLAÐ LAUGARDAGUR 19. MAI 2001

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.